Kringlubæklingurinn

Kringlubæklingurinn kom í hús í morgun. Margt þar sem er athyglisvert að stúdera með kynjagleraugun á nefinu... eins og vænta mátti. Ég bíð ennþá spennt eftir því að tískuiðnaðurinn gerist jafnréttissinnaður í alvörunni í stað þess að troða konum endalaust í hlutverk hinnar undirgefnu konu. Merkilegt nokk virðast framleiðendur Kringlubæklingsins gera sér grein fyrir þessu - en bara í orði, ekki á borði. Hér eru nokkur dæmi:

Framakonan. Fyrirsagnir: Vinnugallar, Hún er með stjórn á hlutunum og Þessi dama er algjör dama.

Texti sem fylgir með er t.d.:

Stundum fær orðið kvenlegt (ranglega) á sig neikvæða merkingu. Þá er það tengt við eitthvað gamaldags, konur sem ná litlum árangri í starfi, konur sem hugsa bara um útlitið eða einfaldlega óspennandi og undirgefnar konur sem vantar allan karakter. Í dag þurfa konur ekki að velja, þær geta verið kvenlegar og afgerandi í senn og fötin í vetur hjálpa til við það.

Miðað við samspil myndefnis og texta verður ekki betur séð en skilaboðin séu að það sé hægt að vera bæði undirgefin og afgerandi. En só sorry. Það er ekki hægt. Augnaráð konunnar á öllum myndunum er algjörlega í takt við hið undirgefna augnaráð sem sést svo víða - m.a. er það allsráðandi í kláminu. Höfðinu hallað örlítið niður og síðan litið upp. Líkamstellingarnar eru síðan í stíl - og athyglisvert að bera saman kven- og karlímyndina. Karlinn ætlar með krakkana í bíó og honum er kalt. Honum stekkur ekki bros á vör, hann lítur út eins og honum leiðist og hann horfir beint fram. Honum er skítsama hvort hann falli í kramið hjá hinu kyninu. Hans aim er ekki endilega to please... akkúrat öfugt við hana.

Daniel Chandler lýsir þessu meðal annars svona:

Stereotypical notions of masculinity are strongly oriented towards the active. Dyer argues that the male model feels bound to avoid the ‘femininity’ of being posed as the passive object of an active gaze.

Og það er einmitt munurinn - konunni er stillt upp sem viðfangi en karlinum ekki.  

Skilaboðin sem birtast í þessu er að konur nái stjórn á hlutunum með því að vera undirgefnar...

Barnakaflinn er síðan sér kapítuli út af fyrir sig.

Í vetur ætla ég að vera vel klæddur

Það var og. Best að hvetja börnin ekki of mikið til að læra og leika sér... Væntanlega kemur mörgum það líka á óvart Errm að ein stelpan er sett í hlutverk klappstýrunnar. Það er greinilega hlutverk sem stúlkur eiga að læra snemma... að hvetja strákana áfram í staðinn fyrir að afreka sjálfar. Grease er síðan notað sem þema hjá börnunum. Grease er ástarsaga - en það er ekki seinna vænna en að byrja að hamra inn hjá börnunum strax að þau eiga að verða gagnkynhneigð þegar þau verða stór. Aðrir valmöguleikar eru ekki í boði... Sumum finnst þetta afskaplega krúttlegt. Mér finnst það ekki. Notkun barna í auglýsingar er afar ábyrgðamikið hlutverk. Sérstaklega þegar um er að ræða geira eins og tískubransann og "trendsetting".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stendur þig vel Katrín Anna, yfirleitt  sátt við þig

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 11:49

2 identicon

Jahhá Kata. Þú stendur þig vel. Er alltaf sátt við þig!!!

Sóley Tómasdóttir (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 12:02

3 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Er mjög sátt við þig!!!

Guðríður Haraldsdóttir, 2.10.2007 kl. 13:04

4 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Og ég elska ykkur allar þrjár!!! 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 2.10.2007 kl. 13:16

5 identicon

Maður þarf greinilega að fara að skoða þennan bækling. Alltaf mikið að gerast þegar hann kemur út. En hvar kemur Grease inn í kennslu á gagnkynhneigð, og er orðið verra að vera ástfanginn af gagnstæða kyninu í dag?

Annars finnst mér alltaf gaman að lesa færslur eftir þig, er alltaf rifinn í báðar áttir eftir þær. Sammála sumu, en mjög ósammála öðru og stundum finnst mér ekki farið rétt að málunum :)

En það er bara ég.

Ellert (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 13:23

6 Smámynd: Ingólfur Þór Guðmundsson

Miðað við lýsingarnar hjá þér, þá heyrist mér, að þessi bæklingur sé jafnvel enn klámfengnari en "Fermingarblað Smáralindar" sem einmitt "tröllreið" öllum bloggsíðum á landinu, síðasta vor.

Ingólfur Þór Guðmundsson, 2.10.2007 kl. 13:44

7 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Ellert: nei það er ekki verra að vera gagnkynhneigður en það er ekki betra heldur...!  En já, endilega kíktu á bæklinginn og stúderaðu kynhlutverkin. Væri svo gaman að heyra hvort þú ert sammála öllu sem þar birtist og hvort þér finnst rétt farið að málum  

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 2.10.2007 kl. 14:15

8 Smámynd: Brynja Björk Garðarsdóttir

Alveg vissi ég að ég hefði misst af einhverju þegar ég skildi fréttablaðið og fylgiblöðin eftir í póstkassanum í morgun. Skoða þetta þegar ég kem heim.

Brynja Björk Garðarsdóttir, 2.10.2007 kl. 16:05

9 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Damn, ég sé ekki Kringlubæklinginn og get því ekki skoðað þessa snilld. EN ég trúi þér alveg. Maður sér bara á auglýsingum almennt hversu lítið hefur í raun breyst.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 2.10.2007 kl. 17:13

10 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Já, það er langt í land. Gott hjá þér að benda á þetta.  Við erum nefnilega flest svo samdauna svona dæmum að við tökum ekki eftir þessu.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 2.10.2007 kl. 17:30

11 Smámynd: Harpa Oddbjörnsdóttir

Sæl Katrín,

ég man nú ekki eftir því að kvittað hér áður en ég les bloggið þitt reglulega, alltaf gaman og oftast er ég sammála þér. Þar sem ég er ekki menntuð á neinn hátt í kynjafræði(heitur femisti þrátt fyrir það) er gott að lesa pistlana þína sem fá mig oftast til að skoða hlutina aðeins betur.

Ég gerði það einmitt í þessu tilviki og að hluta til sammála þér. Leitaði uppi heimasíðu Kringlunnar og skoðaði nýja bæklinginn þar bara á vefnum(allt er nú hægt)

Ég verð nú að segja að ég bjóst við miklu hræðlegri bæklingi eftir lesturinn hjá þér en annað kom í ljós.

1. mér þótti konurnar ekki sýna á neinn hátt undirgefni með því að halla höfði og líta upp. Hugsaði ekki á neinn hátt til klámmynda þegar ég sá myndirnar. Ekki heldur varðandi stellingar. Kannski af því að ég er ekki lærður kynjagleraugnanotandi hehe.

2. " "Í vetur ætla ég að vera vel klæddur"

Það var og. Best að hvetja börnin ekki of mikið til að læra og leika sér... Væntanlega kemur mörgum það líka á óvart að ein stelpan er sett í hlutverk klappstýrunnar. Það er greinilega hlutverk sem stúlkur eiga að læra snemma... að hvetja strákana áfram í staðinn fyrir að afreka sjálfar."

Ég sá ekki neitt athugavert við þessa setningu, að vera vel klæddur, sá ekki betur en að á næstu síðu undir mynd af stelpu sé setningin góða " það er leikur að læra, leikur sá er mér kær, að vita meira og meira, meir í dag en í gær".....

Hinsvegar var ég síður en svo ánægð með myndirnar af stelpunum í klappstýrubúningnum og balletpilsinu. Þar er ég sammála þér.

Þar fyrir utan þótti mér slæmt að sjá að nokkrar fyrirsætanna voru grindhoraðar.Sérstaklega á baksíðunni. Oj.

Það sem ég var ánægðust með var flestar myndirnar eru ekki photoshopaðar í hörgul. Myndin á blaðsíðu 3 frá NEXT er af gullfallegri konu t.d., þar má sjö örla fyrir broslínum og örfínum línum undir augunum sem gera hana persónulegri og að sjálfsögðu eðlilegri.

Kær kveðja

Harpa Oddbjörnsdóttir

ps. endilega kíktu á www.solstafir.is

Harpa Oddbjörnsdóttir, 2.10.2007 kl. 18:11

12 identicon

Þannig að "Kringlubæklingurinn" er hluti af "klámvæðingunni"  ?

Fransman (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 19:53

13 identicon

Hvað er að balletpilsi? Vinkona mín hefur æft ballett og ballett getur bara verið ansi erfitt sport þegar allt er í gangi þar. Sé líka ekki hvað er kynremba í sambandi við þetta sport þegar til eru strákar sem æfa þetta líka, er þetta kannski kynremba út af því hvað það eru fáir strákar. Ef það er eitthvað að því að stelpur æfi ballett, ætti þá ekki að vera eitthvað að því að strákar æfi hann? Bottomline: hvað í heilhveiti er að ballett?

Jón Örvar Thorlacius (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 20:05

14 identicon

Hver er hinn fullkomni feminismi?

Heimur þar sem konan þarf að svipta sig öllum kynþokka, klæðast eins og karlmaður og þykjast vera karlmaður til að vera metin að verðleikum á vinnumarkaði?

Eða heimur þar sem konan er metin af sínum verðleikum og getur notið kynþokka síns án þess að vera dæmd fyrir hann?

Mér finnst ræðan þín tala gegn frelsi og jafnrétti kvenna. Ég þakka á hverjum degi fyrir að fá að vera sexy þrátt fyrir framann...

Margrét (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 21:32

15 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Sem betur fer erum við nú ekki öll á þeirri skoðun að undirgefni sé sexý...

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 2.10.2007 kl. 21:46

16 identicon

Hver var að tala um undirgefni?

Sexý er sem betur fer fyrir mörgum kona sem er örugg með sjálfa sig og útlit sitt - en að sjálfsögðu viljum við líta vel út. Það vilja karlmenn líka gera.

Er feminismi þá bann við kynverund kvenna?

Gagnrýni þín byggir á að verið sé að þvinga allar konur í sama mót. En mótsvar þitt er að þvinga allar konur bara í annað mót - og satt best að segja er erfitt að dæma um hvort mótið sé verra.

Margrét (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 22:13

17 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Margrét ef þú lest það sem ég skrifa þá beinist gagnrýni mín nákvæmlega að þeim undirgefnu stellingum og svipbrigðum sem einkennir konurnar. Minntist ekki einu orði á fötin. Það að vera undirgefin og bjóðandi hefur ekkert með sjálfsöryggi að gera - þvert á móti. 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 2.10.2007 kl. 22:35

18 identicon

Fyrsta tilvitnuni þín þarna með að það sé verið að segja konum að vera undirgefnar, ég skil þetta ekki svona, ég skil þetta akkúrat á hinn veginn. Konan á ekki að vera undirgefin og hún á að ráða sér sjál. Í dag er það álitið hluti af frelsinu að geta klætt sig eins og fólk vill og það finnst mér akkúrat verið að segja þarna. En það er náttúrlega verið að auglýsa þessi föt þannig að konan getur klætt sig eins og hún vill á meðan það fæst í kringlunni.

Og svo segir þú  að "augnaráð konunnar á öllum myndunum er algjörlega í takt við hið undirgefna augnaráð sem sést svo víða - m.a. er það allsráðandi í kláminu." Hvernig lærir maður að þekkja þetta undirgefna augnarráð. Mér finnst þetts nú soldil oftúlkun hjá þér.

Bjöggi (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 01:22

19 identicon

Þessi einstaki hæfileiki þinn til að draga fram hluti til að sífra yfir og jafnvel skálda inn hluti sem þú telur þig sjá, sbr.

"'Í vetur ætla ég að vera vel klæddur' Það var og. Best að hvetja börnin ekki of mikið til að læra og leika sér."

Þetta líkist alveg skuggalega mikið þessum manni (mæli með að kíkja á þetta, drepfyndið):

http://youtube.com/watch?v=hJC_hyK2HEI

Jóhann Árni Hermannsson (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 09:39

20 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Strákar - myndlæsi er ein tegund af lestrarkunnáttu. Mynd segir meira en 1000 orð og það er slæmt þegar fólk meðtekur skilaboð myndanna án þess að vita hvað þau þýða. Það eru til slatti af fræðum í kringum þetta. Mæli með að þið kíkið aðeins á þau og hugsið um þetta áður en þið básúnið allt sem vitlausu af þeirri ástæðu einni að þið hafið ekki kynnt ykkur málið og teljið þar með útilokað að aðrir viti um hvað þeir eru að tala. 

Og enn og aftur - gagnrýnin beindist ekki að fötunum heldur líkamstjáningunni. Þetta undirgefna lúkk er þekkt fyrirbæri og engan vegin mín uppfinning.

Prófið annars að bera saman umræddar myndir - af konunni annars vegar og karlinum hins vegar. Þið hljótið að sjá að það er himinn og haf þarna á milli.  

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 3.10.2007 kl. 09:51

21 identicon

Ég held að þú sért með ofþjálfað lestrarauga, það er búið að gera þig ofsóknar[hóst].

Jóhann Árni Hermannsson (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 10:13

22 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Jóhann Árni. Minni á saft boðorðin - getur skoðað þau á saft.is eða í færslu hér aðeins fyrir neðan.  Minni á að hér eru mismunandi skoðanir velkomnar - en reglan er að fólk beini gagnrýni sinni að skoðunum/hegðunum en ekki persónum. Er orðin grimmari í að eyða út slíkum athugasemdum einfaldlega vegna þess að slíkt kemur í veg fyrir vitrænar umræður en það eru þær sem ég hef áhuga á en ekki hitt.

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 3.10.2007 kl. 10:35

23 Smámynd: Brynja Björk Garðarsdóttir

Jæja nú er ég búin að skoða blaðið.

Þessi svipur er þekkt stærð í fyrirsætuheiminum. Stelpurnar gera þetta til að fá ekki undirhöku á myndunum og til þess að andlitið virðist grennra. Það má auðvitað setja spurningamerki við það hvers vegna þær vilja virðast grennri þar sem þær eru flestar eins og tannstönglar í laginu.

Egill Helgason setur sjálfur upp þennan svip í blaðinu. Hann er áreiðanlega ekki að reyna að vera undirgefinn. Hann er þó með undirhöku hvernig sem hann snýr.

Myndin á bls 26 vakti sérstaka athygli mína þar sem kona íklædd skrifstofufötum beygir sig fram og fettir bakið þannig að rassinn stendur út í loftið. Ekki er ég svona á skrifstofunni.

Stelpan með húla hringinn í myndaþættinum með börnunum er undarlega klædd. Hún er í fötum sem við sjáum vanalega á fullorðnum konum. Stellingin er skrýtin, mjaðmirnar ögrandi. Allt mjög undarlegt.

Í heildina var þetta samt ekki nándar nærri því jafn slæmt og í Smáralindarbæklingnum í fyrra.

Það er samt virkilega áhugavert að skoða myndirnar vel og með þínar ábendingar í huga. Skrýtin markaðssetning.

Brynja Björk Garðarsdóttir, 3.10.2007 kl. 10:44

24 identicon

http://pdfvef.oddi.is/kringlan/P07.07.497_kringlan103.sep07/sida65.html

 Á að kenna börnum svona snemma að borða óhollan mat ?!

Bergur (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 13:04

25 identicon

Katrín, býrð þú semsagt yfir þeim hæfileika að geta lesið huglægt ástand fólks úr myndum af því? 

Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 13:04

26 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Guð minn góður, hversu sjúk þarftu að vera til að sjá þetta út úr þessu?  Ég er alls ekkert sammála þér.  Held að þeir sem eru að gera bæklingin séu fyrst og fremst að hugsa um að selja vörur og þá þjónustu sem er í kringlunni, en ekki að setja saman eitthvað samsæri til að kúga og niðurlægja konur og börn.   Ég eiginlega á ekki til orð...

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 3.10.2007 kl. 13:26

27 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Ps. ef þú myndir eyða svona mikilli orku í hluti sem skipta máli í alvöru og sýna alvöru kúgun, gætiru eflaust unnið kraftaverk.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 3.10.2007 kl. 13:29

28 Smámynd: Guðmundur Pálsson

Hér að ofan segir Margrét og hittir naglann á höfuðið: "Gagnrýni þín ( Katrín Anna) byggir á að verið sé að þvinga allar konur í sama mót. En mótsvar þitt er að þvinga allar konur bara í annað mót - og satt best að segja er erfitt að dæma um hvort mótið sé verra."

Ég tek undir þetta hjá Margréti. Auk þess gerir K.A. ekki ráð fyrir að konur hugsi gagnrýnið og velji kynímynd sína meðvitað. Mín reynsla er sú, að konur vita nákvæmlega hvað þær eru að gera.

En alltaf halda róttækir feministar uppteknum hætti,  móðga konur og lítilsvirða.

Guðmundur Pálsson, 3.10.2007 kl. 14:58

29 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Guðmundur:  Ég hef ekki hugmynd hvort þú sért sammála eða á móti...?   Hvað er nákvæmlega eins?

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 3.10.2007 kl. 15:31

30 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

jæja mikið er ég fegin, ég hélt þér fyndist svona hlutir vera bara svona, afþví bara:)

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 3.10.2007 kl. 15:54

31 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Þú hefðir semsagt frekar vilja sjá "trukkalessur" með ískalt augnaráð, litla stráka í bleikum ballettpilsum og fyrirsögnina: "Í vetur er mér alveg sama um kuldann því ég verð svo upptekin við að læra!"

Get a life .....

Eva Þorsteinsdóttir, 3.10.2007 kl. 16:29

32 identicon

Sæl Katrín

Ég er sammála öllu sem þú ert að segja um bæklinginn.

Það er með öllu ólýðandi að árið 2007 sé enþá verið að móta fólk í gamaldags kynjahlutverk.

Fyrir einhverju síðan sá ég í sjónvarpinu þar sem keppt var í því að sýna fákæddar konur við hlið fullklæddra karla þar sem karlinn stjórnaði hreyfingum hennar.

Hvenær losnum við við þessar gripasýningar.

Hér má sjá brot úr þessari keppni svo þú vitir um hvað ég er að tala.

http://www.hugsadu.blog.is/blog/hugsadu/entry/302784/

Ragnar (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 16:52

33 Smámynd: Brynja Björk Garðarsdóttir

Guðmundur: Varðandi linkinn sem þú setur inn: Femínistar hafa líklega nóg með að reyna að hafa áhrif á fólk hér á Íslandi þó svo að eflaust vildu þeir geta haft áhrif á heiminn allan. Þær eru líklega samt í vinnu og þurfa að sinna öðrum hlutum í lífinu.

Varðandi forsíðuna á Vikunni skiptu femínistar sér líklega ekki af henni (án þess að ég tali fyrir þeirra hönd) vegna þess að þar var á ferðinni falleg ljósmynd af þroskaðri konu, sem valdi það sjálf að sitja fyrir nakin til þess að setja fordæmi. Myndin var hluti af herferð Baðhússins til að hvetja konur til að mæta í líkamsræktarstöðvar, og vinna gegn þeim fordómum að fólk verði að vera grannt til að vera fallegt. Einnig er augljós munur á ljósmyndinni á forsíðu Vikunnar og til dæmis Smáralindarbæklingsforsíðunni alræmdu eða ljósmyndunum í þessu Kringlublaði. Þar er verið að setja konur í ákveðin hlutverk.

Annars veit ég ekki hvers vegna ég er að reyna að útskýra þetta fyrir þér, þú virðist vera svo uppfullur af fordómum og fýlu að engu tauti verður  líklega við þig komið. 

Brynja Björk Garðarsdóttir, 3.10.2007 kl. 17:17

34 Smámynd: FLÓTTAMAÐURINN

Ég vona að fólk geri sér grein fyrir því að það er tímasóun að rökræða við Katrínu og hennar fólk.

FLÓTTAMAÐURINN, 3.10.2007 kl. 17:55

35 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Nanna Katrín. Læt liggja á milli hluta að þú kallar mig sjúka fyrir að ræða myndbirtingar... en bendi þó á að í gegnum tíðina hefur ýmislegt verið skilgreint sem geðsýki sem þykir eðlilegt í dag. Nærtækt dæmi að nefna samkynhneigð. Ég tek því þess vegna nokkuð létt þó þú dettir í þessi ómálefnalegheit... Og ég er alveg sammála þér í því að þeir sem setja saman bæklinginn eru að því í þeim tilgangi að selja vöru eða þjónustu. Hins vegar fylgir oft með í þeim pakka að selja ýmislegt annað - eins og t.d. lífsstíl, hugarfar, misrétti... og oft er það ekki meðvitað heldur í takt við tíðarandann. Við búum á tímum klámvæðingar sem gengur út á undirgefni kvenna og það er hlutverk sem ætíð hefur verið reynt að beygja (eða brjóta) konur í. Það sem okkur þykir eðlilegt í dag þykir okkur oft eðlilegt vegna þess að við erum vön því. Mæli með því að þú stúderir þetta aðeins betur, meltir málið í nokkra mánuði og lesir þér aðeins til. Hér er t.d. ein síða sem þú getur skoðað. Hér er líka skýrsla frá Ástralíu sem nefnist "Corporate Paedophilia"

Hugtakið að fljóta sofandi að feigðarósi dettur mér æ oftar í hug við að lesa sum kommentin hér fyrir ofan. Hvernig stendur á þessum rosalegu varnarviðbrögðum?

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 3.10.2007 kl. 18:45

36 identicon

Ástæðan fyrir þessum varnarviðbrögðum er einföld: ansi mörgum er farið að finnast þú vera að nálgast pathológíska vænissýki. Það er mín skoðun og margra annara.

Finnst þér ekkert hint að fólk er farið að mæla með að þú farir í myndrannsóknir á heilastofni?

Jóhann Árni Hermannsson (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 19:27

37 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Ég er bara alls ekki sammála.  Þó þú bendir á einhverjar síður og fræði þarf ég ekki að vera sammála.  Það er einmitt þetta sem fer mest í taugarnar á mér við konur sem kalla sig feminista.  Þær setja sig í dómarastóll, hærri öllum hinum "vitlausu" konunum og benda þeim á að þær hafi ekki þroska og getu til að velja fyrir sig sjálfar. 

Ég hef miklu meiri trú á konum almennt.  Afhverju mega konur ekki vera kvennlegar, eða hafa gaman að láta mynda sig?  Mega þær ekki bara velja sjálfar.  Afhverju ertu að gagnrína svipi og stellingar hjá modelum í þessum bækling?  Þetta eru ungir krakkar sem eru að prófa sig áfram í lífinu, vinna sér inn penning.  Engin skaði skeður.  Ekki fyrr en einhver eins og þú kemur og segir að þær séu klámfengnar og kúgaðar.  Þá fyrst fer þeim að líða illa með sig.  

Afhverju veist þú betur en aðrar konur? Af því þú ert feministi?  Gefur það þér rétt til að gera lítið úr konum sem velja að vera klappstýrur, ballerínur, módel, fegurðardrottningar eða eitthvað annað.  Er þeirra val verra en þitt?

Fyrirgefðu en mér finnst þessi rangtúlkun þín út í hött og einfaldlega bara niðurlægjandi fyrir það fólk sem kemur fram í þessum blöðum. 

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 3.10.2007 kl. 19:57

38 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Jóhann: Ef ég hlustaði á slíkt kjaftæði væri fyrst alvöru ástæða til að hafa áhyggjur af geðheilsunni minni... Kommentin þín segja heilan helling um þig en mest lítið um mig. 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 3.10.2007 kl. 19:59

39 identicon

Til hamingju, gelgjulegasta svar sem ég hef heyrt lengi.

Jóhann Árni Hermannsson (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 20:14

40 identicon

Nanna. Var Katrína Anna að gagnrýna módelin sjálf á myndunum?

Eða ballerínur eða fegurðardrottningar?

Og hvernig dettur þér í hug að segja að manneskja sem les eitthvað annað en þú út úr myndum sé að "rangtúlka" myndirnar. Ert þú þá ekki komin í þetta dómarasæti sem þú segir femínista vera í?

Guðrún (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 20:17

41 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Já reyndar finnst mér hún vera að gera það

"Augnaráð konunnar á öllum myndunum er algjörlega í takt við hið undirgefna augnaráð sem sést svo víða - m.a. er það allsráðandi í kláminu. Höfðinu hallað örlítið niður og síðan litið upp. Líkamstellingarnar eru síðan í stíl - og athyglisvert að bera saman kven- og karlímyndina. Karlinn ætlar með krakkana í bíó og honum er kalt. Honum stekkur ekki bros á vör, hann lítur út eins og honum leiðist og hann horfir beint fram. Honum er skítsama hvort hann falli í kramið hjá hinu kyninu. Hans aim er ekki endilega to please... akkúrat öfugt við hana."

og hún heldur áfram:

"Og það er einmitt munurinn - konunni er stillt upp sem viðfangi en karlinum ekki.  "

Eins og módelið hafi ekkert val, sé bara stillt upp. 

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 3.10.2007 kl. 20:21

42 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Sýningardömunni er stillt upp, hún veit hvernig svip hún á að setja upp til að ljósmyndaranum líki, það held ég að allir geti verið sammála um.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 3.10.2007 kl. 20:57

43 Smámynd: Haukur Viðar

Hér er ávallt fjör

Haukur Viðar, 3.10.2007 kl. 21:37

44 identicon

"Hins vegar fylgir oft með í þeim pakka að selja ýmislegt annað - eins og t.d. lífsstíl, hugarfar, misrétti... og oft er það ekki meðvitað heldur í takt við tíðarandann."

Þessi setning, svo ég sletti, meikar ekki nokkurn sens. Eru þeir sem setja bæklinginn saman óvart/viljandi/af gáleysi að selja misrétti, í takt við tíðarandann? Á þetta að ná einhverri átt?

Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 22:09

45 identicon

Mér finnst soldil vænissýki að tengja þennan svip við klám, eða maður er versti klámhundur til að sjá þetta út úr þessum myndum.   

Það erum við sem búum til táknmyndirnar eða túlkunina bak við myndir eins og þessar. Þessi túlkun er algjörlega lærð, það þýðir að þú þurfir að æfa þig(eða búa til ákveðnar tengingar) að sjá klám út úr hinu og þessu, hugsa um klám og stúdera klám til að geta lesið það sama og þú Katrín úr myndnum. Hvað ert þú eignlega búin að horfa á mikið af klámi? Ég held að það sé orðið mikið meira en ég þar sem ég er ekki orðin svona æfður í þekkja ákveðna svipi og stellingar eins og þú.

Núna ert þú búin að búa til þá ímynd í hausnum á mér að stelpur með ákveðin svip séu að reyna ver klámfengnar og litlar stelpur séu með kynhvöt og séu því að reyna vera sexý eitthvað sem ég hefið aldrei hugsað áður en ég las þennan pistil. Mér var farið að finnast fólk sem beigði sig og var með opin munnin farið að vera dónalegt og núna þetta, ég get hvergi farið án þess að sjá klám

Bjöggi (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 22:30

46 identicon

Elísabet, þú ert semsagt að segja að það sé verið að markaðsetja klám og reyna að koma klámfengnum ímyndum í hausinn á okkur með þessum bækling. Og að fólkið sem búi hann til sé að gera það með ráðnum hug en takist það ekki betur en þetta ?

Kata væri samt ágætis PR fyrir einvhern bankann ef hún kærði sig um, hún þyrfti þá samt aðeins að slaka á feminískum tilhneigingum sem ég efast um að hún geri. 

Bjöggi (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 23:19

47 identicon

Það er misjafnt hvernig fólk túlkar myndirnar, sumir eru ónæmari en aðrir fyrir boðskap auglýsinga og leyndum boðskap þeirra. Ég held reyndar að hver og ein kona (og þá er ég að tala um Ísland) hafi frelsi til að velja hvort þær láti mynda sig nakta eða í tískufötum. Myndin af stelpunni í klappstýrubúningnum var í engu samhengi við íslenskt samfélag og algjörlega óviðeigandi að troða á hana varaglossi og farða ...og einn punktur kannski óviðkomandi umræðuefninu, þó viðkomandi viðfangsefninu: Umræddur bæklingur virkaði ekki vel á mig sem neytanda því ég bókstaflega sá ekki fötin á myndunum, en einhverra hluta vegna er það það sem ég skoða eingöngu í tímaritum því ég er sjúk í föt!

Ingrid (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 23:46

48 identicon

Mér finnst það niðurlægja feminista að fyrrverandi talsmaður þeirra sé að kvarta undan því að stelling á stelpunni framan á  smáralindarbæklingnum eða augnarráð konunnar á kringlubæklingnum eða aðrir hlutir sem allir aðrir sjá að eru saklausir niðurlægi konur.

Ef þú hefur horft á svo mikið klám að þú sjáir klám í augunum á auglýsingamódelum þá einfaldlega þarft þú hjálp fagmanna og bendi ég þér hér með á http://www.gedhjalp.is/

Ég vona að innri barátta þín leiði af sér heilbrigða manneskju. 

Jón Þór (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 23:49

49 Smámynd: birna

góð grein hjá þér Katrín

birna, 4.10.2007 kl. 00:15

50 identicon

"Reynum að ímynda okkur hvað þú gætir orðið mikið bigshot  í auglýsingabransanum.  Greyin búin að moka milljörðum á milljörðum ofaná í ímyndarvinnu sem bara er ekki að hafa nein áhrif. "

 Elísabet, það þýðir ekki að benda bara á skrif annarra þegar þú ert beðin um að staðfesta svona færslu eftir sjálfa þig. Ertu virkilega þeirrar skoðunar að þetta sé allt með vilja gert og auglýsingafyrirtæki verji milljörðum til þess að vísitandi viðhalda samsæri gegn konum?

 Er það virkilega?

Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 07:51

51 identicon

Vildi bara segja að ég er sammála þér Katrín Anna, mér finnst textinn og myndirnar á engan hátt segja sömu söguna í þessum myndaþætti. Og mér finnst myndin af litlu stelpunni með húllahringinn seinna í blaðinu sýna hvað stelpur eru fljótt búnar að læra að taka sér stellingar og stöður fullorðinna módela til fyrirmyndar. Auglýsingar hafa áhrif, það er alveg á hreinu.

Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 09:23

52 identicon

Nanna. Það bara skiptir ekki máli hver túlkun Katrínar Önnu er. Málið er bara að það sem þú ert að segja er að ÞÍN túlkun á myndunum sé sú rétta. ÞÍN túlkun á myndunum er önnur en Katrínar Önnu og hún að túlka myndirnar vitlaust og þú rétt.

Mér finnst það bara skrítið þar sem þú byrjar á því að tala um hvað femínistar setji sig á háan hest en svo ferð þú sjálf að segja að ÞíN túlkun á ákveðnum myndum sé sú eina rétta og þeir sem túlki þær öðruvísi séu að túlka þær rangt.

Þarna ertu auðvitað í hróplegri mótsögn við sjálfa þig.

Guðrún (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 10:47

53 Smámynd: Kristinn Geir Guðnason

Guðrún, munurinn á milli því sem Nanna segir og Kata er, að Kata segir að víst að konurnar eru stilltar svona upp á myndum sé þetta táknum að allt kvenfólk sé undirgefið og kúgað og eigi ekki að láta taka svona myndir af sér, en Nanna segir hins vegar að þær ráða sér sjálfar og ráða því alveg hvort þær láti taka myndir af sér svona.

Í hvorri skilgreiningunni felst meira frelsi fyrir konurnar?

Kristinn Geir Guðnason, 4.10.2007 kl. 11:13

54 identicon

Kristinn. Hvar segir Katrín Anna að myndirnar sýni að allt kvenfólk sé kúgað og undirgefið?

Og hvar segir Katrína Anna að konur eigi ekki að fá að ráða sér sjálfar?

Guðrún (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 11:52

55 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Kristinn. Þætti vænt um að þú gæfir þér smá tíma í að lesa það sem ég skrifa Annars er ein leið til að túlka það sem ég segi: mér þykir slæmt að konum sé kennt að sjálfstæði felist í undirgefni. Vissulega geta konur öðlast sjálfstraust í gegnum það að uppfylla sín "kvenlegu" hlutverk. Hins vegar, ef þessi kvenlegu hlutverk byggja á þjónustu við karlmenn en ekki sjálfstæði eða eigin forsendum kvenna þá er það ekki sjálfstæði eða frelsi - heldur einmitt að vera happy með að vera undirgefin... og ekki á jafningjagrundvelli. Svona stef má sjá víða í gegnum kynjasöguna. Konur sem voru afskaplega happy með að vera með reyrða fætur því þá voru þær svo kvenlegar og fínar, svona eins og konur áttu að vera á þeim tíma og í þeirri menningu. Hægt að tiltaka mýmörg dæmi í viðbót en kona sem mælir sjálfsöryggi sitt út frá því hversu sexý hún er í augum karlmanna er ekki að byggja sjálfstraust sitt á eigin getu, hæfileikum eða útliti - heldur dómi annarra. Það þarf ekkert að vera meðvitað - heldur eingöngu uppfylling á því sem okkur er kennt að sé eðlilegt og sjálfsagt.

Tek síðan undir með Betu - þetta er ferlega hallærislegt og ég hugsa að ég myndi veltast um af hlátri ef ég sæi konur pósa svona í vinnunni

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 4.10.2007 kl. 12:11

56 identicon

Allar konur í vinnuni hjá mér pósa svona, og ég fílaða!

Stefán (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 13:02

57 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

heyðu já, ég setti líka þennan svip á mig í morgun, ég býst við að ég sé kúguð og notuð sem hlutur í klámvæðingunni.  Það gott að til séu konur sem eru svona klárar og æðri okkur hinum, sem sjáum hvorki né skiljum hvernig er verið að fara með okkur. 

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 4.10.2007 kl. 13:13

58 identicon

mmmm Nanna, viltu hitta mig á eftir og setja upp svipinn *purrrr*

Stefán (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 13:16

59 identicon

Stefán, þetta er náttla hræðilegt komment hjá þér og er mjög líklega komið útfrá klámvæðingunni, ættir að skammast þín.

Ps. Endilega láttu mig vita hvernig svipurinn hennar Nönnu var eða  hafi kallað fram flashback af klámmynd sem þú hefur horft á. Hehe.

Geiri.is (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 13:33

60 identicon

Jamm. Það er líka gott að það séu til konur sem túlka myndir "rétt" og segja fólk "rangtúlka" myndir en er svo sjálft að saka aðra um hroka og að þykjast vera æðri.

Guðrún (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 14:00

61 identicon

Skoðaðu bara myndina af henni, klárlega afleiðing klámmyndavæðingar og almenns perraskapar, er það ekki Katrín?

En hefur væntanlega ekkert að gera með það að hún er einfaldlega falleg og er með fallegt bros og kann að pósa fyrir framan myndavélina, heldur klárlega smituð að þvílíkum sora og undirgefni sem var að finna í Kringlubæklingnum, sem og líka Smáralindar, sem þú þurftir reyndar að taka til baka allt sem þú sagðir Katrín um, ekki rétt?

 Hvenar ætlaru að hætta þessari þvælu og gera þér grein fyrir að þú ert að skemma meira en að gera gott, og þið allar sem takið undir með henni eruð bara að skemma fyrir ykkur sjálfum og gera ykkur að kjánalegum athlægum.

Afsakið orðbragðið og ég er farinn, kem ekki aftur því get ég nú lofað.

Stefán (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 14:01

62 identicon

Já Elísabet, mér fannst síðasta svar þitt til mín skrítið. Skil ekki hvernig það sem katrín skrifar staðfestir það sem þú varst að segja. Mér finnst eins og þú hafir séð sjálf um að grafa þér einhverja gröf.

Bjöggi (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 14:04

63 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Það er alveg stórmerkilegt að fylgjast með þessum ýktu varnarviðbrögðum við þessari penu færslu sem ég setti inn. Efni í heila stúdíu út af fyrir sig. Leiðinlegt samt hvað sumir nenna ekki að leggja sig fram um að vera málefnalegir í umræðunni heldur detta í eintóma útúrsnúninga og leiðindi. 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 4.10.2007 kl. 14:52

64 identicon

Katrín segir: 

"Vissulega geta konur öðlast sjálfstraust í gegnum það að uppfylla sín "kvenlegu" hlutverk. Hins vegar, ef þessi kvenlegu hlutverk byggja á þjónustu við karlmenn en ekki sjálfstæði eða eigin forsendum kvenna þá er það ekki sjálfstæði eða frelsi"

En hvað ef þessi "kvenlegu" hlutverk birtast aðeins í fallegum klæðaburði, snyrtimennsku og vingjarnlegu og jákvæðu viðmóti. Það þarf ekki að segja neitt neikvætt um stöðu, hæfileika, menntun og gáfur. Það er styrkur raunverulega frjálsra nútímakvenna að geta nýtt hæfileika sína til fulls og vera metnar af eigin verðleikum án þess að það hvernig þær klæða sig eða bera sig hafi neikvæð áhrif á stöðu þeirra. Ætlar þú að vega að þessu frelsi kvenna? Nú ef þær klæða sig áberandi illa og hirða ekki um útlit sitt hefur það óhjákvæmilega slæm áhrif, rétt eins og hjá körlum.

Elísabet segir:

..."það "kvenlega" (lesist undirgefna laust við alla ógn)."

Athyglisvert. Þarf kona að vera ógnandi til þess að mark sé tekið á henni í atvinnulífinu? Ég veit ekki betur en að sú krafa sé sett á alla, jafnt konur sem karla, að vera snyrtilegur til fara eins og hentar hverjum vinnustað og vera jákvæður í viðmóti við alla samstarfsmenn og viðskiptavini. Er ekki oft sagt að í raun séu öll nútímastörf þjónustustörf? "Ógnandi" er ekki orð sem nokkur á sæmilega "síviliseruðum" vinnustað vill láta nota um sig. 

Karl (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 15:28

65 identicon

Katrín, mér finnst eiginlega það merkilegasta við þessa færslu viðbrögðin sem hún hefur fengið.

Hér keppast sumir við að kalla þetta ofsóknaræði og útskýra það með því að leggja þér orð og skoðanir í munn sem felast í því að þú sért að reyna að hefta þeirra skoðanir (og hver er þá með ofsóknaræði?).

Einnig eru þeir sem eru harðastir í að sannfæra okkur um að þú sért að rangtúlka þetta þeir sem rangtúlka þín orð hvað mest. 

Það hefði verið skemmtilegra að sjá málefnalegri umræðu um þetta sem myndi skila einhverri betri þekkingu á þessu fyrirbæri sem auglýsingar eru í nútíma samfélagi. En einhverra hluta vegna eru sumir sem taka svona hugleiðingum mjög persónulega (hver sem orsökin er af því) og virðast því ekki geta rætt þetta á málefnalegum nótum.

gretar (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 15:42

66 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Karl - útskýrðu endilega hvernig það að vera falleg í klæðaburði, snyrtileg og með vingjarnlegt og jákvætt viðmót hefur eitthvað með þessa umræðu að gera? Bentu vinsamlegast á hvar það hefur verið sagt að konur ættu að klæða sig í ljót föt, vera ósnyrtilegar, óvingjarnlegar og neikvæðar. 

Umræðan hefur snúist um undirgefni en ekki það sem þú telur upp. Mæli síðan með þessu svo þú áttir þig á um hvað Beta er að tala.

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 4.10.2007 kl. 15:43

67 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Já Katrín Anna þetta er sama gamla tuggan.  Fólk sem hefur meiri áhuga á því að vera með skítkast en að rökræða.  

Mér fannst greinin hjá þér ágæt.  Það er verðugt rannsóknarefni af hverju sumir bregðast svona reiðir við skoðunum femínista.  Reyna að kúga þá til til að skipta um skoðun með skítkasti og háði.  

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 4.10.2007 kl. 15:50

68 identicon

Svo við höldum okkur við það sem umræðan snýst um, þá er það þessi mynd og mismunandi túlkanir á henni. Ég sé bara ekki þessa undirgefni sem þú talar um. Konan á myndinni er brosandi og hallar höfðinu aðeins niður. Brosið sýnir jákvætt og vingjarnlegt viðmót. Hún er ekki ógnandi en er greinilega sjálfsörugg og ófeimin við að sýna kynþokka sinn. Textinn sem fylgir með gefur til kynna að hún sé í stjórnunarstöðu, og það er ekkert í hennar fasi sem bendir til þess að henni sé ekki treystandi fyrir slíkri ábyrgð.

Það sem ég var aðallega að reyna að koma orðum að, er að konur í dag eru vel menntaðar og klárar og hafa alla burði til þess að njóta hæfileika sinna í lífi starfi. Þær þurfa ekki lengur að klæða sig eða koma fram eins og karlmenn til þess að mark sé tekið á þeim.

Hvernig er það, hefur ekkert farið fyrir svokölluðum post-feminisma eða sex-positive feminisma hjá íslenskum feministum? Er virkilega aðalmálið að banna konum að tjá sitt kynferði eins og þeim sjálfum sýnist og þvinga þær allar í hlutverk hinnar harðgerðu valkyrju?

Varðandi myndbandið, þá er það fyndið en absúrd og fjallar um kúgun og misrétti sem er sem betur fer fyrir löngu liðið undir lok.

Karl (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 17:36

69 identicon

Ég hef nú ekki séð mila reiði hérna og flestir að benda á eitthvað í máfluttningi katrínar sem þeim FINNST ekki vera rétt eða eru að lýsa SINNI skoðun á sama hátt og Katrín er að gera hérna. Og mér finnst fólk ekkert vera vitlaust þótt það sé ekki á sömu skoðun og ég, en það er eins og feminstunum finnsti fólk vera vitlaust ef það er ekki á sömu skoðun og feminstar!

En svo að öðru afvherju tala Feminstar aldrei um eitthvað eins og þetta hérna  http://www.sa.is/frettir/almennar/nr/3932/    ?

Bjöggi (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 18:15

70 identicon

Mér finnst þessi stelpa bara minna mig á sumar stelpurnar sem ég vinn með og sumar eru jafnvel undirgefnari á svipin og stilla sér upp á klámfengnari hátt en þetta! Allt eru þetta ungar gáfaðar stelpur sem geisla af öryggi og upplifa sig sem miklar kynverur.

Bjöggi (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 18:33

71 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Karl - umræðan snýst ekki bara um eina mynd. Það eru fleiri myndir þarna. Skoðaðu þær endilega betur. Ef þú sérð ekki undirgefnina er ekki þar með sagt að aðrir sjái hana ekki - eða að hún sé ekki til staðar. Og ég mæli eindregið með því að þú skoðir saman mynd og texta hér. Varðandi það hversu mikið mark er tekið á konum í íslensku atvinnulífi þá höfum við upplýsingar um það. Af 300 forstjórum stærstu fyrirtækja landsins eru 22 konur. Stjórnarmenn í 100 stærstu fyrirtækjunum eru 8% konur og 92% karlar, stjórnformenn eru 3% konur og 97% karlar. Á alþingi eru konur innan við þriðjungur. Þær eru fjórðungur í ríkisstjórn og 2 af 9 hæstaréttadómurum. Atvinnutekjur kvenna eru töluvert mikið lægri en atvinnutekjur karla. Konur vinna meirihlutann af ólaunuðum (og illa launuðum) heimilisstörfum og svo mætti lengi telja. Þetta er staðan þó konur séu í meirihluta þeirra sem útskrifast úr háskóla og nokkrir áratugir séu síðan konur urðu jafnmargar og karlar á þeim vettvangi. Og konur þurfa greinilega ennþá að bugta sig og beygja til að vera sexý... sbr þessi mynd. Þetta meinta misrétti er enn mjög sýnilegt og útbreitt. Margir tala líka um bakslag og ég mæli eindregið með skýrslunni Bejing Betrayed sem gefin var út árið 2005 í tilefni af því að 10 ár voru liðin frá kvennafundi SÞ í Peking þar sem lofað var miklum framförum í jafnréttismálum. 

Bjöggi. Dónalegustu kommentunum hefur verið eytt út. Hins vegar eru alveg nokkur eftir sem eru ansi reiðileg. Varðandi þennan link sem þú bendir á - þá tekur þú væntanlega eftir því að það sem hann sýnir er að jafnrétti hefur ekki verið náð. 

Má líka nefna það að Ameríska sálfræðingafélagið hefur gefið út skýrslu þar sem spáð er að afleiðingar aukinnar klámvæðingar verði aukið kynjamisrétti, aukið kynferðisofbeldi, aukin eftirspurn eftir barnaklámi og aukin kvenfyrirlitning. 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 4.10.2007 kl. 18:36

72 identicon

Já, en þarna væri kannski hægt að nota tækifærið og skrifa einhver hvetjandi skrif, upplifun mín af skrifum þinum eru ekki alltaf það sem ég kalla hvetjandi. Margar greinarnar þínar benda samt á hluti sem vert er að benda á og skapa umræðu sem þessa sem vekur fólk upp til umhugsunar, meira að segja þótt ég sé ekki sammála.

Ég tek bara ósköp sjaldan eftir jákvæðum og hvetjandi umræðum um jafnrétti. Tildæmis væri hægt að tala um kosti jafnrétti í stað þess að benda á ókosti ójafnréttis, skilurðu hvert ég er að fara ?

Það væri t.d. hægt að velta því fyrir sér tengingum eins og hvort að ástæða þess að Ísland er einn besti staður í heiminum til að búa á sé út af því að hér hefur náðst góður árangur í smbv. jafnrétti. 

Bjöggi (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 18:47

73 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

ps. Karl - mætti reyndar spyrja hvort krafan sé sú að karlmenn séu óvingjarnlegir og neikvæðir sbr þessar myndir... eða af hverju þessi munur á kven- og karlímyndunum?

Annars er ég að spá í að hætta þessari umræðu í bili. Tel að innleggið mitt hafi verið mun penna en viðbrögðin gefa til kynna - og velti enn fyrir mér þessum varnarviðbrögðum... eins og stormur í vatnsglasi... en mjög áhugavert fyrirbæri.

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 4.10.2007 kl. 18:47

74 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Bjöggi - þessir mælikvarðar á jafnrétti hafa verið gagnrýndir, t.d. vegna þess að kynferðisofbeldi er ekki tekið með inn í myndinna. Í fyrra eða hittifyrra var gefin út skýrsla þar sem sagt var að Ísland væri í 3. sæti í heiminum yfir lönd þar sem mest jafnrétti ríkir. Þar munaði mestu um hversu lengi Vigdís Finnbogadóttir var forseti. Einhver reiknaði út hvað hefði gerst ef Vigdís hefði ekki verið forseti og mig minnir að þá hefðum við dottið niður í 7. sæti. Það er alveg vitað að við erum framarlega í heiminum - en við eigum svo svakalega langt í land - og nú er bakslag. Það þýðir því ekkert að sofna á verðinum eða hugga sig við að þetta gæti nú verið verra... og afsaka þar með aðgerðarleysi.

Ég vil hins vegar meina að ég sé alltaf að benda á hvað gerist með auknu jafnrétti - þá t.d. drögum við úr kynferðisofbeldi (sem er mikilvægasta markmiðið að mínu mati). Eins stuðlar aukið jafnrétti að bættri líðan samfélagsins, kynin geta lifað saman í betri sátt og samlyndi, fólk fengi borgað mann- og kvensæmandi laun fyrir sín störf, foreldrar tækju jafnari þátt í uppeldi barna sinna og svo mætti lengi telja. 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 4.10.2007 kl. 18:54

75 identicon

Þú ert ekki að segja að ef kynferðisofbeldi væri tekið með í reikninginn þá væri Ísland neðar á listanum er það ? Ég held að Ísland sé ekkert verr statt en önnur vestræn lönd þegar kemur að kynferðisofbeldi, jafnvel betur þar sem það ríkir mikið jafnrétti hér og eins og þú segir dregur það úr kynferðisofbeldi.

Bjöggi (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 19:09

76 identicon

Ég er reyndar alveg sammála þér með síðustu myndina (þar sem hún beygir sig). Hún er ekki viðeigandi í þessu vinnufatasamhengi. Textinn við hina myndina: "Gestir að koma (og hann eldar)" og "Stefnumót í kvöld (með yngri manni)" gefur hins vegar sterklega til kynna að þessi kona sé engin undirlægja. Reyndar sýnist mér að auglýsingahönnuðirnir séu meðvitað að reyna að koma þeim skilaboðum á framfæri, kannski til þess að verjast svona gagnrýni.

Ég ætla ekki að rökræða við þig um þessa tölfræði sem er örugglega rétt. Hins vegar er staðreyndin líka sú að konur eru í meirihluta þeirra sem útskrifast úr flestum deildum háskólanna, og ekkert útlit fyrir að það sé að breytast. Þær sem eru nýbyrjaðar að feta framastigann á vinnumarkaði hafa ekki búið við sama misrétti og skort á tækifærum eins og eldri kynslóðir. Það vill svo til að ég var með einhverjum þeirra í skóla, og varð aldrei var við að þær hefðu ekki jafna stöðu á við strákana. Ég hef trú á því að hlutföllin eigi eftir að breytast með komandi kynslóðum þar sem konur verða í meirihluta háskólamenntaðra. Það tekur bara tíma og gerist ekki á einni nóttu með háværri byltingu og þvingandi lagasetningum.

En það er eflaust endalaust hægt að rökræða um þetta og ætla ég ekki að gera það. Ég er bjartsýnismaður varðandi þetta og hef fulla trú á þeim kláru og vel menntuðu konum sem ég þekki og umgengst. Þær spjara sig þrátt fyrir Kringlubæklinginn.

Karl (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 19:32

77 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Karl - ég er alveg sammála þér með að hér eru fjölmargar frábærar, gáfaðar og mikils megnugar konur. Það er hins vegar eitthvað sem við Íslendingar höfum alltaf átt í gegnum tíðina. Misréttið birtist í því að konur fá ekki þessi tækifæri í samræmi við getu. Eins og ég sagði þá eru áratugir síðan konur urðu jafnmargar körlum í háskólum. Það hefur hins vegar ekki skilað sér í valda- og áhrifastöður í þeim mæli sem það hefði átt að gera. Reynslutíminn á það er liðinn og ljóst að eitthvað annað er að. 

Kringlubæklingurinn er hvorki upphaf né endir kynjamisréttis á Íslandi. Hann er engu að síður ein birtingarmyndin af því. Það þarf að meta konur fyrir getu og hæfileika og veita þeim tækifæri í samræmi við það. Samfélagið keppist hins vegar við að senda þau skilaboð að konur eigi fyrst og fremst að meta út frá sex appíl - sem er mældur í einhverju allt öðru en gæfu og gjörvileika.

Textinn sem ég var að vísa í var reyndar ekki fyrirsagnirnar heldur smáa letrið við hliðina á. Fyrirsagnirnar eru samt sem áður áhugaverð stúdía í samhengi við það hvort að jafnrétti eigi að nást með því að konur breytist í karla. Fyrirsagnirnar benda í þá áttina - hann eldar og yngri maður. Eitthvað sem er tengt húsbóndahlutverkinu. Sama er að segja um textann um að reka einn og ráða annan. Allir sem hafa komið eitthvað nálægt uppsögnum vita að það að þurfa að segja fólki upp er eitt það erfiðasta við stjórnunarstarf. Textinn lætur líta út eins og það sé eitthvað töff... og þetta eru skýr skilaboð um valdatengsl - það er mótvægið á milli myndbirtinganna og textans. Því miður eru völdin látin birtast í "slæmum" áhrifum - þ.e. valdboði en ekki völdum til góðra áhrifa. Myndaþátturinn og textarnir eru þannig stútfullir af þversögnum og misskildu jafnrétti - eins og t.d. pabbanum sem ætlar að fara í bíó og að kaupa ís með krakkana en svipurinn á honum er þannig að það sé eins og argasta kvöl og pína en ekki tækifæri til að gera eitthvað skemmtilegt með börnunum sínum - eða að sinna föðurhlutverkinu af ábyrgð.  

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 4.10.2007 kl. 20:04

78 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Bjöggi - við mælumst með hærri tíðni kynferðisofbeldis en hin Norðurlöndin. 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 4.10.2007 kl. 20:06

79 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Þegar bloggheimar nötruðu vegna greinar Guðbjargar Hildar Kolbeins um forsíðu Smáralindarbæklingsins las ég einhvers staðar á blogginu komment frá ljósmyndara, manni sem tók á vissan hátt undir gagnrýni Guðbjargar. Hann sagði að uppstillingin væri hefðbundin úr klámmyndabransanum en bjóst þó ekki við að ljósmyndari bæklingsins væri meðvitaður um það. Ég held að við séum flest orðin svo dauð fyrir þessu, orðin vön að sjá t.d. djörf tónlistarmyndbönd sem leikstjórar úr klámmyndabransanum leikstýra. Mér finnst frábært þegar þú setur upp þessi "gleraugu", Katrín Anna, og vekur okkur til umhugsunar. Endilega haltu áfram þótt sumt fólk ákveði að misskilja þig og ausi yfir þig skömmum. Þetta á ekkert skylt við að femínistar vilji minni kvenleika hjá konum. Ég er búin að fá upp í kok af staðalímyndum. 

Guðríður Haraldsdóttir, 4.10.2007 kl. 20:28

80 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Takk - og ég er ekkert að fara að hætta. Alltof mikið eftir...

Hvernig er annars með þig - ertu ekki löngu orðin aðalritstýra?

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 4.10.2007 kl. 20:37

81 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Úps, gleymdi alveg að sækja um það. Er líklega of ánægð í hinu til að tíma að breyta.

Guðríður Haraldsdóttir, 4.10.2007 kl. 21:51

82 Smámynd: Vendetta

Það er nú meira bullið í þér Katrín Anna. Þú ert alltaf við sama heygarðshornið og sérð klám og misrétti alls staðar þar sem það er ekki til staðar.

Þú ert ekki hótinu betri en hinn öfgafemínistinn Guðbjörg Hildur sem gerði sig að fífli þegar hún reyndi að gera mellu úr saklausri fermingarstelpu. Enda var Guðbjörgu sparkað úr HÍ fyrir vikið, hef ég heyrt.

Vendetta, 4.10.2007 kl. 23:06

83 Smámynd: Ágústa

Hressandi pistill hjá þér Katrín Anna.  Endilega haltu þínu striki.  Það er dæmalaust hvað þú færð óþvegið bull frá sumum.  Femínistar þurfa alltaf að berja frá sér þegar þeir segja sína skoðun, og alveg glimrandi hvað þú heldur jafnvægi í skotlínunni.  Alveg sammála um bæklinginn og vona að ljósmyndarar og model reyni að finna aðra ímynd til að sýna.

Úlfaþyturinn í þeim sem hafa viðrað sína skoðun og mótmælt eins harðlega og raunin er hér á síðunni er því miður allt of útbreidd.  Meira að segja ungt fólk hefur ekki gert sér grein fyrir hvað þessi staðalímynd er lúmsk og útbreidd. 

En eins og þú sagðir þá er þetta kannski orðið alveg nógu langt í bili.

Ágústa, 4.10.2007 kl. 23:29

84 Smámynd: Vendetta

Annars verð ég nú að viðurkenna, að forsíða Kringlubæklingsins er ömurleg. Mynd af enhverjum "sveitastelpu"-fyrirsætum með líflaus andlit íklæddum druslum. Þegar ég fletti sé ég að reyndar að allar fyrirsæturnar í bæklingnum, konur, karlmenn og börn  er íklædd einhverjum púkalegum druslum, eins og er siður hér á landi. Ljót og dapurleg föt. Vantar bara lopapeysurnar, þá er hallærisleikinn fullkomnaður.

Vendetta, 4.10.2007 kl. 23:46

85 identicon

Er það ekki það sem baráttan stendur um, að allar konur verði í ósexy kartöflupokum svona a'la islam

DoctorE (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 10:06

86 Smámynd: Alvy Singer

"Ég bíð ennþá spennt eftir því að tískuiðnaðurinn gerist jafnréttissinnaður í alvörunni í stað þess að troða konum endalaust í hlutverk hinnar undirgefnu konu." - hefuru einhvern timann lesid tiskublöd t.e.a.s. GQ, tar geturu sed karlmenn undirgefna o.s.frv.(D&G auglysingar) svona fer bara tiskuidnadurinn med folk, held samt ad tu aettir ad einbeita ter ad einhverju ödru en baeklingum um tisku, tvi tiskuidnadurinn breytist ekkert! Kannski tarft tu bara goda fullnaedingu?

Alvy Singer, 5.10.2007 kl. 12:18

87 identicon

Þú ert að grínast með þetta, ekki satt?

Jóhannes (IP-tala skráð) 6.10.2007 kl. 01:41

88 Smámynd: Haukur Viðar

Ég held að það sé ekki til sú tískuljósmynd í heiminum sem gefur 100% rétta mynd af karl- eða kvenímynd. Ef svo væri þá væru myndirnar hversdagslegar og fólk myndi ekki nenna að spá í þeim.

Fyrir mitt leyti þá hallar jafnt á báða. 

Haukur Viðar, 6.10.2007 kl. 03:30

89 identicon

Hvenær ætla feministar að fatta það að konur eru óæðri.

Sverrir (IP-tala skráð) 7.10.2007 kl. 19:25

90 identicon

Þú opnaðir augun mín, Kringlan er í alvörunni illt fyrirtæki sem gengur útá það að sýna fram á að konur séu ógeðslegar, með hinum ýmsu ljósmyndum af konum í klámfengnum stellingum og ógeðfelldu barnaklámi. Allar konurnar í bæklingnum hafa tekið sér upp augnaráð sem allir þekkja sem hið alræmda "klám augnaráð", augnaráðið sem gefur allskonar viðbjóðslegum bæklingalesandi pervertum skipun að nauðga næstu konu sem hann sér.

Þér er ekki alvara er það nokkuð?

Þórður Jónsson (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 00:07

91 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Já. Ég er að spá í að hætta þessari alvöru og láta djókið taka við...

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 11.10.2007 kl. 10:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 332537

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband