Góðar fréttir fyrir dr. Gunna

Dr. Gunni ætti að verða hoppandi glaður að komast að því að geirvörturnar á honum eru ekki eins gagnslausar og hann heldur... það er nefnilega hægt að láta karlmenn mjólka. Ekki kann ég aðferðina en þetta hefur verið gert - og mér skilst að hægt sé að gúggla til að fá leiðbeiningarnar. 

Annars er Gísli Hrafn góður sem endranær í Fréttablaðinu í dag. Ég er svo heppin að vera með Gísla í þessu skemmtilega verkefni að hitta krakkana í vinnuskólanum og spjalla við þau um jafnréttismál.

Annað í Fréttablaðinu í dag sem ég hafði gaman af... pistillinn um hvernig fegrunaraðgerðir stuðla að fjölgun á ljótu fólki! W00t


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég var einmitt að lesa baksíðuna hans Gunna hún er nokkuð sterk, þar sem hann segir að ef karmenn fengu þessa hlutdeild í uppeldinu, myndi keppni karla verða öðruvísi, slagsmálum fækka, og þetta yrði meira keppni um hver mjólkaði best.  þetta var góð grein og full af svona fróðleik.  Við ættum að taka þetta alvarlega og skoða hvað hann er raunverulega að segja okkur með þessu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.7.2007 kl. 18:54

2 identicon

Það má finna upplýsingar um brjóstagjöf karla á Vísindavef HÍ hér: http://visindavefur.hi.is/?id=6626 - 

Þórður (IP-tala skráð) 5.7.2007 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 332537

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband