Dagurinn

Vaknaði upp í morgun við þær fréttir að fötluðum ungmennum eru ekki greidd laun fyrir alla þá tíma sem þau inna af hendi. Ég myndi gjarnan vilja fá nánari fréttir af því máli og hvers vegna svo er. Finnst verulega slæmt til þess að hugsa ef ætlast er til að fólk vinni ókeypis bara vegna þess að það býr við fötlun. Fötlun er ekki það sama og skert starfsgeta fyrir öll störf - og á alls ekki að vera ávísun á ókeypis vinnuafl. Það skiptir máli fyrir sjálfsvirðinguna að fá greitt fyrir alla tímana og það er eitthvað sem ætti að vera vitað og viðurkennt á okkar tímum. 

**

Leist mjög vel á pistilinn hans Steingríms J. í Fréttablaðinu. Ánægjulegt að sjá að hlutgerving kvenna er komin inn á fundi Evrópuráðsins sem jafnréttismál. Þýðir vonandi aðgerðir og aukna vitundarvakningu í kjölfarið um að þetta hefur allt áhrif.

**

Óska Landsbankanum í Smáralind til hamingju með jafnréttisviðurkenningu Kópavogsbæjar! Fannst hins vegar hálf skondið að sjá Gunnar Birgisson í púlti af því tilefni... Passar einhvern veginn ekki eftir umfjöllun Ísafoldar og Mannlífs um súlustaðaferðirnar hans. 

**

ps. er einhver sem veit um ofnæmislyf sem kona verður ekki dauðþreytt af? auðvitað væri samt best að fá góð ráð til að losna við þetta yndislega ofnæmi! InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: krossgata

Varðandi laun fatlaðra þá gæti ég best trúað að ef þau fái full laun þá skerðist greiðslur, bætur og/eða réttindi frá Tryggingastofnun.  Líklega yrði skerðingin meiri en launin.  En... þetta er bara það sem ég held, ekki það sem ég veit.

krossgata, 5.7.2007 kl. 01:48

2 identicon

Skýringin sem þeir gefa á þessu er skert fjárframlag til Svæðisskrifstofu Fatlaðra, sem sjá um að borga launin.
Það vantar víst bara einhverjar 500.000 krónur uppá svo þeir geti gert þetta almennilega og borgað blessaða fólkinu það sem þau eru að vinna sér inn. Vonum að Jóhanna Sigurðar sjái sér fært að kippa þessu í liðinn.

Sammála þér með greinina hans Steingríms J., ég fæ eiginlega aldrei Fréttablaðið en var svo heppin að komast yfir þessa grein.
Flott hjá kallinum að vekja athygli á þessu.

Maja Solla (IP-tala skráð) 5.7.2007 kl. 09:21

3 identicon

Ef þú ert með gróðurofnæmi þá hefur maðurinn minn átt við sama vandamál að stríða. Hann fékk eitthverjar töflur hjá heimilislækninum sem gera hann ekki syfjaðan eins og þær sem er hægt að fá án lyfseðils.

Dagrún (IP-tala skráð) 5.7.2007 kl. 11:55

4 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Takk fyrir þetta. Spyr lækninn minn út í þetta næst þegar ég þarf að fara til hans.

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 6.7.2007 kl. 00:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 332541

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband