Ég elska peninga

Já það vantar svo sannarlega fleiri konur í fyrirtækjarekstur hér á landi og áhugavert að velta fyrir sér hvernig stendur á því að færri konur en karlar "leiðast út á þessa braut". Eitt af því sem hefur verið nefnt í skólaumræðunni - og uppeldisumræðunni - er að kjarkurinn er svolítið dreginn úr konum. Það er svo mikið kapp lagt á að vernda okkur fyrir öllu illu að við erum ekki hvattar eins mikið til að taka áhættu. Svo er auðvitað þetta með að konur eiga að kunna sér hóf - og passa sig á að hafa ekki of sjálfstæðar skoðanir og þar fram eftir götum... (sjá hér fyrir þau sem eru búin að gleyma). 

Ein af skýringunum sem er tilgreind fyrir færri frumkvöðlakonum á frétt RUV um sama mál er að konum sé hugsanlega illa við peninga. Af þessu tilefni vil ég lýsa því yfir að ég elska peninga og vil gjarnan eiga mikið af þeim. Ég er líka frumkvöðull (með lítið og krúttlegt fyrirtæki) en ég er alveg til í að stækka það í stórt og mikið veldi. Ég er með business hugmyndina og allt á hreinu... eina sem mig vantar er þolinmótt fjármagn - og það mikið af því... Þannig að - ef þú átt mikið af þolinmóðum peningum þá hefurðu bara samband! Wink

ps. leiðrétting - setti inn ekki-ð sem vantaði... þetta virðist ætla að fylgja mér! 


mbl.is Fáar konur en margir ómenntaðir taka þátt í frumkvöðlastarfsemi á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Elska líka peninga og vil eiga þá fyrir sjálfa mig og mína og til að láta gott af mér leiða.  Peningar eru afl sem nota má bæði til góðs og ills.

Takk fyrir fína pistla KA

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.3.2007 kl. 17:44

2 identicon

ekta hægri maður talar þarna - áfram stelpa

Plato (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 22:18

3 Smámynd: Björn Heiðdal

Margur verður af aurum api en hvað verður maður af milljörðum?

Björn Heiðdal, 27.3.2007 kl. 09:48

4 identicon

Af hverju vilja feministar svona mikið fleiri konur í stjórnir fyrirtækja. Er það mikilvægast af öllu? Hvernig væri þá að konur sem það vilja myndu vinna sig upp í þær stöður eins og t.d. Rannveig Rist.

Högni (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 10:47

5 identicon

Góð spurning Högni.  Ég sé að ekkert svar hefur komið frá þessum ágætu konum, svo ég geri ráð fyrir því að svör þeirra séu; "af því bara". 

Ég lagði fram svipaða spurningu í athugasemdum mínum við skrifum Kötu í færslunni; "Ert nokkuð svona konu kona" og fékk engin svör.  Sennilega er um rökþrot að ræða hjá henni vinkonu minni og stöllum hennar.

Örninn (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 23:40

6 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Svarið við spurningunni um af hverju það þarf fleiri konur í áhrifastöður (hvort sem það er á þing, ríkisstjórn, hæstarétt, í stjórnir, sem forstjórar og þar fram eftir götum) tengist, ótrúlegt en satt, lýðræðislegri þátttöku kynjanna og að völdin séu ekki í yfirgnæfandi meirihluta karlmanna. Mæli svo með að þið krúsið aðeins í gegnum bloggið hér því sömu spurningarnar dúkka upp aftur og aftur... 

Og hvaða kvenfyrirlitning er það að segja að konur hafi ekki unnið sig upp í þessar stöður? Hafið þið skoðað menntun, reynslu og vinnuframlag kvenna? Greinilega ekki fyrst þið látið svona vitleysu út úr ykkur. Baráttan fyrir jafnrétti er ennþá í gangi vegna þess að fólki er mismunað eftir kyni... 

Þrjár spurningar til ykkar.

1. Af hverju er ykkur svona mikið í mun að karlar haldi meirihlutavaldi í stjórnum fyrirtækja, á þingi og alls staðar annars staðar? 

2. Teljið þið að meirihlutastaða karla í þessum stöðum stafi af því að karlar séu hæfari en konur?

3. Teljið þið það lýðræði að karlar fari með meirihlutavald í þjóðfélaginu? 

Tek fram að það verður að sjálfsögðu tekið sem merki um rökþrot ef svar frá ykkur báðum (Högna og Erninum) hefur ekki borist innan 12 tíma! 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 28.3.2007 kl. 00:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 332486

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband