Konur í framboði

Sé að einhverjir hafa verið duglegir að kjósa Geir í skoðanakönnuninni hér til hliðar. Hann rauk alltí einu upp í vinsældum en áður hafði Halla haft öruggan sigur á þá Geir og Jafet. Kosningarnar eru á laugardaginn. Ég vona auðvitað að Halla vinni. Ástæðurnar má lesa á blogginu hans Hrafns Jökulssonar og hjá Silju Báru. Hrafn birtir áhugaverðan lista með rembulegum kommentum um framboð Höllu. Þau byggjast flest á því að Halla er kona. Silja Bára fer síðan yfir áherslur hinna frambjóðendanna í jafnréttismálum...

Halla er einfaldlega besti kandídatinn... það er ekki flóknara en það. Ég er mest hissa á landsliðskonum að hafa ekki flykst fram og stutt Höllu. Hún er eini kandídatinn sem þær geta verið vissar um að fá stuðning frá. 

ps. Mér finnst flott þegar konur standa saman - þetta er ég búin að fá frá nokkrum Samfylkingarkonum í dag. 

ingibjorg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Ég styð Höllu til formennskunnar með ráðum og dáð, rétt eins og þú. Leyfi mér að gera hér þá athugasemd, að mér finnst ákaflega óheppilegt (fyrir Höllu og framboð hennar) að blanda Samfylkingarauglýsingu í það mál - jafnvel þótt fyrirsögnin sé Konur í framboði ...

Hlynur Þór Magnússon, 9.2.2007 kl. 00:28

2 identicon

en vildi vita hvort téða halla sé feministi???? því mér er illa við að kyngreint sé við val á formanni KSI, en ef téða Halla sé feministi þá líkar mér það ekki, á ekki að þurfa að fara í einhvern flokk kvenna til að fá sitt fram,ertu verðug til að vera formaður KSÍ sem manneskja?

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 9.2.2007 kl. 01:30

3 identicon

Ég fór að ráðum samvizku minnar og kaus Geir, nema hvað. Enda ekki með slæma samvizku eins og sumir.. 

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 9.2.2007 kl. 09:50

4 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Hlynur: Já það er ágætur punktur hjá þér. Málin eru auðvitað algjörlega óskyld - en samt ekki. Sem þverpólitísk talskona vil ég styðja við konur í framboði, hvar í flokki sem þær eru - og hvar í flokki sem ég er. Konur í framboði eiga margt sameiginlegt, hvort sem það er framboð fyrir stjórnmálaflokk eða íþróttafélag. En skal halda málunum aðskildum héðan í frá :)

Haukur: Halla er bæði femínisti og manneskja. Sumir myndu jafnvel halda fram að hún væri líka maður. Það er því nóg af góðum ástæðum til að kjósa hana - en best að kjósa hana út af því að hún er með langbestu stefnumálin.

Guðmundur: fatta ekki þetta með samvizkuna??? 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 9.2.2007 kl. 10:27

5 identicon

Hvernig tækirðu í alveg eins auglýsingu, "karlmenn stöndum saman"?  - kjósum karl frekar en konu af því að hann er karl.    - þjóðfélagið færi á annan endan.   

Þegar málin ganga ekki út á að velja hæfasta einstaklingin heldur konu, vinnur það gegn jafnréttisbáráttunni.  Markmiðið á að vera að hæfasti einstaklingurinn sé valinn óháð kyni, um það geta allir verið sammála.  Þegar málin fara að snúast um að koma konum að af því að þær eru konur, vinnur það gegn jafnrétti. 

Skarphéðinn (IP-tala skráð) 9.2.2007 kl. 14:21

6 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Ég get alveg verið þér sammála um að við eigum að velja hæfustu einstaklingana. Þegar "þjóðfélagið" kemst hins vegar trekk í trekk að þeirri niðurstöðu að hæfasti einstaklingurinn sé karlkyns þá er eitthvað að. Það er vísbending um að verið sé að velja eftir kyni en ekki hæfni. Ef við værum að velja hæfustu einstaklingana óháð kyni þá væru kynin í ca jöfnum hlutföllum í valdastöðum - eða myndu skiptast á að vera í meirihluta. Sú er ekki staðan. 

Á meðan við erum enn að hjakka í þeim sporum að kyn skiptir máli þá eru svona auglýsingar og hvatning til kvenna um að standa saman nauðsynlegar. Að sjálfsögðu myndi ég líta það öðrum augum ef karlmenn tæku sig til og væru með sams konar auglýsingar. Karlar eru í meirihluta og þeim þarf ekki að fjölga á þingi eða í öðrum valdastöðum. Það þarf heldur ekki að hvetja karla til að standa saman - þeir gera það nú þegar Konur virðast vera jafnréttissinnaðari þegar kemur að kosningum - þær kjósa bæði konur og karla á meðan karlar virðast kjósa karla í miklum meirihluta. Annaðhvort þurfa konur að standa saman og kjósa fleiri konur eða karlar þurfa að kjósa á jafnréttissinnaðari hátt og kjósa bæði kyn. 

ps. svo þetta misskiljist nú ekki þá er vert að taka fram að auðvitað kjósa sumir karlmenn á jafnréttissinnaðan hátt og kjósa kynin í nokkuð jöfnum hlutföllum - þeir eru bara í minnihluta.  

Ég myndi ekki líta það sömu augum ef konur myndu vera með svona auglýsingu í málum sem hallar á karlmenn - en þar aftur á móti væri ég hlynnt auglýsingu um að karlmenn stæðu saman. T.d.

Karlar gætu auglýst: "Karlar stöndum saman - nýtum rétt okkar til feðraorlofs" eða "Karlar stöndum saman - minnkum yfirvinnuna og tökum meiri þátt í uppeldi og ummönun barna okkar".

Það væri annað mál ef konur gerðu eitthvað svipað:

Raunveruleg staða kynjanna skiptir máli þegar kemur að því að velja baráttuaðferðir. Það er munur á því að berjast fyrir því að auka völd þess hóps sem er í minnihluta eða berjast fyrir því að auka völd þess hóps sem er með yfirráð. Hélt að sá munur væri skýr. 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 9.2.2007 kl. 14:56

7 identicon

Eitt sem gleymist oft í þessu höfðatölujafnrétti sem virðist vera aðalatriðið í dag, er að jafnrétti var ekki eins mikið þegar sú kynslóð sem er í flestum valdastöðum í dag er að alast upp.  Konur voru ekki eins gjarnar á að sækja sér menntun og ekki eins metnaðarfullar í að afla sér reynslu.  Þeir voru ekki að sækjast í þessi hlutverk sem skila mönnum í valdastöðurnar.   Ég held að stór hluti ójafnréttisins felist í því að það eru hreinlega fleirri karlmenn a þessum aldri sem fitta í prófílinn.

Í dag er bara horft á að konur og karlar séu ca jafn mörg og ættu því að vera 50/50 allsstaðar.  Það þarf að horfa á þetta aðeins dýpra, ég er sannfærður um að þegar sú kynslóð sem er að alast upp í dag tekur við valdastöðum, þá næst jafnrétti.  Mér finnst það vera hálf asnalegt þegar verið er að troða að konum sem ekki standast samanburð bara af því að þær eru konur.  Það gerir engum gott.

Íhaldssemi er auðvitað til staðar, alveg rétt, og margir karlmenn sem virðast ekki treysta konum til góðra verka, en það er þá líka menn af þessari umræddu kynslóð.  Það er ekki auðvelt að kenna gömlum hundi að sitja.

Skarphéðinn (IP-tala skráð) 9.2.2007 kl. 16:48

8 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Þú sem sagt vilt meina að það séu fleiri karlar hæfir en konur í dag? Þetta er alvöru remba... ekki saklaus föstudagshúmor eins og hjá sumum.

Það er bæði móðgun við konur í dag og formæður okkar að halda því fram að ástæðan fyrir því að völdin séu í höndum karla vegna þess að konur skortir eitthvað og séu ekki jafnhæfar.

Jafnrétti er ekki mikið meira í dag en það var hér áður fyrr. Vissulega mega konur kjósa, hafa fjárhagslegt sjálfstæði og mega mennta sig. Sem eru allt stórkostlegar framfarir - er ekki að gera lítið úr því. Á móti kemur öll klámvæðingin og vibbinn með því sem gerir það að verkum að karlmenn hafa aldrei sýnt konum eins mikla opinbera fyrirlitningu og þeir gera í dag.

Jafnrétti kemur ekki með næstu kynslóð. Það er það eina sem ég get lofað þér að mun ekki gerast. Prófaðu bara að skoða leikfangabæklinga og þá sérðu strax að næstu kynslóðum eru ætluð sömu kynhlutverk. Prófaðu síðan að skoða allar vinsælu afþreyingarsíðurnar og spáðu í hvaða skilaboð þar eru gefin um hlutverk kvenna. Jafnrétti kemur ekki með því að troða konum í hlutverk kynlífshjálpartækja fyrir karlmenn.

Höfðatölujafnrétti er aðeins einn liður í jafnréttisbaráttunni. Það er mikilvægt á þingi svo kynin geti tekist á á jafnréttisgrundvelli um mál sem snúa öðruvísi að þeim. Vændismálið besta dæmið - ef það væru jöfn kynjahlutföll á þingi þá væru kaup á vændi ólögleg á Íslandi.  

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 9.2.2007 kl. 19:34

9 identicon

Af fólki í kringum fimmtugt og sextugt eru fleirri karlmenn með menntun og reynslu. Það er sú kynslóð sem er í meirihluta í valdastöðum í dag.   Er það remba að fara með þá staðreynd?  Konur af þessari kynslóð höfðu ekki sömu tækifæri og metnað, þannig er það bara.   Í dag hafa allir sömu tækfæri til menntunar, og af fólki milli þrítugs og fertugs er ansi jafnt skipt í valdastöður.  Munurinn minnkar með hverri kynslóð. 

Klámvæðingin er allt annað umræðuefni, kemur málinu lítið við.  Internetið færði heiminum auðvelt aðgengi að klámi, eftirspurnin hefur sjálfsagt alltf verið til staðar, netið kom bara með framboðið. 

Skarphéðinn (IP-tala skráð) 9.2.2007 kl. 20:14

10 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Jæja. Ertu búinn að taka saman aldur, menntun og reynslu þeirra þingmanna sem fóru nýjir inn á þing í síðustu alþingiskosningum? Ertu búinn að skoða gengi kvenna og karla í síðustu prófkjörum miðað við hversu margir gáfu kost á sér, aldur, menntun og fyrri störf?

Miðað við kommentið þitt hér að ofan er augljóst að svarið er nei. Hér ríkir enn kynjamisrétti sem er ekki að koma, hvorki með minni kynslóð, þinni né þeim kynslóðum sem koma á eftir. 

Þú getur líka skoðað aldur bankastjóranna og forstjóranna hjá mörgum af stórfyrirtækjunum. Það er nú þegar komin reynsla á menntun og reynslu - og pípurnar leka. Þ.e. það eru komnar það margar konur út á vinnumarkaðinn með sambærilega menntun og reynslu og kk en það er ekki að skila sér í sömu störfum eða sömu launum. Sannleikurinn er að jafnrétti er ekki náð og fólk fær enn þá tækifæri út á kyn en ekki verðleika.  

Klámvæðingin kemur þessu máli heilmikið við. Jafnréttissinnaðir karlmenn væru ekki á kafi í klámvæðingu af þeirri einföldu ástæðu að þeir myndu sína konum virðingu og koma fram við þær eins og manneskjur. Ég er hins vegar sammála þér í því að internetið og önnur ný tækni hafa gefið karlmönnum aukin tækifæri til að sína konum lítilsvirðingu sína á opinskáan hátt. Það er uppeldið sem nútímakynslóðir fá - langt í frá jafnréttissinnað.  

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 9.2.2007 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband