Loksins

Þetta eru einar þær ánægjulegustu fréttir sem birst hafa í langan tíma. Loksins er Ísland að taka sig á. Er enn í fersku minni þegar ég sótti fund fyrir nokkrum árum um málefni innflytjenda. Þar héldu erindi hópur embættismanna um ferlið gagnvart útlendingum sem koma hingað sem flóttamenn. Eftirminnilegast er orðfærið sem var notað en það var eitthvað á þá leið að ef við gætum ekki notað þetta lagaákvæði til að hafna þeim um dvalarleyfi þá gætum við reynt þetta úrræði og þar fram eftir götum. Af orðalaginu var augljóst að "þetta fólk" var ekki velkomið hér. 

Þrátt fyrir að hafa setið þennan fund varð ég orðlaus í fyrra þegar umræða hófst í fjölmiðlum um konur sem beittar voru heimilisofbeldi af hálfu maka síns en var neitað um dvalarleyfi. Kerfið reyndist ekki sérlega hjálplegt en tók sig svo að lokum á og nú er komin niðurstaða. Verð þó að segja að mér finnst þetta langur tími. Ég las fréttina um þetta þegar ég var út í Hrísey í sumarfríi síðasta sumar. Ef kerfið gæti verið ögn skilvirkara hefði Julie getað verið úti á vinnumarkaði og staðið á eigin fótum. Ef mig minnir rétt eru fleiri svona mál í vinnslu. Vonandi verða þau afgreidd með hraði - með sömu niðurstöðu og mál Julie.


mbl.is „Nú get ég loksins lagt fortíðina að baki og hafið nýtt líf"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Konur í útlöndum sem verða fyrir heimilisofbeldi og að flytja til Íslands.
Hvað leysir það? Þetta er algjörlega ótengt.

Hvert eiga þá konur á Íslandi sem verða fyrir heimilisofbeldi að gera? Flytja til Noregs?

Eigum við þá að opna dyrnar fyrir alla þá sem hafa lent í harmraunum?
- velkomin öll Afríka.

gunnar (IP-tala skráð) 8.2.2007 kl. 14:55

2 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Þú áttar þig á að þetta mál er um konu sem var beitt heimilisofbeldi af íslenskum eiginmanni sínum eftir að hún hafði flutt með honum til Íslands?

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 8.2.2007 kl. 15:07

3 identicon

nei, eg attaði mig bara ekkert á því.

þá erum við 300.001, en gaman.

gunnar (IP-tala skráð) 8.2.2007 kl. 15:17

4 identicon

Þessari niðurstöðu ber að fagna. Og já, Gunnar, við ættum að opna landið eins mikið og við getum. Ekki veitir af að fá smá fjölbreytni í þetta þjóðfélag okkar. Og með skilvirkara kerfi, sem hefur nú orðið ögn skilvirkara með árunum og sýnir að það sé enn í þróun, þá einmitt hefði þjóðfélagið haft hag af konunni sem um ræðir, Julie. Og það hýtur að vera ósk hvers sem er að þjóðfélagið hafi hag af manni.

Kveðja, Gísli Kr.

ps. Ég hef ekki komið inn á þessa síðu fyrr en það er mjög gaman að lesa sig í gegnum pistlana þína. Ég er langt í frá sammála í öllum tilfellum.

Gísli Kr Björnsson (IP-tala skráð) 8.2.2007 kl. 16:35

5 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Vertu velkominn á síðuna :) Allt í lagi þó þú sért langt í frá sammála í öllum tilfellum. Þekki enga 2 sem eru alltaf sammála hvort sem er... En skoðanaskipti eru oft á tíðum skemmtileg.

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 8.2.2007 kl. 16:38

6 identicon

Ég fatta ekki hvað heimilisofbeldið kemur málinu við.

Ég meina, var konan ekki GIFT íslenskum manni ?

Af hverju var hún ekki búin að fá dvalar- og atvinnuleyfi óháð því hvort hún var beitt ofbeldi eða ekki ?

Ég er viss um að þú getur örugglega skýrt þetta út fyrir mér Katrín.

Ívar

Ívar Jón Arnarson (IP-tala skráð) 8.2.2007 kl. 18:08

7 identicon

mér finnst þetta sérkennileg umræða.. þetta mál snýst fyrst og fremst um það að fólk sem fær dvalarleifi við það að giftast íslenskum ríkisborgara þurfi ekki að vera fast í ofbeldisfullum hjónaböndum vegna hættunnar á að vera rekið úr landi.. nú geta einstaklingar sem þolað hafa ofbeldi í hjónabandi sínu losnað úr þeim hjónaböndum án þess að vera refsað með brottrekstri úr landinu sem það hefur kosið að búa í.. við ættum stundum að prófa að snúa dæminu við.. það er nú ekkert lítið sem íslendingar blóta því hversu erfitt sé að fá dvalar- og atvinnuleifi t.d. í Bandaríkjunum.

Fríða María Harðardóttir (IP-tala skráð) 8.2.2007 kl. 18:15

8 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Ívar: Konurnar fá ekki ótímabundið dvalarleyfi fyrr en eftir 3 ár þrátt fyrir að vera giftar íslenskum mönnum. Þegar ofan á það bætist að útlendingar innan EES fá forgang við úthlutun á atvinnuleyfum þá eru þær konur sem eru frá löndum utan EES ekki í góðum málum. Þetta eru nýju útlendingalögin í reynd.

Í þeim 6 málum sem voru í umræðunni í ágúst í fyrra var um þessa stöðu að ræða, þ.e. konur frá löndum EES, hjónabandið stutt og heimilisofbeldi. Það er alvarleg staða ef Íslendingar geta hótað mökum sínum brottvísun úr landi ef makarnir ekki sætti sig við heimilisofbeldi. Þess vegna er niðurstaðan í þessu tiltekna máli mikið gleðiefni. 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 8.2.2007 kl. 19:49

9 identicon

Ég er á móti því að opna landið.

Ef hún endist ekki í sambandi hjá manninum þá er um að gera að fara aftur til afríku, hún hlítur að eiga ættingja þar. 

Pétur (IP-tala skráð) 9.2.2007 kl. 03:54

10 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Pétur ertu búinn að lesa viðtalið við konuna í Mogganum? Það er í hæsta máta ósmekklegt að tala um "ef hún endist ekki í sambandi hjá manninum" þegar um heimilisofbeldi er að ræða. Eitt af því sem er í umræðunni varðandi þessi mál er einmitt sú ógn að ofbeldismaðurinn geti hótað konunni að henni verði vísað úr landi ef hún sætti sig ekki við barsmíðarnar. Sem siðmenntuð þjóð eigum við ekki að láta það viðgangast. Hún yfirgefur annan menningarheim og allt sitt til að flytja hingað til lands. Auðvitað eigum við að taka vel á móti henni og veita henni landvistarleyfi.

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 9.2.2007 kl. 10:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 332542

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband