Hin hliðin á peningnum

Það eru ekki bara konur sem verða fyrir óraunhæfum útlitskröfum. Yfirmáta massaðir karlar eru í tísku hjá ákveðnum hópi - þetta útlit er þó ekki það sem er hampað í tískublöðum karla. Þar eiga þeir vissulega að vera þokkalega skornir en ekki svo massaðir - eru frekar grannvaxnir. En massaða ímyndin er til staðar og hefur verið talað um að bigorexía sæki á stráka. Strákar með bigorexíu sjá sjálfan sig í speglinum sem algjöran væskil (þó sú sé ekki raunin) og allt gengur út á að byggja upp meiri massa.

Það er full ástæða til að hafa áhyggjur af steranotkuninni. Ég hef fylgst aðeins með fréttum um helgina út af þessu máli og ég veit ekki betur en KRAFT hafi neitað að senda félagsmenn í lyfjapróf. Ástæðan kannski skýr eftir atburði föstudagsins. Afleiðingarnar af steranotkun geta verið geigvænlegar og snerta ekki aðeins þann sem tekur inn sterana. Um helgina hefur verið rætt um hlut stera í ofsaakstri, líkamlegu ofbeldi og nauðgunum. 

Útlitsdýrkun í okkar samtíma hefur leitt fátt gott af sér. Við virðumst lifa á einhverjum öfgatímum þar sem fátt er innan skynsamlegra marka. Útlitskröfur á stráka fara sífellt vaxandi og fyrir rest munu þeir sitja í sömu súpunni og konur - enda hafa fyrirtæki uppgötvað að það er líka hægt að selja strákum alls kyns útlitsdót. Sú forsenda byggir auðvitað á því að ná fram þeirri hugsun fyrst að útlit sé gífurlega mikilvægt - síðan þarf að grafa undan sjálfsálitun og búa til gallaðar sjálfsímyndir hjá strákum... eftirleikurinn er svo auðveldur. 

Annað mál með sterana er áherslan á afreksíþróttir. Samkeppnisstaðan er að sjálfssögðu ójöfn ef sumir eru á sterum og aðrir ekki. Einnig er leitt að horfa upp á að keppnisandinn sé svo mikill að fólk er til í að leggja líf og limi í hættu til að vera bestur í einhverri keppni... Ég hef hallast að því hin síðustu ár að afreksíþróttir eru ekki heilsusamlegar fyrir líkama og sál. Íþróttir eru kannski hollar - en afreksíþróttir byggja á svo miklu álagi á líkamann að oftar en ekki er hann orðinn slitinn og skaddaður langt fyrir aldur fram.


mbl.is Ný kraftlyfingastjórn í skugga sterahneykslis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Má bara ekki segja að það sé komið "jafnrétti" í þessu hvað varðar útlitsdýrkunina?  Ættu konur því ekki bara að vera ánægðar með þetta?

Örn Jónasson (IP-tala skráð) 6.2.2007 kl. 09:08

2 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Neibb - jafnrétti næst ekki með því að troða öllum í sömu skítaholuna. Held að fáir myndu taka undir að lausn við kynferðisofbeldi væri að nauðga fleiri körlum svo kynin sætu við sama borð... Svona lausnir leysa engan vanda heldur auka við vandann. Ég er alltaf hrifnust af því að losa okkur við vandamálið... meta manneskjuna og margbreytileikann. 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 6.2.2007 kl. 10:37

3 identicon

Já þú veist ekki meira en venjulega. Kraft hefur aldrei neitað að senda menn í lyfjapróf. Um er að ræða lítið félag utan ÍSÍ sem hefur lítil fjárráð og lyfjaprófa þessvegna ekki sjálfir. Hins vegar fór í fyrra tveir bestu lyftingamenn þjóðarinnar í lyfjapróf erlendis og stóðust það báðir, og árið þar á undan fór einn ef ekki tveir og féll engin það árið heldur.

Hinsvegar féllu tveir á lyfjaprófi hjá ÍsÍ í fyrra.

Í fyrra var maður handtekinn fyrir eign stera, og er sá innan ísí og er einn þeirra allra besti íþróttamaður, margfaldur heims og evrópumeistari og engin fjölmiðill sagði neitt enda þarf alltaf að vernda ÍSÍ það fasista batterý sem það er. Núna finna þeir einn kraflyftingamann sem var með stera í sínum fórum, og nafnið kemur í fjölmiðlum, hann er ásakaður ránglega um margar aðrar sakagiftir.

Og að ætla að kenna sterum um nauðganir og ofbeldi er fáránlegt. Þeir geta valdið vægum aukaverkunum, en ofbeldi og annað í þeim dúr kemur ekki upp nema að fyrir sé um að ræða fíkniefna notkun eða geðrænvandamál. Sú umfjöllun sem sterar fá í fréttum og hjá læknum er af því eðli að það er svo hlægilegt að fólk hlustar ekki á þetta. Ég þá nokkra vini sem eru í boltaíþróttum og ræktinni sem eru að prufa þetta og hafa þeir ekkert breyst í fasi eða viðmóti, hvorki með né án áfengis,þannig að þú verður að finna aðrar ástæður fyrir mannvonsku en þessa.

óskráður (IP-tala skráð) 12.2.2007 kl. 12:50

4 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Auðvitað veit ég ekki meira en venjulega - ég veit yfirleitt svona ca jafnt á milli daga Þó svo auðvitað vonist ég til að bæta örlitlu við á hverjum degi...   

Hins vegar finnst mér óábyrgt að afneita aukaverkunum steranotkunar. Þú kemur sjálfur inn á aðra þætti sem hafa áhrif - og enginn er eyland þannig að mér sýnist á þínu innleggi að það sé alveg raunhæft að ætla að tengja steranotkun við ofbeldishegðun þegar notkunin fer saman við ýmsa aðra þætti.  

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 12.2.2007 kl. 13:45

5 identicon

Það má tengja hana þannig já, en hún ein og sér hefur litlar og sjaldgæfar aukaverkanir, ég er ekki að afneita þeim, en til að þær komi upp þarf að vera um að það sé með öðru eða virkilega fáránlega óhóflega neyslu að ræða, og ef þeir ætla að setja þetta á lista með fíkniefnum, þarf áfengi og tóbak að fylgja með því, því áfengi veldur miklu fleiri nauðgunum og ofbeldisbrotum.

óskráður (IP-tala skráð) 12.2.2007 kl. 16:31

6 identicon

"Þessar töflur eru stórhættulegar og það er vitað mál að menn verða ofbeldishneigðari ef þeir nota þessar töflur og áfengi með. Þetta fer oft illa í menn," segir Ásgeir. Hér má líka sjá að viðræddur lögreglumaður tekur fram að ofbelið komi með áfenginu.

óskráður (IP-tala skráð) 12.2.2007 kl. 18:19

7 identicon

En ætlarðu ekki að hrósa kraftlyftingamönnum fyrir kjörið á nýja formanninum, það er ekki nóg að letja þegar við á heldur verður líka að hrósa annars nærðu þínu aldrei fram ;)

sigfus (IP-tala skráð) 12.2.2007 kl. 18:20

8 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Jú, KRAFT kaus víst konum sem formann Óska þeim innilega til hamingju með það!

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 12.2.2007 kl. 19:12

9 identicon

Hún var kosinn með öllum atkvæðum nema einu og einn sat hjá.

Sigfus (IP-tala skráð) 12.2.2007 kl. 19:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 332533

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband