Neyðarstjórn núna

Kallast þetta ekki að vera upptekin af smáatriðunum og látu stóru málin eiga sig? Það skýtur skökku við að eftir bankahrun hafa einungis mótmælendur verið handteknir og þó er ekki hægt að segja annað en að mótmælin hér hafi farið einstaklega kurteislega fram. Öðru máli gegnir um auðmennina sem komu okkur á hausinn. Þeir hljóma gjörsamlega siðblindir eins og yfirlýsingin frá Ólafi Ólafssyni ber vitni. Þar fjallar hann um að hann hafi ekkert hagnast á að „lána“ skúffufyrirtæki sitt (lygi), færslurnar hafi farið í gegnum Jómfrúareyjarnar vegna skattahagræðis (s.s. til að þurfa ekki að borga sína skatta hér eins og við, sbr skattsvik) og það sé ekkert óeðlilegt við að fjárfestar geti keypt hlutabréf fyrir háar fjárhæðir án nokkurar áhættu og fyrir fé bankans (stýring á verði hlutabréfa, siðlaust og örugglega ólöglegt alls staðar nema hér - eða þ.e. ólöglegt hér en látið afskiptalaust). Yfirvöld hafa ekki afskipti af þessum mönnum heldur einblína á mótmælendur og skuldara, sbr fréttina um fjöldahandtökurnar í Árnessýslu.

Ísland bezt í heimi er sem sagt staðurinn þar sem siðblindan er algjör í viðskiptum, það er látið óáreitt af yfirvöldum en fólk með réttlætiskennd sem mótmælir ástandinu er handtekið... Öfugsnúið eins og svo margt annað. Ríkisstjórnin á að hafa vit á að segja af sér og hér á að mynda neyðarstjórn. Það átti að gera strax í október. Þá eigum við sjens á að fá fólk að stjórn sem hefur dug til að taka á málunum og lætur handtaka þá sem það verðskulda.


mbl.is Piparúði og handtökur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: DanTh

Júlíus.  Ég næ ekki alveg afstöðu þinni til þess hverjir bera ábyrgð á ástandinu eða eru samsekir í þeim efnum .  Hvernig getur þú talið að almenningur beri sök á því efnahagstjóni sem einhverjir mestu glæpamenn Íslandssögunnar frömdu í skjóli ráðamanna? 

Ég vil benda þér á að það voru ekki vanskil íslensks almennings sem komu bönkunum í þrot.  Almenningur stóð í skilum, þ.e. var að borga lánin sín allt þar til bankarnir fóru í þrot.  Það er því alger fyrra af þinni hálfu að draga þá ályktun að þjóðin beri þarna einhverja ábyrgð.  Þeir sem lánuðu fjármagnið til húsnæðiskaupa eða í einkaneysluna rústuðu sjálfir öllum greiðsluforsendum í þeim efnum en ekki lántakendur.     

Neyslan í þjóðfélaginu keyrði ekki bankana í þrot heldur heldur þeir botnlausu hálfvitar sem fengu bankana í einkavæðingarrugli Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. 

Innan bankana og fjármálageirans í heild sinnvar var plottið, þar var markvist unnið að fölsun efnahagsreikninga, þar voru teknar ákvarðanir um að lána fjármuni sem í raun voru ekki til.  Það var útlánastefna bankanna ásamt arðráni eigendanna sem keyrði hér allt í þrot.

Nú hvað auðmennina varðar þá virðast stjórnmálamenn svo tengdir þessu glæfra liði að menn leita allra leiða til þess að þagga í kröfum um rannsókn á því hvað fór úrskeiðis.  Geir var alvara þegar hann á sínum tíma sagði, "við skulum ekki leita sökudólga í þessu máli".  Óttin við að böndin bærust að þeim samseku innan Alþingis var ríkari en réttlætið.     

Ég er hinsvegar sammála þér  að menn skulu gæta að því að hvorki VG né Samfylkingin eru betri til þess að leiða þessa þjóð út úr ógöngunum frekar en Sjálfstæðisflokkurinn. 

Þessir stjórnmálaflokkar hafa í fláræði makkað með fjöregg þjóðarinnar í áratugi og það ber að kasta þessu liði út úr öllum þeim stofnunum samfélagsins sem það hefur hreiðrað um sig í. 

Hroki Ingibjargar í garð almennings er í takt það sem vellur út úr rugludallinum honum Davíð.  Ingibjörg hefur ekkert að bjóða þessari þjóð nema kvenkynsútgáfu af geðslagi hans. 

Steingrímur er slíkur afturhaldsseggur að hér verður skattaáþján með þeim afleiðingum að menn munu varla skrimta nema þá í einhverri eymd og volæði eins og í Sovétríkjunum sálugu. 

Við eigum nóg af góðu fólki sem hefur ekki mengast af þessum ruslaralýð hagsmunagæslumanna.  Ég trúi ekki að nokkur maður vilja sá smettin á þessu pakki við stjórnvölin á ný. 

DanTh, 20.1.2009 kl. 16:16

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Svona var þetta líka í kommunistanum...eftir lýsingum að dæma?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 20.1.2009 kl. 22:26

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Innilega sammála þessari færslu Katrín Anna.

Vil samt bæta við.  

 Flestir lögreglumenn eru gott fólk og skynsamt,  en það eru innan um ofbeldisfullir lögreglumenn sem svífast einskis og njóta þess að "láta helvítin hafa það".  Slíkar löggur þarf að uppræta.  Það þarf að gangast í að finna þá og taka af þeim búningana.  Það þarf líka að taka gasið af sumum þarna, sem greinilega kunna ekkert á mannleg samskipti. 

Menn verða að átta sig á því að ef lögreglan missir trúnað almennings þá eru allir í vondum málum.  Ég vona svo sannarlega að ekki verði meiri stympingar og ofbeldi en hingað til.  Samt óttast ég að með þessari framkomu einstakra lögrelumanna, færist meiri harka í leikinn.   Menn komi betur undirbúnir og tilbúnir til varnar.  En ef til vill er það einmitt það sem þessir menn vonast eftir.  Þeir eru eins og foringinn með hermannadrauminn í hjartanu. 

Menn verða að átta sig á því að það er ætlast til að lögreglan sýni stillingu.  Handahófskennd viðbrögð eins og maður sá í gær í sjónvarpinu og er stutt af viðtölum við fólk sem lenti í þeim, sýnir að þeir eru ekki að valda hlutverki sínu. 
Ég vil samt taka fram að ég dáist að þeirri stillingu sem flestir þeirra (lögreglumannanna) sýndu, þannig á það líka að vera. 
Skyndiákvarðanir um rýmingar hér og þar, voru beinlínis til þess fallnar að hafa ástæðu til að beita gasi á fólk sem var í raun og veru ekkert að gera af sér. 

Og svo þetta kjaftæði að það eigi að tjalda öllu til, til að verja hús, er að mínu mati út úr kú.  Það á fyrst og fremst að vernda fólk.  Hús er dauður hlutur, alveg sama þó það heiti Alþingishús, og að mínu mati hafa stjórnmálamenn, aðallega ríkisstjórnin svívirt það hús svo rækilega að ekkert eggjakast, bananar eða jafnvel rúðubrot komast það í hálfkvisti. 

En ég er stoltur íslendingu í dag, og ég finn í hjarta mínu að við munum sigra.  Þessi ríkisstjórn mun fara, og þjóðstjórn verða skipuð.  Uppbyggingin mun hefjast þar og þá.  Það verður ekki aftur snúið, ríkisstjórnin verður að átta sig á því að hún er búin að vera.  Rúin trausti og einangruð.  Meira að segja þeirra eigin flokksmenn styðja hana annað hvort ekki eða með hálfum huga.  Ég heyrði Karl Matthíasson gefa það út í gær að hann gæti ekki stutt þetta lengur, og aðspurður kvað hann að margir bæði sjálfstæðismenn og samfylkingarmenn deildu þeirri skoðun með honum. 
Þess vegna hélt ég að fyrstu fréttir í morgun yrðu þær að Geir H. Haarde hefði gengið á fund forseta og beðist lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt.  En ónei það sem fréttist var að dómsmálaráðherrann ætlar að bæta við lögreglumönnum. 
Hversu langt frá raunveruleikanum er þetta fólk eiginlega?  Og í umboðí hverra ætla þau að vígbúast og halda þrásetu sinni til streitu?

En ég er stolt og ég þakka innilega því fólki sem stendur vaktina fyrir okkur hin sem eru of langt í burtu.  Samúð mín er með þeim sem hafa verið særðir.  Bæði gasaðir beint í augu og jafnvel handleggsbrotnir við að taka þátt í friðsamlegum mótmælum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.1.2009 kl. 10:41

4 Smámynd: Þór Ludwig Stiefel TORA

Höldum áfram - hömrum járnið.

Ég hvet til frekari aðgerða. ÞETTA MÁ EKKI LOGNAST ÚT AF. 

Hvað segiði um fjöldagöngu eftir Miklubrautinni strax næsta mánudag?

Þór Ludwig Stiefel TORA, 21.1.2009 kl. 11:18

5 Smámynd: corvus corax

Það voru ekki neytendur/almenningur sem setti bankana á hausinn. Sennilega er mikil lántaka almennings með miklum fjölda lána af lægri upphæðum en fjárglæfralýðurinn tók, ein best tryggða útlánastarfsemi bankanna gegnum tíðina. Hæsta endurgreiðsluhlutfallið kemur frá þeim skuldurum og þótt einhverjir geti ekki borgað. Og svo er ekkert samasem merki á milli mótmælenda og VG hreyfingarinnar.

corvus corax, 21.1.2009 kl. 12:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 332511

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband