Skilgreiningarvaldið

Málþingið um hvaða sannleika sé að finna í íslenskum kvikmyndum var mjög skemmtilegt. Ég er afskaplega glöð að Beta skyldi bjóða mér að vera með því ég lærði heilan helling af áhugaverðum erindum og umræðunum á eftir. Ég hef t.d. ekkert spáð í eða heyrt um heimildarlegt gildi kvikmynda - sérstaklega heimildarmynda og það var mjög áhugavert að heyra Írisi fjalla um það. Heimildarmyndir eru kannski ekki sérlega góð sagnfræðileg heimild um "sannleikann" en geta engu að síður sagt mikið til um tíðarandann og alls kyns aðra hluti. Ég hugsaði mikið til þess þegar ég fór á heimildarmyndina Fabulous: The Story of Queer Cinema í gærkvöldi. Ef sagnfræðingar framtíðarinnar myndu nota hana sem heimild gætu þeir ekki komist að annarri niðurstöðu en að lesbíumyndir væru meira og minna soft-porn myndir en hommamyndir snúast að mestu leyti um vináttu, baráttu og kannski í mesta lagi að kyssast - en án þess að nota tunguna! Verð að segja eins og er að þarna þótti mér Queer samfélagið missa af úrvals tækifæri til að gera samlíf homma sýnilegt... myndin er eins og sniðin að kröfu gagnkynhneigðra karlmanna með hommafóbíu. Sem er sorglegt en segir sitthvað um tíðarandann og skilgreiningarvaldið. Það skiptir máli hver segir söguna en það skiptir líka máli að kynjakerfið í kringum okkur er svo sterkt að meira að segja hópar sem berjast gegn hinu ríkjandi normi leggja sig í líma við að festa það í sessi. 

Hér er annars bútur úr mínu erindi:

Focoult talaði um hið allt um lykjandi vald. Vald felst ekki bara í kosningarétti og öðrum formlegum réttindum heldur á sér ýmsar birtingarmyndir. Eitt af því er skilgreiningavaldið. Sá sem býr til kvikmyndir hefur í hendi sér ákveðið skilgreiningavald um hvernig konur og karlar birtast, í hvaða hlutverkum þau eru, hvernig við horfum á þau og svo framvegis. Þær ímyndir sem við sjáum hafa síðan töluverð áhrif á hvernig við hugsum og hvað okkur finnst eðlilegt og sjálfsagt. Það skilgreinir að vissu leyti líka okkar mörk – hvað við teljum leyfilegt að gera og hvað ekki. Kynímyndir sem birtast í bíómyndum eru gjörólík og þess vegna eru birtingarmyndir kynjanna í kvikmyndum, sem og annars staðar, ekki eitthvað sem ber að líta á sem afþreyingu heldur er það í raun hápólitískt mál.

Fræðikonan Margret Marshment hefur stúderað þetta töluvert og meðal þess sem hún segir er að kynímyndir séu m.a. notaðar til að halda fólki á ákveðnum bás. Þess vegna skiptir máli að konur hafi þetta vald sjálfar – og að við stúderum sjálfar hvernig við viljum vera sýndar og kynntar til sögunnar í kvikmyndum og á öðrum vettvangi. Að öðrum kosti erum við háðar skilgreiningum og ákvörðunum annarra.
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 332498

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband