Sagan hálf sögð

Greinilegt að ég hef verið dugleg að láta auglýsingar fram hjá mér fara. Ég missti allavega af því að nýtt tímarit er komið á markað, Sagan öll. Mér finnst frábært að svona tímarit sé til og vona að það haldi velli. En... eins og venjulega er eitthvað sem má bæta. Miðað við þær upplýsingar sem fram koma á heimasíðunni ætti annaðhvort að breyta nafni tímaritsins úr Sagan öll í Sagan hálf sögð - eða breyta efnistökum og segja sögu beggja kynja. HIS-story er ekki sagan öll. HER-story er helmingurinn því eins og allir vita þá halda konur uppi hálfum himninum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þó ég tali ekki með fullri vissu held ég að sagnfræðingar læri aðferðafræði sem feli í sér að segja hlutlaust frá hlutunum. Allevegana lærði ég um Maríu Antonette í frönsku borgarastyrjöldinni, Bríeti Bjarnhéðinsdóttur á heimstjórnartímanum og Auði Auðuns í Viðreisnarstjórninni. Þetta eru aðeins örfá dæmi.

Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 16:07

2 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Hlutleysi er ekki til Jón Gunnar... En sú saga sem er til er mjög karllæg - konur nánast fjarrverandi úr sögunni. Meðvitund um að það þurfi líka að skrásetja og segja frá því sem konur gera hefur aukist mikið undanfarið en því miður er enn langt í land - eins og sést t.d. á efnisvali í Sagan öll - sem er með mjög karllægt yfirbragð. Það er innbyggt í okkar menningu að finnast það sem karlar gera vera fréttnæmara og merkilegra en það sem konur gera - sérð það á fréttum þar sem hlutfall kvenna er vel innan við þriðjungur þrátt fyrir að við séum helmingur þjóðarinnar. 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 19.9.2007 kl. 16:27

3 identicon

"En sú saga sem er til er mjög karllæg". Er sú saga sem er til ekki staðreynd? Sé ekki hvernig hægt er að meta hugarástand þess sem segir frá staðreyndum.

Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 16:41

4 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Nei Jón Gunnar - sagan er ekki staðreynd. Sagan er skráning og túlkun þeirra sem skrásetja atburði. Við skrásetningu er valið og hafnað. Sagnfræðingar eiga örugglega til einhverja betri skilgreiningu. Fram til okkar tíma hefur iðulega verið hafnað að segja frá hlut kvenna í samfélaginu. Þess vegna eru þær mikið til ósýnilegar í mörgum sögubókum - og tímaritum. 

Hvað hét annars konan hans Ingólfs Arnarssonar? Hvar er styttan af henni? 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 19.9.2007 kl. 17:17

5 Smámynd: halkatla

var það ekki Hallveig Fróða, sem var með honum Ingólfi? Held það, án þess að vera 100% viss

annars er það alveg rétt sem þú ert að segja Katrín, sagan getur verið alveg ótrúlega grunn.  

halkatla, 19.9.2007 kl. 23:56

6 identicon

mikið óskaplega held ég að þú sért leiðinleg persóna, það ættu að vera til einhver stuðningssamtök fyrir fólk einsog þig sem sér allt lífið í gegnum þröngt rör feminasismans.

gg (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 09:08

7 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Yndisleg röksemdarfærsla til að styðja óbreytt ástand "uhhh þú ert bara leiðinleg". Þorirðu ekki að segja þetta með nafnið þitt skrifað undir?

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 20.9.2007 kl. 10:04

8 identicon

Mig hefur lengi langað að koma á framfæri aðdáun minni á yfirvegun ykkar feministabloggara sem ég heimsæki stundum. Hinn þráhyggjulegi, og oftast röklausi, áhugi sem ykkur er sýndur af fólki (körlum) sem er ógnað af málflutningi ykkar myndi æra bæði óstöðuga og meðal-stöðuga.

Þið Sóley eruð klárlega með afbrigðum stöðugar. Til hamingju með það.

Þorgeir Tryggvason (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 13:24

9 identicon

Guðmundur. Sögubækur eru auðvitað enginn fasti. Það er alveg hægt að breyta þeim eftir því sem við verðum jafnréttissinnaðri. Voru margar bækur t.d skrifaðar um svertingja og réttindi þeirra, eða frumbyggja Ástralíu áður fyrr? Auðvitað ekki. Það er ekki fyrr en réttindi þeirra verða meiri sem saga þeirra fer að koma meira fram og verða skrifuð. Það er því engin þörf á því að "endurskrifa" söguna. Hún er nú þegar til staðar. Það þarf bara að vera vilji til að skrifa og leita uppi efnið.

Guðrún (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 20:07

10 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Þorgeir - þakka hólið

Guðmundur - það hvað telst merkilegt er bundið við kyn... í gegnum tíðina hefur skilgreiningin á því hvað telst merkilegt vera það sem karlar gera. Með aukinni jafnréttisvitund breytist þetta og fólk áttar sig á að það sem konur gera og líf kvenna er líka merkilegt. Og þá fer fólk að garfa í hlutunum - finnur heimildir og skrifar söguna. Mæli með bókinn Fjarri hlýju hjónasængur. Hún er ágætis dæmi um þetta, enda titluð öðruvísi Íslandssaga.  

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 20.9.2007 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband