Ófjölskylduvænt

Hvers vegna liggur svona mikið á stjórnarmyndun að ekki sé hægt að semja á almennum skrifstofutíma, þ.e. á milli 9 - 5 á virkum dögum? Við erum alltaf að tala um að gera umhverfið fjölskylduvænna, bæði með því að minnka yfirvinnu og stytta vinnudag. Þingið hefur löngum verið þekkt sem ófjölskylduvænt vinnuumhverfi. Hefðirnar í kringum það sköpuðust þegar karlar sátu einir, eða nánast einir, á þingi og tóku ekki mikinn þátt í umönnun og uppeldi barna heldur var það hlutverk hinnar heimavinnandi húsmóður. Í dag eru aðrir tímar og það væri tilvalið að sýna gott fordæmi fyrir atvinnulífið í heild sinni að reyna að haga vinnustundum á sem fjölskylduvænastan hátt. Eða viljum við hafa það þannig að þingið standi bara opið þeim sem eiga ekki börn, eiga uppkomin börn eða eiga maka eða aðra fjölskyldumeðlimi sem geta axlað heimilisábyrgðina hvenær sem er? Viljum við loka þingið t.d. einstæðum mæðrum sem ekki hafa sterkt fjölskyldunet í kringum sig? Hversu margar konur ætli hafi sleppt því að bjóða sig fram vegna þess að þær hafa vitað að þingstörfin væru illa samræmaleg fjölskyldulífinu? Finnst þetta alveg vera umhugsunarefni... 
mbl.is Fundur stendur enn yfir á Þingvöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Absalút brillíant hugmynd hjá þér Katrín, ríkisstjórnir á bara að mynda á skrifstofutímum. Ef svo illa vill til að annar aðilinn sem kemur að myndun ríkisstjórnar er barnshafandi, þá bara býður þjóðin út fæðingarorlofið, vitandi ekkert í sinn haus.

En svona í alvöru talað, þá þarf fólk sem axlar ábyrgð, að skilja að hagsmunir annara en þeirra, skipta aðra meira máli en þá. Þess vegna velst fólk í ábyrgðarstöður. Þetta er augljóslega afar flókið, en við nánari athugun er þetta afar einfalt, ríkið fyrir fólkið, ekki fólkið fyrir ríkið. Þeir sem vilja taka að sér ábyrgðarstöðu eiga að átta sig á því að það er að vinna fyrir þjóðina, þjóðin á ekki að vinna fyrir það.

Þrándur (IP-tala skráð) 21.5.2007 kl. 01:43

2 identicon

Já auðvitað á að haga störfum þannig að þingmenn geti átt fjölskyldu líf. Eitt sem ég hef tekið eftir hér í svíþjóð t.d. með landsbyggðarþingmennina að þeir fá úthlutað íbúðum (herbergjum) við þinghúsið sem þeir geta búið í á meðan þeir starfa í þinginni og það er miðað við að viðveran í þinginu sé ekki nema frá t.d. þriðjudegi fram á fimmtudag. og svo geta þeir unnið heiman að frá sér þess á milli. Það er ekki farið fram á  að þeir flytji til Stokhólmar til að vinna. Enda hvurslags fulltrúar eru það sem fara bara eftir kjör.... En það er ekkert nema óskipulag að þurfa að vinna á kvöldin og um helgar.....

Sigurður Þór Guðmundsson (IP-tala skráð) 21.5.2007 kl. 06:43

3 identicon

Þú verður að athuga að það eru ekki margir sem koma að þessum viðræðum, við erum fyrst og fremst að tala um fjórar manneskjur. Hefðinni samkvæmt er fólk almennt ekki að kjósa ungliða sem formenn eða varaformenn stærstu flokka landsins.

 Þar af leiðandi er það hæpið að sú staða komi upp að margra barna foreldri af hvoru kyni sem er lendi í vandræðum vegna tveggja til þriggja daga fundarhalds sem á sér stað á fjögurra ára fresti.

Ég held satt að segja að þig skorti frekar mikinn skilning á því hvernig almenn störf Alþingis fara fram ef þú heldur að þetta tímabil sé eitthvað vandamál, sjálfur hef ég búið á heimilum með fólki sem hafði þessa einkennilegu vinnu og vissulega truflar það alla rútínu og veldur álagi.

Fyrir hinn almenna alþingismann er stjórnarmyndunarferlið hins vegar piece of cake miðað við kosningabaráttuna - já eða nefndarstörfin sem eiga það til að blússa upp með miklum krafti á ákveðnum árstímum. Það helvíti er árlegt :(

Í stórum dráttum er ég sammála því að Alþingi er ákaflega ófjölskylduvænn vinnustaður og það þarf að athuga alvarlega. Það kemur hins vegar stjórnarmyndunartali á lítilli skrifstofu í nokkra daga á fjögurra ára fresti ekki mikið við. 

Gunnar H. (IP-tala skráð) 21.5.2007 kl. 09:55

4 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Við kosningabaráttunni er kannski lítið að gera... en stjórnarmyndunarviðræður eru hins vegar annað mál. Þar ætti að vera pís of keik að færa þar fram yfir helgi. Það liggur ekki lífið við að fá nýja stjórn og engin kreppa sem blasir við... þó það sé þægilegt að vera búin með þetta ferli sem fyrst. Að gera vinnustað fjölskylduvænan felst í mörgu. Þegar margar helgar eru undirlagðar í vinnu þá fer það að skipta máli að geta fríað sem flestar þeirra. Í þessu tilfelli eru allavega 3 aðilar sem eru með lítil börn... og það skiptir máli. Er ekki að tala um að þetta sé það eina sem þarf að breyta í þingstörfum, en þetta er eitt af því sem ætti að vera auðvelt að breyta - og fylgja á undan með góðu fordæmi. 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 21.5.2007 kl. 10:03

5 identicon

Eru ábyrgðarstöður aðeins fyrir þá sem eru tilbúnir að axla ekki ábyrgð heima fyrir?
Eru það hæfustu einstaklingarnir í ábyrgðarstöður? Mér finnst það alveg umhugsunarvert.

gretar (IP-tala skráð) 21.5.2007 kl. 12:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 332543

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband