Aðeins um öfga

Var að ræða við vinkonu mína í hádeginu og talið barst að öfgum. Femínistar og aðrir í réttindabaráttu eru nefnilega stundum sakaðir um öfga. Ég hins vegar lít á þetta akkúrat öfugt. Mér finnst samfélagið öfgafullt og er að berjast fyrir því að við verðum minna öfgafull - meira normal, svo ég leyfi mér að sletta aðeins. 

Nokkur dæmi: 

Normal ástand: bæði kyn taka jafnan þátt í ákvarðanatöku og mótun samfélagsins.

Öfgar: Annað kynið ráði nánast öllu eða sé hér um bil alls staðar með meirihlutavald. Sem er staðan í dag. 

*

Normal ástand: Að framlag kynjanna til samfélagsins sé metið sem jafnverðmætt.

Öfgar: Að öðru kyninu séu greidd hærri laun fyrir sömu störf. Að hefðbundin störf annars kynsins séu metin verðmætari en hefðbundin störf hins kynsins. Að annað kynið sjái að mestu um ólaunuð störf heimilisins á meðan hitt kynið vinnur yfirvinnu. Þetta er staðan í dag. 

*

Normal: Kynfrelsi.

Öfgar: Að kynlíf eigi að snúast um völd og yfirráð eða hlutgerða líkama. Kynferðisofbeldi. Þetta er staðan í dag þar sem stór hluti kvenna og barna verður fyrir kynferðisofbeldi.  

*

Normal: Að sjá og meta fegurðina í margbreytileikanum.

Öfgar: Að ætla að steypa öllum í sama mót. Þetta er staðan í dag.

*

Normal: Að eldast virðulega.

Öfgar: Að ætlast til þess að konur líti út eins og 25 langt fram eftir aldri. Að fara í herferð til að útrýma hrukkum. Þetta er staðan í dag. 

*

Held þessi listi gæti orðið endalaus svo ég ætla að skilja við hann, ja ekki einu sinni hálfkláraðan, heldur rétt nýbyrjaðan... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jú þetta eru allt öfgar sem þú nefnir. Það eru líka öfgar að saka mann um fordóma gagnvart samkynhneigðum og konum byggða á setningunni: "kampavín, er það ekki bara fyrir homma og kerlingar". Það eru raunar svo miklar öfgar að það getur varðað við lög.

235. gr. Ef maður dróttar að öðrum manni einhverju því, sem verða myndi virðingu hans til hnekkis, eða ber slíka aðdróttun út, þá varðar það sektum eða [fangelsi]1) allt að 1 ári.

Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 18:20

2 identicon

Ekki misskilja mig. Mér finnst mjög gaman að lesa margar greinar eftir þig og rökræða það sem ég er sammála og ósammála um. En mér finnst að þú verðir að passa þig.

Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 18:36

3 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Jón Gunnar - geturðu grafið upp einhverjar lagagreinar eða mannréttindasáttmála um fordóma? Viss um að þér tekst það ef viljinn er fyrir hendi.

En kannski mikilvægasta spurningin - af hverju er ekki í lagi fyrir mig að segja þennan mann sýna fordóma en í lagi fyrir þig að saka mig um að segja eitthvað sem er ólöglegt (eða öfgafullt)??? Ertu kannski sjálfur að tjá þig á hátt sem varðar við lög skv þinni eigin skilgreiningu?

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 9.5.2007 kl. 18:53

4 Smámynd: Zóphonías

.          Katrín Anna EKKI passa þig.                            

Zóphonías, 9.5.2007 kl. 18:58

5 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Zóphonías - þú veist að þægar stelpur komast til himna - óþægar hvert sem er!

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 9.5.2007 kl. 19:02

6 identicon

Allt í lagi.

Á hvaða grundvelli eru þetta fordómar af hans hálfu? Finnst honum kampavín niðrandi? Þú veist það ekki.

Segjum að ég myndi vinna verðlaun. Skrúflykil. Ég myndi segja: "Skrúflykill, er það ekki fyrir bifvélavirkja og pípara?". Eru þetta fordómar af minni hálfu?

Það fer alveg eftir því hvaða merkingu ég legg í orðið skrúflykil.

Segjum svon núna að ég myndi nota orðin "bibbi" og "pibbi" yfir pípara, sem þættu tiltölulega niðrandi orð. Yrði ég samt nokkuð uppvís um fordóma? Nei.

Það sem þú hins vegar gerir Katrín er að henda fram fullyrðingu. "Þessi maður er með fordóma". Þú rökstyður það ekki neitt. Bara hendir því fram sísvona. Með þessari fullyrðingu finnst mér að gera atlögu að æru þessa manns. Það þykir mér vafasamt.

Ég passaði mig á að segja að þessi orð þín gætu verið meiðandi og það gæti varði við lög. Ég sakaði þig aldrei beint um eitt né neitt.

Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 19:19

7 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

En Jón Gunnar þú sagðir "Það eru raunar svo miklar öfgar að það getur varðað við lög." Ekki bara að þetta gætu hugsanlega verið miklar öfgar! En þetta eru hártoganir... kíktu á hinn þráðinn - líka svar þar - en til viðbótar - eru píparar og bifvélavirkjar hópur sem er í réttindabaráttu vegna þess að þeir verða fyrir mismunun á grundvelli starfs? Finnst þér að það eigi að breyta 65. ákvæði stjórnarskrárinnar þannig að í staðinn fyrir að segja:

"Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti." 

Þá breytist það í:

Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis, starfs sem píparar og bifvélavirkjar og stöðu að öðru leyti?  

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 9.5.2007 kl. 19:31

8 identicon

Nei.

Það er bannað að mismuna, punktur. Skiptir engu máli hvort það sé á grundvelli kyns eða starfsstöðu. Hvort hópurinn eigi undir högg að sækja eða ekki. Stjórnarskráin gerir ekki þessa fyrirvara sem þú virðist vilja að hún geri. Þú ert ekki að beina spjótum þínum í rétta átt. 

Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 19:36

9 Smámynd: Tómas Guðbjörn Þorgeirsson

Normal: Kynfrelsi.

Öfgar: Að kynlíf eigi að snúast um völd og yfirráð eða hlutgerða líkama. Kynferðisofbeldi. Þetta er staðan í dag þar sem stór hluti kvenna og barna verður fyrir kynferðisofbeldi.  

Þetta er staðan í dag?  Bíddu hver er staðan eiginlega, myndi vilja fá smá útskýringu á þessu.  Fólk býr við kynfrelsi ALMENNT í dag...hins vegar eru rugludallar til sem virða ekki þetta kynfrelsi og eru þ.a.l. afbrotafólk sem ber að refsa en að segja að þetta sé "staðan í dag" er hreinlega of mikið, eins og oft áður!!  please clearify...

Tómas Guðbjörn Þorgeirsson, 9.5.2007 kl. 20:16

10 identicon

Jón Gunnar. Ert þú að segja að Katrín Anna hafið gerst brotleg við stjórnarskránna, eða hver er punkturinn þinn eiginlega? Er núna allt í einu bannað að segja að einhver sé fordómafullur? Hvers konar viðkvæmni er þetta eiginlega!

 Katrín Anna hefur fullan rétt á því að kalla hvern sem er fordómafullan. Alveg eins og þú þykist hafa rétt á því að segja Katrínu Önnu að passa sig. Mætti ekki skilja það sem hótun og þar með brot á hegningarlögum?

 Held að þú ættir ekki að kasta steinum úr glerhúsi.

Guðrún (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 20:35

11 identicon

Guðrún,

Er það hótun? Er ég að segja henni að passa sig á mér? Sagði ég að það yrðu einhverjar afleiðingar af minni hálfu ef hún passaði sig ekki? Ef ég segði þér að passa þig að stíga ekki í beðið hjá nágranna þínum því annars myndi hann skjóta þig, er ég þá að hóta þér? Veistu hvað það er að hóta yfir höfuð? 

Ef ég segði við þig: "Þú hefur fordóma fyrir svertingjum, samkynhneigðum og múslimum". Væri ég ekki að særa æru þína? Ég þyrfti þá væntanlega að ábyrgjast það sem ég sagði fyrir dómi og það þyrfti að eiga einhvern rétt á sér. Þarna væri ég að gerast sekur um brot við almenn hegningarlög og segja má að það ákvæði sem ég bryti gegn sé þar fyrir tilskilnað stjórnarskrárákvæðsins um friðhelgi einkalífsins. Ég vil samt taka það fram að ég sakaði Katrínu aldrei beint um eitt né neitt og að halda að ég hafi verið að hóta henni finnst mér fáranlegt. 

Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 21:01

12 identicon

En eins og þú segir þá hefur hún rétt á því að kalla einhvern fordómafullan en hún gæti þurft að ábyrgjast það fyrir dómi. Sem var einmitt aðvörun mín til hennar.

Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 21:07

13 identicon

Og já til að svara örugglega öllu sem þú sagðir Guðrún þá þykist ég ekki hafa rétt á því að segja Katrínu að passa sig. Ég veit að ég hef þann rétt. Hún ræður alveg hvort hún tekur mark á mér. Ég þarf ekki einu sinni að ábyrgjast þau skrif. 

Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 21:11

14 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Tómas hvað kallarðu almennt? Hlutafall kvenna sem verður fyrir kynferðisofbeldi er verulega hátt - svo skuggalega hátt að að það er ótrúlegt að svona lítið skuli vera gert í fyrirbyggjandi aðgerðum til að draga úr nauðgunum.Til viðbótar við kynferðisofbeldið bætist kynferðisleg áreitni og tilraunir til nauðgunar. Þar ofan á bætist allt klámið og afleiðingarnar af því. Þar ofan á bætast útlitskröfurnar, hlutgervingin og líkamar kvenna sem almannaeign. Þar ofan á bætist hið tvöfalda siðferði þar sem konur eru kallaðar illum nöfnum fyrir að vera kynferðislega aktívar. 

Ég kalla þetta ekki kynfrelsi - og ég tek fram að ég skilgreini kynfrelsi víðara heldur en það að vera laus við kynferðisofbeldi, eins og þú sérð væntanlega á svarinu. 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 9.5.2007 kl. 21:21

15 identicon

Já þetta hef ég fengið á tilfinninguna við að hlusta á feminista: Það er eins og það sé eitthvað norm að karlmenn misnoti konur og börn. Mér finnst það frekar öfgafullt.

Katrín var ekki að segja manninum að passa sig eða var að gefa neitt í skyn, hún sagði að hann væri fordómafullur. Það er ekki bannað að segja fólki að passa hvað það segir. Katrín hefur heldur ekki rétt að kalla neinn fordómafullan nema hún geti rökstutt það, það eru lög við því að segja hluti um fólk sem eiga ekki við rök að styðjast, samt hæpið að þau eigi við hérna.

 Hvenær varð  það slæmt að vera hommi, kelling eða drekka kampavín. Það fer allt eftir því hvaða merkingu fólk leggur í þessi orð, kannski barnalegt að halda því fram að bara þetta fólk drekki kampavín. Hann vill kanski ekki veikja karllegu ímynd sína með því að drekka kampavín og honum er það alveg frjálst, svona eins og ég vill ekki ganga í kjól af því að þá heldur fólk að ég sé eitthvað annað en ég er, ekki að það sé neitt slæmt að ganga í kjól.

Í framhaldi langar mig að segja ykkur sögu:

Það var einu sinni lítill strákur sem var að byrja í skóla. Svo vildi til að pabbi hans hafði farið úr skápnum eftir að hann fæddist og strákurinn vissi að pabbi sinn væri hommi. Svo þegar strákurinn er í frímínótum þá fara eldri strákar að stríða honum og kalla hann homma. Strákurinn verður stórhneikslaður og kallar, "Ég er sko enginn hommi.... Það er pabbi minn sem er hommi". Þetta sýnir að strákurinn hafði ekki slæma ímynd af hommum, pabbi hans var hommi og honum þótti mjög vænt um pabba sinn. Það sem honum þótti slæmt var að vera kallaður eitthvað sem hann var ekki.

þetta sýnir líka að þessi orð þurfa ekki að vera svona slæm, á meðan fólk eins og feministar hamara á þvi að þessi orð séu slæm þá fær fólk það á tilfinninguna og tengir þau við að vera eitthvað slæmt. Mér finnst það eignlega sýna fordómar að leggja jafn slæma merkingu í þessi orð eins og katrín gerir. Orðið kelling er t.d. slæmt að því að feminstar sögðu það. Oðið karl hefur t.d. ekki slæma merkingu eins og kerling þrátt fyrir að það sé Karl og Kerling, maður og kona, strákur og stelpa. Hvenær var eignlega slæmt að vera það sem maður er.

Merking orða er bara sú sem maður leggur sjálfur í þau og merking orða geta breyst. Þessi viðkvæmni held ég hjálpi fordómum að þrífast.

Svo finnst mér þetta dæmigert fyrir kvennréttindabaráttu sem mér finnst ekkert eiga skilt með jafnréttisbaráttu. Það er t.d oft skammast út í karla, settar upp staðalímyndir af þeim, þeir kallaðir "illum" nöfnum og það talar engin um það.  Og ef það er af því að konur hafa verið kúgaðar svo lengi þá finnst mér það svona eins og svartir í bandaríkjunum mættu hnekkja hvíta í þrældóm.

Bjöggi (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 21:38

16 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Guðmundur - og hvaða skilgreiningu og skoðanir átti ég að setja fram aðrar en mínar eigin??? Þínar kannski? Varðandi launamálin þá er þetta þekkt úr fjölmörgum könnunum. Ólaunaða heimilisábyrgðin er ennþá meiri á herðum kvenna og karlar vinna lengri vinnudag. Sýndu mér fram á kannanir sem sýna annað ef þú telur að þetta sé ekki svona. 

Bjöggi - mjög krúttleg saga af stráknum í skólanum! Þú ert samt aðeins, annaðhvort að snúa út úr eða misskilja, varðandi hvað er fordómafullt við þessa yfirlýsingu. Það er mjög algengt að bæði orðin kelling og hommi séu notuð eins og skammaryrði - eða sem eitthvað slæmt viðmið sem fólk ekki vill kenna sig við - eins og gert var í þessu tilfelli í svörum Ara. Sagan sem þú sagðir - hvernig heldur þú að fyrri strákurinn hafi meint það sem hann sagði? Þú segir að hann hafi verið að stríða - orðið notað sem skammaryrði - en strákurinn ekki tekið því sem slíku. Ef strákurinn hefði orðið eldri hefði hann örugglega áttað sig á því að hinn strákurinn var með meiðandi athugasemd... rétt eins og Ari var með. 

Það sem er verið að berjast gegn er að þessi orð séu notuð sem skammaryrði. Það er ekki slæmt að vera kona og það er ekki slæmt að vera hommi. Hins vegar er slæmt þegar fólk álítur sig tilheyra hóp sem er betri en svo að vera orðaður við kellingar (konur) eða homma. 

Að lokum - hvernig myndir þú bregðast við gagnvart stráknum sem var að stríða í frímínútunum? Segja honum að hann megi alveg halda áfram að stríða með því að kalla stráka homma? Er það þannig sem litlir strákar læra að það er alveg jafngott og gilt að vera hommi eins og að vera gagnkynhneigður þannig að þegar þeir koma á kynþroskaaldur og uppgötva að þeir verða skotnir í strákum að þá sé það bara hið besta mál? 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 9.5.2007 kl. 22:34

17 identicon

Bjöggi. Ert þú sem sagt að halda því fram að orðið kerling sé neikvætt vegna þess að það séu femínistar sem nota það? Síðan hvenær? Þykist þú sem sagt ekki kannast við það þegar karlkynsvinir kalla hvern annan kerlingu, t.d "Æi hættu að láta eins og kerling". Svo er nú líka til orðið "kerlingavæl." Ert þú að halda því fram að þessi orðnotkun sé komin frá femínistum? Þetta orð (og samsetningar þess) er mjög oft notað í neikvæðri merkingu, bæði um konur og karla.

Guðrún (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 22:35

18 identicon

"Hins vegar er slæmt þegar fólk álítur sig tilheyra hóp sem er betri en svo að vera orðaður við kellingar (konur) eða homma". Þetta eru fordómar. En ég sé ekki hvernig þú getur, blákalt, lesið þetta út úr orðum umrædds manns.

Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 22:45

19 identicon

Jón Gunnar. Auðvitað er það fordómafullt að þykjast vera yfir það hafinn að drekka kampavín vegna þess að það séu bara kerlingar og hommar sem það drekka.  Skil ekki að þú skulir ekki sjá fordómana í þessu

Guðrún (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 22:52

20 identicon

Auðvitað? Fylgir sögunni að hann telji það smánarlegt að drekka kampavín? Eða eru það bara forsendur sem þú býrð þér til?

Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 22:57

21 identicon

Guðrún. Þú virðist líta á þetta sem eitthvert sjálfsagt orsakasamhengi. Af því að hann talar um homma og kerlingar þá finnst honum smánarlegt að drekka kampavín. Er það svona sem þú lítur á þetta. Ef ekki. Hvernig?

Tek aftur sama dæmi:

Ég vinn verðlaun. Verðlaunin eru skiptilykill. Ég er spurður: "Á svo ekki að nota skiptilykilinn?". Ég segi: "Skiptilykill? Er það ekki bara fyrir bifvélavirkja og pípara?". Til þess að sjá fordóma úr þessu, og að ég telji mig yfir það hafinn að nota skiptilykil þá þarftu að gefa þér forsendur fyrir því hvernig ég hugsa. Það er auðvitað ekki vænlegt til árangurs.

Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 23:04

22 identicon

Normal: Femínistar, rétt eins og annað fólk, geti viðrað skoðanir sínar á heimasíðum sínum og komið af stað uppbyggilegum og málefnalegum skoðanaskiptum í kjölfarið.

Öfgar: Í hvert skipti sem femínistar benda á óréttlæti heimsins rjúka ungir og fordómafullir drengir upp til handa og fóta og gera tilraunir til að verja óréttlætið með ráðum og dáð. Oftast þó með afar ómálefnalegum árásum og spurningum sem gera ekkert nema afhjúpa fáfræði þeirra og fordóma.

Stundum sé ég eftir að hafa bannað þeim allra verstu að skrifa athugasemdir á síðuna mína. Þá kíki ég hingað og man hvers vegna...

Þú ert frábær Kata! Áfram stelpur!

Sóley Tómasdóttir (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 23:19

23 identicon

Mér finnst leiðinlegt að vera kölluð kelling, ekki að því að það er slæmt að vera kelling, heldur að því að ég er ekki kelling. Mér finnst það líka leiðinlegt að vera kallaður hommi, ekki að því að það er slæmt að vera hommi, ég er það ekki.

Ég var ekki að segja að þessi orðnotkun(kelling osfrv.)komi frá feminstium heldur er ég að segja að viðkvæmni þeirra gagnvart þessum orðum hjálpa til við að viðhalda neikvæðri merkingu þessara orða. Um leið og feminsti skammast út af þessum orðum er hún að viðurkenna að þetta sé slæmt orð, þegar hún ætti frekar að vera að segja fólki að þessi orð séu ekki slæm, og einlega viðurkenna að kallar séu betri en kellingar. Þessi viðkvæmni feminsta er ekki að hjálpa þeim.

Hommar í new york voru/eru kallaðir Queers. Það þótti skammaryrði en um leið og hommar urðu stolltir að því að vera queers þá datt sú slæma merking úr orðunum, í dag kalla hommar sig í new york queers og eru stoltir að því og það er erfitt að uppnefna þá sem slíka.

Og hvað myndi ég segja strákunum sem voru að stríða? Ég myndi spyrja þá hvort það sé eitthvað slæmt að vera hommi, ef þeim finnst það, to bad for them. Ég hef reyndar verið kallaður hommi og tilgangurinn átt að vera niðrandi. Þá hef ég spurt það sama, flestir verða vandræðalegir. Orðið hommi verður ekki niðrandi fyrr en ég leyfi því að vera niðrandi.

Bjöggi (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 23:25

24 identicon

Þetta var afar málefnaleg færsla Sóley.

Þú talar um árásir, spurningar sem afhjúpa fáfræði og fordóma. Hvernig væri nú að rökstyðja mál sitt einu sinni!?

Ég nenni ekki að detta í þann pakka, enn einu sinni, að þurft að "afsanna" fullyrðingar sem fólk lætur út úr sér.

Mér finnst þessi athugasemd til skammar Sóley.

Baðandi fullyrðingum hægri vinstri um m.a. mig að verja óréttlætið og með fordóma í garð fólks. Jesús Kristur hvað fólk eins og þú gerir mig pirraðan Sóley. Eins og ég segi. Ég er orðinn þreyttur á því að þurfa alltaf að hrekja fullyrðingar fólks. Mér finnst lágmark, þegar maður tekur þátt í umræðum á annan borð, að rökræða eins og skynsamlegt og málefnalegt fólk gerir. Svo talar þú um að við séum ómálefnalegir. 

Ótrúlegur andskoti. 

Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 23:28

25 identicon

Ég er ekki að skammast út í tilganginn heldur aðferðir. Aðferðir feminsta eru svona eins og IMF  er búið að hegða sérgagnvart þrónunarlöndunum. Skoðanir og hagsmunir ykkar og engra annara skipta máli svona eins og hagsmunir vesturlanda skipta alltaf meira máli en þróunarlanda.

Sóley, málið er að feminsmi miðast bara út frá sjónarhorni kvenna. þessvegna heitir þetta jú feminismi. Ég er á móti því, ég vill berjast fyrir réttindum karla og kvenna. Eins ótrúlegt og það virðist þá er líka brotið á körlum, bendi nú á fæðingarorflof og réttindi einstæðra feðra, ímynd sem er dregin upp af körlum í sjónvarpi og auglýsingum. Ef þér mislíkar það þá getur þú blokkað mig af síðunni þinni.

Svo finnst mér þetta stundum fara út í öfgar hjá ykkur þegar það er bent á hvern einasta smáhlut og hann túlkaður á versta veg. En það er bara mín skoðun, hún er náttúrlega verri en ykkar ?

Bjöggi (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 23:35

26 identicon

Bara svo þið vitið það þá fíla ég Katrínu líka, það er ekki af ástæðulausu að ég kíkji á bloggið hennar á hverjum degi. Ég get bara verið ótrúlega ósammála henni. Og þá aftur ekki um tilgang, meira svona um aðferðir og túlkun.

Það eru fullt af flottum færslum hjá henni hérna inni sem hitta beint í mark, hef ekkert út á þær að setja.

Bjöggi (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 23:40

27 identicon

Bara svo þið vitið það þá fíla ég Katrínu líka, það er ekki af ástæðulausu að ég kíkji á bloggið hennar á hverjum degi. Ég get bara verið ótrúlega ósammála henni. Og þá aftur ekki um tilgang, meira svona um aðferðir og túlkun.

Það eru fullt af flottum færslum hjá henni hérna inni sem hitta beint í mark, hef ekkert út á þær að setja.

Bjöggi (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 23:45

28 identicon

Afhverju gerist þetta alltaf, þegar ég ýti á refresh til að sjá það sem ég skrifaði, þá kemur aftur (tvisvarsinnum) það sem ég skrifaði ?

Bjöggi (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 23:47

29 identicon

Já mér finnst gaman að lesa greinar eftir Katrínu. Hún hagar sér líka vel þegar hún á í rökræðum við mann og er mjög kurteis. Vantar stundum upp á rökstuðninginn en þá er það um málefni.

En ég er alveg eftir mig eftir þessa athugasemd hjá Sóleyju. Er þetta kona sem feministar vilja láta tala sínu máli? Kona sem kemur með persónuárásir án þess að vottur af rökstuðningi fylgi. Ég vil nú bara spyrja t.d. Katrínu. Var ég með árásir og fordóma í mínum skrifum? Ef svo er þá bið ég þig um að sýna mér hvar. Ég ætla hins vegar ekki að eyða fleiri orðum í hana Sóleyju. 

Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 23:50

30 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Hahaha... Jón Gunnar. Þú ert alveg met. Nú ertu búinn að kalla bæði mig og Sóley fordómafullar og svo ertu líka búinn að segjast vera pirraður - alveg eins og Beta. Hélt þetta væru allt hlutir sem þú ert að segja okkur að passa okkur á því það væri ólöglegt! Ertu búinn að skipta um skoðun? Er ekki frá því að þú hafir líka kallað okkur andskota!

Guðmundur: Veit ekki hver setti þessa reglu um að annar aðilinn þurfi bara að færa rök fyrir máli sínu en ekki hinn. Þú sagðir að þetta væri ekki eins og ég sagði... og þar með ertu búinn að kalla "sönnunarbyrði" yfir þig sjálfan líka.  Værir þú svo til í að koma með sönnun fyrir þessari fullyrðingu þinni: "Næst vil ég benda þér á þá grundvallarreglu í öllum rökræðum frá örófi alda að sá sem varpar fram fullyrðingu ber sönnunarbyrðina."Þýðir ekki fyrir þig að varpa þessu svona fram án sannana, skv þinni eigin skilgreiningu á rökræðum.

En svo ég geri þér nú samt til geðs, þá geturðu prófað að kíkja á skýrsluna Efnahagsleg völd kvenna sem gerð var á vegum forsætisráðuneytisins árið 2003. Þar koma fram upplýsingar úr viðhorfskönnun sem gerð var í samstarfi við RIKK og Gallup varðandi skiptingu heimilisstarfa. Eins geturðu tékkað á upplýsingum RSK um atvinnutekjur - og einnig skýrsluna sem ég benti á, skýrslur Hagstofunnar um atvinnuþátttöku og lengd vinnuviku hjá körlum og konum. Það er ekki eins og ég hafi verið að setja fram einhverjar splunkunýjar upplýsingar - hélt í fáfræði minni að þetta væri á allra vitorði... 

Bjöggi - þú ert ennþá eitthvað að misskilja. Mér finnst orðið hommi ekki vera slæmt orð. Sumir hins vegar nota það í þeim tilgangi að koma með niðrandi athugasemdir - eins og í þessu svari í Fréttablaðinu. Það er mjög algengt að bæði orðin - kelling og hommi - séu notuð í niðrandi merkingu, eins og gert var í þessu tilfelli. Hvort sem að þú "leyfir" orðinu að fá niðrandi merkingu ef einhver kallar þig homma eða ekki - þá hefur þú enga stjórn á því hvernig orðið er meint af þeim sem segir það. Ef sá sem segir orðið notar það í þeim tilgangi að sína þér lítilsvirðingu þá er sá hinn sami að sýna fordóma gagnvart samkynhneigðum karlmönnum. Þú hefur síðan stjórn á því hvort að þú tekur það inn á þig eða ekki - og sem fordómalaus maður þá finnst þér auðvitað ekkert að því að vera hommi... en kannski þér finnist eitthvað athugavert við að einhverjum öðrum finnist það og reynir að berjast gegn þeim fordómum.

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 9.5.2007 kl. 23:52

31 identicon

Afhverju gerist þetta alltaf, þegar ég ýti á refresh til að sjá það sem ég skrifaði, þá kemur aftur (tvisvarsinnum) það sem ég skrifaði ?

Bjöggi (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 23:55

32 identicon

Afhverju gerist þetta alltaf, þegar ég ýti á refresh til að sjá það sem ég skrifaði, þá kemur aftur (tvisvarsinnum) það sem ég skrifaði ?

Bjöggi (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 23:55

33 identicon

Afhverju gerist þetta alltaf, þegar ég ýti á refresh til að sjá það sem ég skrifaði, þá kemur aftur (tvisvarsinnum) það sem ég skrifaði ?

Bjöggi (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 23:55

34 identicon

Katrín, hvar hef ég sagt það? Og ef ég hef látið út úr mér eitthvað sem virðist vera í þá átt að ásaka þig eða aðra um fordóma þá fylgdi því örugglega einhver rökstuðningur. En hvað fæ ég? Enn eina fullyrðinguna og engan rökstuðning. Hvernig er hægt að bjóða manni upp á svona?

Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 23:57

35 identicon

Vóó, núna síðast ýti ég ekki á neitt. Fór á mbl.is og svo aftur hingað og þá bara mörgumsinnum það sem ég sagði. Sorry..

Bjöggi (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 23:57

36 identicon

Beta sagði að við værum eins og pirrandi mý. Ég sagðist vera pirraður. Sé ekki alveg samlíkinguna hjá þér. 

Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 23:58

37 identicon

Ég neita að láta saka mig um fordóma án þess að rökstuðningur fylgi. 

Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 23:59

38 identicon

Já með ótrúlegum andskota þá á ég við að fólk, fullorðið, komi með persónuárásir, fullyrðingar án rökstuðnings. Bara kastað fram sí svona. Mér finnst það ótrúlegur andskoti. Þú afsakar orðbragðið. Þið eruð ekki andskotar. Mér finnst konur reyndar æðislegar satt best að segja. 

Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 00:02

39 identicon

Nei ég er ekki að misskilja. Þér finnst orðið ekkert slæmt en eins og þið talið um það þá er það slæmt og ýtir að mínu mati undir að fólki finnist það slæmt.  

Og, nei, orð verða ekki slæm fyrr en ég leyfi þeim að vera slæm. Þeir sem kölluðu mig homma meintu það á slæman hátt en það varð það ekki af því að ég tók því ekki þannig. Ef allir myndi læra það þá færu svona orð að missa kraftinn sem slæm orð. Um leið og hommar hættu að taka orðinu queer sem slæmu þá hætti það að vera slæmt.

Bjöggi (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 00:02

40 identicon

Ég tek það til baka það sem ég sagði að Katrín hegðaði sér altaf vel í"rök"ræðum. Hún hefur orðið uppvís af óþekkt þessi stelpa.

Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 00:06

41 identicon

Ok kom svolítið vitlaus út. Með stelpa meinti ég ekki að þú sért með þroska á við stelpu eða neitt í þá átt. Fannst það bara passa vel þarna.

Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 00:07

42 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Mér finnst heldur ekkert leiðinlegt að rökræða við ykkur strákar - meira að segja gaman á köflum Hins vegar líkar mér ekki þegar fólk er með persónulegar blammeringar og getur ekki haldið sig við málefnin í rökræðum... og slíkt poppar upp hjá sumum af og til.  

Ég sé heldur ekki að Sóley sé neitt aggressívari í sínum skrifum heldur en margur hér... og það er point í því sem hún er að skrifa. Sumir gangast upp í því að vera á móti öllu því sem sett er fram í nafni femínisma. Tek 2 nýleg dæmi - Framsóknarauglýsinguna og kommentið í Fréttablaðinu. Sum mál má hreinlega ekki ræða án þess að allt rjúki í háa loft... Ef við ætlum að ræða misrétti og birtingarmyndir þess... hvernig við viðhöldum gömlum klisjum, úreltum kynjahlutverkum og þar fram eftir götum - þá þarf að vera hægt að benda á það og ræða það. Fólk sem les slíkar ábendingar með lokað fyrir eyru, augu og munn... það auðvitað heyrir ekki skilaboðin, sér eða skilur. 

Svo er annað soldið fyndið í þessu... þið eruð alveg á nippinu yfir að bent sé á að eitthvað fordómafullt skuli felast í því að segja að kampavín sé bara fyrir kellingar og homma... og finnst það óþarfa viðkvæmni - en svo má Sóley ekki opna munninn án þess að allt verði vitlaust og túlkað á versta veg... Greinilegt  að þið þekkið Sóley ekki neitt - en hún er alveg frábær... ógisslega skemmtileg líka... Fólk fattar það kannski þegar það hættir að vilja fá öllu sem er sagt er pakkað inn í jólapappír

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 10.5.2007 kl. 00:08

43 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Jón Gunnar hérna sagðirðu að ég væri með fordóma:

""Hins vegar er slæmt þegar fólk álítur sig tilheyra hóp sem er betri en svo að vera orðaður við kellingar (konur) eða homma". Þetta eru fordómar. En ég sé ekki hvernig þú getur, blákalt, lesið þetta út úr orðum umrædds manns."

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 10.5.2007 kl. 00:10

44 identicon

hahaha Katrín mín. Ég átti við að þessi setning þín, er dæmi um fordóma. Semsagt; maðurinn í umræddri setningu er, eins og þú bentir réttilega á, með fordóma.

Jæja það búið. Næsti.

Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 00:13

45 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Gæti hafa verið of fljót á mér með að þú hafir sakað Sóley um fordóma... en mér fannst þú ansi leiðinlegur við hana. Ef þú hefur lesið kommentin sem hún fær á bloggið sitt, svo ég tali nú ekki um þann vibba sem kom inn í kringum klámstefnuna, þá myndir þú skilja af hverju hún hefur ekki mikla þolinmæði gagnvart sumum kommentum... skil ekki af hverju þið strákarnir takið ekki upp hanskan fyrir hana og gargið á þá sem eru margfalt leiðinlengri við hana heldur en ég var við Ara með því að kalla hann fordómafullan...

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 10.5.2007 kl. 00:14

46 identicon

Þú talar um að Sóley sé fín. Hvernig þætti þér ef ég myndi núna taka upp á því að saka þig um fordóma, árásir á fólk og heimsku. Til að byrja með þætti þér það mjög ósanngjarnt. Og þá fylgir ekki sögunni hvort ég rökstyðji mál mitt. En nei bíddu við. Það fylgir enginn rökstuðningur. Finnst þér þetta í lagi og finnst þér þetta hafa átt sér stað í okkar umræðum? Ekki séns.

Þú heldur uppi bloggsíðu, skemmtilegri. Ertu þá ekki að biðja opnar umræður. Málefnalegar? Ég tel mig aldrei hafa verið ómálefnalegan þegar ég tjái mig á þessari síðu. 

"þið eruð alveg á nippinu yfir að bent sé á að eitthvað fordómafullt skuli felast í því að segja að kampavín sé bara fyrir kellingar og homma... og finnst það óþarfa viðkvæmni - en svo má Sóley ekki opna munninn án þess að allt verði vitlaust og túlkað á versta veg..."

Það sem Sóley þarfnast engrar túlkunar. Ef hún er svona frábær eins og þú segir hana vera þá hefur hún fullt að sanna fyrir mér.

Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 00:20

47 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Bjöggi - skil hvað þú meinar núna - en ég er samt á því að þegar fólk segir hluti sem hljóma á fordómafullan hátt að þá á að benda á það. Þögn er sama og samþykki er líka stundum sagt. Kellingar og hommar eiga ekki að vera sjálfsagður viðmiðunarhópar þegar fólk vill stimpla eitthvað sem slæmt - eða sem "ekki boðlegt alvöru karlmönnum" - svo ég vísi í merkinguna á bakvið fordómana.

Vil líka láta þig vita að femínismi snýst um jafnrétti kynjanna - fæðingarorlof karla er einmitt komið úr femínismanum. Það eru reyndar rauðsokkur sem karlar geta þakkað fæðingarorlofið því það voru þær sem komu með þessa hugmynd og börðust fyrir því fyrstar að karlar fengju þessi réttindi. Jafnrétti kynjanna er hagur beggja kynja - og sá hópur sem hefur mest gagnrýnt þessar ömurlegu staðalmyndir af körlum í sjónvarpi sem sýna þá sem aula og hálfvita upp til hópa eru femínistar. Held að femínistar hafi fjallað meira um þessi mál en karlar sjálfir... og uppskera meira að segja oft mótmæli frá karlmönnum... sem mótmæla öllu sem kemur frá femínistum... bara af því að það kemur úr þeirri átt. 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 10.5.2007 kl. 00:21

48 identicon

Túlkað á versta veg það sem sóley sagði. Ég varð bara pirraður þar sem að það er fullt af fólki sem er að blogga, sértaklega fólk sem segist vera réttsýnt og svona sem strokar bara út það sem ekki samrímist þeirra skoðunum, eða blokkar fólkið sem er að kommenta. Ég ÞOLI það ekki. Svo fór það líka nett í mig þegar hún talaði um eitthverja unga og fordómafulla drengi og það allt. Ákvað samt að sleppa að svara því eða láta það fara í pirrurnar á mér. Ég er nefninlega svo þroskaður

Bjöggi (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 00:23

49 identicon

Mér þykir leiðinlegt að heyra að hún hafi verið ofsótt af ómálefnalegu fólki. Eins og þið vonandi hafið gert ykkur ljóst var ég ekki einn af þeim. Það gefur Sóleyju engan rétt til þess að segja þessa hluti sem hún lét út úr sér. Hún er jafnvel að leggjast á sama plan og fólk sem ég sé fyrir mér ofsækja hennar síðu.

En eins og þú hefur gert þér ljóst hef ég ekki sakað einn né neinn um fordóma, rökstutt allt sem ég sagði en svo fæ ég þetta. Þú hlýtur að skilja hvað það er pirrandi?

Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 00:23

50 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Jón Gunnar - þú þarft að skoða bæði ummælin hans Ara og kommentið hennar Sóleyjar í sögulegu samhengi. Það er "hefð" fyrir því að nota þetta orðalag sem Ari notar á niðrandi og fordómafullan hátt. Það er engin tilviljun að hann sagði "kellingar og hommar" en ekki "píparar og bifvélavirkjar". Hann valdi hin orðin af því að þau hafa merkingu... og eru oft notuð. Ef þetta eru ekki fordómar - þá er þetta í hið allra minnsta fáfræði. Rétt eins og margir nota orðið kelling í daglegu tali um allt sem er slæmt... án þess að átta sig á því að með því eru þeir að drulla yfir hálft mannkynið... enda nota orðið margir orðið kelling í daglegu tali yfir konur. Það er eins og fólk hiksti orðið á því að nota orðið kona - finnst þægilegra að nota orðið kelling eða stelpa...

ps. áttaði mig alveg á þessu með andskotann áðan - þetta lá bara svo vel við höggi!

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 10.5.2007 kl. 00:30

51 identicon

Ég er þér hjartanlega sammála, að það sem Ari sagði ber vott um fáfræði. Ég held að ég hafi tekið það fram hér áður í orðunum. "Ég veit ekki hvort mér finnst asnalegra, þessi ummæli hjá honum [...]". En ég samþykki ekki að hann hafi sýnt af sér fordóma. Ég sagði líka áður að það gæti vel verið að hann hafi umrædda fordóma og hafi sagt þetta með það að forsendu en við bara vitum það ekki. Við þyrftum að skyggnast inn í hugarheim hans til að átta okkur á því. Nú eða spyrja hann.

Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 00:34

52 identicon

Fæðingarorlof karla er komið frá feminstum, ekki til að kallar fái fæðingarorlof heldur svo að konur fái frí Líka svo að kallar þurfi að missa nokkra mánuði úr vinnu þegar barn fæðist svo kallar verði jafn óaðlaðandi starfskraftar og konur. Er ekki "jákvæð" mismunun úr hugmyndabanka feminsta líka. Sé ekki jafnréttið í því. Maður fær engan vegin á tilfinninguna að þið séuð að berjast fyrir jafnrétti, meira svona eins og þið séuð að reyna að taka yfir heiminn, taka völdin af karlmönnum. Ég veit samt betur, langar bara að koma þessu á framfæri og finnst þetta mjög oft þegar ég er að skoða það sem feminstar segja. 

En það sem ég var að segja er að jafnréttisbaráttan fer soldið mis þegar það er einblínt svona mikið á konur og hvað þið eigið "hrikalega bágt". Ég held að ég hafi fylgst ágætlega með feminstum og ekki fundist "jafnréttisbaráttan" vera áberandi. Aldrei minnst á karlmenn sem fórnarlömb kynferðisofbeldis. Rannsóknir hafa sýnt fram á að karlar lenda líka í því og það eru ekki það fáir að það tekur þvi ekki að tala um það. Aldrei talað um að karlmenn stundi vændi, rannsóknir hafa líka sýnt fram á að það sé ekkert minna af karlmönnum en konum sem selja sig, fer minna fyrir þvi og fer öðruvísi fram. Það er ekki svona mikið óréttlæti gagnvart konum hérna á íslandi eins og þið viljið halda. 

Hef heyrt t.d. sögur feminsta of konum sem fara til sólarlanda til að hitta karla en eru svo "lokkaðar" af vændisköllum. Þá er vændið ekki slæmt fyrir karlana sem eru að selja sig heldur lenda konurar í því ólándi að hitta vændiskall sem "töfraði" þær upp úr skónum. 

Svo þetta með ímynd í auglysingum og annað, ég hef ekki heyrt neinn feminsta tala um þá slæmu ímynd en ef það er stelpa sem begir sig og er með opin munnin þá verður allt brjálað. Mér finnst það dæmi um að taka alla smáhluti og ofurtúlka þá en horfa svo fram hjá fullt af örðum hlutum sem sýna miklu meira óréttlæti.  

Svo er líka spurning um hvernig þið komið skilaboðunum til skila, eru margir búnir að kvarta yfir nauðgar vinur þinn áróðrinum ? Þar var verið að tala til karlmanna, ekki niður á þá eða verið að kenna þeim um. OK, ég tel mig vita að þið séuð ekki að gera það en maður fær þetta samt á tilfinninguna. Eða er ég að miskilja þetta allt, er plott í gangi að taka yfir heiminn ?

Bjöggi (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 00:43

53 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Guðmundur. Það er hægt að tala um launamuninn út frá nokkrum mismunandi forsendum.  Sá sem er oftast talað um er óútskýrði launamunurinn - þ.e. mismunur í launum fyrir sömu störf. Algengt að hann sé að mælast í kringum 15% í könnunum.

Næsta tala sem hægt er að nota sem viðmið eru laun fyrir jafnlangan vinnudag. Þá erum við farin að skoða bæði launamun fyrir sömu störf sem og mismunandi verðmætamat á hefðbundnum karla- og kvennastörfum. Í skýrslunni sem ég benti þér á voru konur með 72% af launum karla fyrir jafnlangan vinnudag.

Þriðja viðmiðið sem hægt er að nota eru hreinar atvinnutekjur en þar eru konur að mælast með ca 64% af launum karla. Þarna eru engar skýribreytur teknar með í reikninginn - en hluti af útskýringunni er t.d. lengri vinnutími karla + allt sem ég sagði hér fyrir ofan. Könnunin hjá RIKK og Gallup leiddi í ljós að í heildina á litið er ábyrgð á uppeldi og heimilisstörfum enn í meirihluta á herðum kvenna en karla. Þó svo að karlar taki meiri þátt nú en áður þá erum við ekki kominn á þann stað að karlar taki jafnan þátt. Kíktu á skýrsluna ef þú vilt skoða þetta betur. 

Niðurstaðan er sú að karlar vinna meiri launaða vinnu en konur en konur vinna meiri ólaunaða vinnu en karlar. Ólaunuð vinna kvenna gerir körlum meira að segja oft kleift að vera í launaðri vinnu...  Það er sem sagt enn langt í land þarna - og auðvitað er þetta hagsmunamál beggja kynja því það er örugglega til fullt af körlum sem myndu t.d. vilja vera heimavinnandi í einhvern tíma eða þá í hlutastarfi - en staðalmyndir og hefðbundin kynhlutverk torvelda körlum þetta.... rétt eins og staðalmyndir og hefðbundin kynhlutverk torvelda konum ýmsa hluti. 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 10.5.2007 kl. 00:44

54 identicon

Já það er hefð fyrir því að nota þessi orð niðrandi. Það erum við pöpullinn sem sköpum hefðir og siði og það erum við sem leggjum merkingu í þessi orð. Við getum breytt þessari merkingu og það gerum við að mínu mati ekki með öllum þessum "skömmum og látum". Þessar skamir og þessi læti styrkja þessi viðhorf að þessi orð séu slæm. It´s time to change HIS-story

ósammála um aðferð, sammála um tilgang.  

Bjöggi (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 00:49

55 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Bjöggi - believe it or not þá getur eitthvað verið baráttumál af því að það er hagur beggja kynja. Svo verðuru líka að skoða hvernig staðan er. Ég er þér 100% sammála í því að það hallar stundum á karla og að það eru ekki næstum allir karlmenn sem hafa það bara glimrandi gott. 

Femínistar hafa ekki stungið því undir stól að karlar verða líka fyrir kynferðisofbeldi. Við höfum oft talað um það. Einn ötulasti femínistinn í baráttunni gegn kynferðisofbeldi er Sóley - ættir að prófa að kíkja á hennar skoðanir þar og hvað hún hefur gert - og þú átt ekki eftir að finna betri bandamann í baráttunni gegn þessari vá... nema kannski mömmu hennar og systur! Jú og svo mig og Betu... og ... jæja - þetta er ekki tæmandi listi en.. þú skilur hvað ég meina. 

Eitt af því sem hefur einmitt verið talað um er að það þarf að rjúfa þögn karla um það kynferðisofbeldi sem þeir hafa verið beittir rétt eins og kvenna.

Varðandi vændið þá hafa femínistar alltaf sagt að staða karla sem eru í vændi sé alveg jafn slæm og staða kvenna sem er í vændi. Dæmið sem þú vísar í um einhverjar konur sem líta á þetta sem eitthvað óhapp er ekki komið frá femínistum. Þú getur alveg treyst því. Hins vegar er það alveg rétt hjá þér að mun meira hefur verið talað um stöðu kvenna þegar kemur að vændi - en það er ein rannsókn sem ég veit til sem leiddi í ljós að strákar voru jafnmikið eða meira í vændi en stelpur (var gert í framhaldsskóla) en það þarf að skoða það betur - því þetta er á skjön við flest annað. T.d. eru mun fleiri konur seldar í kynlífsþrælkun heldur en karlar og karlar mun stærri hópur vændiskaupenda en konur... þó hitt þekkist líka, eins og þú bendir á.  

Karlahópur Femínistafélagsins hefur verið með herferðina "Karlmenn segja nei við nauðgunum" nú í nokkur ár. Mjög þörf herferð - þar sem karlmenn taka málið til sín og berjast gegn því. Sem er mjög þarft því auðvitað er þetta ekki einkamál kvenna. Hins vegar leiðinlegt hvað margir karlar fara í vörn út af því.

En nú er ég farin að sofa - takk fyrir spjallið í kvöld og góða nótt

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 10.5.2007 kl. 01:08

56 identicon

Þú gleymir algjörlega að minnast á öfgana sem felast í því að sjá misrétti í hverju horni Trína.  Er það eitthvert misrétti gegn konum að karlar vinni yfirvinnu?  Er smekkur manna og kvenna varðandi líkamlega fegurð einhvert misrétti?  Getur fegurðarskyn verið "öfgar"?

Þú gleymir líka að tala um launamun stétta.  Laumnamunur stétta er margfaldur launamunur kynja, sem reyndar er ekki til nema í hausnum á vitgrönnum einstaklingum.  Sama á við um völd, en feministar geta bara hugsað í kynjum, ekki stéttum.  Í þeirra huga á ambátt meiri samleið með yfirstéttarkonu heldur en þræli.  Fólk með greindarvísitölu yfir stofuhita sér auðvitað fáviskuna í slíkum hugsunarhætti, en ekki feministar.

Varðandi Sóleyju, þá er hún ekki umræðunnar virði, en ef einhver sem væri ósammála Trínu hegðaði sér með þeim hætti sem hún gerir, þá væri viðkomandi kominn  á bannlista hjá henni, veit það af eigin raun.  Þær eiga það sameiginlegt kampavínskellingarnar, þær peppa hverja aðra upp í dónaskapnum, því ómálefnalegri og dónalegri, því betra, svo framarlega að skítkastið lendi á réttum stað.

Þrándur (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 01:10

57 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Guðmundur þú ert ekki að skoða allt - ég benti til viðbótar á könnun um skiptingu heimilisstarfa - þar sem fram kom að konur gera meira. Enda, ef þú spáir í það, hvað heldurðu að konur séu að gera á meðan karlarnir eru í vinnuni? Bora í nefið?  

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 10.5.2007 kl. 01:10

58 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Nú bíð ég bara spennt eftir að strákarnir taki kommentið hans Þrándar og gagnrýni... svona svo gagnrýnin verði ekki bara kynbundin

**

Nonni, Gummi og Bjöggi - góða nótt og takk fyrir skemmtilegt spjall í kvöld.

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 10.5.2007 kl. 01:17

59 identicon

Tek þig á orðinu Katrín. Það sem mér finnst að gagnrýna megi við athugasemd Þrándar er: 

"Fólk með greindarvísitölu yfir stofuhita sér auðvitað fáviskuna í slíkum hugsunarhætti, en ekki feministar."

Ekki mjög smart. 

Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 09:34

60 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Ég myndi bæta við:

"... sem reyndar er ekki til nema í hausnum á vitgrönnum einstaklingum". 

"kampavínskellingarnar"

Svo er síðasta setningin alveg boarderline + auðvitað sá argasti dónaskapur að skíra mig upp á nýtt... Auk þess er þetta komment stútfullt af "uppgerðum" skoðunum - þ.e. hann eignar okkur stöllunum skoðanir sem við ekki höfum. Og loks má bæta því við að ég skil ekki hvernig hann getur kommentað hér fyrst hann segir að ég hafi sett hann á bannlista.... Held samt reyndar að hann sé að reyna að komast á hann því hann hlustar ekkert á þegar honum er sagt að hann verði að vera kurteist í kommentum ef hann vill að þau standi... 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 10.5.2007 kl. 09:44

61 Smámynd: Tómas Guðbjörn Þorgeirsson

Held að hann Þrándur hafi átt við síðuna hjá Sóley, s.s. hún lokaði á hann? 

Tómas Guðbjörn Þorgeirsson, 10.5.2007 kl. 10:13

62 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Hann segir samt að ég hafi bannað hann... sem er mjög fyndið þar sem hann er að kommenta... kannski bannaði ég hann undir einhverju öðru notendanafni...? Annars lái ég Sóley ekki fyrir að banna hann... þó hann sé auðvitað á því að það sé vegna skoðana hans... neitar að átta sig á því að það er vegna framsetningar. Enda augljóst fyrir hvern þann sem les bæði mitt blogg og hennar að þar er aragrúi af kommentum frá fólki sem er ósammála okkur. Fólk verður bara að átta sig á að það getur ekki vaðið inn á skítugum skónum hvert sem er... lágmark að þurrka af sér áður en maður veður inn!

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 10.5.2007 kl. 11:43

63 identicon

Voðalegt tuð er þetta í þér Trína mín.  Ég sagði aldrei að þú hefðir bannað mig, en þú hótaðir því og eyddir út algjöru snilldarkommenti frá mér.  Bloggið hennar Sóleyjar hef ég nánast aldrei nent að lesa, enda tómt kjaftæði og bull. Ekkert þar hefur mér hingað til þótt svaravert enda hef ég aldrei svarað á hennar bloggi.  Þannig að Sóley hefur ekki heldur bannað mig.  Það sem ég var að benda þér á, á afar kurteisan og diplómatískan hátt, var að þú gætir ekki jafnréttis við mat þitt á kurteisi fólks.  Setur upp kynjagleraugun og mærir eða hallmælir eftir skoðunum, ekki framkomu.  Svo ættir þú líka að átta þig á að ef þú tjaldar á Austurvelli, þá máttu eiga von á alskonar fólki í heimsókn.  Ef þú hins vegar lítur á þitt blogg sem þitt heimili, þá væri sjálfsagt betra fyrir þig að prenta út pistlana og líma á ísskápshurðina fyrir eiginmanninn og köttinn að lesa.

Þrándur (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 01:38

64 identicon

Þrándur. Þessi rök hjá þér um að Katrín Anna banni fólk út frá skoðunum halda engu vatni. Það þarf ekki annað en að lesa kommentin við þessa færslu hennar Katrínar til að sjá að fólk má alveg vera ósammála henni. Eða ertu að reyna að halda því fram að Jón Gunnar, Guðmundur Páll og Bjöggi séu allir sammála Katrínu Önnu?

Guðrún (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 11:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband