Afsakið

Nói-Siríus hefur sent frá sér afsökunarbeiðni fyrir að hafa sent hóp af fólki í 1. maí gönguna með Tópas skilti og Tópas slagorð. Ég kann vel að meta þegar fólk og fyrirtæki biðjast afsökunar á mistökum sínum. Að sama skapi er ég furðu lostinn yfir þessu dómgreindarleysi, þ.e. að hafa gert þetta fyrir það fyrsta. Það er eins og mottó Vesturlandana þessa dagana sé að ekkert sé heilagt - en ekki í þeirri merkingu að ekkert sé óvéfengjalegt eða eigi að vera krufið með gagnrýnu hugarfari. Nei, merkingin er mun frekar sú að ekkert sé heilagt í markaðslegum tilgangi og að allt eigi að fyrirgefa af þeirri ástæðu einni að þetta var nú bara gert til að græða... eða selja í það minnsta. Samt er eins og hefðbundin kynjahlutverk séu heilög í auglýsingum ásamt hinu gagnkynhneigða normi... Já, margt skrýtið í kýrhausnum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sylvía

einkar fíflaleg uppákoma hjá þeim 

Sylvía , 3.5.2007 kl. 10:52

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Skammarleg framkoma og þeim hjá NS er greinilega ekkert heilagt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.5.2007 kl. 11:06

3 Smámynd: halkatla

ég tek undir þetta með þér

halkatla, 3.5.2007 kl. 15:12

4 identicon

Mér finnst að Nói-Sirius hefðu bara átt að taka afleiðingum mistaka sinna. Þeir máttu þetta. Vill fólk þetta? Þeirra ákvörðun til að standa og falla með.

Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 3.5.2007 kl. 19:30

5 Smámynd: erlahlyns.blogspot.com

Jón Gunnar: Enginn sagði að þeir hafi ekki mátt þetta. En líklega voru viðtökurnar aðrar en þeir höfðu hugsað sér - þeir urðu sér til skammar með því að lítilsvirða baráttu verkafólks og báðust því afsökunar. Ég kalla það að taka afleiðingunum.

erlahlyns.blogspot.com, 3.5.2007 kl. 22:34

6 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Nákvæmlega - þeirra ákvörðun - sem þeir féllu með... 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 3.5.2007 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 332536

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband