Já takk

Starfslokasamningur Bjarna Ármannssonar, sem lét af störfum sem forstjóri Glitnis í gær, hljóðar rúmar 800 miljónir króna eftir því hvernig söluverð hlutabréfa er reiknað. Þetta eru líklega hæstu upphæðir sem greiddar hafa verið við starfslok hér á landi.

(heimild ruv.is)

Ef einhver er til í að borga mér svona mikinn pening fyrir að hætta að vinna þá er ég geim! En auðvitað er auðséð að Bjarni á þetta alveg skilið og ekki er hægt að skilja hann eftir á flæðskeri staddan. Ég meina, hann er nú 4 barna faðir og allt það...  Og greyið hvað hann á nú bágt fyrst að bankinn er til í að borga honum svona mikið til að losna við hann. Vona að hann upplifi ekki geðveika höfnunartilfinningu!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: erlahlyns.blogspot.com

Alveg er ég viss um að einhver vildi gjarnan borga Femínistafélaginu 800  milljónir fyrir að hætta.

erlahlyns.blogspot.com, 1.5.2007 kl. 19:29

2 identicon

Þú ættir að klappa fyrir Bjarna, Katrín.  Hann er að borga margfalt meira velferðarkerfisins í þessum mánuði heldur flestallir íslendingar gera á sinni ævi.

Bóndadrengurinn duglegi á hann á hrós skilið. 

Kalli (IP-tala skráð) 1.5.2007 kl. 19:57

3 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Og hvar fær hann peningana til þess? Ég veit ekki en að hann sæki þá m.a. í minn vasa, enda borga ég slatta bæði í yfirdráttarvexti og þjónustugjöld til Glitnis í hverjum mánuði... Þú mátt ekki gleyma að einhvers staðar verða peningarnir til... og ef ég mætti ráða myndu þessir peningar dreifast á t.d. gjaldkerana og þjónustufulltrúana í bankanum sem geta notað þá skynsamlega - til dæmis til að sjá sér og sínum farborða, frekar en að borga allt til eins manns sem kann kannski ekkert með peningana að fara... og þarf þá pottþétt ekki til að sjá sér og sínum farborða.

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 1.5.2007 kl. 20:01

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þarna myndbirtist geðveikin í misskiptu samfélagi.  Sumir fá ekki bara besta bitann þeir fá alla bestu bitana.  Pöbullinn fær súrmjólk.  Takk fyrir pistil.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.5.2007 kl. 20:18

5 identicon

Alltaf gaman að lesa hagfræðikenningar vinstri manna og kvenna:  "Ef einhver er að græða, þá hlýtur einhver annar að vera að tapa jafnmiklu." 

Best er náttúrulega Kúba, fullkomið jafnræði í tekjum, engin græðir og allir fá súrmjólk. 

Kalli (IP-tala skráð) 1.5.2007 kl. 21:15

6 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Staðreyndin samt sú að þú hefur ekki hugmynd um hvort konurnar og karlarnir hér eru hægri eða vinstri...

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 1.5.2007 kl. 21:54

7 Smámynd: Sveinn Arnarsson

Það sem máli skiptir Kalli, er að misskiptingin hefur auðvitað aukist, og almannatryggingakerfið hefur laskast all svakalega í tíð núverandi ríkisstjórnar, plús það að ég er að meðaltali með 19% hærri laun en þessar stúlkur fyrir sömu vinnu.

oooog Kalli, þú ert snillingur.

stúlkurnar eru einmitt að tala fyrir þjóðskipulagi eins og á Kúbú..

Sveinn Arnarsson, 1.5.2007 kl. 21:57

8 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

800 millur myndu lækna mína höfnunartilfinningu Gefum manninum súrmjólk! Hvað er að því að vinstrafólk tjái sig um hagfræði? Er hún einkamál hægrimanna? Okkur finnst alveg jafngaman að hlæja að ykkar kenningum Kalli minn. 

Laufey Ólafsdóttir, 1.5.2007 kl. 22:00

9 Smámynd: Sveinn Arnarsson

Já, en það sem Hægri menn verða þá að gera í ríkisstjórn er að laga menntakerfið, því að vinstri menn virðast ekki kunna Stærðfræði, allavega ekki samkvæmt þeim...

Sveinn Arnarsson, 1.5.2007 kl. 22:04

10 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Strákar - hvað nákvæmlega er svona frábært við að borga einum manni 800 milljónir fyrir að hætta í vinnunni sinni og hvaða viðskiptasjónarmið ráða því að þetta sé hagkvæmast fyrir fyrirtækið og þjóðarbúið?

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 1.5.2007 kl. 22:23

11 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

ps. og gætuð þið útskýrt hvað Kúba kemur málinu við?

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 1.5.2007 kl. 22:24

12 identicon

Til að skapa virkt velferðarþjóðfélag þá þarf þjóðfélagið að skapa auð.  Þessi einfalda staðreynd virðast alltaf flækjast fyrir vinstri mönnum.

Kalli (IP-tala skráð) 1.5.2007 kl. 22:27

13 identicon

Kúba er þjóðfélag byggt á sósíalískri vinstri hugsjón.  Þar á meðal jafnri tekjuskiptingu þegnanna.

Eitthvað sem hefur aldrei í sögu mannsins gengið upp.

Kalli (IP-tala skráð) 1.5.2007 kl. 22:29

14 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Já en þú hefur ekki útskýrt hvernig það skapar auð að borga einum manni 800 milljónir fyrir að hætta í vinnunni???

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 1.5.2007 kl. 22:29

15 identicon

Ef ég las rétt þá er 800m kr starfslokasamningur Bjarna komin til vegna hlutabréfakaupa hans í Glitni.  Þ.e.a.s. hann keypti hlutabréf í bankanum þegar gengið var lágt og selur núna til bankans þegar hann hættir.

Skamm, skamm!!  Ljótt að græða!

Kalli (IP-tala skráð) 1.5.2007 kl. 22:32

16 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

"þar á meðal jafnri tekjuskiptingu þegnanna..." Hvað meinarðu nákvæmlega með því? Eru allir á Kúbu með sömu laun? Eru greidd sömu laun fyrir öll störf? Þýðir sú hugsjón sem unnið er eftir á á Kúbu að t.d. norræn velferðasamfélög gangi hreinlega ekki upp??? Hvað um nýjustu fréttir sem herma að ástæðan fyrir velmegun Norðurlandana sé ekki ÞRÁTT fyrir velferðakerfin og jöfnuð heldur ÚT AF velferðarkerfi og jöfnuði? Og leggurðu allan jöfnuð að jöfnu? Hvað greinir á milli hver býr til mesta auðinn og skapar mestu tekjumöguleikana? Er einhver munur á skammtíma auðsköpun og langtíma auðsköpun? Er verðmætamat á störfum hér á landi 100% rétt og í samræmi við framlag? 

Ertu að færa fyrir því rök að af því að Kúba gengur ekki upp þá sé það sönnun á því að samfélag með miklum ójöfnuði muni ganga upp? 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 1.5.2007 kl. 22:38

17 identicon

Ef ég las rétt þá ætlar bankinn að kaupa bréfin af honum á yfirverði. Ekki það að ég sé á móti kaupréttarsamningum en það er alltaf spurning hvernig hann eignaðist þessi bréf ekki satt. Voru þetta valkaupsréttindi eða tók hann bara sjensinn og keypti fyrir spariféð sitt? Fólk er í mismunandi aðstöðu til að fjármagna svona kaup. 

gretar (IP-tala skráð) 1.5.2007 kl. 22:49

18 identicon

 

Hrafn Jökulsson lýsti því einkar vel í blaðagrein fyrir 1-2 árum síðan, þegar hann útskýrði hvernig velferðarþjóðfélag hægri menn á íslandi vilja:

"Velferðarþjóðfélagið á að vera öryggisnet fyrir þegnana.  Ekki hengirúm."

Áhugaverð spurning sem þú kemur með síðan:  "Er verðmætamat á störfum hér á landi 100% rétt og í samræmi við framlag.":

  • Já.  Á frjálsum markaði.
  • Nei.  Í opinberum rekstri.

Hver annar en markaðurinn ætti að dæma um rétt laun?  Miðstjórn ASÍ?

Kalli (IP-tala skráð) 1.5.2007 kl. 22:51

19 Smámynd: Jens Guð

Ég ætla ekki að verja neitt sem snýr að Kúbu.  Hinsvegar get ég vakið athygli á að víða um sunnanverða Ameríku þar sem margir einstaklingar og fyrirtæki græða mikinn pening þar búa margir við sára fátækt. 

Hvað Bjarna Ármanns varðar þá veitir honum ekkert af þessum peningum.  Hann hefur fyrir fjölskyldu að sjá.

Jens Guð, 1.5.2007 kl. 22:56

20 identicon

 

Grétar,

Fjárfestar meta svo að æðsti stjórnandi fyrirtækis sé sá sem mestu ræður um gengi fyrirtækisins.  Því gera þeir vanalega samkomulag við stjórnandann um kaup hans á bréfum í fyrirtækinu.

Þetta er gert til að tryggja tengsl hans við fyrirtækið og sem afkastahvati því eftir því sem fyrirtækið stendur sig betur, því meira græðir hann.

Nú ef fyrirtækið stendur sig gífurlega vel þá græðir stjórnandinn gífurlega mikið.

Eins og Bjarni.

Kalli (IP-tala skráð) 1.5.2007 kl. 22:57

21 Smámynd: Björn Heiðdal

Maður fær nú ekki mikið fyrir 800 milljónir í dag.  Þetta er varla góð íbúð í New York eða stór listisnekkja.  Hann á þetta alveg skilið.

Björn Heiðdal, 1.5.2007 kl. 23:13

22 Smámynd: Egill Jóhannsson

Eftir að hafa lesið kommentin við þetta blogg datt mér í hug að setja inn þessa færslu sem ég skrifaði á bloggið mitt í dag. Kannski kökuhagfræðin svari einhverjum spurningum sem hafa birst hér að ofan.

Þegar öfundin herjar á viskuna

Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, ræddi m.a. jöfnuð og stöðugleika í 1. maí ræðu sinni og tók m.a. dæmi af afmælisboði þar sem súkkulaðikaka var á borðum (ræðuna í heild má finna með fréttinni);

"...Í fyrsta lagi þarf að tryggja jöfnuð og stöðugleika. Við þekkjum þetta úr barnaafmælisboðunum. Súkkulaðikakan dugði fyrir hópinn ef hver fékk sína sneið. Hún hefði aldrei dugað fyrir alla ef skiptingin hefði verið í samræmi við tekjuskiptinguna á Íslandi í dag. Einn tíundi hluti þjóðfélagsins tekur til sín fjórðung allra tekna landsmanna. Krakkarnir hefðu séð ranglætið í átta ára afmælisboðinu ef einn afmælisgesturinn hefði hámað í sig fjórðunginn af kökunni. Réttlætiskenndin má ekki dofna þótt aldurinn færist yfir..."

Að mínu viti eru þrjár leiðir í stöðunni en ekki bara ein;

1) Fyrsta leiðin er sú sem Ögmundur lýsir í dæmisögu sinni og það er að bjóða upp á eina köku af fyrirfram ákveðinni stærð og henni er skipt jafnt. Kosturinn við þessa leið er sá að enginn þarf að leggja neitt sérstaklega á sig og allir bíða rólegir eftir að þeim er skammtað. Vandamálið við þessa leið er sú sumar sneiðarnar gætu verið örlítið stærri vegna skekkju við skurð og það gæti valdið öfund meðal einhverra krakkanna og ekki má gleyma uppvaskinu.

2) Önnur leiðin er að bjóða alls ekki upp á neitt í afmælinu. Kosturinn er að þá næst fullkomið jafnrétti, öfundin nær ekki að skjóta upp kollinum og ekki þarf að vaska upp. Vandamálið er að enginn fær neitt.

3) Þriðja og síðasta leiðin er annars eðlis. Hún er á þá leið að góður vinur afmælisbarnsins býður afmælisbarninu að baka aðra köku, nákvæmlega eins, því að kostnaðarlausu. Umræddum vin þykir súkkulaðikakan einstaklega góð og hefur með útsjónarsemi lært að baka hana. Sem gjald fyrir greiðann óskar hann þess að fá þrjár sneiðar.

Þegar afmælisboðið stendur sem hæst eru tvær kökur bornar fram við mikinn fögnuð viðstaddra enda hafði það verið vani í vinahópnum að bera aðeins fram eina köku. Afmælisbarnið þakkar vini sínum fyrir að nú geti allir í afmælinu fengið eina og hálfa sneið en ekki bara eina. Í staðinn fái vinurinn þrjár sneiðar. Krakkarnir hylla vininn sem hetju. Kosturinn við þessa leið er að allir fá meira en upphaflega stóð til og öfundin lætur ekki á sér kræla. Vandamálið við þessa leið er enn meira uppvask.

Auðvitað væri jöfnuðurinn meiri ef leið eitt og tvö væru farnar. Afmælisbarnið velur þó auðvitað leið þrjú. Þar er heildarhagurinn mestur. Barnið sér strax að meiri viska liggur í því að taka góðu boði vinarins, þó hann beri meira úr bítum, í stað þess að láta öfundina ná yfirhöndinni. Þannig eykur barnið hag allra umfram það sem til stóð en vinurinn fær meira sökum útsjónarsemi sinnar.

Ég er sannfærður um það að ef aðferðir þriðju leiðarinnar væru nýttar á öllum sviðum þjóðfélagsins þá væri hægt að styrkja velferðarkerfið, menntakerfið og reyndar þjóðfélagið í heild sinni enn frekar. En það myndi alveg örugglega þýða að einhverjir bæru meira úr býtum eins og Ögmundur hnykkir á í ræðu sinni þegar hann segir;

"...Hann heldur ekki upp á afmælið sitt á glæsihótelum í útlöndum fyrir tvö hundruð milljónir, hann kaupir sér ekki prívatþotu í Bandaríkjunum eða glæsivillu á Bahamaeyjum..."

Egill Jóhannsson, 2.5.2007 kl. 00:05

23 Smámynd: Egill Jóhannsson

Og að auki má benda á að þeir sem hafa verið að blogga út frá frétt RÚV um starfslokasamning Bjarna ættu kannski að lesa fréttina betur yfir. Ég get ekki séð að RÚV hafi nokkuð fyrir sér og útreikningar í fréttinni eru mjög hæpnir svo ekki sé meira sagt eins og ég hef bloggað um.

Hvað varðar starfslokasamninga yfirleitt þá eru þetta einfaldlega starfsamningar sem væntanlega eru gerðar í upphafi og þá ber væntanlega að virða. Og væntanlega hafa þáverandi eigendur, hlutfarar og stjórn, metið Bjarna þannig að þessi samningur væri þessi virði. Tugmilljarða hagnaður Glitnis á hverju ári undanfarin ár er til marks um að þeir hafi samið vel og eigendur bankans, hluthafar væntanlega sáttir.

En að lokum skilja leiðir og þá þarf að gera upp.

Egill Jóhannsson, 2.5.2007 kl. 00:11

24 identicon

Væntanlega er þessi greiðsla að stórum hluta til komin vegna þess að bankinn gerir þá kröfu að Bjarni starfi ekki hjá öðrum bönkum í einhvern tíma.  Væntanlega auðskilið öllum að ef á að koma því þannig að "brottreknir" starfsmenn fái ekki að nýta sérþekkingu sína hjá öðrum, þá þarf að borga fyrir það.  Hvernig það er svo verðlagt veit nákvæmlega eingun um sem tjáð hefur sig hér, en það gæti alveg verið að Kaupþing eða Landsbankinn hefði verið tilbúnir að borga vel fyrir að fá Bjarna til sín, með alla sína reynslu og ekki síst þá vitneskju sem hann hefur um viðskiptaleyndarmál Glitnis.

Þrándur (IP-tala skráð) 2.5.2007 kl. 00:42

25 identicon

Aumingja litli bakaradrengurinn, ekki bara verður honum illt í maganum af að borða of mikla köku heldur verða hinir krakkarnir samt flestir öfundsjúkir í stað þess að hylla hann sem hetju. ( Svo varð það ekkert hann sem bakaði kökuna, það var mamma hans. )

I.S. (IP-tala skráð) 2.5.2007 kl. 10:18

26 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Einhver hér nefndi (kannski í hálfkæringi) að Bjarni Ármannsson ætti skilið að fá góð laun því að hann ætti fyrir fjölskyldu að sjá. Hann gæti séð fyrir fjölskyldunni á lægri launum - en á að borga eftir því? Er eðlilegt að kvæntir karlar vinni meira en ókvæntir, meðan það konur vinna álíka mikið eftir hjúskaparstöðu?

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 2.5.2007 kl. 15:21

27 identicon

Bjarni er nú búin að stands sig ansi vel í starfi. Hann er búin að gera Gltinti af stórum og sterkum banka sem skilar Íslendingum mikið af peningum. Hagsæld síðustu ára má meðal annars þakka Íslensku bönkunum og mönnum eins og Bjarna. 800 millur eru peningar sem hann fær fyrir vel unnin störf. Svo eru reyndar nokkrir milljarðar þarna í hlutafréfum sem hann á í bankanum. Bjarni fékk nokkur bréf og það var sagt við hann ef þú verður duglegur þá færðu fullt af peningum. Mér finnst það sanngjarnara en að ráða eitthvern og segja hérna færðu fullt af peningum og núna ertu orðin ríkur. Núna þegar bankarnir eru farnir að skapa meiri gjaldeyri fyrir íslendinga en fiskurinn þá finnst mér allt í lagi að kallarnir sem stjórni þeim fá vel borgað fyrir það. Ég samgleðst þessum mönnum og vona að næsti bankastóri eigi eftir að standa sig svona vel og fá svona vel borgað fyrir það.

Bjöggi (IP-tala skráð) 2.5.2007 kl. 17:54

28 Smámynd: Snorri Sigurðsson

Fólk má alveg græða ef því gengur vel. Ég held að fólki (líklega ekki sama fólki) blöskri bara þessar gríðarlegu upphæðir sem felast í svona starfslokasamningum. 800 milljónir á einu bretti ! Maður skilur ekki svona háa peningaupphæð og maður sér Bjarna Ármanns fyrir sér taka við ávísun og setja í vasann sposkur á svip. Svo fær hann líka að vera á launum næsta árið. Þetta eru ekki slæm kjör !

Snorri Sigurðsson, 2.5.2007 kl. 19:39

29 identicon

Auðvitað er þetta skelfilega há upphæð. En að tala um 800 milljóna starfslokasamning er ekki alveg rétt. 300 milljónir eru tekjur af hlutabréfasölu. Svo eru þarna laun í a.m.k. 6 mán. (og Bjarni var örugglega ekki á lágum launum) og svo ofan á það venjulegur starfslokasamningur. En fólki má svo sem blöskra fyrir því.

 Mér finnst engu að síður undarlegt að segja að Bjarni kunni kannski ekkert með peningana að fara. Hann var jú að fá þessa peninga af því að hann kann með peninga að fara. Það er ólíklegt að þessu verði hent inn á reikning og lifað af vöxtunum. Að öllum líkindum fjárfestir Bjarni fyrir þessa peninga, og varla erum við hin að tapa á því. Vonum bara að þessu verði varið á Íslandi...

Árni (IP-tala skráð) 3.5.2007 kl. 11:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 332541

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband