Er ekki Apple bara fínt?

Ég spái því að tölvan mín andist á næstunni. Fyrirboðar eru þegar farnir að gera vart við sig í formi blue screen of death og einhverjum bluetooth villum... en það er nákvæmlega það sem gerðist í hin 2 skiptin sem harði diskurinn fór. Lífgunartilraunir verða ekki reyndar þar sem ábyrgðin er útrunnin og ég orðin leið á endurteknum andlátum. Ég er því byrjuð að líta í kringum mig eftir álitlegum staðgenglum. Apple lítur afskaplega aðlaðandi út akkúrat í augnablikinu (ætla ekki að segja Macintosh eftir að ég hringdi í vinkonu mína og spurði hana hvort hún væri ekki örugglega Macintosh manneskja og hún var ekki alveg viss um hvort ég væri að tala um konfekt eða tölvu!). 

Er eitthvað sem mælir gegn því að ég skipti PC út fyrir Apple? Og hvernig epli ætti ég að fá mér - fartölvu eða borðtölvu? Og hvort á ég að kaupa Office pakkann með eða iWorks? Ef ég kaupi iWorks get ég þá áfram búið til glærukynningar og notað í PC?

Svei mér þá - spurningarnar eru margar! Einhver sem á svörin? 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Thelma Ásdísardóttir

Ég skipti úr pc yfir í Apple fyrir 2 árum og það er með því snjallasta sem ég hef gert.  Eins og að skipta Skoda út fyrir Benz.  (ekki það að ég hef aldrei átt Benz ) Allt virkar ljómandi vel, ég er með office pakkann og get notað allt sem ég vinn á mína vél í pc vélar, hef aldrei lent í vandræðum, hvorki með word, powerpoint né nokkuð annað.  Líka hreint dásamlegt að vera laus við alla vírusa, orma, pop-ups og svo frv.  Að þurfa ekki að hreinsa vélina sína daglega af öllum þeim leiðindum sem eru á ferðinni bara til að ergja mann.  Ég mun halda mig við Apple í framtíðinni.  Aldrei aftur pc!!!

Thelma Ásdísardóttir, 29.3.2007 kl. 17:44

2 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Var að bæta nýjum MacBook Pro við hliðina á 3ja ára PC sem ég setti saman.

Ýmsir kostir við Makkann, en við opnun forrita s.s. Photoshop ofl. er Makkinn snigill miðað við gamla Pésann. Hraðinn angrar mig  svoldið sem og lyklaborðið á MacBook Pro.

Ég er því ekki alveg viss um þessa breytingu (mæli alveg með henni)  en nota Pésann bara jafn mikið. En sem samskiptatól og videovél er makkinn mun skemmtilegri og viðmót allt með betri smekk.

Ólafur Þórðarson, 29.3.2007 kl. 18:01

3 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Ég á Mac Book Pro og hef átt hana í ár. Hún var pínu hægfara fyrst þegar hún var ný en það lagast... Veit ekki alveg ástæðuna en hef heyrt fleiri segja það sama. Hún virkar alla vega eins og herforingi núna og ég elska hana! Fékk mér office pakka og þekki ekki iworks. Er í öðrum orðum sammála Thelmu...

Laufey Ólafsdóttir, 29.3.2007 kl. 18:19

4 Smámynd: B Ewing

Get ekki annað en mælt sterklega með Apple tölvum.  Hef átt mína Powerbook G4 fartölvu í bráðum tvö ár, ekkert hikst, ekkert vesen, engar endalausar vírusvarnauppfærslur og hægt að nota hvaða algenga Windows forrit sem er í henni (hef prófað allann office pakkan t.d. og allt virkar miklu betur)  Þú færð mikið fyrir peningana á Apple.  Næsta fartölva verður frá Apple, læt mér ekki detta í hug að fá mér annað.. ...kannki Linux en það er annað mál.

B Ewing, 29.3.2007 kl. 18:39

5 Smámynd: Álfhóll

Fáðu þér ferðaskrifstofu Kata mín.  Fattaði allt í einu í vikunni á þvælingi mínum á fyrirlestraferð um landið að ég er ferðaskrifstofueigandi og rek ferðaskrifstofu.  Fann til mín og mátaði titilinn.  Fartölvan mín inniheldur allt sem ég þarf að hafa á skrifstofu. 

Guðrún ferðaskrifstofueigandi 

Álfhóll, 29.3.2007 kl. 18:43

6 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Fáðu þér fartölvu en ekki borðtölvu.  Miklu meiri möguleikar, þú getur farið með hana þangað sem þú vilt þegar þú vilt og þarft ekki að taka frá stóran hluta af íbúðinni þinni undir gripinn.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 29.3.2007 kl. 18:51

7 Smámynd: Thelma Ásdísardóttir

Mæli líka með fartölvu og vélin mín var aldrei neitt hæg, hefur alltaf verið eldsnögg að vinna allt.  Ég elska líka makkann minn

Thelma Ásdísardóttir, 29.3.2007 kl. 19:32

8 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Takk fyrir þetta allt Ætla að sofa á þessu í nótt og ákveða mig á morgun!

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 29.3.2007 kl. 20:41

9 identicon

Mig langar til að varpa fram smá jafnréttis hugleyðingu. Ég ætla ekki að gera það undir nafni þar sem að ég er í íþrótt, og vil ekki að hún eða félagar mínir verði fyrir aðkasti yfir því að ég láti þetta fara í taugarnar á mér. Og ég tek fram að ég á ekki hlut að máli í nein af því sem ég er að tala um mér finnst þetta bara spes.

Mörg íþróttafélög á íslandi eru utan ÍsÍ og lyfa þar góðu lífi, með virka starfssemi og afreksfólk í sínum röðum. Sú staðreynd að þessum félögum gangi mörgum vel, virðist fara í taugarnar á fjölmiðlum og Ísí.

Þegar að hneiksli skekur ísí er það neðanmáls grein í blöðunum meðan að þegar að slíkt gerist hjá utan sambands félögum er það blásið upp eins og um Watergate hneikslið væri að ræða.

Ef íþrótta menn innan ísí falla á lyfjaprófi er það þagað niður og um það birtast 4 línur einhversstaðar í miðju blaðinu, ónafngreint, meðan að menn utan ÍsÍ fá andlitsmynd af sér á forsíðu með upplýsingum um nafn aldur og fyrristörf. Núna í vikuni kom það í ljós að maður utan Ísí féll á lyfjaprófi og því var slegið upp allsttaðar. Ég er ekki að réttlæta lyfja notkun hans ekki misskilja mig, en í fyrra þegar að tveir meðlimir ísí féllu, var varla mynnst á það í blöðum, og engin nafngreindur.

Á sama hátt má mynnast á að þegar að menn koma heim með góðan árangur og titla í utansambands íþróttum þá eru þeir hunsaðir af pressuni á meðan að íslenska landsliðið í bolta íþróttum, frjálsum eða sundi fær hrós þó þeir hafi drullað lengst upp á bak.

Mig grunar, þó ég hafi ekki á því sönnun að Ísí sé duglegt að leka upplýsingum um það sem miður fer hjá aðilum utan þess í blöðin, og þá oft stór ýktum og jafn vel lognum staðreyndum. Um daginn var fjallað um mann sem var tekinn með frammistöðubætandi lyf, og þegar búið var að sannreyna fréttina var svona rétt um annað hvert atriði rétt, sem ég tel ekki góða blaðamennsku.  Atvikinu var slegið upp á forsíðu, og maðurinn nafngreindur, en í fyrra þegar að ein skærasta hetja frjálsíþrótta á íslandi seinustu áratuga var handtekinn með samskonar lyf, og í ekki mikið síðramagni, þá var ekkert nafn nefnt, ekki hvar það var fundið, eða að hann tengdist íþróttum á nokkurn hátt.

Mér finnst stórlega vegið að frelsi þeirra sem kjósa að halda sig utan Ísí, og þeir aðilar haldnir minnimáttar kend í stjórnum hjá því félagi ættu að hugsa sig um, hvort ekki væri bert að einbeita sér að sjálfum sér, en ekki að drulla yfir aðra.

Mig langar til að spurja þig Katrín, sem ert framá manneskja í jafnrétti á Íslandi finnst þér þetta eðlilegt, og hvað finnst þér að ætti að gera í þessu. Hér gæta menn ekki jafnréttist í fjármagni frá ríkinu, umfjöllun blaða og umfjöllun í samfélaginu í framhaldi af því.

 Kveðja Lance

Lance (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 21:44

10 identicon

Mæli með að þú skreppir í Apple búðina (www.apple.is) og spurjir starfsmann um það sem þú ert helst að gera í dag á PC og þarft að gera áfram á Apple. Einnig eru afmælistilboð í gangi þar á morgun og lau.
Nýjar Apple vélar geta keyrt Windows án vandræða og án þess að tapa hraða ef þú þarft að nota það sérstaklega þannig að í raun færðu tvær vélar / stýrikerfi í einni vél.

Til að Apple (Mac OS X) virki vel þarf mikið minni, algjört lágmark er 1Gb og best ef það eru 2Gb í vélinni. Annað atriði er að Apple fór að nota intel örgjörva fyrir ári síðan og gömlu útgáfurnar af makka forritunum keyra verulega hægar á þessum örgjörvum en á gömlu örgjörvunum. Hinsvegar eru flestir hugbúnaðarframleiðendur komnir með nýjar útgáfur af forritunum (nýtt photoshop kom í gær) sem keyra mjög hratt. Microsoft er síðast til að gera þetta eins og svo margt annað og búist er við nýjum Office pakka fyrir mac í sumar sem keyrir á fullum hraða.

Sjálfur gafst ég upp á að nota Pages (iwork) þó það sé gott forrit. Ástæðan var sú að þegar maður kom þar sem PC  vél var tengt við skjávarpa og maður varð að exporta glærunum úr Pages yfir í Powerpoint og setja svo í PC vélina þá brengluðust þær stundum. Hinsvegar virka office skjöl á milli mac og pc 100%. Ég nota samt Pages fyrir sérstök tilfelli þegar ég veit að ég get notað makkann minn við kynninguna en ekki einhverja PC vél.

Hákon Hrafn (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 22:02

11 Smámynd: Guðjón Pétursson

Það er 30 daga prufuútgáfa af iWork (Pages og Keynote) inni á tölvunni. Þannig að þú getur prufukeyrt þau forrit áður en þú kaupir þau.

Eins, ef þú tekur minnstu gerðina af MacBook, mæli ég með að stækka vinnsluminnið í henni. Það að nota MacBook með 512 MB af vinnsluminni er ekki spennandi til lengdar.

Það er búið að pússa Intel útgáfuna af stýrikerfinu mjög vel til. Auk þess eru flest forrit fyrir Makkann skrifuð fyrir Intel örgjörva, þannig að þau virka eins og smurð. Það er líklega ástæðan fyrir því að tölvan sé farin að virka hraðar en áður.

Guðjón Pétursson, 29.3.2007 kl. 23:06

12 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Hmmm - fór einmitt í Apple búðina í dag en það hefur gleymst að segja mér frá tilboðsdögunum!!! En þá er kannski gott að ég ákveði mig fljótt. Ætlaði einmitt að fá minnst 1 gb í minni... og passa upp á að skjákortið hafi sitt eigið minni en deili ekki vinnsluminninu - þess vegna er fartölva/borðtölva ákvörðunin ekki borðleggjandi...

En kærar þakkir - þetta svarar öllu sem ég þurfti að vita!

ps. Lance - það er víða pottur brotinn og um að gera að vinna í að auka jafnrétti á sem flestum sviðum, það er ekki bara misrétti á milli kynja - líka innan hvors kyns og á milli alls kyns hópa. Get lítið tjáð mig um þetta tiltekna mál sem þú nefnir því ég þekki hreinlega ekki nógu vel til.

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 29.3.2007 kl. 23:16

13 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Apple er æði. Mæli með Office pakkanum. Þú sérð ekki eftir því að skipta.

Svala Jónsdóttir, 30.3.2007 kl. 00:33

14 identicon

Það er spurning hvort þig langi til að gefa Microsoft peninga eftir að hafa keypt þér makka.
Keyptu þér iMac og iWork. (iWork ef þú hefur ekkert með Excel að gera). Glærusjóvin í iWork eru alveg tíu sinnum flottari og þú getur opnað þau og sýnt í PowerPoint.

Gangi þér vel.

Stefán Vignir (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 00:39

15 identicon

Apple eða PC skiptir kannski ekki svo miklu máli, þú vegur og metur hvor hentar þér... vil benda á að Apple er í raun orðin PC með Apple "looks" ef við tölum um hardware.

 það er rétt að þú lendir ekki vírusum og öðrum lýðnetsviðbjóði á Mac OS enn sem komið er. með auknum vinsældum Apple koma fleiri notendur og því er mögulegt að vírusframleiðendur (17. ára einmanna tölvunördar) fari að miða á þann markað.

önnur hardware pæling, það eru eins harðir diskar í PC og Apple þannig að diskurinn á alveg jafnmikla möguleika á að geispa golunni. Ekki tengja harðdiskahrun við PC.

 Ég er PC maður en er tækjafrík og það sem Apple er að bjóða uppá í dag er bara snilld, Mac mini, iPhone, Airport Express iTV, iPod. en allt eykur þetta vinsældir og fjölgar notendum... og mögulega vírusum??

Þórður (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 08:30

16 identicon

bogey (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 11:40

17 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

ARG - loksins búin að ákveða mig og þá er tölvan sem ég ætla að kaupa ekki til og kemur ekki fyrr en eftir 2-3 vikur!

Bogey... ekki hin eina og sanna? 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 30.3.2007 kl. 12:52

18 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

ARG - taka 2. Jæja, fyrst fyrsti valkostur var ekki til - og ég óþolinmóð með eindæmum - varð plan b fyrir valinu. Við skelltum okkur í Apple búðina áðan til að fjárfesta í plani b. En viti fólki... hún var ekki til heldur. Ég segi samt eiginlega sem betur fer. Plan a var borðtölva, þvert á allar ráðleggingar, en... hún er öflugri og ódýrari. Ég flakka ekki mikið um með tölvuna mína en hef þá gamla garminn í það ef ég þarf á því að halda... þ.e. þangað til hann gefur upp öndina. Plan b var fartölva en það er bara galli við fartölvurnar að skjáupplausnin er lítil. Þar sem ég ætla að nota tölvuna við dags daglega vinnu veit ég að skjárinn á eftir að fara mikið í pirrurnar á mér - enda minni en upplausnin á gamla garminum... 

Góðu fréttirnar eru þó þær að plan a er væntanlega eftir helgi en ekki eftir 2-3 vikur eins og mér var tjáð í símann á fimmtudaginn. Ég vonast því til að hafa nýja græju til að leika mér í um páskana

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 31.3.2007 kl. 18:05

19 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Til hamingju með að ætla að skipta yfir í makka. Það að búðin eigi vélarnar ekki til er því miður ekki einsdæmi og hafa tveir kunningjar mínir einmitt lent í þessu sama. Annar þeirra fór þá beint yfir í næstu pc búð og labbaði út með einhvern kassa sem hefur krassað a.m.k. einu sinni  síðan! 

Varðandi upplýsingar þá eru tveir virkir spjallvefir þar sem ÖLLUM spurningum er svarað, maclantic.com/ og www.apple.is/umraedur/

Tékkaðu svo á NeoOffice.org. E.t.v þarftu ekkert að vera að óhreinka nýja fína makkann þinn með einhverju microsoft bulli

Haraldur Rafn Ingvason, 31.3.2007 kl. 22:08

20 identicon

Viti fólki. Segir maður ekki viti menn Katrín? Þú ættir að vita að konur eru líka menn.

Högni (IP-tala skráð) 3.4.2007 kl. 09:19

21 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Högni þú veist að allir menn eru fólk, er það ekki? Eru þetta ekki full harkaleg viðbrögð að vera með svona málfarsfasisma og pikka í eitt og eitt orð sem fólk lætur út úr sér? Skiptir þetta nokkru máli?

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 3.4.2007 kl. 13:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband