Fallegasta stefnuskráin

Jæja eru ekki komnar 5 mín? Best að snúa sér þá aftur að femínismanum. Hér er fallegasta stefnuskráin:

Stefnuskrá Femínistafélags Íslands

FEMÍNISTAFÉLAG ÍSLANDS er umræðuvettvangur og baráttutæki íslenskra femínista. Félagið er frjáls og óháður vettvangur sem hefur það að markmiði að efla gagnrýna og femíníska umræðu á öllum sviðum þjóðlífsins.

Helstu markmið félagsins eru:

  • Að vinna að jafnrétti kynjanna.
  • Að vinna gegn hverskonar birtingarmyndum kynjamisréttis. Þar má nefna klámvæðinguna, ágengar, lítilsvirðandi auglýsingar, ofbeldi, mansal og vændi.
  • Að uppræta staðalmyndir um hlutverk og eðli kvenna og karla.
  • Að bæta stöðu kvenna á vinnumarkaði, útrýma kynbundum launamun og auka hlut kvenna í stjórnun auðlinda og fjármagns.
  • Að styrkja þátttöku kvenna í opinberu lífi, fjölmiðlum og stjórnmálum.
  • Að stuðla að samfélagi sem tekur mið af mismunandi hagsmunum og sjónarmiðum karla og kvenna svo sem í atvinnu- og menntamálum, stjórnmálum, menningu og á vettvangi einkalífsins.

Markmiðum þessum skal náð með lýðræðislegri, gagnrýnni og sýnilegri umræðu á fundum, Netinu og í öðrum fjölmiðlum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er enn að bíða eftir svari um hvað femínistar gerðu þegar Chippendales komu til landsins

Jón Þór (IP-tala skráð) 19.2.2007 kl. 16:38

2 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Ég er búin að svara þessu margoft. Leitaðu bara.

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 19.2.2007 kl. 17:00

3 identicon

'Attu ekki við að dreyfa lygum og meinyrðum og stundaritskoðun?

Butcer (IP-tala skráð) 19.2.2007 kl. 19:38

4 identicon

Langar að benda ykkur á að ég tók meðvitaða ákvörðun um að aðhafast ekkert í máli Chippendales, ekki af því að ég væri hlynnt uppákomunni, síður en svo, en fyrst og fremst af því að á hverju kvöldi eru haldnar sambærilegar uppákomur - og mun grófari - á klámstöðum í Reykjavík þar sem konur eru í aðalhlutverki. Að mótmæla einu uppákomunni með karlkynsdönsurum á meðan ég hef aldrei mótmælt hinu finnst mér fáránlegt. Öll mín skrif um klámvæðinguna gera aftur á móti ráð fyrir karlkynsþolendum líka og eiga jafnt við um þá og konurnar, þó svo að konur séu í miklum meirihluta þar.

Sóley Tómasdóttir (IP-tala skráð) 19.2.2007 kl. 19:41

5 identicon

Óskar, finnst þér í alvörunni ekkert að því að konu standi það eitt til boða að selja aðgang að líkama sínum til að sleppa úr neyð í heimalandi sínu? Væri ekki æskilegra að hún hefði getað fengið vinnu við sitt hæfi, hér eða heima, og ekki þurft að ganga í gegnum það að standa ein og óvarin uppi á sviði mörg kvöld í viku, sitja í fanginu á misdrukknum karlmönnum og oft þurfa að selja líkama sinn til þess að vera ekki rekin heim eða send til annars lands þar sem ástandið kann að vera enn verra? Gott að heyra að þessari vinkonu þinni hefur vegnað vel, en einmitt það að hún er nú í háskólanámi hlýtur að sýna þér að nektardans var ekki draumastarfið hennar heldur neyðarúrræði.

Við erum öll með innbyggða þörf til að lifa af. Í þeim tilgangi gerum við okkar besta til að sætta okkur við ástandið sem við búum við. Konurnar í þessum bransa vita að ef þær kvarta þá er voðinn vís, þær gætu misst vinnuna, sætt misþyrmingum og fluttar á milli landa. Ég fagna því að vinkona þín hafi sloppið úr þessum bransa og óska henni betra lífs.

Og áður en þú segir að ég hafi ekki hugmynd um ástandið í Eystrasaltslöndunum eða öðrum fátækum löndum, þá hef ég komið til tveggja af þremur Eystrasaltslanda auk fjölda landa í A-Evrópu og hef orðið vitni að ótrúlegustu tilboðum og uppákomum. Í hverju tilviki hef ég hugsað með mér hve ömurlegt það væri að fólki standi ekki betri lausnir til boða. Ég hef komið inn á strippstaði í nokkrum löndum og talað við konur sem þar starfa. Þar sem eru einkaherbergi sögðu konur mér að þær væru ekki formlega skyldaðar til að stunda kynlíf með kúnnanum en að þær mættu eiga von á "skömmum" ef  þær gerðu það ekki. Þannig var komist fram hjá því að eigandinn þyrfti að segjast bjóða upp á vændi.

Á Balkanskaganum er t.d. algengt að erlendir friðargæsluliðar stundi strippstaði. Stundum eru konunar teknar fastar fyrir að selja sig og þær segjast ekki geta treyst löggæslunni, af því það er kannski sami maður sem er að yfirheyra þær og keypti af þeim kjöltudans eða eitthvað enn meira kvöldið áður. Fólk í klámbransanum er þar almennt af neyð. Þeir sem kaupa þjónustu þess, neyta líkama þeirra eða miðla þeim sem söluvöru eru að misnota þessa neyð. Af verkunum skulið þér dæma þá, segir í Biblíunni og ég vil frekar fordæma þessa hegðun en að sitja hjá og þegja og taka þar með þátt í þessari misnotkun.

Silja (IP-tala skráð) 19.2.2007 kl. 21:47

6 identicon

já, og þið Jón Þór og Óskar mættuð rifja upp að Katrín Anna fjallaði um komu Chippendale-stripparanna á Rás 2, í Viðskiptablaðinu, á Femínistapóstlistanum og gamla blogginu sínu. Skora á ykkur að kynna ykkur málin áður en þið byrjið á stóru yfirlýsingunum. Kannski minnið sé ekki of gott? Í raun ótrúlegt hvað náðist að fá af fjölmiðlaumfjöllun um þetta í ljósi þess að fjölmiðlar vilja miklu frekar gera lítið úr femínistum og þeirra skoðunum en koma þeim á framfæri.

Minni samt á að (þrátt fyrir ykkar upplifanir) þá stjórnum við femínistar ekki fréttamati fjölmiðlanna. Ef fjölmiðlum þætti þetta ekki athyglisvert og líklegt til að kveikja í fólki, þá hefðum við Sóley, Katrín og aðrir femínistar talað fyrir daufum eyrum síðustu vikuna.

Silja (IP-tala skráð) 19.2.2007 kl. 21:55

7 identicon

"Í raun ótrúlegt hvað náðist að fá af fjölmiðlaumfjöllun um þetta í ljósi þess að fjölmiðlar vilja miklu frekar gera lítið úr femínistum og þeirra skoðunum en koma þeim á framfæri." Vel skiljanlegt, enda öfgaskoðanir aldrei uppi á pallborðinu hjá skynsömu fólki - en hvar var mótmælastaðan við Broadway, rétt eins og mótmælastaðan eitt kvöld hjá ykkur við Goldfinger?

Páll (IP-tala skráð) 19.2.2007 kl. 22:05

8 identicon

"Í raun ótrúlegt hvað náðist að fá af fjölmiðlaumfjöllun um þetta í ljósi þess að fjölmiðlar vilja miklu frekar gera lítið úr femínistum og þeirra skoðunum en koma þeim á framfæri." Vel skiljanlegt, enda öfgaskoðanir aldrei uppi á pallborðinu hjá skynsömu fólki - en hvar var mótmælastaðan við Broadway, rétt eins og mótmælastaðan eitt kvöld hjá ykkur við Goldfinger?

Páll (IP-tala skráð) 19.2.2007 kl. 22:06

9 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Óskar - prófaðu að lesa þau komment sem hafa komið inn hingað til um Chippendales. Þá sérðu að liður nr 1 smellpassar, enda sérðu að bæði þú sjálfur og nokkrir aðrir hafa ekki gert annað en að tísta um "hvar voruð þið þegar Chippendales komu"

Þú hlýtur að vera sáttur við útskýringu nr 2 - þar koma augljóslega fram þau viðbrögð sem þú ert að kalla eftir - að verið er að hlutgera karla og gera þá að neysluvöru - sem mér finnst afar slæmt.

Veit ekki hvort þér finnst eitthvað athugavert nr. 3. Vonandi ekki.

Líklegast er það niðurlagið em er að snúast fyrir þér. Hugsaðu samt aðeins málið. Í jafnréttisumræðunni er mikið rætt um hvort konur þurfi að vera eins og karlar til að fá jafnan aðgang að völdum. Þetta finnst mér fáránleg krafa - en krafan er engu að síður sterk. Þú hefur örugglega heyrt hana oft og mörgum sinnum í gegnum komment eins og "konur eru bara ekki nógu ákveðnar, vilja ekki axla ábyrgð og bla bla bla...". Með því að stilla körlum upp sem kynlífshjálpartækjum er verið að ýta konum út í að taka upp sömu hegðun og karlar. Í staðinn fyrir að ráðast að rót vandans er ráðist í að stækka vandamálið. En... Chippendales komu hingað í eina ferð. Þeir voru hér í eitt kvöld - á Broadway. Enginn einkadans og ekkert vændi... Svo voru þeir farnir og eru ekki væntanlegir aftur núna á þessu ári eða því næsta svo ég viti til. Þið strákarnir notið þá hins vegar grimmt til að réttlæta tilveru súlustaða - staða sem eru opnir á hverju kvöldi og þar sem aðeins er aðgangur að líkömum kvenna fyrir karla. 

En segðu mér nú annars - hvar ert þú á hverju kvöldi? Ekki ertu fyrir utan súlustaðina að mótmæla. Hvernig stendur á því? 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 19.2.2007 kl. 23:22

10 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

It's almost too tempting... Nei, bara að djóka. Þér er bara nær að vera leiðinlegur við Sóley. Annars er ég búin að vera að velta því fyrir mér af hverju þér er svona mikið í mun að verja klámiðnaðinn. Þú ert að fara á límingunum yfir því að ég skuli nota orðið feðraveldi en þér dettur ekki í hug að segja múkk yfir neinu af því sem birtist á þessum klámsíðum. 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 20.2.2007 kl. 00:10

11 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Og karlmenn sem fá ánægju út úr því að horfa á endaþarminn á unglingssteplum skemmdan, konum nauðgað og barnapíur settar í hlutverk ungabörns í "kynlífsleikjum" eru boðberar frelsis og manngæsku? Afsakaðu á meðan ég æli

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 20.2.2007 kl. 10:36

12 identicon

Katrín, þú ert betri í svörum en þetta. Afhverju missirðu þig alltaf í þennan gír. Þú veist einfaldlega betur. Þú gerir sjálfan þig bara að fífli með því að svara svona eins og fábjáni.

Rúnar (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 11:25

13 identicon

Rúnar, þú vilt sem sagt meina að Ólafur hafi ekki gert sig að fífli með sínu innleggi?

Þetta er fíflalegt: 'Skilur hvorki lögmál framboðs og eftirspurnar'

Þetta er fíflalegt: 'Kvenfólk - rauðsokkur - hafa skaðað mest baráttu'

 Þannig að spurning Katrínar á fullan rétt á sér. Kannski þú ættir frekar að svara spurningunni frekar en að segja bara 'asnalegt' eins og venjulega. Treysturðu þér til að svara spurningunni? 

gretar (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 11:36

14 Smámynd: halkatla

Kvenfólk sem vill banna klámiðnaðinn, er fátækt fólk í anda... Skilur hvorki lögmál framboðs og eftirspurnar, né heldur óheft skoðannafrelsi. Rauðsokkur sem kvarta hvað mest, eru fátækir einstaklingar sem eru ekkert betri en Gunnar í Krossinum, sem vildi helst banna samkynheign og því sem henni fylgir.

Kvenfólk - rauðsokkur - hafa skaðað mest baráttu kvenfrelsis; þær sverta hugmyndir um frelsi og jöfnuð með tvískinnungi, fordómum og falsheitum. Ríða röngum hesti, þvert á vilja allra sem eru hugsandi...

 --------

Þetta segir Ólafur og þykist voða gáfaður en gleymir því að það voru jú karlmenn sem viðhéldu kúgun og misrétti í samfélaginu sem þeir stjórnuðu einir í mörg hundruð ár og það þurfti femínista og rauðsokkur einsog t.d Ólafíu Jóhannsdóttir og erlendar stallsystur hennar, til þess að krefjast þess að konur fengju rétt til náms og rétt á að vera eitthvað annað en útivinnandi barnavélar. Þær viðurkenndu vandamál einsog kynferðislegt ofbeldi á meðan það þótti meiri skömm að því að líta framhjá svoleiðis heldur en að tala um það sem eitthvað hræðilegt. Það þurfti óendanlegt hugrekki til, til þess að ganga svona alltíeinu fram gegn öllum viðurkenndum viðmiðum samfélagsins. Enda uppskáru margar svona konur - og karlar - bara fyrirlitningu og andúð á sínum tíma - svipað og er nú. Það er sorglegt að maður sem er jafn sjálfumglaður og Ólafur Skordal sé svo fáfróður að hann reikni þetta ekki með í heimsmynd sinni. Ef ekki væri fyrir þessar rauðsokkur sem hann hatar svo mjög, þá væri nákvæmlega ekkert kynfrelsi komið á í dag. Femínistar fyrr á tímum voru kallar og konur, þau voru fá en orsökuðu óumræðanlegar breytingar  og það er svívirðilegt að ekki sé minnst á það allt í námsefni grunkólanna og öllu sagnfræðinámi. Þetta er það stærsta sem hefur nokkru sinni gerst í heiminum fyrir utan hugsanlegt Nóaflóð - og það er samt einsog það ríki einhver svakaleg feimni og óöryggi útaf þessu ómeðvitað í samfélaginu. Maður lærir um þetta ef maður hefur áhuga og fer í háskóla, þá fer maður að skilja hvað það er sem femínisminn gerði fyrir hinn vestræna heim!

Annars vil ég bara segja að mér finnst Katrín Anna stundum snillingur í að tjá sig,  þessi færsla um Chippendale dótið er alger snilld!! En til þess að fatta það þarf maður að vísu að þekkja til hugmynda sálfræðinnar um það sem gerist ómeðvitað innra með okkur stanslaust - það er ekki einsog þetta feðraveldi sem hún talar um sé áþreifanlegt, heldur er það eitthvað sem er ómeðvitað og ósýnilegt en samt áþreifanlegt í flestu sem kemur frá okkur enn í dag, því svo örstutt er liðið síðan breytingin yfir í jafnréttissamfélag varð. Helstu forsprakkar feðraveldissins í nútímanum, þess sem kúgaði konur og leit á þær sem dýr í hundruði ára, eru mest blindir á það að þeir séu virkilega svona afturhaldssinnaðir og fáfróðir - og það er það sem hið ómeðvitaða gengur útá.

Hver sem skoðun fólks er á klámi þá getur það amk verið svo skynsamt og siðmenntað að viðurkenna þátt femínismans í því að gerbylta heiminum, einsog að veita konum menntun og að hætta að hafa þær fyrir þræla. Ekki var líf lágtsettra karlmanna endilega neitt betra sumsstaðar en kvennanna en þeir fengu ýmislegt umfram þær sem var eingöngu tengt kyninu. Það var t.d hugsað um þá sem viti bornar verur, en stúlkur gátu ekki átt von á því. Hugsið ykkur hvað það tapaðist mikil þekking í heiminum síðustu þúsundir ára útaf þessu? Svo voga sumir sér að tala um að rauðsokkur séu "svo vondar hu hu hu"

sorrí að ég eyði svona miklu kommentaplássi, það sjokkerar mig bara alltaf að upplifa svona þekkingarleysi. 

halkatla, 20.2.2007 kl. 12:25

15 identicon

Grétar, þó ég spyrji þig asnalegrar spurningar þá þarft þú ekki að svara með enn asnalegra svari er það?

Rúnar (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 12:44

16 Smámynd: Andrea J. Ólafsdóttir

Manni er eiginlega svolítið mikið ofboðið að svo margir karlmenn skuli engan veginn gera sér grein fyrir misnotkuninni og þeim viðbjóði sem fyrirfinnst og tíðkast í klámiðnaðinum. Ég mun sennilega draga þá einföldu ályktun að flestir þeir sem hafa kommenterað hér með klámiðnaði og súlustöðum og því að konum bjóðist slík "ofurlaun og frábær tækifæri" sem súlustaðirnir bjóða þeim, séu flestir mjög ungir að aldri eða gjörsamlega ófróðir um rannsóknir á klámi og afleiðingum þess, bæði á viðhorf, ofbeldi og nauðganir. Þó þarf ekki að vera að ég hafi rétt fyrir mér um aldurinn, því vissulega eru margir menn sem neita að horfast í augu við ljótleika og afleiðingar kláms á viðhorf til kvenna og ofbeldi sem viðgengst í þeirra garð.

Hvað varðar athugasemd manns sem mér sýnist eiga að vera fullorðinn maður að nafni Ólafur Skorrdal þá hlýtur öllu fólki að blöskra. Vissulega er alltaf hægt að afsaka allan ljótleika heims, niðurlægingu, ofbeldi og mansal og jafnvel barnaklám - ef við ættum alltaf að leyfa okkur að nota skilgreiningu hins "frjálsa markaðar" á því að allt sé í lagi og ekkert mál að selja svo lengi sem eftir því er eftirspurn!? Eða hvað? Ber okkur þá aldrei að fara í neinar siðferðislegar og mannréttindapælingar svo lengi sem eftirspurn er eftir efni eða vöru? Það mætti með sama hætti afsaka og réttlæta barnaklám og barnavændi Ólafur minn - því er nú ver og miður. Það er jú eftirspurn eftir báðu - en við hljótum að gera okkur grein fyrir að það er lögbrot og það mjög alvarlegt - alveg sama hversu mikil eftirspurn er eftir því. Þess vegna gengur þessi skilgreining þín og afsökun/réttlæting ekki upp.

Þess má geta að rannsóknir hafa margoft sýnt okkur (sem nennum að fræðast um málefnin í gegnum aktúal rannsóknir á þeim) að klám hefur beinar afleiðingar á viðhorf, niðurlægingu, ofbeldi og nauðganir á bæði konum og börnum. Ég vildi innilega að svo væri ekki - ég vildi innilega að það væri alls ekki til neitt klám sem viðhefði ofbeldi og aktúal nauðganir á konum og börnum. Ég vildi líka innilega að karlmenn þekktu muninn á erótík og klámi og hefðu sóma af því að virða konur í kynlífi (sem jú margir þeirra gera). Ég vildi innilega að heilbrigðir fullorðnir menn væru ekki að sækjast eftir niðurlægjandi efni og að það væri meiri aðsókn í heilbrigða erótík. Þá vil ég taka fram að klám og erótík er engan veginn það sama:

"Klám er efni sem sýnir kynlíf og/eða afhjúpuð kynfæri í tengslum við misnotkun og niðurlægingu þannig að slík hegðun sé studd, látin óátalin eða jafnvel hvatt til hennar."

 "Erótík vísar til kynferðislega örvandi efnis sem er laust við kynjafordóma, kynþáttafordóma eða fordóma gagnvart samkynhneigð og virðing skal borin fyrir öllum manneskjum og dýrum."

Klám sýnir oft mjög brenglaðar myndir sem eiga sér enga stoð í veruleikanum, en rannsóknir hafa sýnt að menn eru líklegri til að hafa hvatir til að nauðga eftir að horfa á klám (Russell, 1988,1993). Í rannsókn Einsiedel (1986) sem greint er frá í Russell (1993) á kynferðis- afbrotamönnum kemur fram að yfir þriðjungur þeirra notaði klám til að undirbúa nauðgunina og 53% þeirra sem nauðguðu börnum. Hinir afbrotamennirnir í þeirri rannsókn viðurkenndu að þeir notuðu það stundum. Og í enn einni rannsókn sem Russell greinir frá kemur fram að 56% nauðgara og 42% barnanauðgara greindu frá því að klám hefði haft áhrif á þá til að fremja brotin. 

Andrea J. Ólafsdóttir, 20.2.2007 kl. 15:24

17 identicon

Nei Rúnar, til að svara spurningu þinni, en aftur á móti var Katrín ekki að svara spurningu heldur fullyrðingum og svaraði með spurningu. Þú gagnrýnir spurningu hennar á þeirri forsendu að þér þyki hún fíflaleg - mér finnst þetta einhvern vegin sýna að þú skilur ekki enn hverju er verið mótmæla. Mér finnst spurningin kristalla mjög vel hverju er verið að mótmæla. Nú er ég reyndar að gefa mér að þú sért ekki sérlegur talsmaður þess efnis sem lýst er í spurningunni (er það rétt hjá mér?).
Þú virðist ekki enn skilja á hvaða hátt þetta tengist ráðstefnunni - þrátt fyrir að dæmin sem hafa verið tekin séu fengin frá þátttakendum af þessari ráðstefnu.
En það er bót í máli að þér finnst innlegg Ólafs asnalegt.

gretar (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 15:32

18 identicon

Grétar, ég er búinn að svara henni Katrínu á öðrum þræði. Það sem ég komst að í þerri litlu rannsókn sem ég gerði, var að þetta var þvæla sem þú nefnir sem "þrátt fyrir að dæmin sem hafa verið tekin séu fengin frá þátttakendum af þessari ráðstefnu". Margt af þessu er einfaldlega rangt. Ég hef ekki komist að neinu sem er rétt í þessum alhæfingum ennþá. Þannig að ekki trúa öllu sem sett er fram án þess að athuga það sjálfur.

Rúnar (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 16:57

19 identicon

Segðu mér eitt Katrín, sniðgegnuru bakarí og aðra vinnustaði sem eru með þá stefnu að ráða engöngu kvennmenn til starfa þrátt fyrir að margir hæfir karlmenn sæki um????

Sigfus (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 17:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband