Jafnréttislög í 30 ár

Á föstudaginn verður málþing um jafnréttislögin. Eins og flestir vonandi vita er nú verið að endurskoða jafnréttislögin og vonandi verða gerð á þeim róttækar breytingar. Núgildandi lög eru svo sem ósköp falleg. Vandamálið við þau er að þau eru ekki sérlega róttæk og það eru nánast engin viðurlög við að framfylgja þeim ekki. Stemninginn í kringum lögin er eins og fólki sé í sjálfsvald sett hvort það fylgir þeim eða ekki. Svo verða þau fyrirtaks alibi fyrir suma sem telja að jafnrétti sé náð af því að við höfum jú jafnréttislög og þar með sé jafnrétti tryggt fyrir lögum. Ég hef alltaf lúmskt gaman af þversögnum í umræðunni - þegar Femínistafélagið var að stíga sín fyrstu skref mátti oft lesa á netinu umsagnir hinna og þessa sem töldu ófært að félagið væri að kæra hitt og þetta... Sem félagið, by the way, gerði aldrei. Þversögnin er fólgin í því að rökstyðja að jafnrétti sé náð því við höfum jafnréttislög en vilja svo meina að það sé algjört tabú að kæra þegar lögin eru brotin!

En allavega - það verður fróðlegt að sjá hvað kemur út úr fundinum á föstudaginn.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 332552

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband