Alveg eins og í Búlgaríu

Þá er ég komin heim frá Búlgaríu. Ferðin var æðisleg í alla staði - 5 stjörnu hótelið og ofgnót af góðum búlgörskum mat eiga þar stóran þátt... 

Annars merkilegt hvað margt er líkt með Íslandi og Búlgaríu. Veðrið þegar ég lenti í Keflavík var svipað og veðrið þegar ég lenti í Búlgaríu. Geri fastlega ráð fyrir að það þýði að við séum bara nokkrum dögum á eftir svo að næstu daga verði logn, þurrt og milt veður! Þegar við vorum að keyra í gegnum Hafnarfjörðinn sá ég líka fleira sem er líkt. Ber þar fyrst að nefna Actavis skilti og að ekki er búið að taka niður jólaskreytingar.

Annars er greinilegt að kona má ekki skella sér af landi brott í örfáa daga. Greinilegt að hér hefur mikið gengið á á meðan. 

Fréttir af flokksþingi Frjálslynda flokksins voru ekki í sunnudagsmogganum eins og gefur að skilja. Mesta spennan við að koma heim var að heyra niðurstöðurnar. Mér finnst mjög flott hjá Margréti Sverris að taka slaginn við strákagengið í Frjálslyndum. Bíð spennt eftir niðurstöðunni. Ef rétt reynist að greitt hafi verið fyrir atkvæði og aðrar ásaknir í kringum kosninguna verður fróðlegt að sjá hvað gerist. Mun einhver sæta ábyrgð eða yptir fólk bara öxlum og segir "hvað um það"?

Sunnudagsmogginn var samt sem áður stútfullur af jafnréttismálum. Úttektin á stöðu kvenna í íþróttum var fróðleg og eins var gleðilegt að sjá Rannveigu Rist með afdráttarlausar skoðanir á því að jafnréttismál væru lang í frá í góðu lagi hér á klakanum. Ef vindáttinn breytist þannig að konur í fremstu röð í viðskiptalífinu fara að tala hreint út um jafnréttismál á þennan hátt er það merki um stórmerkar framfarir. Því miður er það allt of oft að konur lýsa því yfir að kyn skipti engu máli og að þær hafi aldrei fundið fyrir að vera öðruvísi meðhöndlaðar vegna kynferðis. Slíkar yfirlýsingar eru skaðlegar fyrir kvennabaráttuna - sérstaklega þegar konur í toppstöðum taka höndum saman og eru með slíkar yfirlýsingar allar sem ein. En kannski er þetta allt að breytast... :)

Kíkti líka aðeins í DV í vélinni á leiðinni heim. Nú þarf greinilega að setja pressu á Sigurjón Egilsson um að standa undir nafni sem sannur femínisti! Í listanum yfir "toppmenn" blaðsins, þ.e. stjórnarformann, ritsjóra, fréttastjóra o.þ.h. voru taldir upp 5 karlmenn. Engin kona komst þar á blað. Ég geri fastlega ráð fyrir að þetta breytist fljótlega. 2 heilsíðuauglýsingar frá Geira klámsjúkdómi (stolið frá Betu Halo) voru í blaðinu. Það er óþolandi að fólk skuli vera til í að borga fyrir blað sem er fjármagnað að hluta til með sölu á konum. Ég setti DV á boycott lista hjá mér fyrir langa löngu og hef neitað að fara í viðtöl við blaðið síðan þá. Ég er enn að vona að Sigurjón taki til á blaðinu og neiti að taka við hvaða peningum sem er.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Smá leiðrétting:

Það er ekkert líkt með Búlgaríu og Íslandi, maturinn þar er verri en sá breski og fólkið þar er yfir höðuð dónalegt með dollaramerki í augunum.

Góðar stundir. 

Tónes (IP-tala skráð) 29.1.2007 kl. 09:41

2 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Úff þú hefur greinilega ekki átt sjö dagana sæla í Búlgaríu. Getur samt ekki neitað því að Actavis og jólaskraut er til staðar í báðum löndum!  Búlgarski maturinn fannst mér svo ljómandi góður að ég keypti uppskriftabók með búlgörskum réttum. Fólkið var líka yndislegt og hjálplegt. Kannast ekki við þessa dóna. Ertu viss um að þú hafir ekki bara byrjað og fengið þessi viðbrögð á móti? 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 29.1.2007 kl. 11:34

3 Smámynd: erlahlyns.blogspot.com

Já, lestur sunnudagsmoggans var sannarlega ánægjulegur.

erlahlyns.blogspot.com, 29.1.2007 kl. 12:31

4 identicon

Kannski er Búlgarskur matur fínn, en ekki kunna Búlgarir að elda þá í það minnsta, var þarna í haust og fundum bara einn stað með góðum mat, restin var annað hvort óæt eða rétt um meðallag.

"Því miður er það allt of oft að konur lýsa því yfir að kyn skipti engu máli og að þær hafi aldrei fundið fyrir að vera öðruvísi meðhöndlaðar vegna kynferðis." Hvað er að þessari settningu??? Hún er augljóslega sönn í þeirra tilfellum og get ekki séð vandamálið við að sannleikurinn sé eitthvað særandi við einhvern málsstað. Svona er þetta bara og þið verðið bara að sætta ykkur við það. 

sigfus (IP-tala skráð) 29.1.2007 kl. 15:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband