Íslenska karlrembubananalýðveldið

Hvernig er best fyrir fólk að bera sig að þegar það hefur ekki lengur áhuga á að tilheyra ákveðnu samfélagi eða þjóð? T.d. konur sem langar að tilheyra lýðræðisríkinu Íslandi en ekkert annað er í boði en Íslenska karlrembubananalýðveldið?
mbl.is Sérnefnd um stjórnarskrármál kosin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Rak einmitt augun í hvernig kosið var í  þessa sér-karla-nefnd! ..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 12.3.2009 kl. 15:58

2 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Alveg Sammála þér. Það er brýnt að hlutur kvenna verði réttur í Íslensku samfélagi en margir virðast engan áhuga hafa á því.

Hilmar Gunnlaugsson, 12.3.2009 kl. 16:23

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Segja sig úr lögum við samfélagið og hústaka Viðey!

Ekki einu sinni dómskerfið er fyrir okkur og börnin okkar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.3.2009 kl. 00:02

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hvað hefur kynferði með hæfni til stjórnarskrárumfjöllunar að gera?

Jón Valur Jensson, 13.3.2009 kl. 09:26

5 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Já Jenný, það var verið að spá í Flatey en Viðey hljómar líka vel!

Jón Valur - úff.... þú átt að vita svarið við þessu sjálfur.  

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 13.3.2009 kl. 09:54

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, ég veit það: Ekkert.

Greind og geta til að ræða mál af skynsemi í hópi manna getur haft mikið með það að gera, þekking á lögum, þekking á stjórnarskrám annarra ríkja, þekking á stjórnkerfi landsins og ágreiningsmálum um vafaatriði í stjórnarskrá, þekking á mannréttindamálum, gott skynbragð á réttlæti, vitund fyrir réttarstöðu landsins andstætt ásælni annarra ríkja eða ríkjasambanda – allt þetta hefur með hæfni manna til stjórnarskrárumfjöllunar að gera, – en KYNFERÐI?? – Ekkert!

Jón Valur Jensson, 13.3.2009 kl. 10:07

7 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Og ertu með þessu að segja að konur búi ekki yfr þessari hæfni? Reyndar finnst mér eiginlega áhugaverðara að fá að vita hvort þú heldur í alvörunni að allir þessir 8 kallar sem eru í nefndinni búi yfir þessum eiginleikum sem þú telur upp?

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 13.3.2009 kl. 10:14

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Með þessu er ég EKKI að segja, að karlar búi ekki yfir þessari hæfni!

Með þessu er ég EKKI að segja, að KONUR búi ekki yfir þessari hæfni!

Ég hef ekkert kynnt mér um þessa 8 karla, sem þú nefnir.

Innlegg mitt var sett fram sem árétting princípmáls –

til að svara því sem ég álít vera röng princíp í þínum málflutningi.

Jón Valur Jensson, 13.3.2009 kl. 10:59

9 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Sagan hefur sýnt að það er fátt sem skiptir jafn miklu máli í þessu lífi og kyn... Afneitun á því er hins vegar útbreidd, enda hentar það betur til að viðhalda ríkjandi kerfi.

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 13.3.2009 kl. 11:01

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Við værum ekki að skrifa hér eða yfirleitt til, ef kyn skipti ekki máli.

En kyn skiptir ekki máli, ef verið er að vinna stjórnarskrárvinnu (eða var upphaflleg gerð stjórnarskrár Bandaríkjanna óhafandi?) – ekki frekar en það, hvort maður er Framsóknarmaður, Rotary-félagi, örvhentur eða íþróttamaður.

Jón Valur Jensson, 13.3.2009 kl. 11:16

11 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Auðvitað skiptir það máli ef fyrirkomulagið er þannig að karlarnir semja reglurnar og konurnar eiga svo að fylgja þeim án þess að hafa neitt um málið að segja. Hefurðu lesið íslensku stjórnarskránna? Hún er samin af körlum fyrir karla. Það er það sem gerist þegar karlarnir hittast og halda að þeir séu alvitrir ;)

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 13.3.2009 kl. 11:19

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nefndu mér dæmi um slíkt úr stjórnarskránni.

Jón Valur Jensson, 13.3.2009 kl. 11:27

13 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Hún er t.d. öll í karlkyni. Hér eru líka 2 dæmi um hvernig stjórnarskráin er samin út frá karlmönnum eingöngu. 

4. gr. Kjörgengur til forseta er hver 35 ára gamall maður.

10. gr. Forsetinn vinnur eið eða drengskaparheit að stjórnarskránni, er hann tekur við störfum. 

Annars geri ég ráð fyrir að þú sért læs og getir kíkt á þetta sjálfur! Gallinn er að það þvælist stundum fyrir þeim sem sjá heiminn í karlkyni að átta sig á því að karlkynið er ekki nafli alheimsins heldur á að hafa til hliðsjónar bæði kyn... Ofur einföld og sanngjörn krafa sem gengur vægast sagt mjög illa að ná í gegn. 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 13.3.2009 kl. 12:14

14 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta eru ekki dæmi um, "að karlarnir semj[i] reglurnar og konurnar eig[i] svo að fylgja þeim án þess að hafa neitt um málið að segja," né að þetta sé samið "fyrir karla". Eins og kynsystir þín, íslenzkufræðingur, Guðrún Þórhallsdóttir (minnir mig) benti á í Lesbókargrein, er það eðlilegt orðalag á íslenzku, að karlkynsfornöfn séu notuð fyrir bæði kyn; það sama á við um orðið 'maður'.

Ég lýsi enn eftir dæmum úr stjórnarskránni, sem sanni þínar fullyrðingar!

Jón Valur Jensson, 13.3.2009 kl. 14:41

15 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Lestu stjórnarskránna sjálfur - og við Guðrún erum ekki sammála um þessa notkun á íslenskunni. Góð notkun tungumálsins kemur einhverri ákveðinni hugsun til skila, þeirri hugsun sem því er ætlað að tjá. Að tala allt í karlkyni á rætur sínar að rekja beint í karlrembu og réttleysi kvenna. Þess vegna þarf að breyta því. Stjórnarskrá sem talar um menn og drengskaparheit túlkar heiminn út frá sjónarhóli karlmannsins - sem er samt ekki einu sinni til í að láta orðið maður alltaf túlka bæði kyn heldur bara þegar það hentar. Bið annars kærlega að heilsa manninum þínum.

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 13.3.2009 kl. 18:23

16 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég hef oft lesið stjórnarskrána og aldrei fundið neitt þessu líkt, sem þú ert að tala um. Nú er það þitt verkefni að sanna þitt mál, og það muntu vafalaust gera með ljúfu geði.

PS. Kjánaleg var þessi lokakveðja þín; það veit það hvert mannsbarn, að orðið maður þýðir stundum ýmist konu eða mann, en stundum alls ekki, heldur einungis karlmann, og þú snýrð þarna út úr og sættir þig ekki við gamla og góða málvitund.

Jón Valur Jensson, 13.3.2009 kl. 18:39

17 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Það er nefnilega málið Jón Valur - gamla góða málvitundinn er frá þeim tíma sem konur töldust ekki til manna. Ég er búin að nefna þér dæmi úr stjórnarskránni, þó þú sért ósammála og finnist þetta ekki skipta máli þá er það bara eins og í gamla daga þegar mönnum fannst t.d. ekki skipta máli að konur hefðu kosningarétt. Orðið maður nær ekki yfir bæði kyn, eins og þú sért svo glögglega sjálfur og það er mun betra að nota orð sem ná yfir bæði kyn. Við eigum nokkur slík. Orðið drengskaparheit nær þar að auki bara til karlkyns - og er gildishlaðið. Gott og fallegt orð fyrir drengi góða en nær ekkl yfir stúlkur góðar.

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 13.3.2009 kl. 19:59

18 Smámynd: Jón Valur Jensson

Rugl er þetta í þér: "frá þeim tíma sem konur töldust ekki til manna"!!! Hvenær var sá tími?!

Konur hafa alltaf verið taldar til manna á Íslandi.

Og svo þykistu vera búin að nefna dæmi þín úr stjórnarskránni! Betur sýnirðu naumast uppgjöf þína í reynd, hversu illa sem þér líður með að viðurkenna það fullum fetum, sem þú átt eitt eftir.

Orðið maður nær VÍST yfir bæði kyn í mörgum orðasamböndum, og það á t.d. við um þessi ákvæði stjórnarskrárinnar að allra Íslendinga mati:

4. gr. Kjörgengur til forseta er hver 35 ára gamall maður.

10. gr. Forsetinn vinnur eið eða drengskaparheit að stjórnarskránni, er hann tekur við störfum.

Eða tókstu ekki eftir því, að enginn hreyfði mótmælum "byggðum á stjórnarskránni", þegar Vigdís gekk inn í þetta ferli?

Og drengskaparheit nær VÍST líka til kvenna, og drengir góðir eru stúlkur líka margar hverjar.

Jón Valur Jensson, 13.3.2009 kl. 20:13

19 Smámynd: Jóhann Kristjánsson

Katrín. Hvernig er það eru barnaverndarnefndir ekki með konur í mikum meirihluta? Eru það kannski ekki nefndir sem skipta máli af því það eru engir fjármunir þar?

Jóhann Kristjánsson, 15.3.2009 kl. 17:40

20 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Það er alveg rétt að konur eru ekki, hafa aldrei verið, og munu aldrei verða "menn". Þær eru konur, hafa alltaf verið konur og munu alltaf verða konur. Það er bara svona. Það er ekki að ástæðulausu, að Guð almáttugur er alltaf sýndur sem miðaldra, hvítur karmaður með skegg. Þannig á það að vera. Annars legg ég til að fjölkvæni verði aftur tekið upp. Ólíkt hommagiftingum á það langa og farsæla sögu. Reynsla árþúsundanna sýnir að konum líður hvergi betur en í kvennabúrum. Þær hætta snarlega valíumáti og feministahjali og einbeita sér að því að gera herra sínum og húsbónda allt til geðs. Þannig finna þær hina sönnu hamingju og hananú!

Vilhjálmur Eyþórsson, 15.3.2009 kl. 18:25

21 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Karlremban er greinilega lífsseig... en það kemur svo sem ekki á óvart!

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 16.3.2009 kl. 09:31

22 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú verður nú að kunna að taka góðu gamni, Katrín Anna!

Jón Valur Jensson, 16.3.2009 kl. 10:27

23 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Er fín í að taka góðu gamni  - en gamnið verður að vera gott!

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 16.3.2009 kl. 11:40

24 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Um feminista finnst mér eiga einkar vel við ummæli Nietzsches: "Haldir þú á fund kvenna, hafðu með þér svipu!"

Vilhjálmur Eyþórsson, 16.3.2009 kl. 14:30

25 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Karlrembur sem boða ofbeldi fá ekki að skrá hér athugasemdir.

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 16.3.2009 kl. 15:08

26 Smámynd: kiza

Vilhjálmur ertu eitthvað tæpur á geði..?

Býst við að annðhvort gerir þú þér (í þínum blinda karlpungsforréttindahugsunarhætti)  ekki grein fyrir hvað þú lætur hér falla  ofbeldisfull og hatursfull orð um kvenfólk, að þú gerir þér grein fyrir því og trúir faktíst steypunni í sjálfum þér (21.öldin hjálpi okkur)   eða  að þú ert misheppnað 'troll' sem er að reyna að vera töff á internetinu (líklegast af þessum þremur).

Hvernig sem það er, mæli með að þú endurskoðir orðræðu þína áður en þú reynir að leggja orð í belg varðandi þessar umræður.  

kiza, 16.3.2009 kl. 21:23

27 Smámynd: kiza

Það er ekki að ástæðulausu, að Guð almáttugur er alltaf sýndur sem miðaldra, hvítur karmaður með skegg.

Og Vilhjálmur opinberar áfram gáfnafar sitt þar sem hann hefur greinilega aldrei heyrt um 'Gyðjur', heldur.  Aldeilis mannvitsbrekkan þar á ferð.

Ja hérna hér.

-Jóna.

kiza, 16.3.2009 kl. 21:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband