Peningurinn er atkvæðisréttur

Í fréttum RUV í gær var sagt frá því hvar hægt væri að kaupa bækur á lægsta verðinu. Líka í neytendahorni Dr. Gunna í Fréttablaðinu í dag. Það er sem sagt í Bónus og í Krónunni, þó það sé reyndar krónu dýrara en í Bónus. Fréttin á RUV var algjörlega gagnrýnislaus. Sagði bara frá verðinu og engu öðru. Dr. Gunni hnippir aðeins á því að aðrir bóksalar muni væntanlega segja að Bónus fleyti bara rjómann af bóksölunni, selji bara vinsælustu bækurnar og standi aðeins í þessu stússi fyrir jólin. Honum finnst samt freistandi að kaupa ódýrari bækur...

Stöldrum aðeins við. Peningurinn er okkar atkvæðisréttur og það er ekki hægt að eltast bara við ódýrustu tilboðin án umhugsunar. Við verðum að hugsa um hvað við viljum í raun og veru. Stóru matvörukeðjurnar gerðu atlögu bæði að heildsölum og kaupmanninum á horninu. Afleiðingin er sú að nú höfum við afskaplega lítið val (= frelsi) ef við viljum kjósa með fótunum (= peningunum). Auðmennirnir eru harðlega gagnrýndir fyrir að koma okkur á kúpuna en ætlum við að styðja þá í því að koma bókaútgáfu líka illa? Fleyta rjómann af en skilja þau sem þjónusta okkur allt árið um kring og leggja sig fram um að hafa úrval góðra titla á boðstólnum án aðalvertíðarinnar? Ódýrar bækur geta kostað okkur sitt þegar upp er staðið. Verðið sem við borgum getur falist í fákeppni, minna úrvali og afsali á valdi yfir til auðmanna sem enginn kaus í lýðræðislegum kosningum.

Þó ég vilji hér með benda á ábyrgð og val neytenda þá vil ég einnig benda á ábyrgð fjölmiðla sem upplýsandi afls í þjóðfélaginu. Að birta gagnrýnislaust verð á ódýrustu bókunum er ókeypis auglýsing fyrir auðvaldið. Fréttamiðlun hefði falist í því að kanna stöðuna allan hringinn.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinn Hafliðason

Stundum finnst mér fjölmiðlar á Íslandi líkjast smáauglýsingadálki

Steinn Hafliðason, 19.12.2008 kl. 13:38

2 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Já lífeyrissjóðirnir hafa tekið þátt í sukkinu - og afleiðingarnar sjást á framgangi verkalýðsfélaganna núna þar sem menn á ofurlaunum gera afskaplega lítið til að berjast fyrir hagsmunum heimilanna. Rétt þora að beita sér gegn eftirlaunafrumvarpinu sem er vissulega réttlætismál en hefur lítil sem engin áhrif á fjárhag heimilanna næstu árin.

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 19.12.2008 kl. 14:35

3 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Tek undir hvert orð. Við verðum að hugsa meira um þessa hluti. Við megum ekki bara láta mata okkur, heldur þarf að hugsa um allar hliðar á málum. Ætla að kaupa jólagjafirnar í bókabúðinni hérna á Skaganum, ekki í Bónus. Það munar ekki svo miklu á verði, alltaf einhver góð tilboð í bókabúðinni.

Guðríður Haraldsdóttir, 19.12.2008 kl. 18:13

4 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Kannski ég ætti að skella mér á Skagann í verslunarleiðangur :)

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 20.12.2008 kl. 16:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband