Mesta karlremban verðlaunuð

Stundum er sagt að ein af ástæðunum fyrir því hversu hægt gengur í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna sé sú að kynjamisrétti sé svo samþykkt í samfélaginu og hefðirnar svo rótgrónar. Ein sönnun þess birtist í Morgunvakt Rásar 1 í morgun. Ólöf Rún tók þar viðtal við karlmann sem var afskaplega stoltur af því að hafa unnið bikar - sem mesta karlremban. Mörgum finnst þetta eflaust léttvægt. Bara gott grín... Hins vegar myndu hinum sömu ekki finnast það léttvægt ef bikarinn snerist um annað misrétti. Segjum sem svo að hann hefði unnið bikar sem mesti rasistinn, mesti hommahatarinn eða sá sem níðist hvað mest á öryrkjum og fötluðum. Hvað með þann sem brýtur mest á börnum? Neibb, flestum þætti þetta langt yfir strikið og alls ekki við hæfi. Enda dytti fáum í hug að verðlauna fólk fyrir þess konar mismunun og fordóma. Hins vegar dettur fólki í hug að verðlauna þann sem hatar konur mest, sýnir mestu kvenfyrirlitninguna og lítur á konur sem annars flokks. Það er samþykkt í okkar samfélagi. Það er ein af ástæðunum fyrir því að jafnrétti er ekki handan við hornið heldur eigum við óravegu í land - og stundum er eins og við höfum ekki einu sinni árar til að róa með. 

Beint á eftir viðtalinu við stoltu karlrembuna var kaffispjallið frá því fyrr um morguninn endurtekið. Þar var sagt frá alheimsmóti skáta á Englandi sem miðar að því að kenna börnum að þetta sé einn heimur og auka þeirra víðsýni og umburðarlyndi þannig að allir geti búið í sátt og samlyndi. Mikið væri nú gott að þetta væri gert fyrir kynin líka. Samfélagið ætlast nefnilega til þess að kynin búi í sátt og samlyndi - eitt af hvoru kyni saman. Eignist saman börn. Ali þau upp saman. Í sátt og samlyndi. Sem jafningar er sagt - en samt þykir sniðugt að vera karlremba.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skarfurinn

Konur eru ekki annars flokks eins og þú segir, það er eitthvað fast í hausnum á þér góða, annars hélt ég að eftir að þú hættir sem talskona femínista nr. 1 þá mundum við losna við þessa vandræða pistla þína um hvað allir karlmenn  eru alltaf vondir og svo framvegis, en greinilega ekki. 

Skarfurinn, 25.7.2007 kl. 09:26

2 identicon

kannski hefur hann ekki sömu hugmyndiru um "karlrembu" og þú. kannski finnst honum karlremba vera að kaupa sér uppþvóttavél í staðinn fyrir að vaska upp, eða að borga einhverjum fyrir að þvó þvottinn sinn, eða að horfa aldrei á rómantískar gamanmyndir. Hann sagðist ekki vera stoltur að því að mismuna konum, þú gerðir bara ráð fyrir því!

 "Jafnréttissinnar eru frábærir og vilja jafna stöðu kynjanna, en femínistar eru karlrembur í öðru veldi!"

karlmaður (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 10:06

3 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Já þetta er lúmskt og erfitt þegar konur viðhalda ástandinu sjálfar og jafnvel án þess að fatta það. 

Mér finnst dónalegt þegar menn ávarpa aðra undir orðum eins og ,,góða'' eða ,,góði'' mér finnst þá þeir hinir sömu vera að reyna að setja sjálfa sig á háan hest.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 25.7.2007 kl. 10:07

4 Smámynd: Skarfurinn

Þórdís Bára  frá félaggsráðgjafi, þú fyrirgefur en  mér finnst það frekar vera þú sem setur þig á háan hest, góði eða góða finnst mér alls ekki eiga að móðga einhvern sem maður ekki þekkir, þú hefur greinilega lært annað í þínum skóla.

Skarfurinn, 25.7.2007 kl. 10:45

5 identicon

Æi, ég verð að viðurkenna að mér finnst svona bikar mjög asnalegur.
Karlrembu held ég að sé alveg rétt að skilgreina eins og Katrín kemur inná, að konur og það sem þær standa fyrir sé annars flokks.

Maja Solla (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 10:48

6 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Svona eru skoðanir misjafnar Skarfur. Það er í fínu lagi.  Ég er ekki að tala fyrir aðra en mig. Ég segi ekki góða eða góði við fólk, af því þá finnst mér ég tala niður til fólks. Ætlaði ekki að móðga þig.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 25.7.2007 kl. 11:43

7 identicon

Karlremban sem rætt var við á rás eitt í morgun er pabbi minn. Ég ætla ekki að koma föður mínum til varnar. Þvert á móti tek ég heilshugar undir það sem Katrín Anna segir. Mér finnst þetta ekkert vera fyndið og enn síður eitthvað sem á vera stoltur af. Misrétti er ekkert grín. Karlremba er ekki titill sem sómi er að.Karlrembubikarinnar er veittur þeim sem hæst hreikir sér í karlareið hestafélags bæjarins (sem var sett á laggirnar eftir að konur tóku sig saman og halda árlega kvennareið (þar er enginn bikar)). Ég veit að pabba finnst jafnréttisbarátta vera alvöru mál. Ég veit það því hann kenndi mér það og ég er feministi vegna þess sem hann innrætti mér. En innan hans vinahóps – sem eru karlar á miðjum aldri – sauðameinlausir og vænstu skinn – er voðalega sniðugt að hreikja sér eins og hani og gala hátt um það að þeir vaski sko aldrei upp og brjóti aldrei saman þvott.  Ég held að það sé með pabba og vini hans eins og svo marga – þessir stælar eru mest í nösunum á þeim. En það er engin afsökun. Í baráttu um jöfnuð kynjanna – körlum og konum til handa – þarf alvörugefni og þor. Hver sem þorir að standa upp  og tala gegn karlrembubikurum og ójafnrétti er maður að meiri. Pabbi þorir það augljóslega ekki innan síns litla vinahóps. Þeir hittast og segja brandara – og kannski vita þeir ekki af því að þannig er þeir dragbítur á jafnréttisbaráttuna.Mér finnst mátulegt á pabba að þetta viðtal hafi verið birt. Hann vildi það ekki og hafði meiri að segja beðið mig um að koma í veg fyrir það. En ef þú talar fyrir einum hlut á hafnarvigt í litlum bæ út á landi hlítur þú að geta staðið fyrir honum frammi fyrir alþjóð – er það ekki? Eða er nafnleyndin bara best? (hmmm – þið athugasemdafólk sem farið mikinn á netinu??) Ég veit um einn mann sem hefur lært eitthvað í dag.

Þórhildur Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 13:09

8 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Takk fyrir þetta Þórhildur. Var einmitt að frétta rétt áðan að þetta væri pabbi þinn og var að spá í að hringja í þig... Frétti einmitt líka að hann væri í raun ekki karlremba og ætti bikarinn ekki skilið - sem aftur vekur upp þessar spurningar sem þú setur fram - að þora að standa með sjálfum sér og sínum. Hópþrýstingurinn er mikill og margir verða í raun talsmenn misréttis - af því að vinirnir ætlast til þess - en samt gegn eigin sannfæringu. Þessar raddir þarf að reyna að virkja. Þá myndi okkur ganga betur - ef fólk myndi þora að segja sína skoðun upphátt (og undir nafni að sjálfsögðu!).  

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 25.7.2007 kl. 13:34

9 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Þunglynd í dag Katrín? Sko við verðum líka að hafa húmor þetta er í lokuðum hóp sem er ekki síst að gera grín af sjálfum sér þetta er eins og með kerlrembuhlaupið, kommonn sko EKKI misskilja allt sem sagt er og skrifað þú verður bara þunglynd af því og allir í kringum þig, koma nú! það má alveg brosa af sumu og jafnvel hlæja á stundum og útskýringin hennar Þórhildar segir að enn og aftur er fólk að hlaupa uppá nef sér vitandi ekkert um hvað það er að tala, með það eitt að markmiði að misskilja allt sem hægt er að misskilja til þess eins að geta svo sagt, þeir eru allir eins þessir kallar.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 25.7.2007 kl. 13:45

10 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Morgunvakt Rásar 1 verður seint talinn lokaður hópur Högni. Svona fyi. 

Vertu svo sjálfur ekki að misskilja allt. Það að vera karlremba er slæmt - hvort sem það er í lokuðum hópi eða fyrir opnum tjöldum.  Finnst verst að þurfa að útskýra það fyrir þér. Ætti að vera kommon knowledge árið 2007...

Merkilegt annars að þú skyldir tengja karlrembu og þunglyndi saman. Ætli mætti draga úr þunglyndi kvenna ef karlremban myndi hverfa?

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 25.7.2007 kl. 14:12

11 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Þú heldur áfram Katrín að ergja þig á þessu að óþörfu, karlrembubikarinn er þarna í lokuðum hópi hestamanna sem mynduðu karlrembuhópinn, í gríni að mér sýnist, eftir að konurnar mynduðu sér hóp, eins og þú getur ef að þú vilt sjá hjá Þórhildi, sem sagt lokaður hópur hestamanna.

Ólöf Rún á rás 1 tekur viðtöl við bæði kynin svo ég get ekki séð að rúv sé að boða neitt slæmt aðeins að segja frá einum klúbbi, oft hefur verið sagt frá klúbbum sem eru að gera ýmislegt sér til skemmtunnar og þetta var bara eitt af því taginu. Sem dæmi þá eru bílaþættir í sjónvarpinu þar sem sagt er frá bæði torfæru, rallýi og kappakstri en við getum ekki farið að kenna þeim Birgi Braga og Gunnlaugi um hraðakstur og utanvegaakstur og sagt er frá þorramatsáti í öllum fjölmiðlum en þó svo að fullt af fólki vilji ekki að dýrin séu étin þá lætur það ekki frásögn um sviðaát einhverja manna setja sig í þunglyndi.

Þunglyndi er vont Katrín mín til lengdar bæði fyrir þig og alla sem í kringum þig eru, láttu mig þekkja það.

Hefurðu heyrt af femísistanum sem pantaði fyrir eiginmannin sinn tíma á flugukastnámskeið, hann hafði nú ekki sýnt neitt sérstakann áhuga á stangveiði, en hún sem sagt pantaði þetta samt og einn daginn (þau unnu á sama stað á þessum tíma) sagði hún uppúr eins manns hljóði, já á meðan ég man ég panntaði fyrir þig á flugukastnámskeið. Gott hjá henni ? ok, einhverjum mánuðum seinna var fermt á heimilinu og kom hún þá með lysta yfir hvað hvort ætti að gera fyrir veisluna, en þannig atvikaðist hjá honum að hann gat ekki með nokkru móti komið þessum verkefnum við vegna óvæntrar uppá komu í vinnunni en hún gat það bara alveg, enn nei hún stóð við hliðina á honum í veislunni hnippti í hann og benti honum á hvað vantaði hér og hvað vantaði annarstaðar en hún hefði klárað sitt. Er þetta jafnrétti eða var hún að beyta bæði fermingarbarnið og föðurinn andlegu ofbeldi af því að hún ætlaði ekki að gera nema 50/50 og einginn helv. afsláttur neitt.

Sko vonandi hverfur karlremban í þeirri mynd sem að við erum að tala um og að sem fyrst verði jafnræði millum einstaklinga, en þunglyndi femíniskra kvenna heldur áfram svo lengi sem þær ætla sér að hafa allt á hornum sér og mest af því misskilið.

Svo lengi geturðu holað steininn að þú brjótir hann. Oftar en sjaldan fáiði fólk uppá móti ykkur fyrir hvað þið þurfið að sjá skrattann allstaðar, flestir sem tjá sig við ykkur meina vel og eru að benda ykkur á þetta en í þrjósku ykkar haldiði áfram að teikna skrattann upp um alla veggi og loft og gólf líka (tengdamamma lætur sér nú duga veggina en hún er líka í eldri kantinum).

Enn haltu áfram að berjast, einhver verður að gera það og þið sem eruð svona baráttuglaðar eruð kjörnar í það, ég skal gera það sem ég get til að standa með ykkur þar sem ég get komið því við en ég nota aðeins aðrar áherslur og vona að það sé í lagi svo lengi sem það skilar einhverju.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 25.7.2007 kl. 16:06

12 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Jamm og jæja. Ætlið þið að segja mér að þið kæmuð með sömu varnarræðuna ef þetta hefði verið "mesti rasistinn" eða "mesti hommahatarinn"? Þið kannski áttið ykkur ekki á því, en ég held samt að þið vitið það innst inni við beinið, að með því að hampa karlrembunni eruð þið að hamla jafnréttinu. Verst þykir mér að allir karlmennirnir sem hafa komið hingað eru að styðja karlrembuna. Þið áttið ykkur vonandi á því að það er ekki hægt að vera bæði jafnréttissinni og karlremba - allavega er ekki hægt að standa undir nafni sem bæði. 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 25.7.2007 kl. 16:21

13 identicon

Er ekki bara allt í lagi að menn þiggi bikara fyrir að vera mestu karlremburnar, mestu rasistarnir eða mestu hommahatararnir? Þeir dæma sig þá bara sjálfir.

Grétar Amazeen (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 16:38

14 identicon

Þið karlmenn eru nú alveg dæmalaust einfaldir í ykkar rökum þykir mér. Þó það sé í gríni, í opnum eða lokuðum hópi þá liggur alltaf einhver alvara þarna á bakvið. Samkvæmt þessu eru engin virðing borin fyrir kvenþjóðinni og þeirra störfum eftir því sem ég les í athugsemd frá Þórhildi. Og talandi um þunglyndi,,,,,,,,,,,,,,ég segi nú bara "margur heldur mig sig". Skúli,,,,,svo varðandi húsbygginguna,,, dáldið léleg rök hjá þér þykir mér .

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 16:59

15 identicon

Dj***...er hægt að nörldra endalaust yfir ekki neinu

Arnbjörn (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 17:44

16 identicon

Ég er karlremba, og finnst ef eitthvað er ég ekki vera nógu mikil karlremba. Ég er t.d of mikil karlremba til að ganga í bleikri úlpu og of mikil karlremba til að nenna að horfa á sorglegar myndir og of mikil karlremba til að fara í hand- og fótsnyrtingu.

En mér finnst það alls ekki skaða karlrembuýmind mína að vilja jafnrétti. Myndi frekar lýsa þeim sem vilja ekki jafnrétti og tala niður til kvenna sem fáfróðum og fordómafullum.

Kannski er karlremba afstætt hugtak?

manuel (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 18:04

17 identicon

Úff hvað þetta eru eitthvað sorgleg verðlaun. Og ennþá sorglegra er að sjá viðbröðin á kommentakerfinu.

Er karlremba eitthvað minni karlremba þótt hún sé í lokuðum hóp? Og hvers vegna í ósköpunum er það eitthvað í lagi að vera með karlrembuverðlaun bara vegna þess að hópur kvenna ákveður að fara í útreið saman? Eru það einhver átómatísk viðbrögð: konur fara í reiðtúr saman, karlarnir taka sig þá saman og fagna því að vera karlrembur og útdeila verðlaunum?

Guðrún (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 18:24

18 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Arnbjörn þetta er skemmtileg umræða fyrir þá sem hafa áhuga á þessum málum og er alls ekki um ekki neytt heldur þvert á móti um alvarleika lífsins og er ég ekki að grínast með það, jafnrétti einstaklinga, hugmyndir einstaklinga um hvert annað og framkoma einstaklinga við hvert annað er bara háalvarlegt mál.

Já Anna ég held að ég hefði litið það sömu grínaugunum ef einhver "lokal" klúbbur hefði kosið rasista eða hommahatara ársins enda hvort tveggja í eðli sínu eðlilegt sjónarmið bara, en ekki eins og þú nefndir fyrr ef það hefði átt að blanda fötluðum í málið.

Magga ég er ekki viss um hvort að ég sé þunglyndur, en takk kærlega fyrir að benda mér á að athuga hvort að svo geti verið, því að það er ekkert útilokað í þeim efnum og oft hefur komið fyrir að þunglyndi hafi farið ílla með fólk og þeirra nánustu áður en það hefur gert sér grein fyrir því að svo sé fyrir þeim komið, ég pantaði bara tíma hjá doktornum og verð þér ævinlega þakklátur fyrir að ég skuli láta athuga þetta og ég tala ekki um ef að ég þarf svo á hjálp að halda sem ég hefði auðvitað ekki fengið annars.

Góður punktur hjá þér Manuel, ég hef nú stundum gaman af sorglegum myndum er ég kanski þunlyndur eftir allt, en auðvitað er karlremba afstætt hugtak

Högni Jóhann Sigurjónsson, 25.7.2007 kl. 18:28

19 Smámynd: Tómas Guðbjörn Þorgeirsson

Þú áttar þig á því Guðrún að sumir lesa kommentin þín og hugsa "úff sorglegt" ;o) 

 Var að kaupa þvottavél í dag og þegar konan í búðinni spurði mig hvort ég vildi ekki fá smá kennslu á vélina (eins og ég karlmaðurinn kynni ekki á þvottavél) þá sagði ég "nei nei algjör óþarfi, konan sér um þvottinn á mínu heimili" og svo skellti ég upp úr, OG afgreiðsludaman líka...Þetta var bara s.s. bara létt spaug en kannski maður fari að passa sig á að segja svona hluti ef maður lendir á svona öfga "réttsýnum" femínista eins og þér Guðrún hmm, með frekar þunnan skráp.  Þetta yrði ansi dapurt og leiðinlegt líf ef maður þyrfti að passa ALLT sem maður vildi segja og gera...

Góðar stundir...

Tómas Guðbjörn Þorgeirsson, 25.7.2007 kl. 19:57

20 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Þú ert tiltölulega djúp Guðrún, hlakka til að sjá meira frá þér.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 25.7.2007 kl. 20:23

21 identicon

"Þið karlmenn eru nú alveg dæmalaust einfaldir í ykkar rökum þykir mér."

 - Kallast þetta ekki kvenremba? Prufum að setja "gyðingar", "blökkumenn", "samkynhneigðir", "öryrkjar" nú eða "konur" í staðinn fyrir "karlmenn" inn í þessa setningu. Þá fyrst yrði allt brjálað.

 Þegar talað er um karlmenn með þessum hætti er það í lagi því það er "samþykkt í okkar samfélagi"

Sigurður Hólm Gunnarsson (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 20:58

22 Smámynd: Hafrún Kristjánsdóttir

Afhverju eruð þið að bera saman það að fá kalrembubikar og að fá hommahatarabikar og "fatlaðabikar"?  Síðan hvenær urðu konur að minnihlutahópi?

Hafrún Kristjánsdóttir, 25.7.2007 kl. 21:12

23 identicon

Það að vera karlremba er ekki jákvætt. Það getur vel verið að einhverjum finnist þetta fyndið, að þetta sé jú bara í einhverjum lokuðum hópi. En það bara skiptir ekki máli. Því af hverju ætti það að breyta einhverju um karlrembu hvort hún er viðhöfð í lokuðum hópi eða ekki? Verður hún eitthvað meira ók við það? Og er karlremba einhvern tímann fyndin?

Held að þeir sem gera lítið úr þessu og finnst þetta vera tuð ættu að lesa kommentið frá dóttur mannsins sem fékk verðlaunin. Það komment er mjög gott og lýsir því einmitt hvernig viðhorf fólks, hvers og eins, skiptir máli hvar sem við erum stödd. Það er ekkert ók að vera karlremba í lokuðum hópi, á einhverjum einum stað.

Guðrún (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 21:34

24 Smámynd: Hafrún Kristjánsdóttir

Guðrún þú spyrð:  Er karlremba einhvertímann fyndin? 

Ég ætla að reyna að svara þér.  Í fyrsta lagi er húmor afstæður þannig í raun getur allt verið fyndið m.a. karlremba.  Það sem þér þykir fyndið þykir mér sennilega ekki fyndið og öfugt.

Fór á bíómynd um daginn, fannst hún svo góð að ég keypti hana á DVD og horfði á hana aftur.  Myndin er um að miklum hluta til um karlrembu.  Karlrembubrandararnir í henni er ógeðslega fyndnir að mínu mati.  Held að fleiri séu sammála mér.  Myndin heitir Borat.  Hefur þú séð hana?  Fannst þér hún ekkert fyndin?

Hafrún Kristjánsdóttir, 25.7.2007 kl. 21:40

25 identicon

Bíddu er þá í lagi að vera kvennremba en ekki karlremba

Bjöggi (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 21:42

26 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Borat myndin er mjög fyndin ég hló mig máttlausa. Þar kom einmitt skýrt fram hvað karlremban er heimsk og fáfróð.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 25.7.2007 kl. 21:51

27 identicon

Alltaf þegar ég kem hérna og les skrifin hjá katrínu og guðrúnu minnkar álit mitt á feministum.. Það er sorglegt því ef feministar væru ekki, þá væri heimurinn hræðilegur.

Hvernig væri að finna einhver alvarleg málefni og hætta þessu væli um ekki neitt alltaf ?

sveinn (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 22:11

28 identicon

Er karlremba skilgreind sem fordómafull hegðun í garð kvenna? Er það þá rangt hjá mér að kalla mig karlrembu? Get ég ekki verið karlremba án þess að það bitni á konum? Ég hef alltaf fundist það vera karlrembulegt að lesa ekki leiðbeiningar með því sem maður kaupir. Er það ekki karlremba að keyra í útlöndum og henda kortinu út um gluggann (því við kunnum sko alveg leiðina... eða þannig)? Er það ekki karlremba að gera alltaf við bílinn sjálfur (þó maður viti ekkert hvað maður er að gera)?

Þetta finnst mér vera svaka karlremba, en svo getur auðvitað karlremban farið út í vitleysu og þá finnst mér þetta vera komið á mörk þess að vera fordómar, ofsóknir og dónaskap, en mér finnst það ekkert alltaf fara saman.

Þar til ég er leiðréttur með löggiltum skilgreiningum á hugtakinu "karlremba" ætla ég að halda áfram að vera stoltur af því að vera karlremba og dauðöfunda þennann mann sem var karlremba Íslands eða hvað það var. 

manuel (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 22:19

29 identicon

Og hverjum dettur í hug að bera karlrembur saman við rasista og hommahatara ?

Og af hverju getur saklaust grín af "karlrembunni" ekki verið fyndið ef borat stendur ekki fyrir því ?

sveinn (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 22:22

30 identicon

Strákar mínir. Að þið skulið nenna þessu!

Valur Þór (IP-tala skráð) 26.7.2007 kl. 00:13

31 identicon

Samkvæmt orðabók er skilgreiningin á karlrembu:

Karl-remba KVK 1 karlmaður sem þykist vera konum fremri sökum kynferðis 2 sú skoðun að karlmenn séu konum fremri sökum kynferðis

Er þessi skoðun eitthvað fyndin? Eru verðlaun sem verðlauna manneskju með þessar skoðanir í lagi? Og vinningshafinn mætir í viðtal í fjölmiðlum þar sem hann hreykir sér af þessum verðlaunum og segist stoltur af þeim?

Hvernig er hægt að verja svoleiðis?

Guðrún (IP-tala skráð) 26.7.2007 kl. 01:39

32 identicon

Hafrún. Málið með Borat er að hann er að gera grín að karlrembunni. Fyndið grín I might add.

Hann er því ekki að sýna af sér alvöru karlrembu og meina hana, heldur er að hann að nota hana til að gera grín að henni og sýna hvað hún er fáránleg.

Guðrún (IP-tala skráð) 26.7.2007 kl. 01:42

33 identicon

Fólk hefur nú mismunandi húmor. Það er ekki hægt að setja reglur um allt og passa sig á öllu því það "gæti" móðgað einhvern.. Forræðishyggja?? Þessi bikar er GRÍN á milli þessara manna. Þeir köfuðu örugglega ekki svona djúpt í hlutinn þegar þeim datt þetta í hug.. og mér finnst orðabókaskýringin á karlrembu vera merkingarlaus miðað við hvað flestu fólki finnst þetta þýða. Yfirleitt er þetta jú bara í nösunum á köllunum þótt þeir láti stundum svona. Þótt það sé fyndið að gera grín að einhverju, þá þýðir það ekki að maður hati hlutinn..

Ef fólk má ekki hafa sinn húmor í friði fyrir öðrum, (auðvitað svo lengi sem það er ekki alveg út fyrir öll mörk) þá er nú fokið í flest skjól finnst mér.

Sunna (IP-tala skráð) 26.7.2007 kl. 10:12

34 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

manuel... þú ert enginn bévítans karlremba heldur fyrirmyndarfemínisti! Þú ert bara að rugla saman karlrembu og karlmennskuímyndum

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 26.7.2007 kl. 10:36

35 Smámynd: Svanfríður Lár

Ég hef nú alltaf litið á orðið karl-remba í þeim skilningi að þessar elskur séu bara óöruggir mömmu strákar að leita að réttu karl ímyndinni. Það voru nú einu sinni konur sem drengina ólu og það læra drengir sem fyrir þeim er haft.  Það er í valdi kvenna að breyta viðhorfinu... í upphafi, heima fyrir...er það ekki?

Svanfríður Lár, 26.7.2007 kl. 11:01

36 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Góður punktur Svanfríður.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 26.7.2007 kl. 13:17

37 Smámynd: Þarfagreinir

Frábært hversu miklar umræður spinnast oft hér um mál sem virðast í fyrstu einföld og sakleysisleg.

Ég er sammála því viðhorfi að það er ekki jafn fyndið og þessum köllum virðist finnast það að útdeila karlrembuverðlaunum. Hins vegar endurspegla hörð viðbrögð margra okkar af yngri kynslóðinni við svona skopi að sannur karlrembuháttur er sem betur fer deyjandi fyrirbæri. Eins og Katrín bendir á, þá er það sem manuel kallar karlrembu ekkert annað en hefðbundinn mismunur milli dæmigerðra áhugasviða kynjanna - slíkt hefur ekkert með hugmyndir um að karlar séu konum æðri að gera, eins og karlrembuháttur þýðir í hefðbundnum skilningi þess hugtaks. Hið sama endurspeglast í viðbrögðum þeirra sem finnst Katrín vera að gera allt of mikið úr þessu máli - það fólk lítur augljóslega ekki á karlrembu sem slík viðhorf; annars myndi það örugglega fordæma fyrirbærið.

Engu að síður er þó alltaf verk að vinna í því að koma á jafnri stöðu kynjanna og auknum áhrifum kvenna í öllum sviðum þjóðfélagsins ...

Þarfagreinir, 26.7.2007 kl. 14:48

38 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Svana - reyndar er það nú svo að krakkarnir eiga bæði mömmu og pabba - og því ekki síður hlutverk pabbanna að innræta þeim góð og jafnréttissinnuð gildi. Þar fyrir utan þekki ég slatta af mömmum sem hamast við að ala börnin sinn upp á jafnréttissinnaðan hátt en börnin verða fyrir stanslausum árásum úr umhverfinu sem ganga þvert gegn því gildismati sem þeim er innrætt. Þau öfl eru oft svo sterk og koma úr svo mörgum áttum að eitt foreldri má sín lítils... þrátt fyrir góðan og mikinn vilja. 

Þargagreinir.  Reyndar er það nú svo að viðhorfskönnun varðandi jafnrétti kynjanna leiddi í ljós að yngri kynslóðin (minnir að aldursbilið hafi verið 18 - 30 ára) er íhaldssamara þegar kemur að jafnrétti heldur en aldursbilið fyrir ofan. Framförin er ekki línuleg upp á við... Enda ekki skrýtið í ljósi þess að við erum ekki að láta börnunun í té þá þekkingu og verkfæri sem þau þurfa til að færast fram á við. Minni líka á rannsókn sem var í fréttum fyrir ekki svo löngu þar sem fram kom bakslag í viðhorfum unglinga í dag frá því fyrir 10 árum. 

Orðið karlremba hefur ekkert öðlast nýja merkingu þó sumir rugli því saman við karlmennskuímyndir. Ágætt að hafa það líka í huga að karlmennskuímyndir eru stundum gegnsýrðar af karlrembu... Skilgreiningin sem Guðrún kom með úr orðabókinni nær ágætlega yfir hugtakið - og það hversu meðtekið orðið er sýnir vel hversu viðurkennt og samþykkt kynjamisrétti er í okkar samfélagi.  

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 26.7.2007 kl. 16:23

39 identicon

Svanfríður. Er það nú allt í einu orðið á ábyrgð kvenna að útrýma karlrembu? Bera sem sagt feður og þeir sem eru með karlrembu enga ábyrgð allt í einu heldur bara kvenþjóðin?

Las einu sinni bók eftir Amy Tan, The Kitchen Gods Wife, og þar var verið að fjalla um Kína. Þar var einmitt viðhorfið að allt sem karlmenn gerðu rangt væri mæðrum þeirra að kenna. Ekki karlmanninum sjálfum, ekki föður hans, heldur móðurinni. Hún bar alla skömmina. Er það svoleiðis sem þú lítur á þetta?

Og varðandi húmor, er allt fyndið? Er hægt að grínast með hvað sem er? Því það getur vel verið að einhverjum finnist þetta fyndið, en málið er að það finnst það ekki öllum. Og eiga þeir sem finnst þetta ekki fyndið bara að þegja til að móðga ekki hina?

Og þegar þetta rosalega fyndna karlrembuviðhorf er í alvörunni til staðar hjá þeim hóp sem er að útdeila verðlaununum? Dóttir mannsins sem fékk verðlaunin segir að svo sé. Hún segir að þeir séu í alvörunni karlrembur og að faðir hennar hafi ekki getað staðið uppi í hárinu á þeim. Er þetta þá fyndið? Að karlrembur séu að útdeila karlrembuverðlaunum? 

Guðrún (IP-tala skráð) 26.7.2007 kl. 16:34

40 identicon

Guðrún: Noh! Þoli ekki lúta í lægra haldið í samræðum . En þetta er bara eins og "góður kinnhestur frá fallegri konu"

Katrín

Ég er sko heldur betur ekki feministi. Hef meira að segja drukkið Kók Zero (samt bara 0,5 líter, finnst þetta vondur drykkur) og hef gjóað augum að fallegum konum, hlæ að neðanbeltishúmor og horfi nær eingöngu á hasarmyndir með engum boðskap og horfi á þætti uppfulla af staðalýmyndum.

Feministi? Nei, ekki til í dæminu.

manuel (IP-tala skráð) 26.7.2007 kl. 17:13

41 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Já já manuel. Reyndu bara. Þú veist samt að sannir karlmenn eru femínistar. Það er framtíðarkarlmennskuímyndin. Sumir karlmenn hafa fattað þetta á undan sinni samtíð. John Stuart Mill fattaði þetta fyrir rúmum 100 árum og eflaust nokkrir á undan honum. Svo hafa einn og einn fattað þetta síðan. Bráðum kemur að massanum - þeir sem vilja láta minnast sín í sögubókunum eins og þeim framsýnu karlmönnum sem áttuðu sig á að það væri réttlátast að konur fengju kosningarétt til jafns á við karla! 

ps. svo veistu að kók zero er í daglegu tali kallað kjánakók...  

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 26.7.2007 kl. 17:22

42 identicon

Þú hljómar reyndar alltaf fyrir að vera eitthvað mun meira en feministi katrín..

arnór (IP-tala skráð) 26.7.2007 kl. 17:59

43 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Já, er reyndar fullt í viðbót við að vera femínisti. Þetta blogg er nú samt tileinkað femínistanum í mér að lang mestu leyti. Því nokkuð hissa að þú skulir sjá út fleiri hliðar... 

Annars nokkuð viss um að það var ekki þetta sem þú meintir. Mest lítið við því að gera. Sumum finnst jöfn tækifæri óháð kyni, virðing á milli kynja og 50/50 vera öfgar. Sjálfri finnst mér það verðugt verkefni og falleg framtíðarsýn. 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 26.7.2007 kl. 18:03

44 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Ég heyrði byrjunina á þessu viðtali í morgun og viðurkenni að ég reyni að loka eyrunum þegar ég heyri svona rugl. Fannst ég þó taka eftir því að bikarhafinn hefði fyrirvara á því karlrembubikar væri í rauninni góður hlutur.

Það getur vel verið að þetta hafi allt verið í "gríni" hjá þessum köllum, en þeir ættu að sjá að fyrir öðrum er karlremba ekki grín, og haga málflutningi sínum í samræmi við það, að taka tillit til annarra sem ekki líkar. Kemur einmitt fram í viðbrögum Þórhildar og líka hvers vegna að "alvöruleysi" grínsins er ekki afsökun: Grín, sem kannski hefur ekki djúpa merkingu, virkar sem dragbítur.

Munurinn á karlrembu og hommahatri í þessu samhengi er sá að það hefði ekki hvarflað að RÚV að segja frá bikar fyrir hommahatur. En það er bara ekkert óskaplega langt síðan sams konar homma- og lesbíubrandarar voru "mainstream". Þeir voru ekkert allir jafnslæmir, en sem heild virka þeir sem dragbítur á jafnréttisbaráttu.

Hafðu það gott í fríinu, þínu, Katrín.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 26.7.2007 kl. 19:56

45 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ég get ekki lesið það svo að Svanfríður hafi sagt að mæðurnar ættu að ala börnin upp einar heldur er það þannig að mestu ennþá og einfaldlega hægur heimagangurinn með það fyrir mæður að ala á því við drengina að við erum öll einstalingar sem eru samferða í lífinu,  þannig skyldi ég hana, en auðvitað eiga feðurnir að vera gildir í uppeldinu og sem betur fer sjást alltaf fleiri og fleiri feður með börnum sínum vonandi farnir að vinna minna en mín kynslóð gerði og vera meira með fjölskyldunni, s.s. hjálpa konum sínum með börnin í það minnsta á meðan hún eldar matinn og þá getur hún líka notað tímann og tekið úr þvottavélinni eða eitthvað á meðann hann er heima.

Íngólfur ég er bara ekki sammála þér með það að þessi hópur hafi neytt átt að kalla hópinn sinn eitthvað annað ,okkur kemur það bara hreint ekkert við hvað þeir kalla hópinn sinn og höfum ekkert með það að ætla að beyta þá því ofbeldi að ætlast til að þeir breyti því, það er þá bara sami hugsunnarhátturinn og femínistar eru að reyna að breyta hjá okkur körlunum það væri þá einhverskonar remba gagnvart þeim eða svipað og ja bara alvegeins og þegar skrattinn hitti ömmu sína, ekki satt.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 26.7.2007 kl. 22:20

46 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Högni: Var ég að leggja til ofbeldi við einhvern? Ef ég var á annað borð að leggja eitthvað til var það spurning um kurteisi og skilning á því að orð geta meitt á margvíslegan hátt. Ég vil gjarna breyttan hugsunarhátt margra karla um samskipti kynja og tek undir flest rök femínista en þó kannski allra helst er ég hrifinn af því innsæi sem femínisminn gefur okkur. Loks í þetta sinn: Það er líka hægt að nota hann körlum til hagsbóta, þótt það sé langt frá því að vera aðalástæðan til þess að ég aðhyllist hann.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 27.7.2007 kl. 00:23

47 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ingólfur fyrirgefðu, ég veit ekki alveg hvernig ég gat misskilið þitt innlegg í gær ég las það aftur núna mér fannst í gær að þú hefðir sett útá að þeir skyldu kalla hópinn sinn karlrembuhóp en talar bara ekkert um það og biðst ég afsökunnar.

Ég er alveg sammála þér Ingólfur, en ég er yfirleytt ósáttur við aðferðarfræðina eins ég er búinn að vera að reyna að koma að hér.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 27.7.2007 kl. 10:34

48 Smámynd: Steinar Örn

Ég hef nú ekki heyrt þetta viðtal en býst við að þarna hafi verið um meinlaust grín að ræða sem fáir taka alvarlega.

Auðvitað búum við í karllægu og karlrembuþjóðfélagi þó að það fari minnkandi (hversu hratt það fer minnkandi má deila um endalaust).

Aftur á móti eru einnig kvenrembusjónarmið ráðandi á ýmsum sviðum og það virðist bara vera mesta mál því margir virðast telja að það vegi bara upp á móti karlrembusjónarmiðunum. Til dæmis gerðu vinkonur mínar óspart grín að mér þegar uppáhalds bolurinn minn hljóp í þvotti. Sögðu að svona færi þegar karlar ættluðu að sýna hvað þeir væru góðir í húsverkunum.

Annað dæmi sem kemur uppí hugann er frá seinasta vetri þegar karlstripparar komu í heimsókn í Kastljósinu auk þess að fá mikla umfjöllun á léttbylgjunni fm 96,7. Ekki heyrði ég nein mótmæli við því of ekki tók ég eftir að RÚV og Kastljósið væru sökuð um karlfyrirlitningu og sniðgengið. Allavega virðist þú ennþá hlusta á ríkisútvarpið þó að þú sniðgangir vörur og fyrirtæki sem gerast sek um kvenfyrirlitningu.

Steinar Örn, 31.7.2007 kl. 14:25

49 identicon

Steinar. Hvernig væri að þú myndir hlusta á viðtalið áður en þú ferð að dæma hvort þetta sé "meinlaust grín"?

 Og svo voru mótmæli vegna stripparanna. Femínistar mættu í útvarpsviðtal hjá RÚV og svo viðtal á NFS.

Hvernig vinkonur þínar koma fram við þig er ekki eitthvað sem femínistar geta gert neitt við.

Guðrún (IP-tala skráð) 2.8.2007 kl. 07:50

50 Smámynd: Steinar Örn

Guðrún: 

Ég var alls ekki að dæma eitt eða neitt um viðtalið. Ég sagði: "ég býst við að um grín hafi verið að ræða" enda hljómar þetta eins og brandari. Vinsamlega ekki leggja mér orð í munn ég er fullfær um það sjálfur.

Þessi mótmæli gegn karlstrippurunum hafa verið það látlaus að ég varð þeirra ekki var enda hafði ég ekki hugmynd um þau fyrr en nú en greinilega undu þau ekki uppá sig líkt óg mótmælin við klámráðstefnunni. Það segir mér bara ýmislegt um hugarfar þjóðarinnar.

"Hvernig vinkonur þínar koma fram við þig er ekki eitthvað sem femínistar geta gert neitt við". Ég hélt einmitt að femínistar vildu sporna við fyrirframgerðum kynjahugmyndum og fordómum í samfélaginu. Hvers vegna ekki að vinna líka gegn hugmyndum um fyrirframákveðinni vankunnáttu karla? Eða telur þú að femínistar og aðrir jafnréttissinnar eigi eingöngu að beita sér fyrir málum þar sem hallar á konur?

Steinar Örn, 2.8.2007 kl. 11:17

51 identicon

Steinar. Það varst þú sjálfur sem sagðir að þú hefðir ekki hlustað á viðtalið en þú byggist við því að þetta væri grín og bættir meira að segja við að fáir myndu taka þetta grín alvarlega. Hvað er það annað en dómur?

Og bara vegna þess að þú tókst ekki eftir mótmælunum vegna Chippendale þýðir ekki að þau hafi ekki farið fram. Auðvitað voru þau ekki á sama skala og vegna ráðstefnunnar hér á landi enda var það miklu stærra dæmi. Það er ekki hægt að bera það saman.

Þetta með vinkonur þínar ætla ég ekki að svara. Ef þú ert að ætlast til þess að femínistar fari að lesa yfir hausamótunum á vinkonum þínum eða bera á einhvern hátt á þeim þá er það algjör vitleysa. Þær bera ábyrgð á sér sjálfar. Eða ert þú að ætlast til þess að femínistar beri ábyrgð á hegðun annarra kvenna?

Guðrún (IP-tala skráð) 3.8.2007 kl. 02:38

52 Smámynd: Steinar Örn

Guðrún

Ef ég hlusta á viðtalið og fullyrði eitt eða annað um hana er ég að leggja dóm á hana. Ef ég hef ekki heyrt það get ég samt sem áður velt vöngum yfir því. Ég sagði að ég byggist við að viðtalið væri grín sem fáir taki alvarlega, enda heyrist mér það á flestum sem ég hef heyrt tala um þetta blessaða viðtal.

Ég fullyrti aldrei að mótmæli gegn karlstrippurunum hefðu ekki farið fram.

"Og bara vegna þess að þú tókst ekki eftir mótmælunum vegna Chippendale þýðir ekki að þau hafi ekki farið fram" Auðvitað veit ég það. Ég veit að hlutir gerast sem ég tek ekki eftir. Aftur á móti skil ég ekki hvers vegna þú ert að segja mér það.

En eins og ég sagði áður þá voru þessi mótmæli það látlaus að þau fóru algjörlega fram hjá mér. Ég vona að komu kvenstrippara í Kastljósið yrði mótmælt það hressilega að ég tæki eftir því. 

 "...ert þú að ætlast til þess að femínistar beri ábyrgð á hegðun annarra kvenna?" Svar: Nei. Ég ætlaðist aldrei til að femínistar eða neinn annar ætti að bera ábyrgð á öðrum fullorðnum einstaklingum! Hvernig gast þú lesið það út úr orðum mínum?

Ég minntist eingöngu á þetta sem dæmi um vinkonur mínar til að minna á að fordómar gagnvart körlum þekkist líka Í SAMFÉLAGINU. Varla ertu svo einföld að halda að ég hafi minnst á þetta dæmi til að femínistar færu heim til þeirra og skömmuðu þær og bæðu mig afsökunar

Ég er að segja að jafnréttisbarátta ætti að snúast um að rétta hlut kvenna þar sem á þær hallar og rétta hlut karla þar sem á þá hallar. Og sama gildir auðvitað um alla hópa sem búa ekki við fullt jafnrétti. Með þessu tel ég að hægt sé að fá fleiri (karla og konur) til að leggja jafnréttisbaráttunni lið og vinna gegn þeim neikvæða stimpli sem femínistar hafa í hjá mörgum.

Hvernig mögulega geturu túlkað þá skoðun mína að hún snúist um að femínistar eigi að "lesa yfir hausamótunum" á öðrum konum!?

Telur þú kannski að eina leiðin til að breyta viðhorfum samfélagsins sé að lesa yfir hausamótunum á hverjum og einum sem kemur með fórdómafulla athugasemd?

Þú svarar samt ekki spurningu minni úr seinustu athugasemd um hvort að femínistar og aðrir jafnréttissinnar eigi eingöngu að beita sér fyrir málum þar sem hallar á hlut kvenna. 

Steinar Örn, 3.8.2007 kl. 18:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband