Ofbeldi að aukast segir löggan

Samkvæmt fréttum RUV í morgun er ofbeldi að aukast. Hvernig ætli standi á því? Við höfum nú tölvuert rætt um áhrif kláms á kynferðisofbeldi... og einnig að tengslin eru ekki einföld heldur flókin og sambland af fleiri þáttum. Sú ofbeldisdýrskun sem tröllríður samfélaginu hlýtur að hafa einhver áhrif. Hvað er það annars sem heldur okkur "innan marka", ef svo má að orði komast? Jú, það er einmitt siðferðið, lögin og þau gildi að vilja ekki meiða eða skaða aðra. Því miður er ofbeldi nátengt sumum karlmennskuímyndum nútímans (og svona til að árétta fyrir þá sem ekki ennþá skilja... þá eru orðin karlmaður, karlmennska og karlmennskuímynd ekki samheiti).

Ofbeldisdýrkun er haldið að karlmönnum, hvort sem það er í gegnum leikföng, öskudagsbúninga, ofurhetjur, action myndir, ævintýri, tölvuleiki og fleira í þeim dúr. Þetta hlýtur að hafa áhrif. Að sama skapi er ekki ólíkegt að ofbeldi kvenna aukist þegar áherslan er á að konur eigi að taka upp karlmennskuímyndir til að vera töff... Það ætti líka að vera kommon sense... 

Besta leiðin til að berjast gegn ofbeldi er að hafna ofbeldi og ofbeldisdýrkun... held samt að við séum allt of sjálfhverf sem samfélag til að vera fær um það!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér sýnist ad ofbeldi baedi hjá karlmönnum og konur hefur sameiginleg ástaedi: frjálsmarkadurinn og hugmyndin nútimans sem segir ad vid verdum ad ver(d)a einhver í thetta samfélag. Áherslan liggur á "ég ég ég" sem thydir ad vid hugsum frekar um sjálfan okkar. Munurinn á milli karlmanna og konar? Karlmenn fara frekar í likamlegar árásar, konur nota ordin...

stefan (IP-tala skráð) 4.6.2007 kl. 12:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 332473

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband