Kolefnisjöfnun, endurvinnsla og neysla

Það verður að segjast eins og er að við erum ekkert sérstaklega umhverfisvæn á þessu heimili. Við erum jú vissulega hætt að henda dagblöðum og því gífurlega magni af ruslpósti sem berst inn á heimilið og uppi eru fögur fyrirheit um að ná að endurvinna mun meira af því rusli sem til fellur. Eins höfum við breytt innkaupum að einhverju leyti og erum meðvituð um halda keyrslu á einkabílnum innan einhverra marka... Og svo höfum við auðvitað hjólað einu sinni í vinnuna! Wink

En betur má ef duga skal. Við höfum aðeins velt fyrir okkur kolefnisjöfnuninni sem mikið er auglýst og talað um þessa dagana. Það hefur verið tvennt sem við höfum verið að spekúlera í því sambandi. Annars vegar að það væri nú eiginlega skynsamlegra að verja fé í uppbyggingu regnskóga, allavega að hluta til, og hins vegar hvort að kolefnisjöfnun yrði notuð sem afsökun til að draga ekki úr mengun. Rétt í þessu kíkti ég á heimasíðu Kolviðs, sem er fyrirtækið sem heldur utan um kolefnisjöfnunina og fjárfestir í skógrækt. Mér til mikillar gleði er báðum þessum spurningum svarað þar. Lögð er áhersla á að fólk átti sig á að það þarf að draga úr mengun samhliða því að byggja upp. Eins er tekið fram að í framtíðinni standi til að fjárfesta í sjóðum og taka þannig þátt í verkefnum varðandi uppbyggingu regnskóga. 

En betur má ef duga skal. Heimasíða Sorpu er mjög fróðleg og gagnleg fyrir þau sem eru í endurvinnsluhugleiðingum. Svo er þetta sniðugt verkefni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kolefni og kolvetni eru langt frá því að vera sami hluturinn

Guðmundur I. Halldórsson (IP-tala skráð) 28.5.2007 kl. 18:40

2 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Ha hvað meinarðu???

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 28.5.2007 kl. 20:04

3 identicon

Amma mín sagði einusinni að þeir sem litu út fyrir að vera fullkomnir, þyrftu að líta þannig út því þeir þyrftu að fela svo mikið.

Það þýðir ekki bara að koma með einhverjar uppskriftir af heilsusamlegum máltíðum, sögum af hjólreiðatúrum, baráttu gegn óréttlæti og baráttu fyrir umhverfismálum. Það þyrfti að koma ein og ein færsla þar sem þú segir frá því þegar þú liggur í sófanum og horfir á bíómyndir með engum boðskap, og úðar í þig sælgæti. Eða segir frá fyrirlestrum sem voru ekki áhugaverðir og segir frá bókum sem voru algjör tímasóun að lesa. Eða eitthvað sem upphefur þig ekki. 

 Maðurinn er ófullkominn og þeir sem viðurkenna það, og eru ekki sífellt að reyna að sýna fram á að þeir séu undantekningin frá reglunni eru þeir sem lifa sáttir.

Þetta er skrifað meira í gríni en alvöru. 

manuel (IP-tala skráð) 29.5.2007 kl. 00:42

4 identicon

svo er líka hægt að fá moltutunnu hjá reykjavíkurborg og það er ógeðslega sniðugt fyrir svona lóðareigendur eins og okkur. minnkar niður í ekki neitt ruslið sem fer í ruslið þegar kona er bæði með endurvinnslutunnu og þessa: http://www.rvk.is/PortalData/1/Resources/skjol/rafraen_reykjavik/umsoknir_pdf/Kaupleigusamningur_um_jar%c3%b0ger%c3%b0artank.pdf

 bara svona, ruslanördakomment frá mér

fífa (IP-tala skráð) 29.5.2007 kl. 18:47

5 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Damn manuel. Eftir að ég las þetta komment þitt þá klæjar mig í puttana að setja inn hvert innleggið á fætur öðru þar sem ég lýsi yfir 100% fullkomleika og tek dæmi því til sönnunar....! Er næstum að standast freistinguna en samt ekki alveg.... Fann út hjá Beggu í gær að ég get tekið alls konar heilapróf - tók 2 og er með balanced brain (sem er best ) og svo tók ég eitthvað annað test sem sagði að ég væri ógeðslega klár...


Katrín Anna Guðmundsdóttir, 29.5.2007 kl. 23:17

6 Smámynd: Tómas Guðbjörn Þorgeirsson

Já þið eruð allar fullkomlega ófullkomnar hehe  

Tómas Guðbjörn Þorgeirsson, 30.5.2007 kl. 14:31

7 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Tómas svo ertu alltaf að saka okkur um dónaskap...  Kenndi pabbi þinn þér ekki að aðgát skal höfði í nærveru sálar? Finnst þú eigir nú stundum að segja eitthvað gott um okkur!

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 30.5.2007 kl. 15:34

8 Smámynd: Tómas Guðbjörn Þorgeirsson

ja þarna hittirðu illa á það maður með þetta nærveru sálar dæmi...ég þekki pabba minn nánast ekki neitt!!!  Áttir ekki að gefa þér það að allir séu með pabba sína til að ala sig upp...

En svona smá hrós í tilefni dagsins...og ætla ég að stela því úr frægri mynd..."you make me wanna be a better man" hehehe er það ekki tilgangurinn með þessari síðu annars, betri manneskjur   Hlýt nú að hafa fengið nokkuð marga punkta fyrir þetta ha??

Tómas Guðbjörn Þorgeirsson, 30.5.2007 kl. 15:56

9 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Úps... já aðgátin á oftar við en ekki... Með auknu jafnrétti fjölgar vonandi þeim sem þekkja pabba sinn vel

Og jú, þú færð fullt af punktum fyrir þetta

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 30.5.2007 kl. 16:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 332474

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband