Auglýsingar og markaðssetning

Steinunn Stefánsdóttir skrifar stórfínan leiðara í Fréttablaðið í dag um kynhlutverk í auglýsingum. Þar kemur hún meðal annars inn á zero auglýsingarnar og fermingarauglýsingarnar þar sem strákurinn er með skoðanir og stelpan er ritarinn! Ungur nemur, gamall temur er í fullu gildi... 

Í kjölfar þess að lesa leiðarann var ekki annað hægt en að staldra aðeins við á bls. 28 og hugsa um tvær greinar þar. Annars vegar er Hafdís Huld að leika í auglýsingu fyrir Reyka Vodka. Auglýsingin er hálfgerð teiknimynd... Hafdís Huld leikur á móti teiknuðum hundi í auglýsingunni. Í greininni stendur: "Karakterinn sem hún leikur hlýtur að teljast nokkuð barnslegur í framkomu." Hver ætli markhópurinn fyrir Reyka Vodka sé? Að mér læðist sá grunur að verið sé að herja inn á unga markhópinn, en fyrir það hafa áfengisframleiðendur einmitt verið þekktir... beina markaðssetningu sinni að börnum og unglinum! 

Fyrir neðan greinina um Hafdísi Huld og áfengisauglýsinguna er umfjöllun um væntanlegan disk frá strákunum í mínus. Forsíðuna prýðir nakin kona... frumlegt... nema nú er hún ekki í hlutverki kynlífshjálpartækisins heldur er vísað í hana sem hval en á plötuumslaginu stendur  "The great northern whalekill". Ljósmyndarinn er karlkyns, hönnuðurinn er karlkyns, hljómsveitin er karlkyns... en sú sem er drepin er kvenkyns... frumlegt eða bara sama gamla sagan??? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kollegur þínar á feministing voru nú frekar hrifnar af auglýsingunni og ég held að þeir sem hafi séð sjálfa auglýsinguna skilji að henni er frekar beint til fullorðins fólks þótt við sögu komi teiknaðar verur.  Sjá: http://feministing.com/archives/006823.html 

Nb, þetta er ekki hundur í auglýsingunni heldur mörgæs eða lundakvikindi. Maður á ekki að trúa öllu sem maður les í blöðunum.

Tómas Jónsson (IP-tala skráð) 30.4.2007 kl. 11:48

2 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

hehe... var ekki búin að sjá auglýsinguna... Fréttablaðið sleppti alveg að segja frá femíníska vinklinum Tek alveg undir það hjá stöllum mínum í Feministing að þetta er bráðskemmtileg auglýsing... sem breytir hins vegar ekki því að mér finnst að ekki eigi að beina áfengisauglýsingum að ungum markhópum... 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 30.4.2007 kl. 11:59

3 identicon

ég held að öllum heilvita manneskjum finnist að ekki eigi að beina áfengisauglýsingum að börnum og unglingum. Ég held bara að hér sé ekki verið að gera það þótt Hafdís sé sett í teiknimyndaumhverfi. Teiknimyndir eru ekki sjálfkrafa barnefni. Datt bara í hug þú hefðir gaman af því að sjá sjálfa auglýsinguna í staðinn fyrir að lesa illa unnar frétt í íslenskum hroðvirknisfjölmiðli.

Tómas Jónsson (IP-tala skráð) 30.4.2007 kl. 12:35

4 identicon

Þessi auglýsing er ekki að fara í íslenskt sjónvarp.

Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 30.4.2007 kl. 15:51

5 identicon

Jú jú sletta bara 0,0% í hornið og segja Létt vodka

Bergur (IP-tala skráð) 30.4.2007 kl. 16:04

6 Smámynd: erlahlyns.blogspot.com

Ég er ákaflega ánægð með boðskap Hafdísar Huldar í auglýsingunni. En hvað er lundinn að gera við fótlegginn hennar?

erlahlyns.blogspot.com, 30.4.2007 kl. 18:11

7 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Erla hvað heldurru eiginlega??? ... í sömu andrá og verið er að tala um þá sem finnst konur bara vera til eins...

hrólfur - svona athugasemdum er hent. hér eru misjafnar skoðanir velkomnar en hvaða dónaskapur eða hate speech er ekki liðið. set þetta inn svona fyrst þú ert nýr...  

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 30.4.2007 kl. 18:24

8 Smámynd: erlahlyns.blogspot.com

Jú, þá er þetta það sem ég hélt. Ég vildi bara ekki trúa því... Var að vona að ég væri að missa sjónina. 

Og ég sá einmitt þetta innlegg Hrólfs sem var fyrir neðan allar hellur.  Ég er fegin að þú tókst það út.

erlahlyns.blogspot.com, 30.4.2007 kl. 18:37

9 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

nei, sem ég segi... þessi auglýsing er ætluð fyrir ungan markhóp... yngsta drykkjufólkið...

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 30.4.2007 kl. 18:45

10 identicon

Drykkjufólk hvar?

Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 30.4.2007 kl. 20:16

11 identicon

Ok, þetta dæmi með kókið er til að fá karlmenn eins og mig(unga) til að kaupa kók zero þar sem það eru bara konur sem geta haft skoðanir á dietdrykkjum, snyrtivörum, sælgæti, börnum, jafnréttismálum, ráðningum í stjórnunarstörf og launamisrétti osfrv. Held að það sé verið að stappa stáli í unga drengi sem eru með minnimáttakend gagnvart kvennkyninu, og ekki er vanþörf á, karlmenn eru síðast þegar ég gáði ein verstu úhrökk heimsins og upphaf allra vandamála.

Með reyka vodgann, þá held ég að það sé verið að höfða til ungs fólks aftur. Verð nú bara að segja að mér er alveg sama þótt ungt fólk drekki. Ahverju þarf unga fólkið í dag að hegða sér betur en unga fólkið í gamla daga. Mér finnst það bara partur að þvi að vera ungur er að fá að rugla soldið og klessa á nokkra veggi.

Þetta síasta dæmið með hvalinn skil ég ekki alveg pointið í. En kannski er rokk meira fyrir unga drengi sem stelpur kalla oft baranlega stráka með draumóra sem gera ekkert nema að leika sér. Kannski ef það væru fleirri stelpur tilbúnar að sleppa af sér beislinu og ekki vera svo fockings alvarlegar alltaf eins og verstu feministarnir eru búnir að kenna þeim þá væru kannski fleirri stelpurokkbönd en eru í dag.

Svo finnst mér ósanngjarnt að stelpur eru sýndar sem bráð. Það séu alltaf strákarnir sem þurfa að fara að veiða gellurnar. Afhverju má stelpa ekki bjóða strák út eða reyna við hann að fyrra bragði. Afhverju er aldrei mynd af hjálparvana strák sem er búið að veiða með örvum ástargyðjunna ???

Skúli (IP-tala skráð) 1.5.2007 kl. 05:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband