Auglýst eftir vændiskaupendum

Í þetta sinn ætla ég að auglýsa eftir vændiskaupendum - að þeir gefi sig fram í athugasemdum við þessa færslu. Skilyrði að fullt nafn fylgi - og frábært ef mynd fylgdi með. Það eru nefnilega svo margir sem tala um að með því að hafa vændi refsilaust eða löglegt þá verði það allt upp á yfirborðinu. Hér er tækifæri til að sýna það og sanna! 

ps. Innleggjum frá nafnlausum vændiskaupendum verður eytt - enda eru þeir ekki upp á yfirborðinu heldur "neðanjarðar". Jafnframt skal tekið fram að þessi færsla er ekki sett fram í "viðskiptalegum" tilgangi - heldur bara til að sjá hversu margir vændiskaupendur eru tilbúnir til að koma fram undir nafni.

Af gefnu tilefni... þeir sem vilja tjá sig um málið en eru ekki að stíga fram í dagsljósið sem vændiskaupendur - er bent á að tjá sig hér


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Að vændi sé uppi á yfirborðinu þýðir ekki að nöfn viðskiptavina séu birt opinberlega, frekar en í öðrum rekstri.  Það þýðir að vitað sé hvar slíkur rekstur fer fram, og hægt að hafa eftirlit með honum.  Ég veit ekki um neinn rekstur þar sem fram kemur listi yfir þær persónur sem eiga viðskipti við fyrirtækið. 

Skarphéðinn (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 01:00

2 identicon

Eins gott að þú tókst það fram að þetta væri ekki sett fram í "viðskiptalegum tilgangi" af þinni hálfu, annars hefði ég opinberað nafn mitt og kennitölu, ásamt því að gefa upp kortanúmer og leyninúmer, þvílíkur er kynþokkinn (þetta er auðskilin kaldhæðni vona ég).

Annars er símanúmerið hjá Heather Mills 012-364-1224.  Því miður er skrokkurinn á Ann Nicol Smith orðin kaldur og því ekki mjög ísmeygilegur, en allt er hey í harðindum.

 En ég geri ráð fyrir að Paul gamli verði hvað úr hverju dregin fyrir rétt, ekki fyrir að misnota einfætta fórnarlambið kynferðislega, heldur fyrir að borga henni miljarða til að fá frið fyrir ofsóknum, ala feministaréttlætið.  Það er nefnilega ekki spurning um malavöxtu, heldur kynferði þegar feministar ákvarða sýkn og sekt.

Þrándur (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 02:04

3 Smámynd: Hafliði

Viðurkenni fáfræði og biðst velvirðingar. Hef staðið í þeirri trú árum saman að vændi væri leyfilegt á Íslandi svo lengi þem þriðji aðili væri ekki með í spilinu. Hef jafnvel skýrt þetta út fyrir útlendingum. Hvað breyttist nákvæmlega með þessum nýju lögum?

Hafliði, 29.3.2007 kl. 04:18

4 Smámynd: Sylvía

eins og að stinga hendinni í drullupoll að opna fyrir þessa umræðu... Þvílíkir mannkostir sem tjá sig hér...

Sylvía , 29.3.2007 kl. 09:24

5 Smámynd: Sylvía

Annars gæti ég nefnt nokkra með nafni sem hafa gortað sig af vændiskaupum við mig eða aðra. Kannski koma þeir sjálfir fram hér??

Sylvía , 29.3.2007 kl. 09:25

6 Smámynd: Björn Heiðdal

Ég er alveg hættur að botna í þessari umræðu hjá Katrínu og öðrum sem hafa rétt fyrir sér.  Vandamálið hlýtur að vera eftirspurnin en ekki framboðið.  Og til að svara spurningu sem Katrín beindi til mín þá skal ég alveg reyna að hjálpa þessum körlum með smá stuðningi úr ríkissjóði.

Svo er ég líka alveg hættur að botna í þessu femínista tali.  Hvað er femínisti eiginlega.  Bæði Ingvi Hrafn Jónsson og Katrín segjast vera femínistar.  Spurning hvort Ingvi sé frjálslyndur femínisti og Katrín róttækur?

Björn Heiðdal, 29.3.2007 kl. 10:44

7 Smámynd: Ingólfur Þór Guðmundsson

Þú ert semsagt að leita að vændiskaupendum , ertu að leita að kaupendum þá fyrir sjálfa þig , ertu pimp fyrir einhverja aðra, eða hvað er málið ?          (er annars ekki enn ólöglegt að bjóða fram þjónustu sína )

Ég segi það fyrir sjálfan mig, að ég hef aldrei borgað fyrir kynlíf. En ég er alveg pottþéttur á því að ef að löngunin í það kæmi. Þ.e.a.s. ef að ég væri ekki gjaldgengur inná hinn "almenna markað", þá myndi ég klárlega leita í þessa þjónustu.

Í fjölmörgum Evrópulöndum, eru vændiskonur styrktar af ríki til þess að sinna betur þörfum eldri borgara og fatlaðra, en þú vissir það auðvitað.....

Kveðja úr Klám og Vændis væddri Danmörku

Ingólfur Þór Guðmundsson, 29.3.2007 kl. 10:59

8 identicon

Eitt sinn þegar ég var stödd í þýskalandi ásamt einum frænda mínum og bróður, þá var þessi frændi minn nýskilinn og fannst honum Hamborg stórkostleg borg, sérstaklega Herberstrasse. En þar mátti fólk yngri en 18 ára eða kvenkyns verur ekki labba þar í gegn sem mér fannst nú heldur mikið óréttlæti. En ég fór nú samt þar í gegn til að forvitnast hvað um væri að vera í þessari götu. Jú, þær sátu þar út í glugga til að ginna viðskiptavininn þ.e.a.s. karlmanninn til lags við sig gegn borgun. Þegar ég var komin í miðja götuna fékk ég kaffibrúsa yfir mig og ókvæðisorð um að ég ætti nú að drulla mér í burtu og ég væri þarna í óleyfi sem og ég gerði, þetta nægði mér alveg þessi sýn sem ég fékk þarna. Svo ég víki nú talinu aftur að frænda mínum þá keypti hann sér þjónustu einnar í götunni og fannst honum stórkostlegt að geta keypt þessa þjónustu. Ekki þurfa að standa í löngu ferli til að komast upp í ból hjá einhverjum kvenmanni og jafnvel vera búinn að eyða sömu fjárhæð í hana þegar hann loks komst yfir hana. Ekkert tuð, né væl, heldur var þetta bara pure buisness eins og hann orðaði það.

Það hefur oft fengið mig til að hugsa að vændi er nú alls ekki alltaf tengt mannsali eða eiturlyfjum, það eru margar konur sem gefa sig út i þetta af frjálsum vilja, og þekki ég meira að segja dæmi þess hér á landi. Því ekki að leyfa þessum konum að stunda sinn buisness í friði og leyfa þessum karlmönnum sem óska sér þessarar þjónustu  einnig í friði. Það má líka koma með þessi rök, hverjum kemur það við hverjum ég býð á milli fótanna á mér?????? Og hverjum kemur það við hvort ég fæ einhverja seðla fyrir að veita þessa þjónustu?????

En samt verði ykkur að góðu,,,,, feminista talið er gersamlega gengið út í öfgar,,,, það á sér stað mjög einstrengislegar skoðanir í þessum klúbbi Katrín Anna,,,,, ég hélt og hafði kynnst þér af allt öðru en þeim skoðunum sem ég heyri og sé í fjölmiðlum frá þér. En gangi þér samt allt í haginn.

Margrét Össurar (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 12:40

9 identicon

Ásta Sóley: Þú segist ekki geta samþykkt að allir eigi rétt til að stunda kynlíf. Hverjir eru það sem ekki eiga að hafa þessi réttindi? Fyrir utan börn þá sé ég ekki hverjum á að banna þetta án þess að feli í sér neikvæða mismunun.

Og bara til að minna þig á, þá er jafnræðisregla stjórnarskrárinnar grundvöllur mannréttinda.

Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 12:50

10 identicon

Eins og feministar ættu að vera löngu búnir að kynna sér.

Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 12:53

11 identicon

Sæl Katrín, ég vil benda þér á grein sem ber yfirskriftina Dætur Íslands í nýjasta tölublaði Mannlífs. Þér finnst hún eflaust áhugaverð.

kveðja

Ásrún

Ásrún (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 14:46

12 Smámynd: Björn Heiðdal

Ég er algjörlega sammála Ástu.  Kynlíf er ekki mannréttindi heldur óþarfa lúxus og bara fyrir suma.

Varðandi blog mitt um vændiskaup var ég einungis að vitna í blog Katrínar og þess sem þar kemur fram.  Samkvæmt því segir Sven Axel Månsson að svokallaðir "taparar", karlar í sambandi sem leita að einhverju öðru, karlar sem eiga í vandræðum með samskipti við konur og "fiktarar" séu helstu hóparnir sem leita til vændiskvenna.

Ég held nú reyndar að kynlífslöngun sé það sem drífi þessa karla til vændiskvenna ekki eitthvað allt annað.  Varðandi hvað ég mundi gera til að hjálpa þessum mönnum.  Þá væri lestur góðra bóka og kaldir bakstrar ein leið.  Svo mætti líka notast við sterka lyfjameðferð.  Vænn skammtur af rottueitri dugar lika. 

Björn Heiðdal, 29.3.2007 kl. 15:17

13 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Má til með að koma því að út af kynlíf = mannréttindi í því samhengi að sumum finnst að ríkið eigi að sjá öldruðum fyrir slíkri þjónustu... Ég hef tekið þátt í slíkri umræðu með nokkrum karlmönnum og furðulegt nokk þá fannst þeim öllum að kona ætti að sjá um þessa "þjónustu" gagnvart gamalmennunum (þ.e. karlkyns gamalmennum). Samt átti ekki að líta á þetta sem kynlíf í eiginlegri merkingu þess orðs heldur sem part af vinnuskyldu t.d. sjúkraliða eða þeirra sem koma að umönnun aldraðra. Konan átti sem sagt að samþykkja það þegjandi og hljóðalaust að það væri partur af hennar vinnuskyldu að rúnka einhverjum gömlum körlum - en karlar áttu ekki að þurfa að samþykkja slíka vinnuskyldu fyrir sig. Gamalmennið átti heldur ekkert að geta valið úr hópi kvennanna en samt skipti það máli að það væri kona - af því að þeir væru nú engir hommar... 

Rökhugsandi fólk sér vonandi allar þversagnirnar í þessu

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 29.3.2007 kl. 15:58

14 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Ps. Upphaflega planið var að hér á þessum þræði myndu vændiskaupendur koma upp á yfirborðið fyrst nú sé vændi ekki lengur refsivert athæfi... Þess vegna vísaði ég á annan þráð og eyddi út fyrstu athugasemdinni - sem var alls ekki einhver að koma fram undir fullu nafni og gerast opinber vændiskaupandi. 

Þetta plan hefur mistekist gjörsamlega. Þrátt fyrir nýju lögin eru vændiskaupendur ennþá neðanjarðar (hvar sem það nú er...) og almennar umræður á þræðinum. Ég birti því aftur fyrsta kommentið...

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 29.3.2007 kl. 16:07

15 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Eyja: Í þessari tilteknu umræðu var bara gengið út frá því að það eru karlar sem sækjast eftir þessu... Og það er reyndar reynsla Dananna - bara gömlu karlarnir sem vilja fara á vændishúsin og sem fara fram á styrk frá ríkinu til að kaupa vændi eða að starfskonurnar á elliheimilunum eigi að sjá um þetta.... 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 29.3.2007 kl. 16:22

16 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

ps. Eins gott að þú tókst það fram!

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 29.3.2007 kl. 16:23

17 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Já - og er einmitt mjög athyglisvert að ræða. Hvers vegna eru það karlarnir sem fara fram á svona "þjónustu" en ekki konur? Að mínu mati er skýringuna að finna í valdaójafnvægi á milli kynjanna og nákvæmlega þessu sem hefur verið svo mikið til umræðu - hver á líkama kvenna? Af hverju upplifa karlar sig eiga rétt á líkömum kvenna en konur sig ekki eiga sama rétt á líkömum karla? Og í hvað átt viljum við breytast til að ná fram þessu svokallaða jafnrétti? 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 29.3.2007 kl. 16:35

18 identicon

Þetta snýst engan veginn um valdaójafnvægi eða eignarrétt á líkama kvenna.

Konur virðst hreinlega ekki hafa sama áhuga á að kaupa sér þjónustu karlmanna. Vilja frekar gera þetta sjálfar með hjálpartækjum. Auðvitað eiga þær að hafa sama rétt, en þær virðast bara ekki hafa áhuga. Karlmenn þrá bara kvenlíkamann í meira mæli en öfugt, karlmenn eru tilbúnir að borga háar fjárhæðir fyrir afnot af kvenlíkama í skamman tíma. Konur sjá bara ekki sama verðgildi í afnotum af karlmannslíkama. Hjálpartæki sem þarf bara að greiða fyrir einu sinni eru þeim meira að skapi. Eftispurnin eftir kvenlíkamanum er það mikil að hann er hefur í sér mun hærra verðgildi en karlmannslíkaminn. Þetta er eign sem konur geta grætt á, en karlmenn ekki. Þetta er því í raun ójafnrétti, því kvenlíkaminn er mun meira virði en karlmannslíkaminn.

Skarphéðinn (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 18:40

19 identicon

Skarphéðinn, eru það semsagt rök? Konur (ungar sem aldnar) hafa bara minni áhuga á því að kaupa sér karla og þess vegna er óþarfi að ætlast til þess að gamlar konur hafi "rétt" sem þykir sjálfssagt að gamlir karlar hafi? Þá meina ég "rétt" til þess að öðrum sé skikkað að fullnægja þeim kynferðislega á einn eða annan hátt?

Það getur verið að það sé einhver munur á áhuganum þarna á milli, en ef þetta er virkilega réttur eins eða annars (sem ég samþykki alls ekki), hvenær er munurinn þá orðinn nógu lítill á áhuga kynjanna til þess að það þyki sjálfssagt að annað kynið hafi hann en ekki hitt? Hvað um það, ef þér finnst fólk á elliheimilum almennt eiga rétt á líkömum annarra þá hvet ég þig til þess að bjóða þig fram í verkið. Kannski hafa fæstar konur áhuga á því en þá eru örugglega til karlar sem vilja frekar fá þessa sjálfssögðu þjónustu frá körlum heldur en konum. Eða fyndist þér kannski niðurlægjandi fyrir þig að starfa við slíkt og myndirðu ef til vill ekki gera það nema í neyð?

Þetta tal um hamingjusömu vændiskonurnar fer ótrúlega oft út í dæmisögur af einstökum konum sem hefðu úr fullt af tækifærum að velja í lífinu en veldu vændið til að geta stundað kynlíf og fengið greitt fyrir. Allt í lagi, nú þekkir maður ekki alla í heiminum og það getur verið að þessar konur séu til. En að nota svona dæmisögur til þess að verja rétt fólks, karla og kvenna, til þess að kaupa sér aðgang að líkömum annarra er skammarlegt. Í fyrsta lagi er mýtan um hamingjusömu hóruna tilvalin sjálfsblekking fyrir vændiskúnnanna og í öðru lagi er hún svo gegnumgangandi að þeir sannfæra sjálfa sig um að þegar þeir kaupa kynlíf sé það algerlega óþvingað. Með því að telja sér trú um að vændið sé með fullum vilja loka þeir augu sín fyrir þeirri staðreynd að þúsundir og aftur þúsundir kvenna eru neyddar í vændi á ári hverju og gjarnan fluttar nauðugar til annarra landa til þess. Vita kúnnar þeirra kvenna kannski alltaf að þær hafi verið neyddar til að stunda vændið á sama hátt og kúnnar hamingjusömu vændiskvennanna vita alltaf að þær eru óþvingaðar?

Miðað við þann gífurlega fjölda kvenna og líka karla sem stunda vændi í neyð eða eru þvinguð til þess má vera ljóst að eftirspurnin eftri vændiskaupum er margfalt meiri en framboð á því af hendi sjálfviljugs fólks. Það er því fráleitt að halda því fram að kynlífskaup sé réttur eins eða neins.

hee (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 09:56

20 identicon

Ég hef aldrei talað um að gamli karlar eigi rétt á einhverju rúnki, auðvitað ætti það að vera jafnt um bæði kyn ef það ætti að innleiða.  Finnst það samt fráleitt.  En þeir ættu að geta hringt og keypt sér þessa þjónustu, bæði karlar og konur.

Mér fyndist alls ekkert niðurlægjandi að starfa við að fullnægja kvenfólki, fyrir góða þóknun væri ég alveg fús til þess.  Sé enga niðurlægingu í því, skil ekki þetta niðurlægingar tal hreinlega.  Ég væri alveg tilbúinn að mæta í klukkutíma vinnu fyrir tugi þúsunda, ekki málið.  Kynlíf er ekki eitthvað skítugt og ógeðslegt,´verður það heldur ekkert þó peningar skipti um hendur.

Mannsal tíðkast í þessu og það er ógeðfelt, held að allir séu sammála um það.  En það á líka bara að ráðast á mannsalið, ekki ákveða að allar vændiskonur séu neyddar.  Í Danmörku eru rekin endaluast mörg vændishús fyrir opnum tjöldum, starfsmenn eru að mestu leiti Danir, strangt eftirlit er með mannsali og menn kærðir sem standa í slíku.  Í Danmörku er nóg af hamingjusömum hórum, þetta er enginn mýta.  Vændishúsin eru með heimasíður og auglýsa í blöðum, myndir af starfsfólki, verðlisti og vaktplan.  Bara eins og hver annar iðnaður. 

Skarphéðinn (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 11:05

21 identicon

Mér fyndist alls ekkert niðurlægjandi að starfa við að fullnægja kvenfólki, fyrir góða þóknun væri ég alveg fús til þess.  Sé enga niðurlægingu í því, skil ekki þetta niðurlægingar tal hreinlega.

Ég spurði hvort þér þætti ekki niðurlægjandi að starfa við að selja þig konum og körlum. Um það snerist spurningin.  Vissirðu annars að í löndum á borð við Kúbu, Tælandi, Kenýa og fleirum þar sem er mikil fátækt og túrismi, er til fjöldi vændiskarla sem eru flestir gagnkynhneigðir og selja sig körlum. Eru þeir ef til vill eins hamingjusamir og allar hamingjusömu vændiskonurnar þínar? Og hvernig sérð þú á vændiskonunum í Danmörku hvort þær eru í bransanum af neyð eða ekki?

hee (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 11:45

22 identicon

Í velferðarþjóðfélagi eins og Danmörku, er ekki það mikil neyð til staðar.  Danir eru með eitt öflugasta velferðarkerfi í heiminum en samt sem áður eru vændishús á hverju horni.  Lýgilegt hversu stór iðnaður þetta er, alveg augljóst að þarna eru konur sem eru að vinna sér inn pening meðfram námi og aðrar sem eru að í þessu full time til að þéna vel.  Það hafa verð gerðar rannsóknir og tekin viðtöl við þessar konur sem eru bara þræl ánægðar í starfi.  Þéna mun betur með þessum hætti en þær hefði möguleika á í annari atvinnu. 

Nei, ég gæti ekki hugsað mér að fullnægja karlmönnum.  Það kemur heldur ekkert umræðunni við, vændiskonur á Íslandi og í Danmörku eru gagnkynhneigðar konur sem eru að fullnægja karlmönnum.  Eymd í þriðjaheiminum hefur bara ekkert með Ísland eða Danmörku að gera.  Þar er virkileg fátækt og ekki til staðar velferðarúrræði, það er bara ekki sá veruleiki sem við lifum í. 

Skarphéðinn (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 11:57

23 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Skarphéðinn geturðu bent okkur á þessar rannsóknir um hversu happý allar þessar vændiskonur í DK eru?

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 30.3.2007 kl. 12:07

24 identicon

Ég hef bara séð umræðu í danska ríkissjónvarpinu og heyrt í dönsku útvarpi yfirferð yfir rannsóknir um þetta.  Almenn umræða um vændi, þar sem sálfræðingur sem hafði rannsakað þetta fór yfir niðurstöðurm og vitnaði í viðtöl við hamingjusamar hórur.  Hun tók fram að hún fór af stað í rannsóknina til að sanna að hamingjusama hóran væri ekki til.  Skipti gjörsamlega um skoðun, þar sem þær væru meira og minna hamingjusamar.  Hún sagði þó að eymd væri til staðar og mikilvægt að hafa eftirlit með og úrræði fyrir þessar konur.  Þess vegna fannst henni lögleiðing vera öllum fyrir bestu, þá væri hægt að nálgast þessar konur með beinum hætti. 

Ég var ekki það sniðugur að ég hafi verið að leggja nöfn eða skýrslu heiti á minnið.  En þetta var í ríkisfjölmiðlum og það var enginn að mótmæla þessum niðurstöðum.  Í Danmörku virðist vera almenn sátt um vændi, enda verið að vinna gegn mannsali og velferðarkerfið að taka á fátækt.    Vændið er iðnaður sem er rekinn fyrir opnum tjöldum og hann er að blómstra, sérstaklega eftir að Svíar bönnuðu þetta, þá mæta sænskir karlmenn í miklum mæli á húsin í Danmörku.

Skarphéðinn (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 12:18

25 Smámynd: Sylvía

,,þrælánægðar" Skarphéðinn that´s the word.

Sylvía , 30.3.2007 kl. 12:21

26 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Ég giska á að þú sért að tala um Petru Östergren. Hún var meðal annar flutt inn hingað til lands til að mæla vændi bót. Skýrslan hennar hefur verið gagnrýnd mjög mikið - og er að sjálfsögðu ekki marktæk til alhæfingar yfir stöðu allra vændiskvenna þar sem hennar rannsókn var gerð á tiltölulega fáum konum - minnir að þær hafi verið í kringum 30. 

Annars sammála Sylvíu - "þrælánægð" hittir í mark! 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 30.3.2007 kl. 12:27

27 identicon

Og það að Ísland og Danmörk séu velferðarsamfélög þýðir ekki að enginn í þessum löndum lendi í neyð. Hér og í Danmörku eru langt leiddir fíkniefnaneytendur, fátæklingar og fólk sem hefur lent í kynferðislegri misnotkun. Fyrir utan það eru konur einmitt í stríðum straumum fluttar nauðugar frá fátækum löndum til ríkari landa í Evrópu og Ameríku til þess að stunda vændi.

Ég nefndi gagnkynhneigðu karlhórurnar sem selja sig körlum í ferðamannalöndum til að reyna að koma þér í skilning um að það að selja aðgang að líkama sínum snerist alls ekki um að fá ánægju af kynlífi og peninga fyrir. Þú segist ekki geta hugsað þér að fullnægja karlmönnum. Hið sama myndu eflaust gagnkynhneigðar karlhórur í neyð segja, en þeir hafa ekki val. Þú hefur val um að stunda eða stunda ekki vændi en það sama er ekki að segja um meginþorra vændisfólks. Þegar þú kaupir þér vændi telur þú þér kannski í trú um að viðkomandi sé í þessu fyrir sjálfan sig og kynlífið og sé alls ekki í þessu af neyð. Þessi hugsunarháttur er vandamál sem viðheldur sjálfsblekkingu vændiskúnna.

hee (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 12:54

28 identicon

Í Danmörku eru vændishús á hverju horni með dönsku starfsfólki. Það skiptir engu máli hvar borið er niður í Kaupmannahöfn, alltaf eru vændishús á næsta horni.   Það er auðvelt að elta uppi heimasíður í gegnum Ekstra Bladet til að kynna sér málið.  Þarna eru meira og minna danskt kvenfólk að störfum, gagnkynhneigðar hórur að fullnægja karlmönnum.  Í Danmörku er hægt að lifa fínu lífi án þess að vinna handtak, þannig er velferðarkerfið uppbyggt.  Mikið af fólki sem gerir ekki neitt og ánægt með lífið, fólk sem er langt leitt í fíkniefnaneyslu og áfengisneyslu.  Það þarf ekki að vinna fyrir sér með vændi, ríkið sér því fyrir aur.  Í Danmörku eru harðar aðgerðir í gangi gegn mannsali, síðast fyrir nokkrum vikum var ráðist inn í vændishús þar sem upp komst um mannsal og menn dregnir fyrir dóm.   

Ég hef nú ekki lagt í vana minn að kaupa mér kynlíf, en þessi hugsunarháttur að allar konur séu í þessu af neyð stenst bara ekki.  Auðvitað eru til konur sem eru í þessu af neyð, en það eru líka konur sem geta bara hugsað sér að vinna við það að fullnægja karlmönnum á háum launum.  Með sama hugsunarhátt og ég tilgreini fyrir sjálfan mig hér að ofan.  Það hefur verið farið inn í vændishúsin í Kaupannahöfn og tekið viðtal við þessar konur, sem eru ánægðar í starfi.  Gætu ekki hugsað sér starf á fjórfalt lægri launum á mánuði.  Þessi sjálfsblekking feminista að hamingjusama hóran sé ekki til, viðheldur málflutningi sem er engum til hagsbóta.  Vændi er atvinnugrein sem er hægt að hafa halda úti án þess að nokkur sé þræll eða í neyð.  Ég gæti vel hugsað mér að vinna við að fullnægja kvenfólki fyrir tugi þúsunda á tímann, heldurðu virkilega að það sé ekki til gagnkynhneigð kona með sama hugsunarhátt? 

Með því að hafa vændi löglegt og uppi á yfirborðinu er hægt að hjálpa þeim sem það vilja og hafa aðgerðir gegn mannsali.  Að vilja banna allt vændi er bara skerðing á atvinnufrelsi. 

Skarphéðinn (IP-tala skráð) 31.3.2007 kl. 08:23

29 identicon

Svona fyrst við erum komin út í hártoganir: Hvernig heldurðu að þú sem vændiskúnni getir vitað að manneskjan sem þú kaupir aðgang að sé í bransanum af fúsum og frjálsum vilja? Dugar að hún sé innfædd til að þú sért sannfærður? Eða dugar að það sjáist ekki utan á henni að hún hafi hugsanlega verið flutt nauðug til landsins annars staðar frá til að stunda vændi?  Já og hvernig geturðu verið viss um að hún njóti "kynlífsins" með þér?

Það er nefnilega svo merkilegt með vændiskúnna að þeir eru alltaf svo sannfærðir um að þeir séu að kaupa sér þjónustu af hamingjusamri hóru. En miðað við þann fjölda kvenna sem lendir í mansali á hverju ári (við erum ekki að tala um einhverjar örfáar) þá er orðið sjálfsblekking afskaplega vel við hæfi þegar talað er um vændiskúnna.

Heldurðu annars að þeir sem kaupi vændi af tilneyddum vændiskonum viti alltaf að þær séu í þessu af neyð? 

hee (IP-tala skráð) 31.3.2007 kl. 14:33

30 identicon

 

Hildur; til þess að kaupa sér vændi þarf kynferðislegan misþroska, sá sem er kynferðislegaþroskaheftur nægjir ímyndun sín. Hver eru rök þeirra sem sækja á börn? "Þau vildu þetta". Þetta eru almenn rök hins kynferðislega misþroska einstaklings hvert sem fórnarlambið er.

Kristján Sig Kristjánsson (IP-tala skráð) 31.3.2007 kl. 15:42

31 identicon

ég e nu bara hlynntur vændi,,,það er nauðsynlegt i ollum þjóðfelögum til að stemma stigum við nauðgunum

EinarGunnlaugsson (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 23:45

32 identicon

en vil lika koma þvi á framfæri að vændi er nu lika bara allstaðar á islandi!!! hvað kostar okkur kallana að fara á ball á Íslandi og dundra einhverja kellingu sem við þurfur að borga fyri vin og fl,,,þá er nu betra að kaupa drattinn og skemmta sér með félögum heldur en að eiða vit og rænu i feitar íslenskar jukkur sem vita varla hvað kynlif er!!!!

Einar Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 23:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband