Eiga konur ekki líkama sinn sjálfar?

Íslenskt dómskerfi hefur enn eina ferðina virt kynfrelsi og yfirráðarétt kvenna yfir eigin líkama að vettugi. Jafnréttisbaráttan í dag snýst að töluverðu leyti um líkama kvenna - eiga konur líkama sína sjálfar eða eiga karlmenn líkama kvenna? Klám, klámvæðing, vændi, mansal, kynferðisofbeldi - allt er þetta aðför að eignarétti kvenna yfir líkama sínum. Líkami konunnar verður almenningseign - eða eign karlmanna, sem þá eiga greiðan aðgang að líkömum kvenna. Svona myndataka og að sýna öðrum er hluti af valdabaráttu - hluti af því að karlmaður sýnir vald sitt yfir konunni - hann tekur eitthvað sem hún á ófrjálsri hendi og gerir við það sem hann vill... 
mbl.is Sýknaður af ákæru fyrir að taka mynd af naktri konu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Heiðdal

Vændi og íslenska leiðin.

Eftir að hafa þrætt ýmis kvennablog um vændi og fylgst með umræðunni í fjölmiðlum hef ég komist að einu merkilegu.  Ekki einn kjaftur talar um að hjálpa aumingja mönnunum sem sækjast í vændi.  Það þarf ekki að hjálpa þessum köllum.  Helst bara senda þá í yfirfull fangelsi og kenna þeim lexíu þar.

Hjá þessum konum vottar ekki fyrir samúð eða hjálpsemi við þessa karla.  Manna sem ráða ekki við kynhvötina og fá lítið eða ekkert heima hjá sér og sumir njóta þessa að drottna yfir konum og kannski niðurlægja þær.

Katrín Anna  er ein þessara kvenna.  Henni fynnst sænska leiðin eitthvað spennandi.  Á blogsíðu sinni vitnar hún í rannsókn eftir Sven Axel Månsson.  Samkvæmt niðurstöðum hans eru karlar sem sækjast í vændi aðallega "taparar" sem eiga erfitt að fá konur nema borga þeim og síðan einhverjir klám og ofbeldisfíklar.

Samkvæmt þessu er alveg augljóst að stóra vandamálið sem þarf að leysa er löngun karla í kynlíf með konum, öðrum mönnum eða hverju því sem ekki þarf að hrista.  Ef löngun karla í kynlíf gufar upp hættir vændið.   Þetta hljóta allir að sjá.  Nú er bara að biðja Katrínu og hennar stöllur að beina umræðunni í réttan farveg

Björn Heiðdal, 28.3.2007 kl. 22:51

2 identicon

 

Einn sleggjudómari skrifar um þetta hér á síðuni. En ég get ómögulega séð hvernig dómarinn átti að komast að annari niðurstöðu miðað við ákæruna. hefði ákæruvaldið ákært fyrir: 234. gr. Hver, sem meiðir æru annars manns með móðgun í orðum eða athöfnum, og hver, sem ber slíkt út, skal sæta sektum eða [fangelsi]1) allt að 1 ári. Hefði örugglega náðst fram sakfelling. Ekki er vafi að þarna er vegið freklega að æru, hafðar í frammi grófar móðganir og tilraun til að ná valdi yfir fórnarlambinu. Eða nákvæmlega eins og Katrín segir og skýrgreinir. Handvömmin liggur eins og svo of hjá ákæruvaldinu.

Kristján Sig. Kristjánsson (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 22:59

3 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Mér finnst líka skrýtið á hvaða grundvelli var ákært... en dómarinn túlkaði lögin eftir sínu eigin höfði þegar hann sýknaði manninn. Hann hefði vel getað komist að annarri niðurstöðu. Bæði ákæruvald og dómari eitthvað að klikka þarna... eins og svo oft áður í málum er varða kynfrelsi kvenna. 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 28.3.2007 kl. 23:03

4 identicon

 209. gr. [Hver sem með lostugu athæfi særir blygðunarsemi manna eða er til opinbers hneykslis skal sæta fangelsi allt að 4 árum, en [fangelsi allt að 6 mánuðum]1) eða sektum ef brot er smávægilegt.]2)

Það er kostulegt að velja þessa eldfornu lagagrein til að lýsa nefndum verknaði, þarna er konan sem meingerðin gekk gegn einfaldlega ekki til!!!!!!!!!! Allavega ekki sem persóna, kanske hlutur eða mynd sem notuð er til að valda "mönnum" hneygsli. Hún er meira að segja, þe. ef saksóknari virðir hana til persónu, samsek. Ég er sannfærður um að dómarinn hefur verið sármóðgaður fyrir hennar hönd.

Kristján Sig. Kristjánsson (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 23:14

5 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

En dómarinn var nú á því að brotið hefði verið gegn blygðunarsemi konunnar... en málið féll á því að athæfið þótti dómaranum ekki lostugt...

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 28.3.2007 kl. 23:19

6 identicon

 

Ég er einfaldlega ósammála þessari heimfærslu dómarans, hvernig er hægt að særa blygðunarsemi sjálfs síns með því að horfa á sig nakin í spegli samkvæmt orðana hljóðan í lagagreinarinnar. Sá sem flassar obinberlega er brotlegur við 209. gr. ekki flassandlagið á honum. Hann er "lostugur" samkvæmt greininni en almennt hlægilegur og hneygslar obinberlega. En líka ; hvað er blygðunarsemi? Mér finnst fáránlegt hjá löggjafanum að sópa saman öllum hugsanlegum kynferðisáreitum og hrúga þeim undir elforn og úrelt hugtök úr Mósebók í 209. gr. eins og gert er í greinargerð.

Kristján Sig. Kristjánsson (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 23:51

7 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Já, þetta mál er allt saman út í hött. Og auðvitað á karlpungurinn sem gerði þetta að fá dóm...

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 29.3.2007 kl. 00:15

8 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Og eins og ég hef áður sagt - ef mannlegt mat kæmi ekki við sögu þá gætum við eins búið til tölvuforrit sem spýtti út úr sér dómum... 

En ef þú hefur verið að lesa þá snýst umræðan bæði um niðurstöðu dómarans og eins því hvaða lagaákvæði var beitt af hálfu ákæruvaldsins.

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 29.3.2007 kl. 00:20

9 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

ps. Og síðast en ekki síst um rétt konunnar til að eiga líkama sinn sjálf!

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 29.3.2007 kl. 00:21

10 identicon

ef að konur eiga líkama sinn, afhverju mega þær ekki selja hann?

Ef að konan í þessu máli gaf manninum leyfi til að taka myndirnar á hann þá ekki höfundarrétt af þeim? Ef svo er má hann ekki gera við þær sem honum sýnist?

Furðulegt hvað fólk er alltaf voða happy að leyfa öðrum að taka myndir af sér og er síðan voða hissa ef fólk sær þær síðan. Hafa Pamrla Anderson og Paris Hilton ekkert kennt þessu fólki? 

Gunni (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 06:25

11 identicon

Tölvuforrit sem að spýtir út úr sér dómum? Ég er alveg búinn að missa þráðinn í þessari umræðu.

Ég bið fólk um að hafa trú á dómurum landsins. Það að saka dómara um að "túlka lögin eftir sínu höfði" til að fá mann sýknaðann finnst mér jaðra við meiðyrði. Ég held að þessu væri einmitt öfugt farið ef dómarinn fengi að dæma eftir sínu höfði. 

Þú veist að margir dómarar landsins eru kvenmenn, t.d. tveir í Hæstarétti. Þú virðist vera svo þröngsýn að ég held það hjálpi þér að átta á störfum dómara ef þú hugsar út í það að margir svona "FÁRANLEGIR" dómar eins og fólk kvartar endalaust yfir eru dæmdir af konum. 

Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 08:51

12 identicon

Þangað til þú kemur með betri rökstuðning á lagalegum grundvelli en ekki bara orðið "fáranlegur" þá mun ég frekar velja orð dómara heldur en þín.

Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 12:42

13 identicon

Og nei mér finnst ekki í lagi að taka mynd af nakinni manneskju, án hennar vitundar eða samþykkis, og sýna öðrum. Ef þú myndir lesa forsendur dómsins þá gætir þú séð að þótt maður styðji niðurstöðu dómsins þarf maður ekki að styðja verknað sakbornings.

Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 12:43

14 identicon

Sannleikurinn er því miður sá Kári, að það ert þú, sem ríkisborgari þessa lands, sem ert ábyrgur fyrir því að kerfið verði bætt. Það er Alþingi, með umboð frá þjóðinni, sem semur lögin og breytir þeim. Ekki er ég með nákvæma tölu á hversu margir þar eru lögfræðimenntaðir en útgangspunkturinn er sá að löglært fólk yfir höfuð (þar sem einungis 63 sitja á þingi og ekki allir þeirra lögfræðingar) hefur ekkert umboð til þess að bæta kerfið. Sumir hafa einungis umboð til þess að fylgja kerfinu og það eru þessir menn sem ég er að verja á meðan aðrir gagnrýna fyrir að fara ekki með umboð sem þeir einfaldlega hafa ekki.

Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 13:48

15 identicon

Nei !! ÉG á þá.......

strumpur (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 13:50

16 identicon

Þegar ég tala um að löglært fólk hafi ekki umboð til þess að bæta kerfið þá meina ég stéttin yfir höfuð. Löfræðingar kjósa vituskuld til Alþingis eins og aðrir.

Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 13:52

17 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Ok - til laganemana. Væri gaman ef þið greinduð málið og kæmuð með ykkar hlið varðandi hvað klikkar í ferlinu. 

Málið er svona: Kona fer til yfirvalda vegna þess að karlmaður tók myndir af henni naktri þegar hún var sofandi. Hún gaf ekki leyfi fyrir myndatökunni og eitthvað meira kemur við sögu heldur en bara myndataka, t.d. vasaljós. Karlmaðurinn sýnir 6-7 manns myndirnar af konunni.

Hvað ætti að gerast næst? Á hvaða grundvelli ætti að ákæra. Að hvaða niðurstöðu ætti dómari að komast. Ath að ekki er um það deilt að myndatakan er án vitneskju og vilja konunnar.  

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 29.3.2007 kl. 15:37

18 identicon

Ætli það hefði ekki verið hentugast að kæra á grundvelli 234. gr. eins og fram hefur komið. Einnig finnst mér 229. gr. styrkja 234. en hún hljóðar svo: "Hver, sem skýrir opinberlega frá einkamálefnum annars manns, án þess að nægar ástæður séu fyrir hendi, er réttlæti verknaðinn, skal sæta sektum eða [fangelsi]1) allt að 1 ári."

Ég leitaði að fordæmum úr dómaframkvæmd en hún bar ekki mikinn árangur. En fordæmi úr dómaframkvæmd varðandi 209. gr. sýndu greinilega að sá hinn brotlega verður sjálfur að viðhafa eitthvert lostafullt athæfi til þess að verða dæmdur sekur að þeim lögum. T.d. var einn maður dæmdur sekur fyrir að girða niður um sig fyrir framan litlar stelpur og annar dæmdur sekur fyrir að snerta kynfæri sín í heitum potti í Sundhöllinni.  

Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 16:25

19 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Arngrímur. Ef þú lest það sem ég hef skrifað þá sérðu að ég er alveg sammála því að það var ákært á furðulegum forsendum... Hins vegar er ég líka á því, m.v. það sem fram hefur komið í fjölmiðlum, að dómari hefði getað komist að annarri niðurstöðu. Hann komst að því að brotið særði gegn blygðunarkennd konunnar - en stoppaði á því að honum þótti athæfið ekki lostugt... Hvað sem það nú þýðir. Eins og segir í fréttinni á mbl.is "Að mati dómsins er óumdeilt að háttsemi ákærða var til þess fallin að særa blygðunarsemi komnunnar en til þess að unnt sé að sakfella ákærða fyrir brot á 209. grein almennra hegningarlaga, eins og ákært var fyrir, þurfi háttsemin að vera lostug af hans hálfu og veita honum einhverja kynferðislega fullnægju. Ekkert bendi til þess að svo hafi verið í þessu tilfelli. Var maðurinn því sýknaður af ákærunni."

Ég gagnrýni þetta mál á tveim forsendum a) lagaákvæði sem ákært er fyrir og b) niðurstöðu dómara. 

Ps. skil ekki hvaða friðhelgi dómarar njóta í umræðunni. Það er vel þekkt að dómarar séu fjölskipaðir, að dómarar skili séráliti og að 2 dómarar komist að sitthvorri niðurstöðunni í sama máli. Held stundum að dómarar séu álitnar heilgar kýr - eða guðir - óskeikulir og hafnir yfir allt mannlegt... sem er samt svo þversagnarkennt þegar haft er í huga sérálit, mismunandi niðurstöður og þar fram eftir götum...  

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 29.3.2007 kl. 16:30

20 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Jón - þetta þykir mér besti rökstuðningurinn sem hefur komið fram varðandi niðurstöðu dómarans. Takk. 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 29.3.2007 kl. 16:32

21 identicon

 

Það er nú fleira lög en lög frá Alþingi Arngrímur minn, það átt þú eftir að læra þegar þú kemst lengra í lögfræðinni. Þessari síðu er td. haldið úti til að breyta því hvað eru lög. Ég tel td. 196. gr. hgl. banni kaup á "kynlífi", en væntanlega eru fáir sammála því, ástæðan er sú að almennt eru ekki viðurkennt áhrif vændis á persónu þolandans. Það er ma. deilt hér á síðunni hvort um sé að ræðe nokkurn þolanda. Kenningar eru ma. um að áhrifin séu þau sömu og afleiðingar nauðgunar, það er rétt svo langt sem það nær en áhrifin eru verri, þau eru söm og eftir langvarandi pyntingar og hafa danir greint þetta best eftir að hafa hjúkrað fórnarlömbum einræðisstjórnarinnar í Grikklandi á sínum tíma.

Kristján Sig. Kristjánsson (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 23:25

22 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Ehhh - hver ákvað að dómarar ættu að njóta friðhelgi? Hverjir sitja í dómarasæti - sérstaklega hæstarétti er hápólitískt mál því eins og þú segir, dómar þeirra eru endanlegir (fyrir utan einstaka mál sem hægt er að fara með fyrir mannréttindadómstól). Það þarf að breyta ferlinu í kringum skipan í hæstarétt þar sem það er ótækt að einn maður hafi ákvörðunarvald um hver sest í hæstarétt. Einnig þarf að jafna þar kynjahlutfall. 

Ég er alls ekki sammála því að dómarar/dómsstólar eigi að fá frið þegar þeir klúðra málum. Öll meðferð t.d. kynferðisbrotamála er til háborinnar skammar í okkar réttarkerfi. Það á ekki einungis við um dómsstóla heldur allt ferlið frá a-ö og besta sönnunin um að málin séu í ólestri er hversu fá mál eru kærð, hversu ákært er í fáum málum og í hversu fáum málum er sakfellt. Það er vægt understatement að segja að þolendur kynferðisbrota geta ekki treyst á sanngjarna og réttláta meðferð í því kerfi sem á að tryggja akkúrat það.

Eitt enn um málið sem er tilefni þessa bloggs - þetta er frétt sem er inni á textavarpinu núna (síðu 106). Stend því við upphaflega gagnrýni (+ að gagnrýna á hvaða grundvelli var ákært). 

"Dómur í kynferðisbrotamáli umdeildur

Ekki hefur verið ákveðið hvort dómi í kynferðisbrotamáli, sem gekk í

Héraðsdómi Norðurlands vestra í gær, verður áfrýjað. Þar var karlmaður ákærður fyrir að hafa

brotið gegn blygðunarsemi stúlku með því að hafa sýnt félögum sínum mynd af

henni nakinni og að hafa sýnt grófa klámmynd sem hann fullyrti að væri af

líkama stúlkunnar. Dómurinn taldi þetta athæfi mannsins sannað. Hann var hins

vegar sýknaður þar sem verknaður hans var ekki talinn vera lostugur. Lögmenn

sem fréttastofa Útvarps hefur rætt við, velta vöngum yfir þessum dómi. Einkum

yfir því hvort huglægt mat dómara á því hvort kynferðisleg örvun geti ráðið

úrslitum um sakfellingu."

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 29.3.2007 kl. 23:28

23 identicon

Katrín, þú talar stöðugt um það að dómarar klúðri málunum. Það er ekki þannig í þessu máli og er það sjaldnast.  Dómari dæmir eftir lögunum, og þar undir falla lagaákvæði eins og t.d. 209. gr. hegningarlaganna. Það verður líka að taka tillit til meginreglunnar um það að allan vafa eigi að túlka sakborningi í hag, sem er ein mikilvægasta mannréttindaregla sem viðurkennd er í hinum vestræna heimi og sjálfsagt víðar. Vafa um túlkun lagaákvæða á líka að túlka sakborningi í hag. Það er oft þannig þegar ný tilvik koma upp að þau falla illa að þeim lagareglum sem fyrir eru. Stundum eru þau felld undir ákvæðin en stundum ekki. Þá kemur til kasta Alþingis að breyta lögunum svo þau nái yfir þessi tilvik. Dómari á ekki og má ekki gera þetta. Það brýtur gegn grundvallarreglum stjórnskipunarinnar.

Í ljósi þessa alls og svo fordæmanna held ég, og ég ítreka að þetta er vissulega mikið vafamál, að það hafi verið rétt hjá dómaranum í þessu máli að sýkna. Ég vil hins vegar endilega sjá málinu áfrýjað. Það er alls ekki ómögulegt að hæstiréttur snúi þessu við. Það er líka þannig að ef víkja þarf frá fordæmum eða að feta nýjar brautir í túlkunum, þá er betra að það sé hæstiréttur sem gerir það frekar en héraðsdómur. Ég vona að þessu verði áfrýjað og snúið við, en ég er ekki viss um það.

Í lokin er svo rétt að bera blak af saksóknurum, í þessu tilfelli væntanlega fulltrúa sýslumanns. Það getur verið erfitt að fóta sig í þessum ákærumálum. En það hefði líklega verið rétt, án þess að ég hafi skoðað það sérstaklega, að nefna 234. gr. til vara og fá afstöðu dómarans til þess hvort um brot á þeirri grein hafi verið að ræða.

Stefán Bogi Sveinsson (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 10:43

24 identicon

Aðeinei örstutt hérna úr sæti mínu. Það er rangt, hver sem heldur því fram, að dómstólar séu í einhverskonar samvinnu við kynferðisafbrotamenn. Dómstólar hafa gengið eins langt og þeir geta, og stundum gengið lengra en þeir geta til að koma á móts við þessa gagngýni. Nefni ég dóm Hæstaréttar nr. 542/2002 (einkadans) því til stuðnings. Þar dæmdi rétturinn að lögreglusamþykkt Reykjavíkur stæðist bæði lög og stjórnarskrá. Bann lögreglusamþykktarinnar náði til þess að dansarar færu einar með viðskiptavinum afsíðis og færu út á gólf meðal gesta. Nú les ég hér á blogginu að kona sem var á ráðstefnu og kom sér vel fyrir í hádegishléinu að bryðja kex þegar: "allt í einu storma inn þrjár fáklæddar stúlkur og tveir trumbuleikarar og fara að sýna afródans, AKKÚRAT ÞAR SEM ÉG STÓÐ" ( Eva Kamilla Einarsdóttir 29. 3. 2007 ).  Þetta er bannað samkvæmt nefndum dómi, eða hvað? Setti Hæstiréttur nýja lagareglu? Vék Hæstiréttur burt fyrri margítrekuðum fordæmum sínum um að hinn almenni löggjafi gæti ekki falið framkvæmdavaldinu óhefta ákvörðun um atvinnuréttindi manna og braut blað í dómaframkvæmd um lagaáskilnaðarreglu stjórnarskrár? Ef svo er, væri illa komið fyrir mannréttindakafla stjórnarskrár og var hann þó slappur fyrir.

  Sem betur fer held ég að svo sé ekki, heldur var Hæstiréttur að grípa fram fyrir hendur á löggjafanum í göngu sinni á móti andstæðingum nektarstaða. Þannig er eins og ég benti á hér að ofan, baráttan fyrir því hvað séu lög í þessu sambandi hefur náð það langt að Hæstiréttur er tilbúinn að ganga út fyrir formleg lög í nefndri göngu, en fær ekkert nema skammir í staðin.

  Að lokum; ætli Hæstiréttur sé á grundvelli dóms nr. 542/2002 tilbúinn að túlka 196. gr. hgl. með mér þannig að kaup á "kynlífi" séu óheimil og fangelsissök? 

Kristján Sig. Kristjánsson (IP-tala skráð) 31.3.2007 kl. 14:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband