Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007

Alveg eins og í Búlgaríu

Þá er ég komin heim frá Búlgaríu. Ferðin var æðisleg í alla staði - 5 stjörnu hótelið og ofgnót af góðum búlgörskum mat eiga þar stóran þátt... 

Annars merkilegt hvað margt er líkt með Íslandi og Búlgaríu. Veðrið þegar ég lenti í Keflavík var svipað og veðrið þegar ég lenti í Búlgaríu. Geri fastlega ráð fyrir að það þýði að við séum bara nokkrum dögum á eftir svo að næstu daga verði logn, þurrt og milt veður! Þegar við vorum að keyra í gegnum Hafnarfjörðinn sá ég líka fleira sem er líkt. Ber þar fyrst að nefna Actavis skilti og að ekki er búið að taka niður jólaskreytingar.

Annars er greinilegt að kona má ekki skella sér af landi brott í örfáa daga. Greinilegt að hér hefur mikið gengið á á meðan. 

Fréttir af flokksþingi Frjálslynda flokksins voru ekki í sunnudagsmogganum eins og gefur að skilja. Mesta spennan við að koma heim var að heyra niðurstöðurnar. Mér finnst mjög flott hjá Margréti Sverris að taka slaginn við strákagengið í Frjálslyndum. Bíð spennt eftir niðurstöðunni. Ef rétt reynist að greitt hafi verið fyrir atkvæði og aðrar ásaknir í kringum kosninguna verður fróðlegt að sjá hvað gerist. Mun einhver sæta ábyrgð eða yptir fólk bara öxlum og segir "hvað um það"?

Sunnudagsmogginn var samt sem áður stútfullur af jafnréttismálum. Úttektin á stöðu kvenna í íþróttum var fróðleg og eins var gleðilegt að sjá Rannveigu Rist með afdráttarlausar skoðanir á því að jafnréttismál væru lang í frá í góðu lagi hér á klakanum. Ef vindáttinn breytist þannig að konur í fremstu röð í viðskiptalífinu fara að tala hreint út um jafnréttismál á þennan hátt er það merki um stórmerkar framfarir. Því miður er það allt of oft að konur lýsa því yfir að kyn skipti engu máli og að þær hafi aldrei fundið fyrir að vera öðruvísi meðhöndlaðar vegna kynferðis. Slíkar yfirlýsingar eru skaðlegar fyrir kvennabaráttuna - sérstaklega þegar konur í toppstöðum taka höndum saman og eru með slíkar yfirlýsingar allar sem ein. En kannski er þetta allt að breytast... :)

Kíkti líka aðeins í DV í vélinni á leiðinni heim. Nú þarf greinilega að setja pressu á Sigurjón Egilsson um að standa undir nafni sem sannur femínisti! Í listanum yfir "toppmenn" blaðsins, þ.e. stjórnarformann, ritsjóra, fréttastjóra o.þ.h. voru taldir upp 5 karlmenn. Engin kona komst þar á blað. Ég geri fastlega ráð fyrir að þetta breytist fljótlega. 2 heilsíðuauglýsingar frá Geira klámsjúkdómi (stolið frá Betu Halo) voru í blaðinu. Það er óþolandi að fólk skuli vera til í að borga fyrir blað sem er fjármagnað að hluta til með sölu á konum. Ég setti DV á boycott lista hjá mér fyrir langa löngu og hef neitað að fara í viðtöl við blaðið síðan þá. Ég er enn að vona að Sigurjón taki til á blaðinu og neiti að taka við hvaða peningum sem er.


Ethical eating og Bulgaria

Ok. Tha er eg lent i Bulgariu. Vid flugum i gegnum London og ferdin gekk bara fint. Fannst athyglisvert ad sja ad i blodum BA i velinni fra London var mikid talad um umhverfisvernd og ethical eating. BA er t.d. baedi ad fjarfesta i nyjum sparneytnari og umhverfisvaenni velum en eru lika ad breyta hvernig thau fljuga. T.d. er sett minna bensin a velarnar til ad eyda ekki orku i ad burdast med otharfa bensin. Adflugi hefur verid breytt med thvi ad draga ur hradanum og eitthvad fleira. Veit ekki alveg hvad mer finnst um sumar thessara breytinga. Langar ekkert ad komast a afangastad a sidasta bensindropanum... En hvad um thad.

Ethical eating var lika mikid a dagskra. Ethical eating gengur ekki bara ut a ad borda lifraent og hollt heldur einnig ad borda mat ur naesta nagrenni svo ekki thurfi ad fljuga matnum langar leidir, t.d. avoxtum. I London poppa nu upp hvert eathical eating veitingahusid a faetur odru.

Og svo er thad Bulgaria. Aksturinn fra flugvellinum tok orskamma stund. Thad fyrsta sem sest a leidinni eru gamlar og illa farnar blokkir. Greinilegt ad fataektin er mikil. A einu gotuhorni breytist svo myndin og thar eru baedi nyrri og betur farnar byggingar. Hotelid sem vid erum a er 5 stjornu - og eg var ekkert af fila serstaklega vel ad vera her i gallabuxunum i hadegismatnum... passar ekki alveg. Atti lika bagt med ad a leidinni ur bilnum og inn a hotel var strakur sem helt regnhlif yfir hofdinu a mer. Tho eg se dekurdyr er eg nu ekki von thessu og finnst thetta bara othaegilegt. Er viss um ad thetta venst eins og allt annad en hallast nu frekar ad thvi ad thetta se eitthvad sem eg vil alls ekki venjast. Mer finnst bara agaett ad bjarga mer sjalf og halda a toskunum minum sjalf... Hins vegar neita eg ekki ad mer finnst aedi ad vera i herbergi sem er naestum jafnstort og fyrsta ibudin min. Er enntha ad leita ad straujarninu en efast um ad eg fai ad strauja skyrtuna mina sjalf. Spurningin er hvort thad er gott eda vont! 

ps. hvernig er best ad thyda ethical eating?


Búlgaría

Þetta segir hin alfróða Wikipedia:

Bulgaria (Bulgarian: officially the Republic of Bulgaria (Bulgarian: ), is a country in Southeastern Europe, and a member state of the European Union. It borders the Black Sea to the east, GreeceTurkey to the south, Serbia and the Republic of Macedonia to the west, and Romania to the north, mostly along the Danube. Bulgaria also shares a maritime border with Turkey, Romania, Ukraine, Russia, and Georgia. The capital of Bulgaria is Sofia. and

Bulgaria is a country with an ancient history dating back to prehistoric times, the Thracian, GreekRoman worlds of antiquity and the powerful Bulgarian Empire of the Middle Ages founded in 681. Geographically and climatically, Bulgaria is noted for its diversity, with the landscape ranging from the Alpine snow-capped peaks in Rila, Pirin and the Balkan Mountains to the mild and sunny weather of the Black Sea coast, from the typically continental Danubian Plain (ancient Moesia) in the north to the strong Mediterranean influence in the valleys of Macedonia and the lowlands in the southernmost parts of Thrace. and

Bulgaria joined NATO on March 29, 2004 and the European Union on January 1, 2007. The country has been a member of the United Nations since 1955, and is a founding member of OSCE. As a Consultative Party to the Antarctic Treaty, Bulgaria takes part in the governing of the territories situated south of 60° south latitude.

Af hverju þessi áhugi á Búlgaríu? Jú á morgun verð ég þar. Skal skila frá þér kveðju... 


Stuðningsyfirlýsing

Vissir þú að þú getur skrifað undir stuðningsyfirlýsingu við Höllu á http://halla-ksi.blog.is/blog/halla-ksi/guestbook/?

 


Kirkjan ætti að vera í fararbroddi

Í mínum huga á kirkjan að vera í fararbroddi mannréttinda, þ.e.a.s. ef hún ætlar að standa undir nafni. Æ ofan í æ er það hins vegar kirkjan sem er dragbítur á jafnrétti og alls kyns mannréttindi. Óþolandi. Hins vegar er jákvætt að sjá að stjórnvöld ætla ekki að veita undanþágur á grundvelli trúar. Barátta samkynhneigðra er fyrirtaks dæmi um hóp sem hefur náð miklum árangri á skömmum tíma. En betur má ef duga skal og nýlega las ég bókina Business, Not Politics sem fjallar um markaðssetningu inn á samkynhneigðan markað. Fyrirtaks bók - mæli með henni.

En aftur að ættleiðinum. Hér heima standa samkynhneigðir og einhleypir frammi fyrir því að mjög erfitt er að ættleiða. Lögin hér heimila ættleiðingar en löndin sem ættleitt er frá ekki. Það skiptir því máli að finna lönd sem heimila ættleiðingar á grundvelli þeirra laga sem við höfum hér.


mbl.is Kaþólikkar hóta að loka ættleiðingaþjónustum vegna laga um samkynhneigða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef Guð hefði ekki skapað karlmanninn

"Ef Guð hefði ekki skapað karlmanninn hefði hann ekki skapað birkitréið heldur"

Mér finnst ofangreint "quote" sem er eftir yours truly jafn spennandi og þetta sem er eftir Victor Hugo:

"If God had not made woman, he wouldn't have made the flower either" 


Ég mæli með

Ég mæli með greininni hennar Sigrúnar Daníels í Mogganum í gær. Bls 42 ef ég man rétt. Þar fjallar hún um viðhorf til fitu.

Skil annars ekki alveg hvað MS Bundchen er að fara í þessu viðtali. Meinar hún að ef hún hefði ekki verið með sterk fjölskyldubönd þá hefði hún fengið lystarstol? Tæplega - en það er freistandi að álykta að það sé meiningin á bak við orðin þegar fólk lætur svona hluti út úr sér. Rannsóknir hafa sýnt fram á tengsl á milli tískuiðnaðarins og átraskana. Líka á milli átraskana og þess að dýrka þetta ofurgranna útlit og þrýstings frá fjölskyldu og vinum. Átraskanir eru ekki sjúkdómur sem herjar einungis á konur í tískuiðnaðinum heldur fjöldan allan af konum utan hans. Það er löngu tímabært að hann axli ábyrgð á afleiðingum þess útlits sem hann hampar sem tískulúkkinu! 


mbl.is Bundchen segir lystarstol stafa af skorti á fjölskylduböndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Ég er ekki að segja að hún hafi staðið sig illa"

Afskaplega er ég ánægð að sjá innanbúðarfólk í Frjálslynda flokknum senda frá sér opinbera stuðningsyfirlýsingu við Margréti. Þetta hefur verið frekar einhliða hingað til. Frjálslyndi flokkurinn er ekki þekktur sem femínískur flokkur - en Margrét er þekkt sem femínisti og hefur haldið merkjum jafnréttis á lofti. Það er í raun ótrúlegt að karlarnir í brúnni skuli ekki átta sig á mikilvægi þess að hafa bæði kyn í forystu stjórnmálaflokks. Mér er einstaklega minnisstætt nýlegt viðtal við Guðjón skipsstjóra. Þar segir hann að Magnús Þór hafi sinnt sínu starfi vel og hann sjái ekki ástæðu til að skipta um stýrimann þegar vel gengur. Hann segir eitthvað fleira ýmislegt gott um Magnús en síðan berst talið að Margréti. Þá segir Guðjón "ég er ekki að segja að hún hafi staðið sig illa" og þylur síðan upp að hún hafi gegnt ýmsum störfum fyrir flokkin. Hann megnaði ekki að segja eitt hrósyrði um konuna um sem er búin að vinna mikið og ötult starf fyrir Frjálslynda flokkinn í mörg ár. Þetta segir meira en mörg orð.
mbl.is Borgarstjórnarflokkur F-lista styður Margréti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fylgi Samfylkingarinnar

Ég sé að hinir ýmsu bloggarar eru með fréttaskýringar um hvers vegna fylgi Samfylkingarinnar hefur minnkað svona mikið. Ég verð auðvitað að fá að leggja mín 2 sent í púkkið...

Ingibjörg Sólrún er sterkur leiðtogi og ég blæs á allar kenningar um að fylgistapið sé henni að kenna og Samfylkingunni hefði verið betur borgið undir stjórn Össurar. Hins vegar vil ég meina að sumir af innanbúðarkörlunum í Samfylkingunni hafi ekki stutt eins vel við bakið á sínum formanni og þeim ber að gera og jafnvel farið út í að grafa undan henni - hvort sem það er meðvitað eða ómeðvitað. Það hjálpar auðvitað ekki til upp á fylgi en útskýrir ekki svona mikið fylgistap.

Nýlega birtist viðtal við Einar Mar þar sem hann fjallaði um fylgi stjórnmálaflokkanna. Þar kom fram að Samfylkingin á meira fylgi meðal kvenna en karla. Það sem ég held að hafi gerst er að Samfylkingin er ekki með nógu afdráttarlausa stefnu í tveim málum sem eru konum afar hugleikin: jafnréttismál og umhverfismál. Í Samfylkingunni eru fyrirmyndarfemínistar og umhverfissinnar - en þar eru líka margir sem eru hvorugt. Flokkurinn sjálfur hefur ekki skýra stefnu um þessu mál á þann hátt að kjósendur treysti að þeim verði framfylgt. Ingibjörg hitti naglann á höfuðið þegar hún sagði að þjóðin treysti þingflokknum ekki ennþá. Öfugt við marga aðra þá er ég hrifin af þessum orðum Ingibjargar og finnst hún ekki fella neinn áfellisdóm yfir sinn þingflokk. Umræðan sem á eftir kom bar vott af árásargirni pólitískra andstæðinga en var ekki byggð á málefnalegum grunni.

Besta sem Samfylkingin gæti gert núna, korter í kosningar, er að koma með afdráttarlausar yfirlýsingar. Á að framfylgja stóriðjustefnunni eða ekki? Hvaða flokka geta kjósendur sem ekki vilja fleiri álver kosið? Svo eru það jafnréttismálin - eru framboðslistar Samfylkingarinnar sterkir fyrir þingflokk sem vill fjölga konum á þingi? Það er með þetta eins og margt annað - you can't have it both ways. Ef markmiðið er að fjölga konum á þingi þá eru framboðslistar Samfylkingarinnar ekki sterkir. Þeir fjölga körlum á þingi, ekki konum. Ég gagnrýndi Ingibjörgu Sólrúnu á sínum tíma fyrir að tala um sterka framboðslista og var sagt að auðvitað gæti hún ekki gagnrýnt lista í sínum eigin flokki. Ég blæs á þau rök. Ef Samfylkingin er sammála um að það þurfi að fjölga konum á þingi þá ættu þau líka að vera sammála um að framboðslistarnir þeirra eru ekki að ná því markmiði. Ef þau vilja draga úr neikvæðu hliðunum geta þau bent á framboðslista annarra flokka til samanburðar en margir þeirra eru ekki skárri.

Spurningin er hverjum er verið að halda góðum? Í tilfelli framboðslistanna eru það þeim sem er sama um kynjahlutföll á þingi. Fyrir okkur hin sem finnst mikilvægt að kynin sitji jafnt til borðs á alþingi svíður að hlusta á tal um sterka karlalista!


Stuðningur

Eins og allir vita myndi ég kjósa Höllu Gunnars sem næsta formann KSÍ ef ég hefði kosningarétt. Fyrst ég get ekki kosið get ég þó allavega hvatt fólk til að leggja henni lið á alla mögulega máta - til dæmis með því að styrkja framboðið hennar. Eftirfarandi gengur nú um netið sem eldur í sinu:

Kæru félagar!

Sem kunnugt er hefur Halla Gunnarsdóttir, blaðamaður, ákveðið að gefa kost á sér til embættis formanns KSÍ. Næstu vikur munu því verða talsvert annasamar í að kynna málefni Höllu fyrir sem flestum innan knattspyrnuhreyfingarinnar. Við óskum eftir þínum stuðningi við kosningabaráttuna. Ef þú hefur tíma til aflögu sendu okkur endilega póst á Kára, karigy@hi.is og við verðum í sambandi.

Opnaður hefur verið reikningur til að standa straum af kostnaði við kosningabaráttuna, s.s. ferðalög og símreikning. Reikningsnr. er: 0323-13-700581, kt. 0801812999.

Með von um góð viðbrögð.

Bestu kveðjur

Stuðningsfólk Höllu Gunnars


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband