Jörðin er flöt

Það er ánægjulegt að Sjálfstæðisflokkurinn gleymir ekki jafnréttismálum á landsfundinum. Þessi partur finnst mér hins vegar óborganlega fyndinn:

Þess má einnig geta að lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna, sem í daglegu tali nefnast jafnréttislög, sem sett voru árið 2000 var einmitt ætlað að treysta jafnrétti kynjanna í sessi. Það er umdeilt hvort slíkt hafi tekist til fulls.

Umdeilt hvort slíkt hafi tekist til fulls? Það eru sem sagt enn til þeir sem trúa því að jörðin sé flöt! 


mbl.is Vilja breyta skilgreiningu hjónabandsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: TARA

Jafnrétti verður aldrei til, til fulls, það vita allir..

TARA, 27.3.2009 kl. 14:28

2 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Hvenær heldur þú að sjálfstæðismenn færu að viðurkenna að þeim hefur gjörsamlegast mistekist í stjórnun landsins undanfarin 18 ár, þ.m.t. um jafnrættismál. Gleymum þó ekki hverjir hafa verið félagsmálaráðherrar undanfarin ár, þ.e. fulltrúar frá Samfylkingu og Framsókn. Þeirra er sökin líka.

En jörðin er flöt. Annað hefur aldrei verið sannað!

Kveðja,

Muggi.

Guðmundur St Ragnarsson, 27.3.2009 kl. 14:35

3 Smámynd: TARA

Hélt einmitt að búið væri að sanna að jörðin er EKKI flöt....

TARA, 27.3.2009 kl. 17:04

4 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Tara, því miður held ég að það sé alveg rétt hjá þér að jafnrétti muni aldrei verða náð fullkomlega... en það er þó hægt að gera svo margfalt, margfalt betra en það sem við höfum núna. Það er álíka vitlaust að halda því fram í dag að jörðin sé flöt og að jafnrétti sé náð - svo fjarstæðukennt er það.

Guðmundur - mikið rétt að ábyrgðin er mun víðtækari en Sjálfstæðisflokkurinn. R-listinn var t.d. við völd lengi í borginni en ekki er jafnrétti náð þar heldur. Femínistar í öllum flokkum eiga í jafnréttisbaráttu innan þeirra. Jafnrétti er heldur ekki bara tengt við flokkapólitík heldur er kynjakerfið inngreipt í öll ferli, allar stofnanir, allar hefðir, o.s.frv. Það þarf því víðtæka samstöðu til að þoka okkur nær jafnrétti og hún er því miður ekki til staðar. 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 27.3.2009 kl. 17:36

5 Smámynd: Liberal

Ég held að þetta felist í skilgreiningu á jafnrétti. Annars vegar er um að ræða jafna möguleika karla og kvenna til að framfylgja sínum væntingum og áætlunum, og hins vegar fasísk krafa um að konur fái allt til helmings á við karla, sama hvað það kallast.

Annars finnst mér orka mjög tvímælis hvernig þú hertekur jafnréttisumræðuna (reyndar er það sem þú kallar eftir ekkert skylt jafnrétti, þú vilt kvenrétti, sem er allt annar hlutur) og smellir henni inn í flokkspólitík, svona eins og þeir einir sem aðhyllist í alvöru jafnrétti geti bara alls ekki kosið neitt annað en VG.

Þjóðin... landsmenn og landskonur.... þarf að berjast gegn því sem þú kallar jafnrétti. Þér er hreint ekki umhugað um jafna stöðu karla og kvenna, þ.e.a.s. að allir byrji á sama stað. Þú vilt leggja af þann leiðangur sem skilar einstaklingum á leiðarenda og lætur þá kljást innbyrðis um takmörkuð gæði, og eyrnamerkja helming allra gæða konum, út frá því einu hvernig meðfædd tæki og tól líta út.

Það að konur eigi að hafa skilyrðislaust helming t.d. þingsæta hefur ekkert með jafnrétti að gera. Það hefur ekkert með lýðræði að gera. Það er heimtufrekja og krafa um takmörkuð gæði sem byggir ekki á hæfni viðkomandi aðila heldur eingöngu kynferði.

Það sem þú heimtar, og hvernig þú talar, myndi kallast uber-karlremba ef karlmaður talaði nákvæmlega eins og þú en svissaði "konur" fyrir "karla" og öfugt.

Annars er þessi sértrúarsöfnuður sem skapaður er í HÍ í kynjafræði svo óskaplega heilaþveginn að það er vonlaust með öllu að rökræða við ykkur. Ég meina, það var nú vinkona þín hún Sóley sem gerði karlæga uppröðun valmyndar á mbl.is að umræðuefni eitt sinn.

Liberal, 28.3.2009 kl. 11:30

6 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Já sumar karlrembur eru á því að það sé fasismi að krefjast þess að helmingur þjóðarinnar fái sinn sanngjarna skerf... helminginn... Lítið við því að gera annað en að krossa fingur og vona að þið komist einhvern tímann til vits og ára.

Held þú ættir að taka bjálkann úr eigin auga og átta þig á því að staðan í dag er þannig að þannig karlar hafa ansi mikið forskot út á kyn eingöngu - ekki hæfni eða hæfileika. Og það er eiginlega mesta furða hvað karlar eru sáttir við þetta - að fá meira en þeir eiga skilið - út á kynið. 

Það skiptir engu máli hvaða augum fólk lítur jafnrétti - það er ekki komið - hvorki lagalega né í framkvæmd. Lagalega erum við kannski komin þokkalega áleiðis en það er ekki jafnrétti í raun þegar fólk brýtur lögin á hverjum degi og þjóna litlu meira en því hlutverki að vera falleg orð á blaði. Lög um að launamisrétti sé bannað þurrka ekki út þá staðreynd að launamisrétti er staðreynd - og þau þýða engan veginn að launajafnrétti sé náð. Þetta hlýtur þú að sjá, burtséð frá því hvað þú ert staðráðinn í því að telja sjálfum þér trú um að jörðin sé flöt þegar kemur að jafnréttismálum. 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 28.3.2009 kl. 12:47

7 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

ps. annars dásamlegur húmor að þú skulir kalla þig liberal - verandi kaþólskari en páfinn þegar kemur að íhaldsseminni.

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 28.3.2009 kl. 12:49

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Understatement of the century!

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.3.2009 kl. 09:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband