Það er þetta með afsökunarbeiðnina...

Fyrir mörgum árum fór ég út að borða með nokkrum vinkonum. Það væri svo sem ekki í frásögur færandi nema að minningin um þjónustuna þetta kvöld hefur iðulega vakið hjá mér nokkra kátínu. Þannig er mál með vexti að þegar réttirnir komu á borðið kom í ljós að ég fékk annan rétt en ég pantaði. Ég nefni það við þjóninn og hún svarar að bragði „Ég skal athuga það.“ Að því sögðu hverfur hún og sést ekki aftur fyrr en kom að því að panta eftirrétti... Ég borðaði réttinn sem ég fékk með bestu lyst, enda var hann afar bragðgóður þó ég hafi verið pínku spæld yfir að fá ekki það sem ég pantaði. Þegar kom að pöntun eftirrétta vildi ein vinkonan fá breytta útgáfu af einum réttinum og spurði hvort það væri hægt. „Ég skal athuga það“ sagði þjónninn aftur en kom aldrei aftur að borðinu með svarið.

Þegar kom að því að borga reikninginn segi ég aftur við hana að ég hafi fengið vitlausan rétt. Segi líka að það hafi nú reddast því rétturinn hafi verið góður en ég myndi gjarnan vilja fá afsökunarbeiðni fyrir að fá vitlaust afgreitt. Þjónninn leit á mig og svaraði hiklaust „Ég skal athuga það!“

Af einhverjum ástæðum skaut þessari minningu upp í kollinn á mér þegar ég heyrði fyrrverandi forsætisráðherra Geir H. Haarde segja í spjallinu hjá Sölva nú fyrr í kvöld að þetta með afsökunarbeiðnina... það væri flókið mál.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Hvernig væri að kenna þessarri prúðu stúlku, sem nú fer fyrir Íslands hönd í Jújróvision keppnina í Moskvu, þessa setningu -á rússnesku ?

Það á að senda hana á námskeið í því að verja íslenska efnahagshrunið.

Er meira á Jóhönnu Guðrúnu leggjandi en að hún læri að segja "Ég skal athuga það",  "Perhaps we should have" og "We are not terrorists" á nokkrum tungumálum ?

Eða á hún kannski bara alfarið að bjarga "ímyndinni", svona rétt á meðan hún vinnur Júróvision með hinni hendinni ?

Hildur Helga Sigurðardóttir, 20.3.2009 kl. 22:44

2 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

LOL - já þetta ætti að redda henni... og okkur, að sjálfsögðu!

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 20.3.2009 kl. 22:52

3 Smámynd: Þórkatla Snæbjörnsdóttir

Alexandra baðst margoft afsökunar á því í Idolinu, að hafa ruglað textanum lítillega. Sumir ættu að taka auðmýkt hennar sér til fyrirmyndar.

Þórkatla Snæbjörnsdóttir, 20.3.2009 kl. 23:23

4 Smámynd: Liberal

Þannig að Geir á að biðja þjóðina afsökunar á lausafjárkrísunni í heiminum? Eða á hann kannski að biðjast afsökunar á því að í Bandaríkjunum fóru menn að kaupa og selja undirmálslán og misstu þannig sjónar á eðlilegri verðlagningu á áhættu í slíkum viðskiptum? Ætti hann kannski að biðjast afsökunar á því að alþjóðlegir reikningsskilastaðlar hafa gengið sér til húðar?

Eða kannski viltu að hann biðji þjóðina auðmjúklega afsökunar á því að Sjálfstæðisflokkurin hafi fært þjóðinni frelsi til að t.d. kaupa sér bjór... horfa á litasjónvarp... taka húsnæðislán hjá öðrum en Ríkinu.

Þú vilt kannski að Geir biðji þjóðina afsökunar á því að hafa fært henni í hendur það frelsi til orða og athafna sem þið vinstrimenn viljið svipta okkur?

Látum okkur nú sjá... þið í VG viljið a) skattleggja fyrirtæki og einstaklinga nú þegar skattaLÆKKANA er þörf (í nafni þess að jafna kjörin), b) standið kerfisbundið í vegi fyrir atvinnusköpun einstaklinga sem vilja byggja upp fyrirtæki á sínum viðskiptahugmyndum (sjá t.d. Ögmund Jónasson og herferð hans gegn heilsutengdri ferðamennsku), c) koma í stjórnarskrá alls kyns þráhyggju sem þið eruð haldin varðandi t.d. persónukjör (en viljið samt ekki leyfa kjósendum VG að ráða hvernig listarnir ykkar eru upp byggðir).

Já, Geir þarf að biðja þjóðina afsökunar á ýmsu. Efst þar á listanum er að hann kom þjóðinni í þá aðstöðu að VG gat rænt völdum í skjóli ofbeldis fært hina íslensku millistétt á silfurfati í hendur forræðishyggjupostula VG. Fari fram sem horfir má reikna með að kreppan lengist um 5-10 ár þökk sé fullkomu vanhæfi VG og Samfylkingarinnar til að stjórna landinu af skynsemi og röggsemi. Þessir flokkar ráðast meira af loftbólupólitík og pólitísku ofstæki og blindu hatri í garð hinnar íslensku millistéttar.

Liberal, 21.3.2009 kl. 14:53

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þetta er sama sýndrómið, sko hjá Geir og þjóninum.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.3.2009 kl. 18:22

6 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Já akkúrat - nákvæmlega það sama - kannski bara aðeins stærri yfirsjón hjá Geir...

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 24.3.2009 kl. 12:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 332474

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband