Á röngunni

Ég horfði á viðtal Boga Ágústssonar við Göran Person fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar um daginn. Það er tvennt sem mér finnst ágætt að taka inn í íslenskt samhengi úr viðtalinu. Annars vegar að Göran sagði að allar aðgerðir í niðurskurði yrðu óvinsælar og þess vegna yrðu mótmæli og hins vegar að aðgerðir ríkisstjórnarinnar yrðu að vera þannig að allir leggðu sitt af mörkun en þeir sem ættu mest yrðu að leggja mest af mörkum en þeir sem ættu minnst yrðu þó eitthvað að leggja af mörkum líka. Ef við skoðum þetta aðeins nánar og berum saman við hvað er að gerast hér þá...

1. Ráðherrar virðast taka mótmælunum með stóískri ró. Sjálfsagður partur af lýðræðinu, við þessu að búast í hremmingum sem þessum, o.s.frv., o.s.frv. Ég hef einungis heyrt Þorgerði Katrínu segja að það sé mikilvægt að ráðamenn hlusti. Hins vegar hef ég ekki séð neina hlustun í framkvæmd. Ráðherrarnir setja frekar línurnar varðandi mótmælin - leggja blessun sína yfir sum, segja önnur skemma fyrir. Skilaboðin eru þau að við megum alveg sprikla friðsamlega á Austurvelli, svona til að sýna að við mótmælum en ríkisstjórnin vill samt sem áður fá vinnufrið og ætlar að halda sínu striki óháð því sem þjóðin vill. Eina teiknið sem er á lofti um að ráðamenn ætli hugsanlega að hlusta smá... pínku pons... er að hugsanlega á að gera breytingar á ráðherraliðinu fljótlega. Það er þó ekki endilega svo að það sé í anda þess að hlustað sé á mótmælendur. Þannig er t.d. sagt að Þórunn Sveinbjarnar verði hugsanlega látin víkja. Þórunn er eini ráðherrann sem hefur staðið vörð um sinn málaflokk, hún er í alvörunni umhverfisráðherra sem er annt um umhverfið og er ekki til í að fórna landinu á altari gróðærisins. Það er kannski þess vegna sem á að koma henni í burtu? Fá einhvern í staðinn sem er tilbúinn til að álvæða landið, hvað sem það kostar. Það er nú einu sinni búið að hneppa framtíðarkynslóðir í skuldafjötra - af hverju ekki að taka af þeim landið og valkostina líka??? Græðgisvæðingin er enn í algleymingu. Núlifandi kynslóðir reyna hvað þær geta til að blóðmjólka allt. En Þórunn hefur gert meira en standa sig í starfi. Hún hefur líka tekið undir þær raddir að það sé sjálfsagt að kjósa. Það er kannski hin ástæðan fyrir því að hugsanlega eigi hún að fara? Svona til að sýna ráðherrum sem ekki eru nógu undirgefnir undir valdið að þeim sé hollast að hlýða or else...! 

Allavega - ef Þórunn fer mun ég líta á það sem skýr skilaboð til þjóðarinnar um að ríkisstjórnin líti ekki svo á að hún sé að starfa í okkar þágu heldur auðvaldsins. 

2. Svo er það hitt atriðið - þetta með að þeir sem eigi mest eigi að leggja mest af mörkum. Það eru engin teikn á lofti um það heldur þvert á móti. Þeir sem mest eiga eru að fá skuldir sínar niðurfelldar, enginn er hátekjuskatturinn, ekkert á að gera í þeim sem lifa á fjármagnstekjum og borga litla sem enga skatta - leggja ekki sitt af mörkum til samfélagsins en nýta sér alla þjónustuna sem þjóðin borgar fyrir eins og t.d. skóla... Á þjóðina sjálfa eru hins vegar lagðar þungar byrðar og aðförð gerð að velferðarkerfinu. Sjúklingar eiga nú að borga fyrir að fá náðarsamlegast að fara á sjúkrahús. Heilbrigðiskerfið á sem sagt fyrst og fremst að þjóna þeim sem eiga pening. Það á ekki jafnt yfir alla að ganga heldur er mantran sú að sumir séu jafnari en aðrir. Samningar við bændur eru brotnir, verðtrygging á lánum já en ekki á búvörusamningunum. Slæm staða bænda á sem sagt að verða verri. Ekkert spáð í að fæðuöryggi er þjóðaröryggismál (rétt eins og að gæta að því að bankakerfið verði ekki of stórt...). Fjármagn til menntunar er skorið niður akkúrat þegar fleiri munu sækja í skólana. Sótt er að Jafnréttisstofu og svona mætti lengi áfram telja. 

Reynslan hefur sýnt að afleiðingar kreppu eru að misrétti og stéttskipting eykst. Með þessa þekkingu í farteskinu ættum við að geta gert betur. Því miður er ríkisstjórn okkar gjörsamlega vanhæf. Hún kann bara þá hugmyndafræði sem kom okkur á hausinn. Ef aðgerðir ríkisstjórnarinnar eru bornar saman við orð Görans Person sjáum við að hún gerir flest þveröfugt... þetta sjáum við hin líka. Við vitum betur. Spurningin er af hverju ríkisstjórnin bregst svona rangt við?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vildi bara segja hvað mér finnst þessi færsla þín algjörlega frábær. Ég óska þess að ríkisstjórnin læri að lesa á milli lína og jafnvel ekki svo mikið á milli þeirra, heldur það sem "stendur" svart á hvítu: hver er vilji þjóðarinnar og hlustum við á hann?

Takk fyrir þessa færslu, kærar kveðjur.

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 13:27

2 identicon

Er sammála, ég tel það það útilokað að ríkisstjórnin sem kom okkur í þrot eigi að byggja upp nýtt kerfi sem að mér sýnist af nákvæmlega sömu gerðinni og það sem virkaði ekki.

Það sem vantar er að skerpa lög hvaða varðar innherjarviðskipti (kallað krossmyndunartengsl) á íslensku viðskiptamáli.

Einnig þarf að setja lög að bankarnir meigi EKKI starfa sem vogunarsjóðir og ekki á erlendi grundi nema rétt til þess að framkvæma SWIFT millingöngur.

Það þarf að setja lög um að lífeyrissjóðir þurfi að skila jákvæðri ávöxtun og megi EKKI stunda áhættufjárfestingar.

Það þarf að setja lög um að þingmenn megi ekki eiga né stjórna fyrirtækjum við þingstörf til þess að minnka hlutdrægni og spillingu.

Auk þess þarf að standa rétt um lýðræðið, tryggja jafnrétti, almannaþjónustur sem vinnufærir íslendingar borga með 36% vöxtum ásamt margföldum nefsköttum.

Davíð Halldór Lúðvíksson (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 15:25

3 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Svo er bara spurningin hvað þarf til svo við getum komið vitinu fyrir ríkisstjórnina... að lausnirnar eigi að vera fyrir fólkið í landinu í stað þess að fólkið sé blóðmjólkað...

Kærar kveðjur líka norður Doddi! :) 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 19.12.2008 kl. 09:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 332474

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband