Takk fyrir mig

Ein af ástæðunum fyrir því að ég færði mig yfir á moggabloggið á sínum tíma var að hér voru ekki auglýsingar á bloggsíðum. Nú hefur það breyst og þar af leiðandi færi ég mig aftur yfir á blogspot. Ég er hvorki til í að blogga ókeypis til að auglýsa fyrirtæki sem ég hef mismunandi miklar mætur á né vera með auglýsingar sem mér mislíkar inn á blogginu. Ég veit að það kemur að því að einhver setur inn auglýsingu sem ég tel skaðlega fyrir jafnrétti kynjanna. Það er nóg af slíkum auglýsingum í gangi. Ég þakka því fyrir mig hér á þessum stað. Gamla bloggið mitt er hugsadu.blogspot.com og ég mun halda áfram að blogga þar.

Ciao! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Ásgeirsson

Með Adblock forritinu er hægt að útiloka allar auglýsingar. Einfalt og þægilegt.

Gísli Ásgeirsson, 8.2.2008 kl. 16:05

2 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Adblock kemur bara í veg fyrir að ég sjái auglýsingarnar. Auglýsingarnar birtast áfram og ekki ætla ég að fara að auglýsa hvað sem er - og það ókeypis. Nei takk. Mér hefur þó líkað dvölin vel hér á Moggablogginu og vona bara að þessari vitleysu verði hætt sem allra fyrst. Ég set sennilega Adblockerinn á til að geta lesið annarra manna og kvenna blogg í friði.

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 8.2.2008 kl. 16:16

3 identicon

Með Adblock forritinu er hægt að útiloka allar auglýsingar. Einfalt og þægilegt.

Már Högnason (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 16:21

4 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Jebbs, en eins og ég sagði áðan, það virkar bara fyrir mig prívat og persónulega. Málið er ekki bara að ég sjálf sé ekki til í að sjá þessar auglýsingar hér á blogginu - ég er ekki tilbúin til að taka að mér það hlutverk að miðla auglýsingunum til annarra. Ég vil sem sagt ekki vera auglýsingamiðill. Adblock kemur að engu gagni þar.

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 8.2.2008 kl. 16:36

5 Smámynd: Halla Rut

Það hlýtur að vera kostnaðarsamt að halda út svona bloggi.  Mér finnst ekki skrítið að þeir þurfi einhversstaðar frá að fá tekjur.

Ég les þig svo oft og er óhress með að þú ætlir að fara. Heldur ættir þú að skoða þessar auglýsingar og blogga um þær ef þær boða misrétti. Þú hefur verið góð í því og ábendingar þínar hafa verið gagnlegt bæði fyrir hinn almenna borgara sem og auglýsandastofur.

Þú ættir að sjá Kentucky auglýsingarnar sem nú er verið að sýna í sjónvarpinu Bretlandi. "Kaupið Kentucky og gefið "mömmu" frí í eldhúsinu einn dag." Svo eru allir að borða og mamman svo alsæl með þetta en svo er hún að henda öllu draslinu í ruslið eftir matinn og gengur frá öllu, en samt svo falleg og ánægð. Og hvar er pabbinn í öllu þessu, jú hann er bara eins og einn krakkinn að naga kjúklingalæri og ofsalega ánægður með að hafa gefið konunni frí þennan dag frá eldamenskunni. Gjörsamlega ömurlegt og svo kynja staðlað að maður gubbar.

Halla Rut , 8.2.2008 kl. 17:16

6 Smámynd: Theódór Norðkvist

Gísli Ásgeirsson og Már Högnason eru sami maðurinn. En ég tek undir að með þessu uppátæki eru morgunblaðsmenn að vanvirða þá sem blogga á blog.is.

Theódór Norðkvist, 8.2.2008 kl. 21:21

7 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ég hef ekki þurft að borga krónu fyrir að blogga hjá Mogga og finnst vara gott að launa fyrir mig með því að auglýsing birtist á blogginu mínu.

Takk Moggi.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 9.2.2008 kl. 08:03

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Gat nú verið að Ulrik ofurnaut úr Húsdýragarðinum væri kominn með bloggleyfi. Hm..

Ég sakna þín KA og það er sjónarsviptir að þér.  Gangi þér allt í haginn.  Takk fyrir baráttugleðina og góða pistla.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.2.2008 kl. 08:40

9 identicon

Ég er sammála þér - varð ekki yfir mig ánægð þegar auglýsing birtist á blogginu mínu.
Sala Morgunblaðsins hefur aukist fyrir bloggið - bloggið hefur verið notað sem fréttaefni - en að selja auglýsingar á það finnst mér full langt gengið.
Ég mun láta í mér heyra á kerfisblogginu en er samt búin að skrá mig inn á blogspot.com.

Inga Helgadóttir (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 12:47

10 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Ég hafði vonast til þess að Mogginn myndi ná inn nægjanlegum tekjum af blogginu án þess að auglýsa inn á bloggsíðum. Bloggið hefur aukið aðsókn að mbl.is til mikilla muna og gert þá síðu að mun vænlegri auglýsingakosti fyrir vikið, sem ætti að þýða bæði hærra verð og auðveldari sölu. Síðan er líka heljarinnar traffík á blog.is og þar er hægt að hafa auglýsingar fólki að meinalausu. Hins vegar er ég sjálf ekki tilbúin til að vera með persónulega vefsíðu með ýmsum auglýsingum inn á. Það er annar valkostur í boði, þ.e. að blogga annars staðar án auglýsinga og ég vel þann kost frekar. Vona að þið munið eftir sem áður kíkja á mig þangað, hugsadu.blogspot.com. Ég á líka eftir að halda áfram að skoða ykkar blogg - bara með adblock á héðan í frá. Annars vona ég bara að Mogginn skipti um skoðun hið fyrsta og hætti við auglýsingarnar.

Halla - það er einmitt út af auglýsingum í þessum dúr sem ég er svona harðákveðin í því að vilja ekki auglýsingar inn á blogginu mínu. Ég hreinlega tek ekki í mál að auglýsa svona vitleysu - og allar líkur á að bloggarar lendi í einhvers konar útfærslu af KFC auglýsingunni, hvort sem hún birtist í gegnum þjónustuhlutverk kvenna, hlutgervingu eða eitthvað annað. Þá vil ég frekar ræða þær auglýsingar á öðrum vettvangi heldur en að sitja uppi með að auglýsa þetta sjálf gegn mínum vilja. Til þess er jú frelsið - til að velja og hafna. 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 11.2.2008 kl. 09:35

11 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Takk fyrir - held áfram að kíkja á þig á hinum staðnum.

Edda Agnarsdóttir, 12.2.2008 kl. 13:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband