Best að borða fíl í mörgum litlum bitum

Heyrði þessa sögu fyrir nokkru síðan og finnst hún góð. Eftirlæt þó hverjum og einum að sannreyna hana upp á eigin spýtur.

Í Slóveníu er tungumálið kynjað og m.a. er sitthvort orðið yfir kven- og karlkyns bílstjóra. Nú bregður svo við að lögreglan stöðvar konu eina fyrir of hraðan akstur. Sú var ekki sátt og fór í mál á þeirri forsendu að lögin um ökuhraða ættu ekki við hana þar sem karlkynsheitið yfir bílstjóra var bara notað í lögunum en kvenkyns bílstjórar komu þar hvergi við sögu. Styst er frá því að segja að konan vann málið og var ekki sektuð. Í kjölfarið var stjórnarskrá landsins breytt og kveðið á um að framvegis skyldu lög vera skrifuð á máli beggja kynja.

Þessi saga rifjast upp fyrir mér núna þegar Steinunn Valdís hefur lagt fram tillögu um að starfsheitinu ráðherra verði breytt svo það nái yfir bæði kyn. Þetta er löngu tímabær tillaga, enda sjálfsagt að bera jafn mikla virðingu fyrir báðum kynjum - og sýna þá virðingu í verki með því að ætlast ekki til þess að konur breyti sér í herra. Málið vekur að sjálfsögðu upp andstöðu og sumir eru duglegir við að benda á að önnur stærri mál séu í forgang. Málið er nú samt bara þannig að þjóð sem ekki getur leyst úr litlu málunum hratt og örugglega er örugglega ekki heldur fær um að leysa stóru málin. Það er auðveldara að borða fílinn í mörgum litlum bitum heldur en að gleypa hann í heilu lagi. Common sense myndu sumir segja...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: jósep sigurðsson

Sæl,hvað á þá að kalla Félagsmálaráðherra?(Jóhönnu)miðað við þessa umræðu þarf 3 heiti.KK,KVK,SKH,sem er samkynhneigð.

jósep sigurðsson, 5.2.2008 kl. 22:41

2 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Hulda - enjoy it while you can...

Jósep - vona þín vegna að þú sért bæði af öðruhvoru kyninu (nú eða því þriðja...) og njótir einhverrar af þeim kynhneigðum sem regnboginn hefur upp á að bjóða! En það er engin ástæða til að rugla þessu öllu saman.

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 5.2.2008 kl. 23:53

3 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Þetta er áhugaverð saga frá Slóveníu :  Ég vona engin önnur slóvensk kona hafi samt nokkurn tíma notað sér þetta "gat" í lögunum

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 6.2.2008 kl. 09:46

4 Smámynd: HOMO CONSUMUS

já, slóvenska er merkilegt tungumál, t. d. eina tungumálið sem ég þekki sem ekki hefur bara eintölu og fleirtölu.

slóvenska hefur nefnilega líka millistigið TVÍTÖLU (þ. e. singular - DUAL - plural) ..

HOMO CONSUMUS, 6.2.2008 kl. 11:46

5 Smámynd: Þingmaður

Fyrst myndmálið er borðhald hér, finnst mér rétt að nefna það að nefndu lagafrumvarpi má líkja við mylsnuát.

M.ö.o. finnst mér spurningin um það hvort kalla eigi kven-ráðherra ráðfrú eða eitthvað annað vera þvílíkur og annar eins tittlingaskítur að ég hef bara aldrei heyrt annað eins.

Þingmaður, 6.2.2008 kl. 14:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband