Nýtt frumvarp til jafnréttislaga

Er hætt að blogga í bili. Ætla að enda með pistlinum mínum sem birtist í Viðskiptablaðinu síðasta miðvikudag. Takk fyrir góðar stundir. Happy

**

Er jafnrétti íþyngjandi?
Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra kynnti nýlega nýtt frumvarp um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla fyrir Alþingi. Mörgum finnst tímabært að dusta rykið af eldri lögum, því segja má að þau hafi verið nokkurs konar skraut. Þau líta vel út á pappír en ekki er sérstaklega ætlast til að fólk, fyrirtæki og stofnanir framfylgi þeim.

Er hættulegt að leyfa launþegum að tjá sig?
Nýja frumvarpið er mikil framför frá núgildandi lögum þó ekki sé hægt að kalla þetta róttækt frumvarp. Í fjölmiðlaumræðu hefur umræðan um launamálin verið áberandi. 46 árum eftir að lög um jöfn laun fyrir sömu störf eru samþykkt og 40 árum eftir að aðlögunartíma atvinnurekenda til að kippa launamálum í lag lauk, eru Íslendingar að íhuga þá róttæku aðgerð að leyfa „lýðnum“ að tala um launin sín, hvorki meira né minna. Ekki er þó hægt að segja að full samstaða sé um þetta ákvæði og gott ef rökin eru ekki áþekk þeim sem heyrðust í gamla daga þegar það var beinlínis talið skaðlegt heilsu kvenna að mennta sig. 

Íhaldsamari unglingar
Andstaða við hvers konar aðgerðir í jafnréttismálum virðist sífellt vera að aukast og sönnunargögn um að við séum að upplifa bakslag eru margvísleg. Eitt dæmi er viðhorfskönnun sem Andrea Sigrún Hjálmsdóttir gerði á síðasta ári á meðal grunnskólanema í 10. bekk. Til samanburðar var sambærileg könnun frá árinu 1992 og viðhorfskönnun frá árinu 2003. Þarna kemur fram, svart á hvítu, að unglingar í dag eru íhaldsamari en jafnaldrar þeirra 15 árum árum áður.

Maðurinn með heftið getur keypt nýja þvottavél handa konunni
Bakslagið virðist vera mest á meðal ungra stúlkna en einnig er merkjanlegt bakslag hjá drengjum og þeirra viðhorf eru íhaldssamari en hjá stúlkunum. Staðan er þó ekki alsvört og í flestum tilfellum eru yfir helmingur bæði stúlkna og drengja á því að verkaskipting eigi að vera jöfn á milli kynja ef bæði kyn vinna úti. Ef einungis svör þeirra sem voru á því að annað kynið ætti að sjá um ákveðin verk eru skoðuð sést að konur eiga að þvo þvottinn, þrífa heimilið og fara á foreldrafundi á meðan karlar eiga að hirða um bílinn og sjá um fjármálin. Fleiri unglingar af báðum kynjum velja að annað kynið sjái um þessi mál á okkar tímum en árið 1992. Það er bakslag.

Eru upplýsingar skaðlegar?
Í þessu bakslagi birtist frumvarp um lög til að jafna stöðu kynjanna. Sumum þykir ekki fínt á okkar tímum að bregðast eigi við misrétti, t.d. með því að veita Jafnréttisstofu auknar heimildir til að kalla eftir upplýsingum frá fyrirtækjum um meint misrétti. Halda mætti að Jafnréttisstofa myndi meðhöndla þau gögn á skaðlegan hátt þegar tilgangurinn er sá einn að ganga úr skugga um hvort brotið hafi verið á rétti einstaklinga til að fá jafna meðhöndlun og jöfn tækifæri óháð kyni.

Jafnrétti og samkeppnisforskot
Á heimasíðu Samtaka atvinnulífsins er sagt að jafnrétti kynja sé mikið hagsmunamál fyrirtækja. Ef aðilar SA trúa því í raun og veru er erfitt að skilja hvers vegna aðgerðir og úrræði sem auka eiga jafnrétti eru sögð íþyngjandi. Nær væri að taka allri hjálp sem eykur jafnrétti, og þar með samkeppnisforskot viðkomandi fyrirtækja, fagnandi. Þannig er hægt að gera bæði góð jafnt sem slæm fyrirtæki enn betri.
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott mál að krakkar eru ekki lengur að kaupa lygaáróðurinn ykkar lengur,

Alexander Kristofer Gustafsson (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 11:15

2 identicon

Hætt að blogga? Nei hættu nú alveg. Ég hvet þig til að halda áfram!

Hildur (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 11:23

3 identicon

NEEEEEEIIIIII! Ekki hætta! Gerðu það? Plíííís?

Sóley Tómasdóttir (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 12:00

4 identicon

Eitt hef ég ekki skilið og fæ vonandi við því svör hérna og það er hvaða markmið er með því að afnema launaleynd ?

Mér heyrist stundum að sumir telji það muni létta samanburð á launum fólks ?

En er þá um leið ekki verið að gera ráð fyrir að fólk vilji segja frá launum sínum eða er einhver önnur lausn á því vandamáli ?

Fransman (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 12:49

5 identicon

Með afnámi launaleyndar er fólki frjálst að tjá sig um launin sín ef það kýs að gera svo án þess að þurfa að hafa áhyggjur af því að lenda í klandri.  Það eru allar líkur á að fleiri muni gera það þegar það er leyfilegt en ég held að enginn gangi út frá því að allir munu gera það. Fólki er semsagt jafnfrjálst að tala um launin eins og að leyna þeim. Ergo: Afnám launaleyndar er ekki töfralausn frekar en svo margt annað -en vafalítið skref í rétta átt.

Hildur (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 13:55

6 Smámynd: Dagbjört Hákonardóttir

Ég held að það sé rétt ákvörðun að hvíla bloggið í bili, allavega á þessum vettvangi. Ég held að umræðurnar hér hafi ekki verið á því plani sem þér og öðrum femínistum er sæmandi. Þá er tímabært að yfirgefa partíið.

Dagbjört Hákonardóttir, 9.11.2007 kl. 16:37

7 Smámynd: Dagbjört Hákonardóttir

...og þá meina ég auðvitað að mis-gáfulegar færslur í athugasemdakerfi hafi átt stærstan þátt í því að gera umræðurnar heimskulegar. Hef annars fátt út á þín skrif að setja, svo það sé á hreinu :)

Dagbjört Hákonardóttir, 9.11.2007 kl. 16:39

8 identicon

Hildur: Fyrst við áttum okkur bæði á að afnám launaleyndar gerir ekki mikið, þá hlýtur spurningin að vera "hver er tilgangurinn" 

Ég viðurkenni það alveg að ég er ekki búinn að búa á Íslandi í meira en 10 ár þannig að það er alveg öruggt að ég hef misst mikið úr, í umræðuni um launaleyndina.

Ég hefði gaman af að heyra svarið frá annaðhvort Sóley eða Katrínu.

Fransman (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 18:26

9 identicon

Úff!!! Annað stóra skarðið verður þá hoggið í framrás feminisma á Íslandi. Fyrst var spjallborðið á vefsvæði FÍ hakkað (og að ég best veit er enn unnið að því að koma því upp, 3 árum síðar). Svo hættir öflugasti talsmaður jafnréttis að breiða út boðskapinn á bloggsíðu sinni.

Reyndar finnst mér alveg með ólíkindum að þú skulir hafa þraukað þó í þennann tíma. Ég hefði misst þolinmæðina á fyrstu mánuðunum. Ég vona samt að þú hafir ákveðið þetta í einhverri bræði og ákveðir svo að halda áfram. 

Svo er ég alveg ringlaður í þessu með launaverndina. Mér finnst einhvernveginn að ef laun eiga ekki að vera trúnaðarmál meigi fyritæki allt eins upplýsa aðra starfsmenn um hvað þeir eru að borga öðrum í laun eins og launþegi má upplýsa samstarfsmenn sína um það sama. Mér finnst hinsvegar að ef fyritæki heitir trúnaði um launin þín þá eigi þeir rétt á að ætlast til þess sama af þér. Mér finnst það meika fullkominn sens.

En aftur á móti er launaleynd tilvalin til að halda launaójafnréttinu óbreyttu og er þar með ekki af hinu góða í því tilliti. Þannig að ég er í togstreitu með þetta mál.

manuel (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 19:41

10 identicon

Og þarna höfum við það, karlar og konur, mæður og feður, stelpur og strákar og börn eru að hafna boðskap femínista!

Án þess að  gera lítið úr þér persónulega, þá eru þínar skoðanir í besta falli úr takti við raunveruleikann og gott ef þær einkennast ekki af rasisma.

Því vil ég ekki hvetja þig til að hætta að blogga, en ég verð feginn að sjá aðeins minna af slíkan hatursboðskap hér á netinu. 

Plato (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 21:17

11 Smámynd: Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Ég veit ekki hvað ég hef rekist á marga bloggara í athugasemdakerfinu sem ráðast á þá sem vilja betrumbæta heiminn með offorsi en þora svo ekki að koma fram undir nafni. Ég hef rekist á mun færri sem þora að koma fram undir nafni. Hvers vegna skyldi það vera?  Þeir skyldu þó ekki skammast sín fyrir skoðanir sínar?? Þeir ættu a.m.k. að gera það...

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 9.11.2007 kl. 22:47

12 Smámynd: Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Og by the way, loksins loksins kemur þetta frumvarp!  Sumir hér spyrja sig til hvers eigi að aflétta launaleynd, maður getur spurt sig til hvers launaleynd sé...

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 9.11.2007 kl. 22:58

13 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Kem kannski aftur seinna - eftir pásu - enda sagðist ég bara vera hætt í bili... ótímabundið og engar ákvarðanir verið teknar um framhald - hvort eða hvenær af því verður. En takk fyrir góðar óskir. Nú hef ég kannski bara meiri tíma til að kommenta inni hjá þér Sóley

Fransman - frumvarpið sem nú liggur fyrir gengur ekki út á að afnema launaleynd. Starfsfólki er einöngu veitt heimild til að segja frá launakjörum sínum. Launaleynd er einn af þeim þáttum sem hamla að við náum að jafna kjör fyrir sömu störf. Gagnsætt launakerfi myndi þýða að fólk myndi síður "sætta sig við" að vera á verri launum - þ.e. það myndi vita af misréttinu og væri þar af leiðandi betur í stakk búið til að sækja rétt sinn.

Það skref sem er stigið núna - að afnema höft á tjáningafrelsinu og leyfa fólki að segja frá launakjörum er einungis eitt lítið skref í átt að afnámi launaleyndar. Vonandi fylgja fleiri skref í kjölfarið en það er ekki á dagskrá í þetta skiptið, því miður. Ég tel þó mikilvæg réttindi fólgin í því að fólki sé frjálst að tjá sig. Skref í rétta átt sem sagt en ekki töfralausn og örugglega langt þangað til fólk byrjar að tjá sig frjálslega um launin sín.

Þurðíður - tek undir þetta með þér varðandi nafnleysið... alveg ótrúlegt hvað margir þora ekki að rífast eða vera með persónuárásir nema undir nafnleynd. Ég get þó allavega huggað mig við að vera stolt af mínum skoðunum en þurfa ekki að pukrast með þær í leyni

manuel - rökin fyrir launaleynd hafa helst verið þau að fyrirtæki vilja umbuna hæfum starfsmönnum umfram öðrum. Afnám launaleyndar kemur engan veginn í veg fyrir að slíkt sé hægt - einungis að stjórarnir þurfa að rökstyðja á hvaða grunni slíkt misræmi í launum byggir. Það ætti að auka gæði slíkra ákvarðanna þar sem erfiðara er þá að mismuna eftir kyni, frekju eða einhverju öðru ómálefnalegu. Ég á erfiðara með að svara hinni spurningunni - af hverju ætti fyrirtæki að auglýsa laun einstakra starfsmanna?

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 9.11.2007 kl. 23:13

14 identicon

Segji það nú af hverju ekki að koma undir nafni að gagngrýna lygaároðurinn í boði vg og feministamafíunra,hvað ætti hún að gera? Drepa þig? ;)

Alexander Kristofer Gustafsson (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 23:21

15 identicon

Ég er ekki að skíta yfir neinn eða neitt...

Ástæðan fyrir því að viðhorf ungmenna hefur lítið breyst er að þið beytið vitlausum aðferðum til að ná ykkar fram. Þið verðið að passa ykkur á því að vera ekki of ýktar í ykkar gjörðum því þá tekur enginn mark á ykkur.  Þetta er bara eins og að halda á sápu, ekki kreista of fast.  Ég er sjálfur ungur og þekki fullt af stelpum, almennt séð þá líkar þeim ekki vel við femínista.
Þið vitið líka að það mun ekkert breytast í launamálum ykkar þó að þetta frumvarp verði samþykkt.

Vandinn er hjá ykkur... ekki í lögunum!

Afhverju haldið þið að karlmenn séu með hærri laun? Það eru engin lög sem segja það.  Þið ættuð frekar að reyna að breyta hugsunarhætti kvenna! Ekki skíta yfir karlmenn! Vandinn er ekki hjá okkur... hann er hjá ykkur.  Munið þið ekki eftir könnuninni fyrir um hálfu ári síðan þar sem sagði

"einnig kom fram að konur greiði körlum hærri laun en kynsystrum sínum"

Segir þetta ykkur ekkert? 

Þið megið ekki lúta í gras...bítið bara á jaxlinn og herðið ykkur.

 dr-inn

Joseph M (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 23:29

16 identicon

Jæja hvar er jafnréttisstefnan nú,enginn karlþulur ráðin í þularstörf hjá sjónvarpinu,einungis konur komust að.Jæja aftur hvernig er þettað með jafnræðið ha?

Jensen (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 23:33

17 Smámynd: Gísli Gíslason

Það er margt ágætt í Jafnréttisfrumvarpinu en það er hvergi minnst á foreldrajafnrétti og þá staðreynd að jöfn foreldraábyrgð skapar kynjunum sömu forsendur til sóknar t.d. á atvinnumarkaðnum.  Á meðan ekki er fjallað um samhengi á milli foreldraábyrgðar og stöðu kynjanna á vinnumarkaði,  þá mun slíkt frumvarp aldrei ná jafnrétti kynjanna.

Gísli Gíslason, 10.11.2007 kl. 00:33

18 identicon

Jensen. Sóttirðu um?

Sóley Tómasdóttir (IP-tala skráð) 10.11.2007 kl. 08:19

19 identicon

"Jensen. Sóttirðu um?
Sóley Tómasdóttir, 10.11.2007 kl. 08:19"

hahaha - Sóley, ertu sjálf farin að nota rökin sem sýna afhverju konur eru í færri stjórnunarstöðum?

Plato (IP-tala skráð) 10.11.2007 kl. 09:16

20 identicon

hahaha beautiful. Sóley að skjóta sig í rassinn enn einu sinni með ömurlega illa hugsuðu kommenti  

Sinni (IP-tala skráð) 10.11.2007 kl. 13:11

21 identicon

Einu sinni var ég enginn femínisti. En svo komst ég að því að það er til fólk eins og þessi "Sinni" sem er bæði ókjarkað og málefnalegt. Og sá þá hverjir hlytu að hafa rétt fyrir sér...!

Hildur (IP-tala skráð) 10.11.2007 kl. 18:09

22 identicon

Elísabet, þetta innlegg frá þér var í heildina rökrétt og get ég verið sammála þessu í megin atriðum.

Gott væri ef þið femínistar væru einnig færar um að hugsa svona þegar dæmið snýr öfugt því að samkvæmt ykkar hugmyndafræði hefði átt að nota t.d. kynjakvóta til að knýja fram breytingu hér sem og víðast hvar annarsstaðar í þjóðfélaginu. Ef dæmið sneri öfugt væri Sóley líklega með hausatalningar og að blogga um afhverju það væru engar konur í þulastarfi. En auðvitað er líklegasta útskýringin hér eins og þú bendir réttilega sjálf á, að enginn karlmaður sótti um.

Þess vegna er bæði hlægilegt og grátlegt að sjá Sóley skrifa "Sóttirðu um?" því að femínistar samþykkja ekki þessi rök þegar dæmið snýr öfugt. 

Plato (IP-tala skráð) 11.11.2007 kl. 00:39

23 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Plato ertu í alvörunni svona húmorslaus eða bara þegar um femínista er að ræða?

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 11.11.2007 kl. 12:09

24 identicon

Katrín - Ég er ekki viss um hvort að þetta átti að vera tilraun til að skjóta ómálefnalega á mig eða hvort að þér sé virkilega umhugað um mína kimnigáfu.

Eitt er þó víst að það er fátt sem hægt er að flokka sem fyndið í ykkar málflutningi, sem betur fer virðist vera sem að fólk sé að vakna upp við vondan draum, eitthvað sem þið viljið flokka sem "bakslag í valdahlutföll kynjanna" (ég vil þakka ykkur fyrir að sýna ykkar rétta andlit, þetta snýst þá um valdagræðgi en ekki jafnrétti) en sem er raunverulega bakslag gegn ykkar boðskap og ósanngirni. 

Þið viljið stilla ykkur upp við hliðina á þeim sem hafa raunverulega unnið í þágu jafnréttis, en hið sanna er að með tímanum verðiði þekkt, flokkuð og stimpluð og fáið sömu meðferð og karlremburnar fá nú til dags, því að þið hafið nánast allt sameiginlegt. Það helsta sem einkennir ykkur og karlrembu eru hliðstæður í ykkar málflutningi sem vinna gegn jafnrétti en ekki í þágu þess. 

Plato (IP-tala skráð) 11.11.2007 kl. 14:48

25 identicon

Sæl Elísabet - þú, sem og aðrir eru velkomin að lesa það sem ég hef skrifað og rökstutt á bloggsíðu minni, nánar tiltekið http://plato.blog.is , sem og á stærri nýjum andfemíniskum vef sem kemur innan skamms (verður tilkynnt síðar).

Plato (IP-tala skráð) 11.11.2007 kl. 15:28

26 identicon

Elísabet,

   Alveg merkilegt hvað þið reynið alltaf að halda kúlinu, þegar gjörsamlega er hraunað yfir ykkur og þið hafið ekkert að segja nema útúrsnúninga, ráðist á einstaklingana sem koma með rök(sem er náttúrulega ekki alltaf), eða hreinlega ignorið algjörlega athugasemdir og vangaveltur varðandi málstað ykkar.

   Hefur þér aldrei dottið í hug að femínismi er ekkert annað en frjálshyggja. Það sjá allir. Þið getið ekki verið að tala um jafnréttisstefnu, þegar einu áherslur ykkar eru annars vegar "konurhafaþaðsvobágt áróður", og hins vegar einhliða hagsmunabaráttu fyrir konur. Hvað er þetta annað en einstaklingshyggja og einhvers konar afbökuð frjálshyggja Látum vera að deila of mikið á þetta. Fólk hefur jú skoðanafrelsi, en málið er að ef fólk kemur fram á fölskum forsendm, þá er hætta á að raunveruleg barátta fyrir jafnrétti, sanngirni, og misrétti verði undir. Hvað hefur t.d. gerst í íslensku samfélagi undanfarin ár ósanngirni, frjálshyggja, misræmi, misrétti, o.s.frv. hefur stóraukist. Mín skoðun er sú að stór ástæða fyrir því er áhersla á endalaust tal um "jafnréttisbaráttu" femínista.........og hana nú!!

     .....þú getur aktað og kúl og allt það, en á endaum mun hið sanna koma í ljós.....eins og fólk hefur verið að taka eftir undarin misseri..fólk er einfaldlega að sjá í gegnum þessa stefnu.

Jóhannes (IP-tala skráð) 11.11.2007 kl. 21:27

27 identicon

Katrín ==>  "frumvarpið sem nú liggur fyrir gengur ekki út á að afnema launaleynd. Starfsfólki er einöngu veitt heimild til að segja frá launakjörum sínum. Launaleynd er einn af þeim þáttum sem hamla að við náum að jafna kjör fyrir sömu störf. Gagnsætt launakerfi myndi þýða að fólk myndi síður "sætta sig við" að vera á verri launum - þ.e. það myndi vita af misréttinu og væri þar af leiðandi betur í stakk búið til að sækja rétt sinn.

Það skref sem er stigið núna - afnema höft á tjáningafrelsinu og leyfa fólki að segja frá launakjörum er einungis eitt lítið skref í átt að afnámi launaleyndar."

Takk fyrir þetta Katrín.  þetta er það sem mig grunaði og var búinn að lesa á milli línanna, en það er gott að þetta sé komið svona upp á borðið.

En er þá endanlegt markmið með "afnámi launaleyndar" að fólk á vinnustöðum hafi aðgang að upplýsingum um laun annara starfsmanna, ásamt útskýringum á  meintum launamismun ?

Ég sé svo mörg "ljón í veginum" að ég veit varla hvar á að byrja, en líklega er eitt það stærsta "mannlegt eðli", sem er að amk meðal vel stæðra karlmanna er það talið veikleikamerki að segja frá launum sínum eða að tala um aðra þá hluti sem  eru tákn um þjóðfélagsstöðu. 

Peningar, og þjóðfélagsstaða eru "dirty subject"  sérstaklega þegar þú hefur mikið af hvorutveggja.

Fransman (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 08:30

28 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Ég myndi vilja sjá afnám launaleyndar þannig að starfsfólk hafi aðgang að kjörum allra starfsmanna á sínum vinnustað, þ.e. að launakerfið sé gagnsætt. Hins vegar er ég ekkert á því að það þurfi að gera laun allra starfsmanna sýnileg opinberlega.

Ég get ekki svarað fyrir hvað stjórnmálaflokkarnir vilja gera eða hvert er þeirra endanlega takmark varðandi launaleyndina. Kvennahreyfingin hefur ekki heldur sammælst um aðferðafræði eða endanlegt markmið, þ.e. hvernig á að afnema launaleyndina. En umræðan hefur verið á þann veg að launaleynd er hamlandi þáttur í að útrýma kynbundnum launamun. Hugmyndirnar um hvernig á að gera það hafa síðan verið margvíslegar og án þess að niðurstaða sé fengin í "bestu leið". T.d. hefur verið nefnt að trúnaðarmaður eða einhver ákveðinn aðili innan eða utan fyrirtækis hafi þennan aðgang. Talað hefur verið um að birta tölur um launamun í ársskýrslum fyrirtækja o.s.frv. Sjálf er ég á því að einfaldasta leiðin sé gagnsæji og að allir hafi aðgang innan vinnustaðarins. Mun örugglega taka þjóðina tíma til að venjast því, þ.m.t. karlana sem þú nefnir, en það er samt gerlegt.

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 12.11.2007 kl. 09:21

29 identicon

Launaleynd og bakdyrakommúnismi 

Smellið á linkinn.

http://plato.blog.is/blog/plato/entry/362596/

Plato (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 12:19

30 identicon

Hvernig getur verið gerlegt að gera laun starfsmanna innan fyrirtækja sýnilega öllum innan fyrirtækisins, þegar það er engin vilji til þess af hálfu neins. Það þýðir ekkert að vera koma með svona innantómar setningar. Þetta er bara enn ein vegferðin sem þið búið til með það að markmiði að geta rausað út í hið óendanlega

   Það er aftur á móti hægt að hafa ákv. reglur varðandi laun, og ef atvinnurekandi fer ekki eftir þeim þá geta starfsmannafélög,verkalýðsfélög, fagfélög, kjaranefndir o.s.frv. haft aðgang að launum og vinnuframlagi, og borið saman og krafist rökstuðnings fyrir mögulegum launamun.

   Hvaða bull ert þetta. Ef þetta fasistafrumvarp fer í gegn, þá verður þetta án efa kært og látið reyna á stjórnarskránna. Stundum er konur með hærri laun en karlar í sambærilegum stöðum, og stundum öfugt. Af hverju getið þið ekki skoðað málið með sanngirni t.d. að karlar t.d. skulda meira en konur, hafa minni réttindi gagnvart börnum sínum en konur og eru ekki eins bundnir af þeim sökum, maki karlmana er að öllu jöfnu með minni tekjur en makar kvennmanna(þá jafnt fjármagnstekjur, eignir og launatekjur). Þetta eru social-breytur, sem vel geta skýrt þessi 10-12% sem þið eruð komin með þráhyggju að nefna. Finnið ykkur alvöru hugsjónir, ekki menga umræðuna með gervi-hugsjónum.

Jóhannes (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 14:19

31 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Jóhannes - sérðu ekki sjálfur hvað það er fáránlegt að kalla það fasisma að leyfa fólki að segja frá laununum sínum? Ef þú vilt í alvörunni kalla eitthvað fasisma þá er launleyndin nær lagi - þ.e. að múlbinda starfsfólk með höftum á tjáningarfrelsi - árangursrík leið til að halda fólki niðri - banna því einfaldlega að tala.

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 12.11.2007 kl. 14:53

32 identicon

Þetta frumvarp kemur a.m.m. ekki til með að breyta miklu þar sem fáir vilja segja frá laununum sínum hvort sem er, þetta veit Katrín Anna auðvitað og þess vegna er hún að predikera að birta upplýsingar um laun allra starfsmanna innan fyrirtækisins. Það eru einmitt þessar hugmyndir sem eru hættulegar - sjá nánar á http://plato.blog.is/blog/plato/entry/362596/

En í raun er núverandi frumvarpið a.m.m. ekki skaðlegt fyrir neinn. Ég efast um að fyrirtæki séu í raun að græða á þessu í dag. Fræðilega séð eru til fyrirtæki sem stunda mismunun í stórum stíl og þá geta starfsmenn nú krafist sameiginlega að eitthvað verði gert sem er ekki mögulegt í dag sökum þess að starfsmenn mega ekki ræða sín á milli um laun, þannig að frumvarpið hefur afar fáa ókosti.

En almenn áhrif verða a.m.m. lítil sem engin. 

Plato (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 15:31

33 identicon

Katrín,

  Vísun mín í fasismann átti ekki við afnám launaleyndar, heldur hugmyndir um að skylda vinnuveitendur um að hafa laun starfsmanna opin fyrir öðrum starfsmönnum. Frekar að láta aðilana sem ég minntist á sjá til þess að vinna yrði metinn eftir ábyrgð og vinnuframlagi. Ekki satt.

    Varðandi frumvarp um launaleyndina þá vona ég bara til þess að áhrifin verði að vinnuframlag fólks verði metið af sanngirni. Vonandi verður það ekki enn einn ásteytingarsteinn, og rausbensín fyrir femínista

Jóhannes (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 15:43

34 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

En Jóhannes það er engar hugmyndir í þessu frumvarpi sem skylda vinnuveitendur til að hafa laun starfsmanna opin fyrir öðrum starfsmönnum. Það er eingöngu kveðið á um að starfmanni eigi ávallt að vera heimilt að skýra frá launum sínum kjósi hann svo.

Afnám launaleyndar væri að mínu mati skref í áttina til þess að hægt sé að meta framlag eftir hæfni og getu - í staðinn fyrir að geta falið mismunun á grundvelli kyns og t.d. frekju.

Annars deili ég ekki þeirri skoðun ykkar að upplýsingar séu hættulegar og þar af leiðandi er ég ekki hrædd við afnám launaleyndarinnar.

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 12.11.2007 kl. 17:37

35 Smámynd: Guðmundur Gunnlaugsson

Sæl Katrín - smá off-topic hérna:
Er að mæla viðhorf gagnvart staðhæfingunni:
Næstum alls staðar í heiminum er konan aðal innkaupastjórinn fyrir fjölskylduna, þá sérstaklega í að kaupa matvörur, vörur fyrir heimilshald og föt.

Linkur á könnun:
http://FreeOnlineSurveys.com/rendersurvey.asp?sid=bda444v7p5mr2dd361858


Myndi meta það mikils ef þú og þínir vefsíðugestir myndu taka þátt!

Guðmundur Gunnlaugsson, 12.11.2007 kl. 19:15

36 identicon

Katrín,

  Ég er ekki heldur hræddur við afnám launaleyndar eða(afnámi á banni fólks við að opinbera launin sín). Orðið launaleynd er síður en svo gagnsætt. Þú virðist skilgreina afnám launaleyndar, þannig að hún feli í sér að þú sem samstarfsmaður getur fengið upplýsingar um laun samstarfsmanns þíns.

    Katrín, þó að þú sért rebell í þér, þá er spurning hvað hefst með því að opna svona ormagryfju eins og samburður starfsmanna á launum myndi hafa í för með sér. Það er svo augljóst að þú ert einungis að þessu til að auka rausið í umræðunni  Það sést t.d. á því að þú hefur ekki eytt einu aukateknu orði á hugmyndina mína um að hafa ákv. reglur um launakjör í samræmi við vinnuframlag og ábyrgð, síðan yrði því framfylgt af verkalýðsfélögum, starfsmannafélögum, kjarafélögum, fagfélögum. Hvað er að þessu. T.d. gæti þetta verið nýtt verksvið fyrir deyjandi verkalýðsfélög.

   Já, og konur geta líka verið frekar, síst minni frekjur en karlar, ertu ekki sammála því....síðan geta kjör falist í öðru en launum, sumir þurfa t.d. ekkert á meiri pening að halda, sumir þurfa á beinum peningagreiðslum að halda.

   ....þetta er ekki svart og hvítt, eða eins og þú myndir segja það typpi vs. píka

Jóhannes (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 19:27

37 identicon

Mér sýnist að Katrín gæti verið með Kynjunargláku á háu stigi - Upplýsingar um sjúkdóminn hér, en Kynjunargláka er ástand sem nær eingöngu er þekkt hjá konum og stafar af ofnotkun kynjagleraugna. http://www.vindmyllan.com/index.php?option=com_content&task=view&id=79&Itemid=27

Plato (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 21:10

38 Smámynd: Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Hingað til hafa aðallega karlmenn verið með kynjunargláku, kominn tími til að konurnar fari að vinna sig aðeins upp til að reyna að ná þeim...

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 12.11.2007 kl. 22:40

39 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Vonandi verður þetta ekki langt blogghlé. En alla vega, þá vildi ég þakka þér fyrir skemmtilegt blogg og alveg ótrúlega og aðdáunarverða þolinmæði gagnvart misgáfulegum athugasemdum lesenda. Þetta hefði ég aldrei getað.

Svala Jónsdóttir, 12.11.2007 kl. 22:49

40 identicon

Þuríður - Þú ert bersýnilega með einkenni Kynjunargláku því að aðeins þeir sem eru langleiddir með sjúkdóminn óska þess að fleiri smitist.

Plato (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 23:47

41 identicon

Plató klikkar ekki!!

 Það er líklega best að taka þessum einstaklingum með húmor, vegna þess að ekki eru svör þeirra eða umræður á hái plani, ef einhverju?!

  Þegar erfiðar spurningar koma, þá byrja hinar sem fylgjast með úr fjarlægð að tala um hvað þær sem koma með athugsemdir séu þolinmóðar að hlusta á ruglið í hinum, setja aldrei minnsta varnagla við þeirra hlið, skella skollaeyrum, koma með misheppnaða kaldhæðni o.s.frv.

    Þetta orð "kynjunargláka" á furðuvel við þær, þó að þetta hafi kannski í fyrstu einungis verið grín, þá er það furðu nærri sannleikanum.

   Sérstaklega skemmtilegt þegar þær tala um öfgamenn sem eru á móti þeim. Það má bara ekki gagnrýna þessa stefnu, þá fara þær í keng, sem er reyndar merki um að viðkomandi hafi ekki hugsað sína stefnu alveg í gegn.

    ....hvernig í ósköpunum geta það verið útúrsnúningar að koma með nánari útfærslu á hugmyndum um sýnileika launa.....ég bara spyr??

    Þetta eru umræður...rökræður....dont be so bitchy, argue dont be bitchy, verið þið það freka við kærastana ykkar eða eiginmenn

Jóhannes (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 15:30

42 Smámynd: Gísli Gíslason

Katrín Anna er kröftugur bloggari. Hún færir rök fyrir sínu máli.  Oft er ég sammála henni, ekki alltaf en þau skipti sem ég hef haft skoðanaskipti við hana þá finnst mér hún  ákaflega fylgin sér og trú sinni sannfæringu.  Fyrir það fær hún fullt hús stiga hjá mér.  Veit hún gerir kröftugt "come back" endurnærð eftir þetta frí.

Gísli Gíslason, 13.11.2007 kl. 16:56

43 identicon

Plato, stundum tekst þér að vera sæmilega málefnalegur þó svo að þú hafir að mínu mati vondan málstað að verja og alveg örugglega yfirleitt rangt fyrir þér.

Þarftu virkilega að leggjast svo lágt að vitna í vefinn Vindmyllan.com? Eða ert þú kannski maðurinn á bakvið þann vef? Þá kemur nafnleysið mér ekki á óvart...

Hildur (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 13:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband