Miklu minna en samt jafnmikið...

Hlustaði á afar áhugavert viðtal við hönnuðinn Olaf Kolte í Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun. Fjallað var um tengsl hönnunar og umhverfisverndar. Í skýrslunni Hönnun til framtíðar eftir Sóley Stefánsdóttur og Halldór Gíslason er einmitt komið inn á hversu mikilvægu hlutverki hönnun getur gengt í umhverfisvernd. Þar kemur m.a. fram (bls. 34):

Í bókinni Natural Capitalism halda höfundar því fram að hinar þróuðu þjóðir geti dregið úr efnis- og orkuflæði sínu um 90-95% án þess að skerða gæði þeirrar þjónustu sem fólk vill fá. Það liggja margar áskoranir og tækifæri í hönnun á þessu sviði og stefna um nýsköpun og hönnun ætti klárlega að taka mikilvægi sjálfbærrar hönnunar með í reikninginn.

Ég fór einmitt á fyrirlestur hjá Sóley á málþinginu Uppspretta auðlinda í smáríkjum sem haldið var af Rannsóknarsetri um smáríki hjá HÍ. Í sömu málstofu og Sóley voru Reynir Harðarson frá CCP, Rakel Garðarsdóttir frá Vesturport og Hilmar Sigurðsson frá Caoz. Frú Vigdís Finnbogadóttir var málstofustjóri. Þetta var mjög gaman...

Vonandi mun hlutverk hönnunar í umhverfisvernd verða meira áberandi í umræðunni þegar fram líða stundir. Það lofar góðu ef við getum minnkað alla þessa sóun auðlinda en samt haldið í gæði og þjónustu. Þurfum við frekari hvatningar við?



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyrði líka  viðtalið í morgun og leist vel á.

Vonandi þurfum við ekki mikla hvatningu

Maggan 

Margrét (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 13:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband