Ekki fyrsta landið í heiminum...

Í fréttum RUV í gær var sagt frá því að konur væru nú í meirihluta í norsku ríkisstjórninni og að þetta væri í fyrsta skipti í heiminum að slíkt gerðist. Það er ekki alveg rétt... en rosalega er ánægjulegt að sjá að Noregur er meðal fremstu landa í þessum málum. Fyrsta landið í heiminum sem er með fleiri konur í ríkisstjórn er karla hlýtur að vera Finnland - en þar eru 12 konur og 8 karlar í ríkisstjórn. Hér á okkar landi eru konur 4, karlar 8 og hefur hlutfallið aldrei verið hærra. Það hefur verið jafnhátt - en ekki hærra. Við erum sem sagt ekki meðal fremstu þjóða í þessum málum... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrst Finnland er ekki með þá gæti nú líka verið að RÚV/Reuter eða hver sem miðlaði nú hafi gleymt fleirum.  Veistu annars nokkuð hvernig er með ríkisstjórn Ruanda? Þar hafa konur verið í talsverðum meirihluta á þingi og með hæst hlutfall kvenna á þingi í heiminum ef ég man rétt.

 Kær kveðja

Gísli Hrafn Atlason (IP-tala skráð) 22.9.2007 kl. 16:24

2 identicon

Væntanlega er best að hæfustu einstaklingarnir  gegni bara embættunum. Um leið og kona er ráðin bara á þeim forsendum að hún sé kona er verið að gera skammarlega lítið úr henni. Rétt eins og þegar Ingibjörg Sólrún bauð sig fram sem forsætisráðherraefni Samfylkingarinnar og þjóðin kvött til að kjósa konu sem forsætisráðherra, en sem betur fer ákváðu Íslendingar ekki að hlusta á slíkt blaður...

Kveðja Birgir

Birgir Marteinsson (IP-tala skráð) 22.9.2007 kl. 16:47

3 identicon

Það er svo dásamlegt oft að skoða bloggið þitt Kata og umræðurnar og þá sérstaklega þegar fólk fer sísona að tala um allt aðra hluti en þú leggur upp með.

Hæfni þarf annars ekkert að koma því við hverjir eru kosnir á þing í lýðræðisþjóðfélagi og ef einhver ætlar að halda því fram að þessi 63 sem voru kosin í vor séu þau 63 hæfustu þá er nú eitthvað bogið:-)  Við kjósum gjarnan það sem okkur líkar og sum myndu jafnvel kjósa sauðfé ef það bara byði sig fram í ákveðnum flokki og eingöngu af þeirri ástæðu að það væri í Flokknum...karlar eru t.a.m. íhaldssamari kjósendur skv. könnunum og kjósa sama flokkinn aftur og aftur.  Algerlega óháð hæfni einstaklinga.  (Og hér á ég að sjálfsögðu ekki við alla karla, aðeins hærra hlutfall karla).

 Góða helgi 

Gísli Hrafn Atlason (IP-tala skráð) 22.9.2007 kl. 17:17

4 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Já Birgir - það væri svo sannarlega gott ef við veldum hæfustu einstaklingana í allt... vill bara svo til að við gerum það ekki - sem sést einmitt afskaplega vel á kynjahlutföllum á ýmsum stöðum. Geri nú ráð fyrir því að þú ætlir ekki að halda því fram að karlar séu hæfari en konur...

Gísli - já þetta er dásemd... Þó Rúanda sé með hæsta hlutfall kvenna á þingi þá sýnist mér það sama ekki eiga við um ráðherraskipan. Fann ekki splunkunýjar heimildir en af því sem ég fann þá eru þær í minnihluta. Rósa Erlings benti mér einhvern tímann á vefsíðu þar sem hægt er að skoða kynjahlutfallið í öllum löndum. Væri gott að hafa upp á þeirri síðu aftur. 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 22.9.2007 kl. 17:51

5 identicon

bara að spyrja, Kata mín! Inter-Parliamentary Union geymir allar svona upplýsingar og er handhæg uppflettisíða.

Silja (IP-tala skráð) 22.9.2007 kl. 22:16

6 Smámynd: Heidi Strand

Þetta hefur tekið sinn tíma í Noregi. Ég kaus í Noregi seint á 8. áratug og þá voru konur neðarlega á listum. Kjósendur gátu þá fært til á listum og það varð kvennabylting.

Núna voru innflytjendur færðir upp á listum. Kannski verða innflytjendur í meirihluta eftir 30 ár 

Heidi Strand, 22.9.2007 kl. 23:54

7 Smámynd: Gísli Gíslason

Þetta eru ánægjulegar fréttir frá Noregi.  Við skulum ekki gleyma því að jafnréttisráðherra Noregs, Karita Bekkemellen, hefur sett FORELDRAJAFNRÉTTI á dagskrá í norsku ríkisstjórninni:

Karita vill að foreldrar, óháð hjúskaparstöðu eigi að bera jafna ábyrgð á uppeldi barna sinna.  Er hún að vinna í stjórnarfrumvarpi þar að lútandi.   Þannig á ekki annað foreldrið að vera uppalandi (forsjárforeldri) og hitt foreldrið eiga sinn hlut í framfærslunni (forsjárlausa) og hafa svo börnin aðra hverja helgi.  Börn eiga að alast nokkuð jafnt upp hjá báðum foreldrum, óháð hjúskaparstöðu, enda sýna rannsóknir að þau börn lenda síður afvega í lífinu.  Þetta er foreldrajafnrétti og bestu hagsmunir barnanna.

Hér á landi er nýbúið að skipa nýja Jafnréttisstýru. Hún segir í viðtali við Fréttablaðið 2. sept. sl.

"Stundum heyrir maður raddir um að jafnréttisbaráttan hafi orðið til þess að tekið hafi að halla á karlmenn. Þar finnst mér umræðan komin í algert öngstræti. Það á sér stað mjög alvarleg umræða um forræðismál og réttindi einstæðra feðra. Það þarf að fara mjög gætilega í slíkum málum því fyrst og fremst eru það hagsmunir barnanna sem eiga að ráða".

M.ö.o foreldrajafnrétti er ekki hluta af Jafnréttisbaráttunni skv. hennar skilgreyningu og hún virðist ekki skilja það að báðir foreldrar, foreldrajafnrétti eru bestu hagsmunir barna. Hér skilur skýrt á milli skilnings annars vegar Jafnréttisráðherra Noregs og hinsvegar nýskipaðar Jafnréttisstýru, Jafnréttisstofu Íslands.

Meðan skoðanir eins og nýrrar  Jafnréttisstýru eru viðvarandi í stjórnkerfinu, (hátt og í hljóði) og á meðan foreldrajafnrétti er ekki virkur hluti af jafnréttisumræðunniþá mun jafnréttisbaráttunni á Íslandi miða alltof hægt. 

En það er full ástæða til að óska frændum vorum Norðmönnum til hamingju.

Gísli Gíslason, 23.9.2007 kl. 14:46

8 identicon

Já það á að vera jafnrétti hér á landi ef það hentar konunum annars ekki. Þegar fólk skilur þá er ekki farið eftir því hver getur betur séð um börnin heldur á konan að fá forræðið. Hvers konar jafnrétti er það. Ég hef voðalega lítið heyrt í konum um að breyta forræðinu. Þó svo að hagur barnsins væri betur kominn hjá karlinum.

Ómar Már Þóroddsson (IP-tala skráð) 23.9.2007 kl. 16:24

9 Smámynd: Gísli Gíslason

Skilnaðarlög ættu ekki að ganga út frá því að barnið eigi heima á einum stað og heimsæki hitt foreldrið. Kerfið ætti að ganga útfrá því að réttur barns til beggja foreldra ætti að hafa allan forgang, barnið eigi tvö jafnrétthá heimili. Það á að tryggja að báðir foreldrar fari áfram með foreldraábyrgð. Þannig á aldrei að svipta hæft foreldri forsjá eða eins og frakkar orða það, það á ekki að svipta barnið forsjá ananrs foreldris.

Umræða um þessi mál vantar í jafnréttisumræðuna en skv orðum nýrrar Jafnréttstýru, þá eru þetta ekki jafnréttismál. Það er dapurleg staðreynd á því herrans ári 2007

Gísli Gíslason, 23.9.2007 kl. 16:34

10 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Jú Helgi. Markmiðið er að kynin komi í jöfnum hlutföllum að stjórnun landa... hins vegar, ef kvótakerfi er ekki til staðar, er normalt að þetta sveiflist aðeins. Ef við byggjum í jafnréttissnnuðum heimi (og ekki með kvóta kerfi) þá væri þetta hlutfall ca jafnt - en stundum væru aðeins fleiri konur og stundum aðeins fleiri karlar. Yfir langt tímabil myndi þetta jafnast út. Eins og staðan er í dag búum við í karlaveldi. Líta má á ríkisstjórnir þar sem konur eru í meirihluta sem mótvægi við allar hinar þar sem karlar eru í meirihluta - svona á heimsvísu. Þú fyrirgefur vonandi þó eitt og eitt frávik gleðji hjartað! 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 24.9.2007 kl. 16:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband