Ljóti freki úlfurinn

Heyrðu Sóley hér kemur uppskriftin. Fannst súkkulaðikaka ljóta freka úlfsins hæfa á svona degi Cool Mín er í ofninum! Wizard

2 egg

1 1/2 dl sykur

150 gr smjör

50 gr dökkt súkkulaði

2 dl hveiti

1 dl saxaðar möndlur eða hnetukjarnar

**

Hitaðu ofninn í 175°C

Stífþeyttu egg og sykur saman í skál. Bræddu smjörið og súkkulaðið saman í skaftpotti við lítinn hita. Hrærðu því út í eggjahræruna. Sáldraðu svo hveiti með lyftidufti út í skálina og bættu möndlunum út í líka. Hrærðu þessu öllu saman.

Helltu deiginu í smurt ferkantað kökumót.  Bakaðu í 15 mín (skv uppskrift - ég hef mína mun lengur, allt að hálftíma).

Kældu kökuna í mótinu og skerðu hana svo í bita. Rosagott að búa til súkkulaðibráð úr flórsykri, kakó og mjólk og setja yfir...

Þetta er uppáhaldsuppskriftin mín úr Matreiðslubókinni minni og Mikka. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk Kata! Þurfti virkilega á þessari að halda. Er komin heim frá Hollandi, fer að stimpla mig inn aftur hvað á hverju...

Sóley Tómasdóttir (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 22:04

2 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Bon apetit. Velkomin heim

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 26.7.2007 kl. 10:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband