Kemur ekki á óvart

Kemur þessi niðurstaða nokkrum á óvart? Frá því súlustaðamenningin hófst á Íslandi hefur verið klikkuð tregða hjá hinu opinbera til að taka á málum. Bann við einkadansi náði þó í gegn í sumum sveitarfélögum - en er ekkert framfylgt. Löggan gerði sér nú samt ferð á Goldfinger og ákært var í málinu en auðvitað fannst leið til að sýkna. Klám- og kynlífsiðnaðurinn virðist vera Mekka karlmanna. Þar geta þeir óhindrað niðurlægt og keypt konur. Sumum finnst það sport. Ég er löngu hætt að líta þannig á að við séum siðmenntað samfélag sem lifum á upplýstum tímum. Jújú, við fáum yfirgengilegt magn upplýsinga en misréttið og kvenfyrirlitningin eru svo rótgróin að þessi andskoti viðgengst enn. Vonandi breytist það í framtíðinni, þegar karlmenn ákveða að gefa skít í svona staði og taka upp á því að bera virðingu fyrir konum. Hugsa jafnvel svo langt að þeir vilji betri framtíð fyrir dætur sínar. En nei... þeir tímar eru víst ekki komnir enn. 
mbl.is Eigandi Goldfinger og dansari á staðnum sýknuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Katrín þú segir: "Klám- og kynlífsiðnaðurinn virðist vera Mekka karlmanna. Þar geta þeir óhindrað niðurlægt og keypt konur."

Þetta eru alhæfingar og fordómar og minnir á: "gyðungar eru nískir", "konur eiga heima bakvið eldavélina" eða "negrar eru ofbeldishneigðir".

Benedikt Halldórsson, 19.7.2007 kl. 16:44

2 identicon

Sem betur eru ekki allir kommunistar og fasistar í hugsun eins og Þú Kolbrún

Alexander Kr Gustafsson (IP-tala skráð) 19.7.2007 kl. 16:50

3 Smámynd: Anton Þór Harðarson

katrín, eiga ekki dómstólar að dæma eftir gildandi lögum, eða á bara að fara eftir lögum þegar þér hentar? Ef engin gildandi lög hafa verið brotin, hvernig getur þú krafist að ákærðu verði dæmd sek? Kanski þú viljir fá "dómarana" sem dæmdu strákinn fyrir að drepa hundinn Lúkas í málið.

Anton Þór Harðarson, 19.7.2007 kl. 16:53

4 identicon

Eitt sem er einstakligna fyndið við öfgafeminista eins og Katrínu og Sóley er að talsmáti þerra er nánast sá sami og hjá nýnasistum

Prufið að skipta orðinu karlar út með gyðingur og konur með aryíar og þið sjáið hvað ég á við

Það er líka ótrulegt hvað Katrínu finnst sitt siðferði gilda yfir allt og alla

Alexander Kr GUstafsson (IP-tala skráð) 19.7.2007 kl. 17:00

5 Smámynd: Hans Jörgen Hansen

Já þeir eru nú meiru ógeðin þessir "KARLMENN" fæ nú bara hroll við það eitt að hugsa um þá  

Hans Jörgen Hansen, 19.7.2007 kl. 17:00

6 identicon

Var ekki viss hvort ég ætti að fara að hlæja eða gráta þegar ég las þetta blog. Þannig ég gerði bæði

stebbi (IP-tala skráð) 19.7.2007 kl. 17:17

7 identicon

Hefur einhver hérna heyrt um niðurlægingu karlmanna í klámiðnaðinum ? Getur einhver sagt mér afhverju hún ætti að vera eitthvað minni en hjá kvenfólki ?

stebbi (IP-tala skráð) 19.7.2007 kl. 17:18

8 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

skh - bjóst við nákvæmlega þessari niðurstöðu. eins og segir í fyrirsögn!

Benedikt og Hans - þessir staðir eru fyrir karlmenn. Það ætti að vera öllum ljóst.

stebbi. Ég skil vel að þú skulir hafa bæði hlegið og grátið. Þetta er grátbroslegt.

Alexander - fyndið að þú skulir kalla það kommúnisma og fasisma að vera á móti því að konur séu seldar og keyptar eins og hvert annað kjötstykki... Gæti vel trúað að þú værir á þeirri skoðun að karlmenn fari á þessa staði til að sýna konum virðingu sína í verki... úps - já það er víst málið... til að sýna að þeir bera nákvæmlega enga virðingu fyrir konum heldur "skemmta" sér við að niðurlægja þær. 

Anton - já ég yrði afskaplega glöð ef dómarar myndu dæma eftir gildandi lögum. Ástæðan fyrir gagnrýni minni á dómara þessa daga er einmitt vegna þess að þeir eru ekki að dæma eftir lögum - virðast vera gjörsamlega ólæsir á merkingu laganna og skilgreina hlutina eftir eigin höfði... rétt eins og dómarinn sem skh bendir á, starfsfélagi þess dómara sem nú segir að lokað rými sé í raun opið rými...

Beta - jamm.... virðing er áunninn. Sumum dómurum virðist ekkert vera sérstaklega annt um starfsheiður sinn þessa dagana - sem er nú reyndar ekkert nýtt þegar kemur að "réttindum" karla til að gera það sem þeim sýnist við konur...  

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 19.7.2007 kl. 18:12

9 identicon

Frábær niðurstaða...

Ef þetta land verður einhvertímann ríkjandi af siðferðissnobbi eins og Katrín Anna tilheyrir þá tel ég nokkuð öruggt um að ég muni bara flytja burt. Forsjárhyggjan er nú þegar svo mikil að maður er á mörkunum að þola þetta. 

Frelsið er það dýrmætasta sem við höfum, miklu mikilvægara en tilfinningar og sérhagsmunir feminista. 

Geir Jónsson (IP-tala skráð) 19.7.2007 kl. 18:19

10 Smámynd: halkatla

skh og þú eruð sammála um dómskerfið - ég fæ hlýleika í hjartað

lýst vel á það sem þið flest eruð að segja um þetta.

myndin af Geira Goldfinger með stelpunum í kringum sig fékk mig til að hugsa "svona lítur engin sjálfsvirðing út" haha ég er líka kvikindi

halkatla, 19.7.2007 kl. 18:22

11 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Já hjartnæmt moment

Geir - frelsið er einmitt það sem við viljum. Femínismi er frelsisbarátta. Þú kannski kveikir á perunni með það einhvern tímann. Þessi súlustaðamenning snýst um "frelsi" karlmann til að kúga konur. Sem er ekki raunverulegt frelsi.  

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 19.7.2007 kl. 18:28

12 identicon

Katrín eins og vanarlega þá ertu byrjuð með ad hominem rökvillur því þú hefur engin rök fyrir þessu kjaftæðið sem kemur upp úr þér

Pro-sex feminismi er frelsisbarátta Það sem þú boðar er ekki frelsisbarátta né réttindi fyrir konur, heldur er það þitt eigið siðferði sem á að gilda yfir alla

http://en.wikipedia.org/wiki/Sex-positive_feminism

Alexander Kr GUstaf (IP-tala skráð) 19.7.2007 kl. 18:47

13 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Kaup á konu er ekki kynlíf Alexander. Þegar þú áttar þig á því þá kannski áttar þú þig á rökvillunum sem vella upp úr þér... Annars er ég pro sex femínisti - ég er fylgjandi kynlífi. Þess vegna er ég á móti því að konur séu söluvörur. Það er nefnilega ekki kynlíf heldur kúgun. 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 19.7.2007 kl. 18:49

14 identicon

ÞAð sést líka hversu barnaleg þú ert þegar þú notar  broskalla í ad hominem til að drepa niður alla sem eru ekki já kórinum þínum

Ég segi það aftur ,þú boðar ekki réttindi kvenna heldur þveröfugt.

Þú boðar þitt eigið siðferði sem einhver alheimslög og réttindi kvenna hafa nákvamlega ekkert með þitt siðferði að gera  

Alexander Kr GUstafsson (IP-tala skráð) 19.7.2007 kl. 18:50

15 identicon

Nei þú ert ekki pro-sex feministi heldur radical feministi(öfgafeminismi) , þú átt álika skilt með pro-sex stefnu og malcolm x með white supmercy

Ég mundi líka þinni hugsun við Bandarískja kristni

 Það er ekki kúgun ef einstaklingur vil selja sig, en það er ekki hægt því þér finnst það rangt 

Alexander Kr GUstafsson (IP-tala skráð) 19.7.2007 kl. 18:53

16 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Alexander mér finnst orðið kynjaréttlæti ná ágætlega yfir það sem ég er að gera. Það er ekkert nýtt að karlar sem vilja réttlæta kaup á konum geri það í nafni þess að vera að berjast fyrir réttindum og "frelsi" þessara sömu kvenna og þeir vilja kaupa... Furðulegast, en samt rökrétt, að fæstir þessara sömu karlmanna beita sér í öðrum jafnréttismálum og jafnvel gegn mörgum málum. 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 19.7.2007 kl. 18:57

17 identicon

Enda eru dæmi um að radical feministar hafa gengið í liðs við Kristna anti-pornography í Bandaríkjunum sem eru þekktir fyrir öfgakennt hommahatur

http://www.alternet.org/rights/15947/

Talibönum finnst það líka Katrín

Já ad hominem hjá þér aftur ávallt gaman að sjá þig vera röklausa

Ég er harður stuðningsmaður þess að hömlur á fóstureyðingum verði minnkaðir tildæmis

Alexander Kr GUstafsson (IP-tala skráð) 19.7.2007 kl. 18:59

18 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Alexander, eins og ég hef sagt áður þá er ekkert til sem heitir frjáls þræll. Frelsi getur aldrei verið til sölu. Þess vegna getur kynfrelsi aldrei verið til sölu - þ.e.a.s. ef það er til sölu þá er ekki kynfrelsi til staðar eftir söluna. Með öðrum orðum - keypt kynlíf er ekki kynlíf heldur kúgun. Manneskjan sem er keypt er ekki að stunda kynlíf - og þar með á þetta pro sex orð í þessari stefnu sem þú linkar á engan rétt á sér sem heiti yfir þessa stefnu. Þetta er álíka villandi heiti og ef Malolm X hefði kallað sína baráttu White Supremacy - eins og þú bendir ágætlega á. Nema í þessu tilfelli væri réttara að líkja þessu við og ef White Supremacists kölluðu sína baráttu anti-rasisma. 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 19.7.2007 kl. 19:02

19 identicon

Réttlæti að þú fáir að ákveða hvað konur gera við sinn líkama?

Já þetta er einmitt ástæðan af hverju feministar á Íslandi hafa svona vont nafn af sér, orð ykkar eru einvher alheimslög allir sem eru ekki sammála eru "karlpungar" "karlrembur" og framvegis.

Svipað og þegar ég lenti í rökræðum við nýnassita á netinu og hann kallaði mig gyðinga og þá fannst honum hann vera sigurvegarinn, fyndið þar sem ég er er ekki gyðingur en þetta er það sama tacitcinn og er hjá þér 

Alexander Kr GUstafsson (IP-tala skráð) 19.7.2007 kl. 19:03

20 identicon

"Geir - frelsið er einmitt það sem við viljum. Femínismi er frelsisbarátta."

Ég hef aldrei hlegið jafn mikið á ævinni...

Þið trúið álíka mikið á frelsi og Vinstri Grænir.

"Þú kannski kveikir á perunni með það einhvern tímann. Þessi súlustaðamenning snýst um "frelsi" karlmann til að kúga konur. Sem er ekki raunverulegt frelsi."

Að hafa afskipti af tveimur eða fleirum aðilum sem stunda viðskipti af fúsum og frjálsum vilja er augljós frelsisskerðing.  Það er ekki réttlætanlegt að banna klám, vændi eða stripp með þá tilfinningu að einhverjir séu í þrælahaldi. Það á að leyfa allt þrennt og þurfa að sanna fyrir rétti að mannsal sé stundað til þess að loka staðnum. Sumir skóframleiðendur nýta sér barnaþrælkun við framleiðslu en það er ekki réttlæting fyrir því að banna vöruna almennt.

Ef Goldfinger er að neyða konur til þess að starfa þar þá finnst mér sjálfsagt að loka honum, en sjálfsagt að það sé sannað fyrst. Ef allir starfsmenn kjósa að vinna þar þá á að leyfa starfsemina. Ef þú ert ekki sammála þessu þá trúir þú ekki á frelsi einstaklingsins, þá viltu bara þvinga þína siðferði yfir aðrar konur.

Geir Jónsson (IP-tala skráð) 19.7.2007 kl. 19:05

21 identicon

Þræll? Ef einstaklingur selur sig út af því hann vil það er þá þræll því þú segjir svo? 

Nei sorry það er þín stefna sem hefur ekkert að gera með kvennréttindi eða réttindi neins, heldur réttinda minnihlutahóp kvenna sem vil sitt heilga siðferði sem lög  

Alexander Kr GUstafsson (IP-tala skráð) 19.7.2007 kl. 19:05

22 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Hvað í ósköpunum gefur þér rétt til að ákveða hvað konur gera við sinn líkama? Og af hverju ættu karlmenn að hafa rétt til að kaupa sér konu svo þeir geti gert það við líkama þeirra það sem þeim sýnist?

Mér fallast stundum hendur yfir að sjá hvernig fólk reynir að réttlæta kúgun - í nafni frelsis.  

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 19.7.2007 kl. 19:05

23 identicon

Hvað í ósköpunum gefur þér rétt til að ákveða hvað konur gera við sinn líkama?

HA? 

Það ert einmitt þú sem ert að ákveða hvað konur meiga gera við líkama sinn.

Hlægilegt að þú sérð ekki hræsni þína 

Alexander Kr GUstafsson (IP-tala skráð) 19.7.2007 kl. 19:08

24 identicon

Mér finnst sorglegt að fólk vil troða á frelsi til þess að sitt eigið siðferð gildi yfir alla og allt 

Alexander Kr GUstafsson (IP-tala skráð) 19.7.2007 kl. 19:09

25 identicon

Og af hverju ættu karlmenn að hafa rétt til að kaupa sér konu svo þeir geti gert það við líkama þeirra það sem þeim sýnist?

Alltaf karlmenn, karlmenn og karlmenn, þeir eru rót alls ills og stunda samsæri til að stjórna öflugura kyninu "konum", nota klámið til að sparka konuni neðar sem þræll sinn! 

Hatrið í þér gagnvart körlum er vægast sagt ógnvekjandi, prufaðu að skipta orðinu karlmaður með gyðingur í skrifinum þínum og sjáðu hvað ég á við

Ef báðir aðilar vilja gera þetta, af hverju átt þú að hafa réttindi yfir þeirra líkama

Sem betur komst vinstri grænir á þing segji ég

Alexander Kr GUstafsson (IP-tala skráð) 19.7.2007 kl. 19:12

26 identicon

Sem betur komst " ekki "vinstri grænir á þing segji ég, afsakið fljótfærni mína 

Alexander Kr GUstafsson (IP-tala skráð) 19.7.2007 kl. 19:15

27 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Alexander ég hata ekki karlmenn. Ber meira að segja nógu mikla virðingu fyrir þeim til að ætla þeim að geta verið án þess að kaupa konur. En ég  þoli ekki karlmenn sem kaupa konur. Þ.e.a.s. karlmenn sem hata konur svo mikið að þeir líta á þær sem söluvörur. Ómerkileg tilraun hjá ykkur að ætla að snúa baráttunni fyrir kynfrelsi upp í karlahatur en tala aldrei einu orði um hvað karlmaður sem kaupir konu og finnst ekkert athugavert við að framkvæma á henni ýmsar kynlífsathafnir sem honum langar til að framkvæma en henni ekki. Afsakið á meðan ég æli.

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 19.7.2007 kl. 19:18

28 identicon

Ber meira að segja nógu mikla virðingu fyrir þeim til að ætla þeim að geta verið án þess að kaupa konur.

 enni ýmsar kynlífsathafnir sem honum langar til að framkvæma en henni ekki

Hvernig veist þú að allar konur vilja það ekki? En ef kona gerir það af fúsum vilja? Nei sorry því þú "veist þetta" eru þetta alheimslög 

Nei það er sorglegt að sjá fólk eins og Katrínu að snúa frelsisbaráttuni upp í persónulegt agenda sem byggist á siðferði minnihlutahóps 

Alexander Kr GUstafsson (IP-tala skráð) 19.7.2007 kl. 19:26

29 identicon

Alexander ég hata ekki karlmenn. Ber meira að segja nógu mikla virðingu fyrir þeim til að ætla þeim að geta verið án þess að kaupa konur

Notum bragðið sem ég talaði um áðan  

Alexander ég hata ekki svertinga. Ber meira að segja nógu mikla virðingu fyrir  þeim til að ætla þeim að geta verið án þess að nauðga konum 

Alexander Kr GUstafsson (IP-tala skráð) 19.7.2007 kl. 19:31

30 identicon

Suss suss krakkar...

Ekki taka mark á svona kreddukerlingum sem eru með alkul í klofi og heila - til karlmanna. Þær ættu kannski bara gerast lesbískar... Tjahh... Ég get allavegana ekki ímyndað mér heilvita karlmann sem lætur bjóða sé svona öfgar.

Ég styð JAFNRÉTTI en ekki forréttindi eins og þessir "feministar" vilja.

Ef konu er boðið í glas á skemmtistað, er þá ekki verið að KAUPA velvild? Nokkur glös, út á dans gólf og svo saman bæði heim... Er maður þá ekki að selja sig??? Hversu langt viljiði ganga? Á að banna að bjóða í glas? Gefa blóm? Þetta er allt sem leiðir.. hvert?

Æjj... Ég nenni ekki að skrifa um þetta.. Maður hefur rökrætt ykkar líka í kaf. Meika það ekki hér... Tók ekki nógu vel eftir í RIT103

Logi (IP-tala skráð) 19.7.2007 kl. 19:35

31 identicon

Alexander þér liggur mikið á hjarta varðandi jafnréttismál, má ekki bjóða þér á fund hjá karlahópi feministafélagsins? Þú myndir hafa gaman af því, ég lofa.

Júlíus Freyr Theodórsson (IP-tala skráð) 19.7.2007 kl. 21:04

32 identicon

Ég varð skelfingu lostinn um daginn er vinur minn lét niðurlægja sig og vaða yfir, enda ekki til karlmaður sem myndi láta fara svona með sig af fúsum og frjálsum vilja. Hann hefur lengi reynt að sannfæra mig um að hann hefði ekki lengur not fyrir flotta Porsche bílinn sinn,  en ég sem veit sko betur sá í gegnum lygina og beint inní hjarta karlgeysins- þetta var hrein niðurlæging og kúgun og ekkert annað. Næst ætla ég að banna með lögum sölu á Porsche bílum af hálfu karlmanna, enda hafa þeir ekki til síns vits og mega ekki taka slíkar ákvarðanir, alveg sama hvað þeir tuða hátt yfir því að þeir geri það af frjálsum vilja. Enda, og gleymið því ekki, eru það siðferði og skoðanir sem ég aðhyllist sem eiga að verða að landslög og er það ég sem ræð hvað fólk megi ákveða fyrir sig sjálft og hvað er "kúgun". 

...BTW, neoíhaldsmenn sem vilja banna fóstureyðingar eru betri en pseudofeministar sem vilja banna ákveðnar fulllöglegar (í þeirri merkingu að þær eiga að vera löglegar í frjálsu landi) athafnir fullorðinna í nafni "frelsisins". Þeir fyrrnefndu nota allavega ekki "double speak". 

Thomas (IP-tala skráð) 19.7.2007 kl. 21:31

33 Smámynd: Kristófer Sigurðsson

Ég var á ónefndu kaffihúsi í miðbæ Reykjavíkur, ásamt tveimur vinum mínum, í gær.  Þar var ung kona sem gekk um beina.  Ég kallaði hana til mín með því að rétta aðeins upp hendina.  Hún kom um leið.  Ég bað um kaffibolla, hún fór, gerði kaffi og færði mér það.  Ég þakkaði fyrir og drakk kaffið.

Eftir að hafa lesið skrif Katrín Önnu sé ég að ég gerðist þarna sekur um kúgun á þessari konu.  Ég tók þátt, sem viðskiptavinur staðarins, í því ódæði að kaupa þessa konu.  Nánar tiltekið greiddi ég henni (í gegnum staðinn) fyrir athafnir sem ég á í raun ekki von á að hún hafi verið svo æst í að gera (að laga kaffi og færa mér það).  Það hafði verið frekar mikið að gera á kaffihúsinu þann daginn og eftir á að hyggja hugsa ég að hún hafi hreinlega alls ekki viljað nostra við enn einn kaffibollann og ganga svo með hann til mín.

Ég hef hingað til yfirleitt huggað mig við það í svona tilvikum, að þjónustufólk á veitingastöðum og kaffihúsum selji tíma sinn og vinnu af fúsum og frjálsum vilja, en eftir að hafa kynnt mér skrif Katrínar Önnu, Sóleyjar Tómasar og fleiri sé ég vel að það er neyð sem rekur þetta fólk út í þetta.  Það vantar svo mikið peninga að það leiðist út í að gera þetta.

Jafnvel þó að einhverjir finnist sem segja að þetta fólk hafi bara gaman af því að veita þjónustu á þessum stöðum sé ég líka núna, að það er ekkert til sem heitir frjáls þræll.  Um leið og fólkið hefur samþykkt að selja líkama sinn í þetta verk er það ekki frjálst lengur, heldur þrælar.  Það er siðlaust. 

Takk fyrir að opna augu mín fyrir þessu.

Kristófer Sigurðsson, 19.7.2007 kl. 21:50

34 identicon

Þú minnir mig solldið á bush.. Ótrúlegt að þú virðist ekki sjá það.

Þú kemur aldrei með nein rök fyrir því "Af hverju ættir þú, að ákveða, hvað aðrar konur vilja, hvað þær gera við líkama sinn eða vinna við ?" Mannsal er ekkert inní málinu þú ert bara að rugla það í umræðurnar til að forðast spurningarnar. Ef mannsal eða það sem þú kallar "þræll" er á svona stöðum þá ætti auðvitað að loka honum strax og henda eigandanum í fangelsi, en það er EKKERT sem bendir til þess !

Stebbi (IP-tala skráð) 19.7.2007 kl. 22:03

35 identicon

Kannski mundi dómurinn koma með nýja skilgreiningu um það en það breytir því i að það hefur ekkert bent til þess hingað til.

Stebbi (IP-tala skráð) 19.7.2007 kl. 22:40

36 identicon

Kata. Lumaru nokkuð á góðri kökuuppskrift núna? Bestu frá útlöndum,

Sóley Tómasdóttir (IP-tala skráð) 19.7.2007 kl. 22:58

37 identicon

skh, hvernig er það nú- er eitthvað sem bendir til þess að þú hafir myrt JFK? Er eitthvað sem bendir til þess að þú hafir ekki myrt JFK? En í hvernig samfélagi viltu nú búa, í samfélagi þar sem við megum hengja þig fyrst þú hafir ekki sannað að þú hafir ekki myrt hann, eða frekar í samfélagi þar sem sönnunarbyrðin liggur okkar megin?

"Mannsal" er eitt "buzz word"-anna sem frelsisanstæðingar nota til að beina athyglinni að einhverjum ímynduðum ódæðum sem eiga að fela sig bak við klámiðnaðinn og vændi. "Barnaníðingar" er eitt annað sem manni dettur strax í hug. Ég legg til að höfundur síðunnar taki viðtöl af nógu stórum hópi viðmælnada sem starfa í ofangreindum atvinnugreinum, helst ekki einu sinni á íslandi heldur einhversstaðar þar sem iðnaðurinn er undir lagalegri umsjón (og greiðir þ.a.l skatt, m.a) og úrtakið nógu stórt- segjum kannski viðtöl við 500 gleðikonur í hollandi? Ég vildi svo sannarlega fá að vita hvert væri hlutfall þeirra sem urðu fyrir mannsali. Kæmi nú ekki á óvart ef að fyndist ekki ein meðal þeirra 500.

Thomas (IP-tala skráð) 19.7.2007 kl. 23:16

38 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.7.2007 kl. 23:37

39 identicon

Ég skil þessa umræðu ekki. Ef ég fer og býð einhverri konu fé fyrir að stripplast fyrir mig og hún segir nei, þá er það bara þannig. Ég get ekki gengið upp að fólki og eignað mér það ef það vill það ekki. Ef ég hins vega set konuna í járn og fer með hana eitthvert og held henni nauðugri og rukka inn aðgang að henni er ég tvímælalaust orðinn glæpamaður og dómstólar ættu í engum erfiðleikum með það. Ég er nokkuð viss um hvað mitt svar væri ef mér væri boðin þúsund kall per mínutu fyrir að stripplast fyrir einhverja konu, ég mundi telja mig vera dottinn í lukkupottinn. Því miður er eftirspurnin lítil.

Það eru ekki allir eins, vilja vera í barbique og æsingafundum hjá feministafélaginu út í eitt. Sumir vilja t.d. láta pissa yfir sig, og það er ekki löggjafans að berjast neitt í því ef tveir lögráða einstaklingar vilja gera með sér samning um að hinn geri eitthvað við eða fyrir hinn gegn greiðslu. Það er ekki fyrr en maður farinn að beita fólki nauðung sem þetta er orðið ofbeldi. 

Ég sé alveg hvað markmiðið hjá ykkur er, þ.e. að sporna gegn mannsali og barnaklámi, en það á bara að beina aðgerðum og lögum beint gegn því, sem er gert. Eins og myndlíkingin sem einhver kom með áðan, að það er ekki hægt að banna íþróttaskó vegna þess að einhverjir beiti nauðung í framleiðslu þeirra, bannið og aðgerðirnar eiga að beinast gegn ofbeldinu, þ.e. að hneppa börn í þrældóm. Kona sem selur stripp eða kynlíf er aldrei þræll nema henn sé haldið nauðugri. Ef hún getur farið, þó það feli í sér að fara í meðferð eða sjálfstyrkingarnámskeið er hún aldrei þræll og enginn glæpamaður inn í myndinni.

Bkv.

Sigurbjörn. (IP-tala skráð) 19.7.2007 kl. 23:45

40 identicon

Hvernig getur fólk fengið það út að þessi dómur sé rangur? Lagalega er ekkert að honum. Fólk virðist ákveða lögin sem dómarar eiga að fara eftir í höfðinu á sér eftir eigin siðferði. 

Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 02:17

41 identicon

Jón. Í hvaða samfélögum ráða konur?

Guðrún (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 09:23

42 Smámynd: Óðinn Þórisson

Er ekki rétt að óska Geira til hamingju með sýknudóminn.

Óðinn Þórisson, 20.7.2007 kl. 10:17

43 identicon

Ég var einu sinni kallaður "steingerving grá ísafirði". Þannig að ég gæti vel hafa drepið hann Lincoln (hef ekki fjarvistarsönnun, heldur), en sem betur fer (fyrir mig) þá telst ég saklaus þar til sek mín hefur verið sönnuð.

 Ég veit að mannsal er alvöru vandamál. Það er hins vegar notað af pseudofeministunum okkar kæru til að bæla niður alla umræðu um löglegan iðnað. Tíðara þrælahald birtist t.d í flutningi á fólki (alla jafna karlmönnum) frá fætakari löndum og ráðningu þeirra af verktökum sem fara með fólkið eins og sauðfé, þó ekki sé meira sagt. Fólkið sjálft mun hafa kannski komið sjálfviljugt, en síðan er því haldið í húsnæði sem minnir mann á hænsnabúr KFC, vegabréfið tekið frá því af atvinnuveitandanum (eða verktakanum) og launin í mörgum tilfellum ekki greidd, heldur fær fólkið "loforðið" um að fá greitt þegar það snýr aftur til síns heimalands. Hvar er þetta fólk ráðið svo? Jú, aðallega í láglaunuð störf sem bjóðast gjarna í byggingariðnaðinum og hreingerningarbransanum. Eigum við því að banna að reisa ný hús eða hreingerningarfyrirtæki? Eða eigum við frekar að beina aðgerðum að ólöglegum mannflutningi eða ólöglegum ráðningarkjörum innflutts vinnuafls?  

Svo ljóst sé vil ég taka fram að ég haldi því ekki fram að umrætt vandamál sé alvarlegt á íslandi, en mannsal er það ekki heldur. En við eigum að horfa aðeins út fyrir okkar litla eyju - betri umsjón með innfluttu vinnuafli, sem er sjálfsagður hluti af ESB, hefur verið besta leiðin til að sporna við þrælahaldinu sem ég nefni. Lögleiðing vændis er besta leiðin til sporna við mannsali kynlífsþræla- því verður EKKI neitað af hugsandi fólki sem hefur kynnt sér þróun mála í löndum eins og hollandi.  

Thomas (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 10:25

44 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Það sem sumir ekki leggja á sig til að verja rétt sinn til að kúga konur.

Eru hérna virkilega karlar sem telja sér trú um að konan sem dansar fyrir þá einkadans í litlu lokuðu rými á Goldfinger hafi einlægan áhuga á þeim og fái kikk út úr þessu? Ekki að það komi neitt brjálæðislega á óvart - þeir sem beita aðra misrétti hafa iðulega þörf fyrir að réttlæta það fyrir sjálfum sér. Myndi væntanlega ekki vera eins mikið fun að horfa á konurnar og velta fyrir sér hvort henni finnist þeir viðbjóðslegir þó hún brosi - eða hvort hún hafi verið misnotuð í æsku, sé í fíkniefnum, eða sé þarna af því hún var seld mansali og búið sé að nauðga henni mörgum sinnum til að brjóta hana niður svo hún hlíði nú örugglega og brosi... 

Bendi mönnum á að lesa umfjöllun Ísafoldar um Goldfinger.

Þó svo mér finnist mörg kommentin hér langt í frá málefnaleg ætla ég að leyfa þeim að standa - af þeirri einu ástæðu að stundum er gott að hafa sjónarmiðin sýnileg svo fólk átti sig á við hvað er að etja. Hins vegar mun ég eyða öllum ókurteisum kommentum og jafnvel loka á ip tölur ef fólk ekki gætir kurteisi í orðum sínum.  

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 20.7.2007 kl. 11:17

45 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Ef ekki væru feministar væru konur enn ekki með kosningarétt. Ég dáist að feministum og  er þeim ákaflega þakklát fyrir að berjast fyrir réttindum kvenna. Segi þetta fyrir mína hönd, dóttur minnar, barnabarna sem eru stúlkur og fyrir hönd allra ófæddra stúlkna. Áfram feministar þið eruð hetjur.  Karlar sem kaupa konur eru hallærislegir og ekki miklir hugsjónamenn. Það þýðir ekki að rökræða við menn sem réttlæta súlustaði og annað í ætt við þá frekar en við öfgakristna og öfgatrúarmenn aðra.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 20.7.2007 kl. 11:18

46 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

ps Thomas - Hollendingar eru um það bil að panika vegna þess að lögleiðingin hefur haft þveröfug áhrif á það sem til var ætlast. 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 20.7.2007 kl. 11:19

47 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Takk Þórdís

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 20.7.2007 kl. 11:21

48 identicon

Katrín mikið rosalega er ég feginn að allir feministar eru ekki eins og þú.. Vill ekki hljóma móðgandi en þetta er ástæðan fyrir því að femenistar fá á sig slæmt orð.

Þú berð aldrei nein rök fyrir málunum, sem varða hagsmuna á almenningi, heldur villt fá bannið á röngum forsendum, því að þér finnst þessar konur sem ættu að meiga ákveða hvað þær gera við líkamann sinn, vera að sverta orðspor allra kvenna.

Þetta er einfaldlega rangt hjá þér með holland.. Engar rannsóknir hafa sýnt að lögleiðingin þar hafa slæm áhrif á konur sem vinna við þetta, eða aðra almenningshagsmuna.

Það er eins og þú gerir þér ekki grein fyrir því hvað það gæti verið slæmt fyrir þessar konur að hafa svona bönn, þar sem ef það kemur bann er það alveg augljóst að það á ekki eftir að minnka eftirspurn. Það er staðreind, bönn minnka ekki eftirspurnir. Hvað ætlastu til að bæta með þessu banni ? Komdu með rök, komdu með staðreindir, hættu að snúa svona útúr alltaf.

Það er líka staðreind að líf konanna er mun betra, í samfélagi þar sem svona starfsemi er lögleg, þau fá lögreglu til að fygljast með hvort það sé eitthvað verra í gangi, heilbrigðisþjónustu og margt annað sem væri ekki í málinu ef þetta væri ólöglegt.

björn (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 11:39

49 identicon

Björn. Komdu sjálfur með staðreyndir og sannanir fyrir þínu máli. Það að staðhæfa að allt sé svo hunky dory í Hollandi er ekki sönnun á einu né neinu. Ég gæti alveg eins haldið því fram að tunglið sé búið til úr osti. Það gerir það ekki að sannleika.

Guðrún (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 11:51

50 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Guðrún ég held hann hafi sínar staðreyndir úr Pretty Woman myndinni - enda ekki til nein gögn í raunveruleikanum sem styðja hans rökleysu - og rangtúlkanir og útúrsnúninga á mínum viðhorfum.

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 20.7.2007 kl. 11:59

51 identicon

Lestu þínar skoðanir katrín og svo hinar og segðu mér hver er að snúa útúr og hver sýnir rök ? Þú sagðir að það væri allt á hvolfi í hollandi og ég sagði að það væri ekki rétt því það hafa engar rannsóknir sýnt fram á það. Þú ert ekki einu sinni ennþá búin spurningunum hérna fyrir ofan frá öllum

björn (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 13:02

52 identicon

Byrjaðu samt að segja mér eitt, og berðu rök fyrir því, og ef þú getur það ekki þá ertu ekki fær um að taka þessar ákvarðanir sem þú ert að tala um.

Hvenær hafa boð og bönn minnkað eftirspurnir eða neyslur á t.d. mismunandi tóbaki, vímuefnum eða öðru ? Og af hverju heldurðu eða hvaðan hefurðu rökin fyrir því að bönn og lokun á stöðum sem þessum eigi eftir að bæta eitthvað í samfélaginu ? 

björn (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 13:06

53 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

björn þetta eru allt spurningar sem ég hef margsvarað. finnst óþarfi að byrja frá grunni í hvert skipti sem þessi umræða kemur upp - getið bara leitað uppi það sem ég hef margsagt áður um þessi mál. nenni þar að auki ekki að eyða tímanum í vitleysu eins og að útskýra fyrir einhverjum hver er munurinn á að vinna á kaffihúsi og súlustöðunum. Þeir sem eru í alvörunni í það vitlausir eða í svo mikilli sjálfsblekkingu verða að leita sér hjálpar annars staðar. 

Það eru víst til gögn um að lögleiðing vændis er ekki að virka til að draga úr vændi eða gera líf þeirra sem eru í vændi bærilegra. Þvert á móti eru til gögn sem sýna fram á hið gagnstæða. Þú getur haft upp á þeim gögnum ef viljinn er fyrir hendi.  Til að auðvelda þér leitina er hér linkur á heimasíðu samtaka sem berjast gegn mansali. Lögleiðing vændis hefur verið nefnd besta gjöf sem þeir sem stunda mansal geta fengið.

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 20.7.2007 kl. 13:11

54 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Er nokkuð viss um að morð væru tíðari ef þau væri ekki bönnuð. Líka nokkuð viss um að þjófnaður væri algengari. 

Ertu annars með gögn sem sýna fram á að bjórneysla sé minni nú en fyrir árið 1989?  Er það reyndin að lögleiðing bjórs dró úr neyslu?

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 20.7.2007 kl. 13:12

55 identicon

björn. Katrín þarf ekkert að svara spurningum frá öllum sem kommentera inn á bloggið hennar. Þú getur ekki ætlast til að hún geri það.

Og varðandi boð og bönn, af hverju erum við þá að banna eitthvað yfirhöfuð?Af hverju er verið að banna morð, ofbeldi, barnaníð o.fl. o.fl? Það eru framin morð þótt það séu bannað, það er ofbeldi framið á hverjum einasta degi, barnaníðingar misnota börn. Af hverju leyfum við þetta ekki bara? Þetta er jú framið hvort eð er.

Ertu í raun að tala um að við ættum að hafa algjört anarkí hér á landi eða eru það bara lögin sem þú ert ekki sammála sem eiga að fá að fjúka?

Guðrún (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 13:13

56 identicon

Ég trúi því einlægt að flestir karlmenn séu femínistar inná við. Allavega á meðan þeir eiga samskipti við dætur sínar. Því er ég líka gáttaður á orðum sumra bræðra minna hérna. Ég bendi ykkur á að þetta er síðan þar sem þið eigið að hugsa aðeins um það sem þið eruð að segja.

Valur Þór Kristjánsson (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 13:15

57 identicon

Katrín, lestu

http://www.regjeringen.no/upload/kilde/jd/rap/2004/0034/ddd/pdfv/232216-purchasing_sexual_services_in_sweden_and_the_nederlands.pdf

Aðra norska skýrslu sem ég hef séð um áætlun til að sporna við mannsali finn ég ekki í gljótu bragði...

Thomas (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 13:30

58 identicon

Reyndar hefur neysla "snuff" og "snus" aukist eftir bannið sérstaklega hjá unglingum.

"Er nokkuð viss um að morð væru tíðari ef þau væri ekki bönnuð." Þetta er algjörlega út í hróa finnst mér. Morðingjar, nauðgarar og ofbeldismenn fara ekki aftur út og drepa eða nauðga þegar þeir eru læstir í fangelsi. Ég hef í rauninni ekkert á móti því að hafa þriðja aðilann eða "dólginn" refsihæfan, en þú getur ekki líkt því saman að stinga konu, sem er komin út í vændi í fangelsi og morðingja.

Að mínu mati þarf að hjálpa þessum konum, ekki ráðast gegn þeim.

Ég styð algjörlega jafnrétti, en meira en helmingurinn sem þú hefur sagt hérna eru öfgar að mínu mati.

björn (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 13:36

59 identicon

björn. Katrín hefur aldrei talað fyrir því að setja þessar konur í fangelsi. Hún hefur einmitt tjáð sig um Sænsku leiðina þar sem einungis kúnnanum er refsað, ekki vændiskonunni.

Guðrún (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 13:45

60 identicon

skh það eru sjoppur sem selja snuss undir borðinu, plús eru snuss dílerar mjög algengir, svipað auðvelt og redda hassi semsagt ekkert mál 

Butcer (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 14:22

61 identicon

Þetta gengur ekki út á kvennréttindi né réttindi neins hjá Katrínu og já kórinum hennar, heldur "heilags siðferðis" minnihlutahóps sem telja sitt siðferði eiga að vera lög yfir alla og allt, mjög hættuleg og fasísk hugsun 

Alexander Kr GUstaf (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 14:25

62 identicon

Hvernig haldiði að það eigi eftir að ganga ? Hvernig ætliði að sanna málin ? Það þyrfti að grípa hann glóðvolgan í miðjum klíðum. Síðan sé ég ekki alveg hvert þið eruð að fara með að refsa kúnna sem ákveður að notfæra sér þjónustu sem kona ákveður að bjóða ? 

Ég mundi allavegana þurfa að hafa góð rök fyrir að það hafi minnkandi áhrif á mannsal eða eitthvað annað sem gætir hagsmuna almennings(sem ég hef ekki fundið ennþá) til að sækjast eftir því að þessi sænska leið sem ekki er byrjuð að skila neinum árangri úti verði tekin upp hérna.

Og jú snuff og snus eru bæði búin að aukast skv. könnunum úr grunnskólum og framhaldsskólum. Svo mikil eftirspurn að það er byrjað að flytja þetta inn í gámatali.

björn (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 14:27

63 identicon

Hittir naglann beint á höfuðið Alexander.. Þetta snýst enganvegin um réttindi.

björn (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 14:28

65 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Alexander ef þú ert ekki kurteis og málefnalegur þá loka ég á ip töluna þína. Þetta er síðasta viðvörun.

Er enn að bíða eftir neyslutölunum um bjórinn Björn. Hversu mikið hefur bjórneysla minnkað eftir lögleiðingu? 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 20.7.2007 kl. 14:33

66 identicon

Er ekki með hlutfallslegu tölurnar yfir það en skal athuga málið þegar ég hef tíma.. Þess má geta að vesturlandabúum hafa tekist að minnka reykingar á sígarettum um 50% með réttum forvörnum á meðan öll önnur ólögleg fíkniefnaneysla hefur aukist verulega. 

björn (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 14:59

67 identicon

björn. Hvernig eru þessar "réttu" forvarnir? Er það ekki með því að banna reykingar nánast alls staðar?

Guðrún (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 15:33

68 identicon

Rangt guðrún. Réttar forvarnir hafa nákvæmlega ekkert að gera með bönn, heldur fræðslu. Sýnir sig í bandaríkjunum sérstaklega, þar sem neysla vímuefna var uþb. 3% fyrir stríðið gegn fíkniefnum, en núna mörgum trilljónum og dauðsföllum síðar kom í ljós að þessi löggjöf, sem allir höfðu fulla trú á hafði þveröfug áhrif, fólk er að vakna og sjá vandamálið þarna úti í dag, þar sem uþb. 17% af fólki í fullri vinnu á veitingahúsum nota vímuefni og 15% af verkamönnum í usa..

Það hefur sýnt sig sérstaklega í hollandi líka, þar sem það eru aðeins 2% af kannabisneytendum sem leita til aðstoðar sem er mun lægri tala en í öðrum löndum þar sem efnið er ólöglegt. Einnir er neysla meðal unglinga mun lægri þarna en í öllum öðrum löndum þar sem það er ólöglegt.

Þar sem það er ekkert sem bendir til þess að fleiri boð og bönn hafi ekki sömu áhrif með þetta, finnst mér þið vera aðeins of fljótfær.

stebbi (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 15:48

69 identicon

stebbi. Meinarðu að þessar ströngu takmarkanir á reykingum sem hafa orðið á seinustu árum hafi ekki haft nein áhrif? Að það hafi ekki haft nein áhrif að það hafi verið sett bann við reykingum td. á vinnustöðum, flugvélum og fleiri stöðum?

Guðrún (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 15:52

70 identicon

Allavegana mundi mér aldrei detta í hug að reykja ekki eða hætta að reykja útaf vinnustaðurinn minn bannar mér það inni á honum.

stebbi (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 17:12

71 Smámynd: Tómas Guðbjörn Þorgeirsson

Já það er ekkert annað...margir búnir að kommenta vá.

Katrín, Valur, Þórdís, Sóley ofl ofl...Segjum að þessir strippstaðir yrðu lokaðir, hvað myndi breytast???  Karlmenn myndu alveg eins auðveldlega komast í tæri við konur sem eru reiðubúnar til að strippa fyrir peninga, og ætli það væri ekki hættulegra fyrir konurnar en að gera það inn á þessum stöðum þar sem þú ert þó með "öryggisverði" ef einhver kúnninn fer yfir strikið.

Annað, af hverju talið þið alltaf um þessa "ógeðslegu karlmenn sem kaupa saklausar konur og misnota, kúga, nauðga, niðurlægja osfrv osfrv" þegar kynsystur ykkar stunda þetta í örugglega jafn miklum mæli og þeir!! Af hverju talið þið ekki frekar um FÓLK almennt sem stundar þetta en ekki einvörðungu karlmenn.

Svo er eitt annað að þegar karlmenn fara á strippstaði (hef sjálfur farið nokkrum sinnum á svona staði, rannsóknarvinna sko hehmm) þá virðist lenskan vera sú að menn (flestir) sitja þarna nokkrir saman, drekka, kjafta, skemmta sér aðeins og fara svo heim á meðan konur gjörsamlega missa sig.  Prófið að tala við karlkyns strippara þeir staðfesta það...konur hegða sér eins og villidýr þegar gæjarnir fækka fötum...öskrandi, reyna að grípa í typpið á þeim, setjast ofaná þá, kyssa "vininn" bara nefndu það...þetta sérðu ekki á strippstöðunum... ef einhver karlmaðurinn reynir eitthvað svoleiðis þá eru verðirnir mættir til að fleygja þeim út. 

Svo er nú bara stutt síðan að einhver gæji auglýsti sig sem strippara á barnaland.is...þvílík viðbrögð hjá "ógeðslegum konum sem vildu kúga, niðurlægja, misnota, nauðga osfrv" ungum manni...já by the way ég held að aldur hans hafi aldrei komið fram??...þær gætu þess vegna verið að kaupa 15 ára strák OOOJJJJ konur þið eruð ógeðslegar...þvílíkt mekka fyrir klámþyrstar konur þessi strippbransi ha!! Í fangelsi með svona lýð.  Þarf varla að taka fram að þessi drengur var pantaður hverja einustu helgi þetta sumar...;o)

Tómas Guðbjörn Þorgeirsson, 20.7.2007 kl. 17:36

72 Smámynd: Tómas Guðbjörn Þorgeirsson

ps... veit að þetta er barnalegt og einfalt komment hér að ofanhjá mér en ég var viljandi að reyna að hafa þetta í sama anda og greinin hjá henni Katrínu...held að mér hafi bara tekist vel til hehe

Tómas Guðbjörn Þorgeirsson, 20.7.2007 kl. 17:41

73 identicon

Hehe já fólk mundi taka meira mark á feministum ef þetta kæmi ekki svona oft út hjá þeim eins og karlahatur.  Það er alveg jafn mikil niðurlæging, og vanvirðing fyrir karla sem leika í klámmyndum og konum, en samt heyrir maður aldrei um karlanna.

Feministaflokkurinn sem að mínu mati er að skila af sér mestum árangri eru karlfeministarnir. Þeir taka að sér mikilvæg málefni og skila af sér góðum afköstum. Því miður get ég ekki sagt það um marga kvenfeminista, þó að megnið af þeim standi fyrir jafnrétti, en ekki "klína ykkar siðferði á alla" eins og sumir hérna skrifa um.

stebbi (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 17:49

74 identicon

stebbi. Þannig að vegna þess að ÞÚ myndir ekki hætta að reykja ef það væri bannað á þínum vinnustað að þá gildir það um alla aðra. Jamm, talandi um að "klína sínu siðferði" yfir á aðra.

Guðrún (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 18:47

75 identicon

Tómas. Ertu í alvörunni að halda því fram að konur stundi strippstaði alveg jafn mikið og karlmenn?

Guðrún (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 18:48

76 identicon

Katrín, varla eru það hlutlausir aðilar sem skrifuðu textana eða halda utan um þessar síður sem þú linkar á. Ég meina, í guðanna bænum:

"Sexual harassment at work cannot be separated from prostitution. As sexual harassment creates a hostile work environment for women, so prostitution is a hostile “work” environment. Men can buy in brothels precisely what women seek to remove from their workplaces. A woman student in Victoria, for instance, (perhaps one of those seeking to pay her way through an increasingly expensive and privatised education system), is protected by sexual harassment policies on university premises. Male teachers may not grab or insult her. When she crosses the road to the legal brothel, the same men may treat her as they wish. She has little redress. The harassment is what she is paid for."

 Þetta jafngildir því að segja "í kennslustofunni má kennarinn ekki senda Jón nemanda hans að sækja kaffi fyrir sig, enda vernda landslög Jón fyrir slíkum yfirgangi. En það nægir kennaranum að labba út á kaffihúsið þar sem Jón vinnur eftir skóla, þar má hann biðja um Jón að ekki bara um að koma með kaffi, heldur jafnvel að þrífa andsk... borðið þar sem hann kaus að setjast. Slík niðurlæging! Bönnum það með lögum." 

Já, elskur mínar- það að borga fyrir þjónustu þýðir EINMITT að maður býst við og má búast við að fá hana. Ef ég gripi í rassinn á starfssytur minni yrði ég væntanlega rekinn, og fínt er sú lagalega staða mín vegna. En ef hún byði mér slíkt utan vinnutíma gegn greiðslu? Hver í andsk... ætlar að banna henni að gera það tilboð, eða mér að þiggja það?   

Annars sýnist mér að pseudofeminstaherinn hér bara fatti ekki þetta með frelsi versus kúgun. Ég tel það kúgun ef manni er greitt að hlaupa á eftir kúlaulaga hlut og líta bara almennt út eins og þroskaheftur hellisbúi, og það er mjög væntanlega bara fólk sem er alveg á mörkum þess að vera með skerða greind sem gerir slíkt fyrir pening- samt er fótbolti ansi vinsæl atvinnugrein (því miður) og ekki dreymir mig um að reyna að fá mínu framgengið og banna fótbolta á þeim forsendum að maður gæti ekki hugsanlega kosið af frjálsum, fúsum vilja að stunda þá atvinnu. Einhverra hluta vegna þá hefur pseudofeministunum að fá því framgengið að banna vændi á grundvelli mjög svipaðra forsendna.

Thomas (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 20:33

77 identicon

Vinsamalega bætið "tekist" á viðeigandi stað við lesningu síðustu setningar í commenti mínu hér að ofan, takk.

Thomas (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 20:37

78 identicon

Katrín, sérðu ekkert athugavert við það að vilja banna allt sem mögulega felur í sér mannsal þegar mannsal er í raun bannað?   Þær gætu verið að brjóta lög, svo bönnum það, ekki rannsaka hvort lögbrot eigi sér stað.

 Fólk hefur þann rétt að stunda þá atvinnu sem það kýs, hvort sem það samræmist þinni siðferðiskennd eða ekki.  En að þvinga fólk til þess að gera eitthvað, er ólöglegt.  Það þarf bara að finna þvingunina og þá er hægt að kæra viðeigandi lögbrjóta.  Þetta er svipað og að banna útihátíðir af því að það hlýtur að fara fram eiturlyfjaneysla þar.  

Þessi ótrúlega skoðanakúgun sem feministar stunda á ekkert skylt við neitt frelsi eða jafnréttisbaráttu, þetta snýst um að þvinga siðferðiskennd yfir á aðra. 

Skarphéðinn (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 21:27

79 identicon

Thomas. Þú gerir þér grein fyrir muninum á vændi og öðrum starfsgreinum er það ekki? Eða finnst þér enginn munur á því að vinna á kaffihúsi og að selja sig kynferðislega?

Guðrún (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 23:22

80 identicon

Skarphéðinn. Rannsóknir sýna að flestar þær konur sem eru í vændi eru í því af neyð og líður ekki vel. Á bara ekkert að gera í því eða á bara að líta framhjá því og segja að þetta sé þeirra val? Á ekki að reyna að hjálpa þessum konum?

Ég hef séð ein af rökunum fyrir því að leyfa vændi og hún sé að þá sé hægt að hjálpa þessum konum, þær séu þá á vernduðum stað o.s.frv. En Katrín birtir hérna að ofan linka sem sýna að það að leyfa vændi leysir ekki vanda þessara kvenna heldur eykur hann bara. Á þá bara ekkert að gera í því heldur?

Á fólk, og femínistar þar á meðal, bara að horfa framhjá þessu öllu til þess að vera ekki með "skoðanakúgun" eða að "þvinga siðferðiskennd yfir á aðra"? Hvers konar manneskjur værum við þá?

Guðrún (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 23:27

81 identicon

Er ekki hægt að bjóða þeim hjálp þó að vændi sé löglegt?

Ég get lofað þér því að flestir sem vinna í Bónus gera það af neyð, þetta er ekki draumastarf hjá neinum.

Geir Jónsson (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 23:55

82 identicon

Á Goldfinger erum við ekki að tala um vændi, þar fer fram einkadans, nakin kvenmaður að dansa fyrir framan karlmann fyrir stjarnfræðilegar fjárhæðir.    Ég efa að allar sem stunda þetta séu af þessu af neyð, allavega væri ansi auðvelt að fá ótal karlmenn til að stunda þessa iðju fyrir sömu laun.  Eftirspurnin er bara ekki til staðar.  Það að vilja banna þetta, af því að þetta gæti verið ólöglegt, er fáránlegt.

Auðvitað ætti að fylgjast með þessu og reyna að aðstoða alla sem eru í neyð, hvort sem það er vændi eða nektardans.  En að vilja banna þessa atvinnugrein, bara af því að það gæti verið eitthvað slæmt í gangi, er fáránlegt.  

Áður en þið horfið á þetta sem einhverja niðurlægingu á kvenmönnum, hugsið þetta úr annari átt, hversu auðvelt væri að manna þessar stöður með karlmönnum ef kvenmenn hefðu sama áhuga á karlmannslíkama.  Menn myndi bíða í röðum eftir því að fá að stunda kynlíf fyrir pening, eða spranga um naktir.  Enginn myndi líta á það sem niðurægingu og kúgun á karlmönnum.  Er gjörsamlega útilokað að það séu til kvenmenn sem hugsa eins og margir karlmenn gera?

Skarphéðinn (IP-tala skráð) 21.7.2007 kl. 02:06

83 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Skarphéðinn - þú lifri í einhverjum draumi sem á ekkert skylt við raunveruleikann. Þinn draumur er annarra martröð - martröð kvenna nota bene. Ef þú skoðar umfjöllun Ísafoldar um Goldfinger þá kemur þar fram að þar er stundað vændi. Þar koma líka fram tengsl við mansal. 

Thomas - auðvitað eru þetta ekki hlutlausir aðilar. Þetta er fólk sem berst gegn mansali og þekkir það umhverfi betur en flestir aðrir. Með öðrum orðum - þetta eru sérfræðingar sem vita hvað þarf til að stoppa þetta. Það hefur verið margsýnt fram á það að hinn "löglegi" kynlífsiðnaður er gateway fyrir hina ólöglegu starfsemi - og einnig hefur verið sýnt fram á það að ólöglegi iðnaðurinn eykst með lögleiðingu vændis. 

Framboð og eftirspurn eftir vændi eru ekki fastar óbreytanlegar stærðir. Atburðir síðasta áratugs eða svo hafa gjörbreytt þeim veruleika sem við áður þekktum. Mansal hefur stóraukist, sömuleiðis eftirspurn karla eftir að kaupa konur. Það er partur af bakslaginu.  Þess vegna hryggir það mig og marga aðra, bæði konur og karla að sjá svona skert siðferði eins og blasir við í mörgum kommentum hér.

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 21.7.2007 kl. 12:56

84 identicon

Jahá maður er bara orðinn kvennahatari fyrir að trúa á frelsi einstaklingsins. ÞAÐ BREYTIR ENGU hvaða blaðagreinar eða tölfræði þið finnið, það breytir ekki því að það er óréttlætanlegt að banna öllum að taka þátt í þessari starfsemi vegna þess að sumir hugsanlega tengjast mannsali. Þið eruð einfaldlega að nota mannsal sem afsökun fyrir því að troða eigin siðferði yfir annað fólk. Það er barnalegt af ykkur að trúa því að bann á klámtengdu efni muni virkilega minnka mannsal. Ætli það útrými samkynhneigð að banna Gay Pride?

Það verður náð miklu betri árangri með því að berjast gegn mannsali með beinum hætti heldur en að fara í einhverskonar nornaveiðar og tengja allt klámefni við það. Það er sjálfsagt að loka stað ef það er sannað fyrir réttarhöldum að hann hafi staðið í mannsali, annars á að leyfa starfsemina enda fullorðnir einstaklingar að taka þar þátt af fúsum og frjálsum vilja. Þó þið siðferðisnobb eigið erfitt með að ímynda ykkur að einhver kjósi af fúsum og frjálsum vilja að strippa eða selja sig að þá er það einfaldlega raunin hjá mörgum. Mannsal verður áfram raunveruleiki þó að klám sé bannað, þá fara bara fleiri konur á götuna.

Geir Jónsson (IP-tala skráð) 21.7.2007 kl. 14:19

85 identicon

Ef það fer fram mannsal á Goldfinger, eða einhversstaðar annarsstaðar á Íslandi á auðvitað að kæra og loka staðnum.  En staðreyndin er sú að þetta er ekkert annað en áróður öfgahóps, sem lýgur upp á saklaust fólk til að réttlæta sinn málstað.  Þetta eru stórar og miklar ásakanir, sem lögreglan hlýtur að þurfa að rannsaka.  Ef þetta er rétt, þá þarf ekkert að banna einkadans, þá er bara hægt að loka staðnum vegna mannsals.   Það þarf samt að sýna fram á þetta ólöglega athægi, ekki bara hrópa það á blogsíðum eins og um hundsmorð væri að ræða.

 Katrín, þú gerir þér alveg grein fyrir því að fullyrðing mín um karlmenn er sönn.  Það væri mjög auðvelt að manna þessar stöður með karlmönnum.  Er það gjörsamlega útilokað að það séu til konur í þessum heimi með sama hugsunarhátt???

Skarphéðinn (IP-tala skráð) 21.7.2007 kl. 14:23

86 identicon

Katrín fær fyrstu verðlaun fyrir að vera blindasta manneskja í íslensku bloggi, og sjá ekki vott af því sjálf.

bjartur (IP-tala skráð) 21.7.2007 kl. 14:58

87 identicon

Getur þá farið og berst gegn mannsali. Þú ert ekki að því núna, þú ert að berjast gegn löglegum einkadansstöðum.

bjartur (IP-tala skráð) 21.7.2007 kl. 15:00

88 identicon

Barist.. Lesblindan að stríða mér.

bjartur (IP-tala skráð) 21.7.2007 kl. 15:01

89 identicon

Elísabet, hvar eru þessar "allar" tölur þínar? ALLAR tölur sem ég hef séð um fjölda þeirra sem starfa við vændi á hollandi sem voru seldar nauðugar eru milli 3% og 25% af heildar fjölda kvenmanna sem við það starfi í því landi, fer eftir því hvort maður hlustar á hlutlausar nálganir sem byggja á félagslegri vinnu og rannsóknum sem miða að því að koma að raunverulegri tölu, eða á hræðsluáróður háðra aðila (og síðan allt þar á milli). Enginn hefur nákvæmar tölur (nákvæmlega eins og við vitum ekki NÁKVÆMLEGA hvað svelta margir til heljar í eþíopiu ár hvert), en sannleikurinn liggur væntanlega mjög nálægt fyrrnefndu tölunni. í svíþjóð er gert ráð fyrir hærra hlutfalli, sem ætti ekki að koma á óvart fyrst, eins og ég nefni ENN OG AFTUR (en þið virðist ekki skilja það, samt) þá bælir löglega hlið vændisins í hollandi þá ólöglega, sem er sjálfsagt ekki mögulegt í svíþjóð fyrst allt vændi Þar skilgreint ólöglegt. 

Katrín, þegar ég segi "óhlutlausir aðilar" á ég við aðila sem hafa engan áhuga á að upplýsa sig betur um raun stöðu mála, heldur hafa fastar skoðanir og skrifa texta- eins og þá sem þú linkaðir á- sem byggja alfarið á þeim skoðunum en engum rannsóknum. Þeir vita sem sagt fyrirfram hvað þeir ætla að segja við byrjun hvers "áfanga" af hverri "rannsókn" sem snýst um að finna nýjar leiðir til að orða sömu gömlu mentru á sem flesta vegu, en ekki um að finna nýjar upplýsingar (eða þá að leitast við finna lausnir á alvarlegu vandamáli eins of mannsali, sem ég nefni ENN OG AFTUR að byrjar með því að lögleiða vændi).  

 Eini textinn sem reynir að lýsa kostum og ókostum beggja leiða- þeirrar hollensku og þeirrar sænsku, og reynir að segja frá hvað virkilega hefur náðst annars vegar með lögleiðingu vændis í hollandi og hins vegar með zero tolerance stefnunni í svíþjóð, er greinin sem ég benti á í einu af commentum mínum. Eigum við kannski að taka saman helstu niðurstöður þeirrar samantektargreinar, sérstaklega fyrir þau sem kunna að hafa sleppt við að lesa hana? (hint hint, jú maður þarf nefnilega að lesa grein til vita hvað stendur í henni)

.....

Svíþjóð- eftir að zero tolerance stefnan var tekin fækkaði 'sýnilegum' gleðikonum sem starfa á götunni í heild um 41%. Í sumum bæjum (eða hverfum) hefur þeim fjölgað, í öðrum minnkað- en í heild nefnir greinin 41% fækkun. Ekki er vitað hvað hefur orðið  um þær sem hurfu af götunni- og ekki virðast sænsk yfirvöld hafa mikinn áhuga á að upplýsa það betur- en gert er ráð fyrir að sumar hafi hætt þeim störfum, sumar erlandar (minnihluti, samt) snuíð til síns heimalands, en meirihluti hafi lent í ólöglegum rekstri vændis-húsa og þjónustu sem er minni sjáanlegur (þ.e.a.s þær hafa færst frá götunni til faðms eigenda skipulagðs vændis, og starfa á klúbbum, heimilum og hótelum).

Holland- í kjölfar lögleiðingarinnar var fjöldi vændishúsa hálfnaður. Telja hollensk yfirvöld hafa náð sínu aðalmarkmiði þar. Það skortir, eins og í svíþjóð upplýsingar um hvað varð um þær konur í Þeim vændishúsum sem lokuðust, og við hvað starfa þeir aðilar sem þau hús ráku fyrir lögleiðingu. Það er gert ráð fyrir því að að hluta til enduðu sumar kvenna í hinum gráa (ólöglega) markaði, en en erfitt er að fullyrða um hvort sá markaður hefur í heild minnkað eð ei í kjölfar lögleiðingar. Fyrri möguleikinn telst hins vegar sennilegri, þar sem nú starfa lögreglan og löglegu vændishúsin saman til að koma upp um ólöglega starfsemi, en lögreglan sjálf segist vera mun betur í stak búin nú og mun betur upplýst um þá starfsemi heldur en fyrir lögleiðinguna. Það ber samt að hafa í huga að langt er liðið síðan lögleiðing vændis í hollandi, og hafa skiplagður glæpaheimur, millilandatengsl og flutningsmöguleikar (sér í lgai frá austurevrópu) og kostir og aðferðir lögreglu breyst mjög mikið á þeim tíma sem liðinn er. Einn aðalpunktur sem greinin nefnir líka er að afleiðingar lögleiðingar eru misgóðar í mörgum bæjum og hverfum- en árangurinn virðist vera bestur þar sem samstarf lögreglu og vændiskvenna er mestur og sem mest nærgætinn (er nærgætinastur einu sinni orð??!!!??!?) - þ.e.a.s þar sem konurnar þurfa sem minnst að sýna sig á almmanfæri vegna þess samstarfs sem fer annars fram á bak við læstar dyr.

Þetta er, BTW, það síðasta sem þið heyrið frá mér í sambandi við þetta. Maður nennir nefnilega ekki að reyna að mennta þá sem vilja ekki láta mennta sig, eða annars snúa enn og aftur að sínu eigin siðferði- eins og nefndi þá ef siðferðin mín yrði að landslögum myndi fótbolti vera bannaður á grundvelli þess að hann kennir börnum að það eitt að vera fáviti og hlaupa á eftir kúlulaga hlutum tryggir að maður komist langt í lífinu. Hins vegar er siðferði mitt ekki jafn vinsælt og sðiferði pseudofeministanna, eða ég allavega ekki jafn fús til að vilja banna allt og alla á grundvelli hugmynda minna og trúi, frekar, á frelsi einstaklingsins.  

Thomas (IP-tala skráð) 21.7.2007 kl. 15:11

90 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Thomas - ef þú kannt að lesa að þá sérðu að þær upplýsingar sem eru á CATW síðunni eru byggðar bæði á rannsóknum og mikilli þekkingu. Þarft að vera meira en lítið blindur til að geta litið fram hjá því. En ég býst við að allt sé hægt ef viljinn er fyrir hendi... og þeir sem vilja halda í þá fávisku að súlustaðir og vændi snúist um frelsi en ekki kúgun karla á konum eru víst ennþá til.

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 21.7.2007 kl. 18:01

91 identicon

Hahah katrín, efast um að þú hafir efni á að kalla aðra blinda..

bjartur (IP-tala skráð) 21.7.2007 kl. 18:13

92 identicon

OK, ég veit ég sagðist ekki ætla að eyða meiri tíma í þessa "umræðu", en mig langar jú til segja að þetta með "kúgun" og kúga þetta og kúga hitt AF AlGJÖRUM FRJÁLSUM VILJA er annars vegar eitt mesta dæmi sem ég hef séð um öfgar, en kannski það skemmtilegasta, líka. Fyrir vikið ætla ég að gera það að mínum eigin kæk að nota það eins oft og ég get, og vonandi fylgja landsmenn mér því. Ég ætla því núna út í Byko og vonast ég til að kúga einhvern þar til að selja mér málningu. Á mánudaginn ætla ég svo að greiða nokkra reikninga á netinu, nei ég meina kúga nokkra aðila til taka við greiðslum frá mér, þar á meðal innhei,tumann ríkisins sem ég kúga á svipaðan hátt að minnsta kosti tvísvar á ári. Bjartur, Katrín, og  öll þið hin- eigiði góða helgi og kúgiði sem flesta! Aldrei að vita nema að næsta viljuga fórnalambið bíður handan við hornið, tilbúið að afgreiða ykkur í kassa hjá hagkaupum eða annars bara til í að neyðast í eitthvert löglegt athæfi!

Thomas (IP-tala skráð) 21.7.2007 kl. 18:44

93 identicon

Það verður að stöðva alla sölu á veskjum hér á landi í bili... Var að heyra að barnaþrælar hafi verið notaðir í framleiðslu á veskjum, og hugsandi kom sending hingað til lands. Gerum ekki neitt í vandamálum heldur bönnum frekar, það hefur alltaf virkað í gegnum tíðina eins og allir vita.

bjartur (IP-tala skráð) 21.7.2007 kl. 19:53

94 identicon

Catw er hlutdrægur aðili, rannsóknir sem eru gerðar af fólki sem hefur sterka skoðun á einhverju fyrirbæri eru ómarktæktar, svipað og "rannsóknir" á helförini sem eru gerðar af Institute for historical review   eru ómarktækar vegna þess að þau samtök eru nátengdt nýnasista hópum.

Komdu með rannsókn frá hlutlausum aðilum 

Alexander Kr GUstaf (IP-tala skráð) 21.7.2007 kl. 21:13

95 Smámynd: Sigurður Jökulsson

Ef að staður eins og Goldfinger er svona stórt mál fyrir feministafélagið, hví ekki senda mann af karlahluta félagsins til að skrifa skýrslu um staðinn, skoða sig um og sjá hvað virkilega fer fram þarna. Það er hægt að tala í hring eftir hring og alltaf endað á sama stað. 

Frelsi til að selja sig, tjá sig dansa fækka fötum yada yada yada...

Líkur á að ólögleg athæfi séu að fara fram, kúgun, mansal yada yada yada...

Hands on vinna þar sem að staðurinn er vaktaður, hlýtur að úrskurða um lokaniðurstöðu þessa efnis. Þess yrði þó að gæta að sýna hlutleysi, ekki yfirtúlka eða mistúlka aðstæður, bara fá á hreint hvað er verið að berjast fyrir.

Sömuleiðis með vændiskonur,  fá aðila til að "kaupa eina" ekki til að nota, heldur til að ræða við, kynna sér aðstæður. Eilíft blaður skilar engu. Svo er aftur spurningin hvort að það sé nokkuð sem þarf að bjarga. 

Hlutir geta verið siðlausir en löglegir, þá verða þeir að fá að vera í friði "einhversstaðar verða vondir að vera".  Annars fer þetta í lögstóla...aftur.

En það sem sumir eru að benda á með að þetta sé vinna, vændi sérstaklega býst ég við, þá er átt við að þær séu að stunda viðskipti. Viðskipti sem að ekki endilega vekur þeim gleði eða gefur þeim eitthvað kikk, heldur til að fá pening. Ef að það er svona siðlaust af því að starfið er ekki aðlaðandi, þá er til sjónvarpsþáttur á Discovery, kallaður Dirty Jobs (eða eitthvað þannig) þar sem að venjulegt fólk vinnur störf sem að ég myndi ekki snerta með 10 metra langri stöng. En sumir gera þessi störf, varla til að fá kikk, heldur til að fá pening.

Sigurður Jökulsson, 21.7.2007 kl. 22:04

96 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Sé ykkur alla fyrir mér í framtíðinni segja við besta vin ykkar: "eigum við að skella okkur á súlustað. Dóttir mín er að vinna í kvöld. ég skal splæsa í einkadans hjá henni handa þér"

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 21.7.2007 kl. 22:52

97 identicon

Núna notarðu Katrín moral aðferina og segjir það að heimurinn eigi eftir að fara í rúst vegna súlustaða sem er hlægileg að stinga upp á

Alexander Kr GUstaf (IP-tala skráð) 21.7.2007 kl. 23:00

98 identicon

"Sé ykkur alla fyrir mér í framtíðinni segja við besta vin ykkar: "eigum við að skella okkur á súlustað. Dóttir mín er að vinna í kvöld. ég skal splæsa í einkadans hjá henni handa þér""

Það yrði líka vandræðalegt að fara með vin sinn í ristilskoðun hjá dóttur sinni sem er læknir. Eigum við að banna slíka starfsemi?

Þetta var ódýrt skot hjá þér.

Geir Jónsson (IP-tala skráð) 21.7.2007 kl. 23:05

99 identicon

Það er alveg með einsdæmum hvað þú getur verið barnaleg Katrín.

Flestir (ef ekki allir) feður myndu reyna að hvetja dætur sínar til þess að velja sér annan bransa til þess að vinna við. En flestir skylja það þó að þetta verður á endanum þeirra val.

Ég á líka mjög erfitt með að sjá fyrir mér föður bjóða vini sínum upp á einkadans hjá dóttur sinni. En hvað veit ég svosem.

"Hvað með dætur ykkar" vörnin er í miklu uppáhaldi hjá ykkur þegar það kemur að því að reyna að troða siðferðiskennd ykkar upp á aðra er afskaplega vitlaus. Flestir foreldrar fræða börnin sín um hættur heimsins og svo verður bara að vona að það takist vel til.

Þið verðið samt að fara að læra það að þó að ykkur finnist eitthvað vera á siðferðislega lágu plani, þá þíðir það ekki að öllum finnist það. Þannig er bara mannskeppnan. Ég hefði haldið að manneskja sem að hefði lesið eitthvað í kynjafræðum ætti að vera búin að átta sig á því að siðferðisþröskuldur einstaklinga er misjafn. Td. finnst sumum að kynlíf fyrir giftingu sé synd og siðlaust með öllu. Efast um að þér finnist það. 

Gummi (IP-tala skráð) 21.7.2007 kl. 23:27

100 identicon

Elísabet: Þó að 99% kvenna í þessum bransa séu þvingaðar til þess að þá réttlætir það ekki að banna hinum 1% að starfa við það af fúsum og frjálsum vilja. Við áttum okkur alveg á því að það er mikið um mannsal og erum örugglega flestir á móti því þrátt fyrir að vilja ekki koma á bannæði og nornaveiðar í nafni þess.

"þeim er talin trú um ótvíræðan rétt karla til að njóta nakins kvenmanns"

Karlmenn eru líka að selja sig. Nýleg rannsókn hér á landi bendir til þess að á framhaldsskólaaldri séu fleiri strákar í vændi heldur en stelpur. (hef ekki heimildir en ég man að Rúv og Stöð 2 fjölluðu um það). 

Geir Jónsson (IP-tala skráð) 22.7.2007 kl. 01:29

101 identicon

En málið er að það verður aldrei komið í veg fyrir mannsal með því að banna klám. Mannsál er ekki háð því að klám sé löglegt. Því bitnar þetta frekar á þeim sem vilja gera það af fúsum og frjálsum vilja.

Geir Jónsson (IP-tala skráð) 22.7.2007 kl. 01:59

102 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Geir - ef dóttir þín væri góður læknir myndir þú væntanlega ekki eiga í neinum erfiðleikum með að mæla með henni við vin þinn. Það að karlmenn skuli eiga í erfiðleikum með slíkt hið sama þegar kemur að einkadansi og vændi sýnir einmitt að þið vitið innst inni hversu mikið mannréttindabrot þetta er. Stærsta vandamálið er hversu margir karlmenn eru í alvörunni á þeirri skoðun að þeir eigi að hafa rétt á að kaupa aðra manneskju til "kynlífsathafna" (verð að setja þetta innan gæsalappa því þetta er ekki kynlíf nema fyrir þann sem kaupir). Veit ekki hvort að baki liggur heilaþvottur, eins og Beta nefnir, eða bara pjúra mannvonska. Ætli það sé ekki sittlítið af hvoru - eftir um hvern er rætt. 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 22.7.2007 kl. 12:15

103 identicon

Þú snýrð þessu við Katrín, fólk á að hafa rétt á að selja líkama sinn til kynlífsathafna.  Hver og einn á sinn líkama og er frjálst að haga honum að eigin vild.  Þið viljið banna einstaklingnum að ráða því hvað hann gerir við sinn eigin líkama.  Ef hann hefur leið til að afla sér tugi þúsunda á klukkutíma með smá líkamlegri vinnu, þá á viðkokmandi fullan rétt á því.  Sama hver þessi líkamlega vinna er. 

Skarphéðinn (IP-tala skráð) 22.7.2007 kl. 12:29

104 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Skarphéðinn fólk á ekki að hafa "frelsi" til að selja sig í þrældóm og ofbeldis. Ekkert til sem heitir frjáls þræll... fólk sem raunverulega vill frelsi ætti að skilja það.

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 22.7.2007 kl. 12:44

105 identicon

Þetta snýst ekkert um þrælahald, mannsal eða nokkuð í þeim dúr.  Það er líka bannað.  Það þarf ekkert að breyta lögum til að banna slíkt, enda er það viðbjóður sem á ekki að þrífast í nútíma samfélagi.

Þetta snýst um viðskipta milli tveggja aðila, sem skaða ekki á nokkurn hátt almannahagsmuni eða þriðja aðila.  Það er frelsi.  Að vilja banna fólki að afla sér tekna með líkamlegri starfsemi er frelsisskerðing. 

Skarphéðinn (IP-tala skráð) 22.7.2007 kl. 12:49

106 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Segir mest um hversu lítið þú veist um vændi Skarphéðinn. Fyrir ekki svo löngu síðan sat ég fund með konu sem lýsti raunveruleika íslenskra kvenna í vændi. Það var ekki fallegt og hafði mest lítið með frjálst val að gera. Þær voru neyddar í þetta af þriðja aðila. Beittar ofbeldi og ýmislegt fleira þangað til þær samþykktu af "fúsum og frjálsum vilja". Þar fyrir utan hafa rannsóknir sýnt að afleiðingar vændis eru svipaðar og af öðru kynferðisofbeldi og Stígamót geta upplýst þig um það að hvergi er skömmin og vanlíðanin eins mikil. Að auki bætist við að konur sem eru í þessu eiga langflestar sögu um kynferðisofbeldi. M.ö.o. sá sem kaupir vændi er háður barnaníðungum, nauðgurum, þeim sem stunda mansal og öðrum ofbeldismönnum um að uppfylla eftirspurnina. 

Væri alveg ágætt fyrir þá sem hafa hug á að kaupa vændi hafi þetta í huga. Brosið frá vændiskonunni er í raun ekki ætlað þér eða gefur á engan hátt til kynna að henni þyki þetta gott eða langi til þess. Mun frekar má líta á það sem survival taktík - sem hún notar á meðan hún gerir sitt besta til að flýja staðinn andlega.   

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 22.7.2007 kl. 13:01

107 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Mæli annars með þessari lesningu:

The links between prostitution and trafficking 

Væri líka ágætt að velta fyrir sér af hverju nýfrjálshyggja er álitin ein af þrem stærstu ógnunum sem steðja að jafnrétti. Hinar 2 eru aukin hernaðarhyggja og bókstafstrú. Að halda í alvörunni að vændi snúist um frelsi kvenna til að ráðstafa líkama sínum sjálfar er svo mikil rökvilla að það hálfa væri nóg. Vændi snýst um rétt karla til að kaupa líkama annarra - að vaða yfir rétt annarra að kynfrelsi - en eins og sannir frelsiselsendur vita þá getur frelsi aldrei verið til sölu. Can't have your cake and eat it to. Mjög einfalt. 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 22.7.2007 kl. 13:09

108 identicon

Í þessu tilfelli sem um færðir hér, erum við að tala um að striplast fyrir framan karlmenn, ekki vændi.  Vera nakin og spranga um, og þiggja tugi þúsunda fyrir það á klukkutíma.  Það á að vera hverjum manni frjálst að gera slíkt fyrir þóknun án afskipta nokkurs utanaðkomandi siðapostula.

 Varðandi vændi, þá eru líka til konur sem stunda þetta án þess að vera þvingaðar til þess.  Konur sem sjá þetta sem auðveldari leið til þess að afla sér tekna en að standa á kassa í bónus fyrir lágmarkslaun.  Lítil vinna sem gefur tugi þúsunda á tímann.  Samfélagið fordæmir þessa starfsemi svo þær geta ekki með góðu móti greint frá sinni reynslu.  Dæmin sem þú ert að vitna í, eru væntanlega konur sem skulda orðið háar fjárhæðir til eiturlyfjasala og eru komin á botnin fyrir.  Þar eru fíkniefnin vandamálið.

Skarphéðinn (IP-tala skráð) 22.7.2007 kl. 13:10

109 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Skarphéðinn því fyrr sem þú áttar þig á því að þetta er allt saman nátengt því betra. 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 22.7.2007 kl. 13:12

110 identicon

Katrín, ef þið beinduð málstað ykkar gegn mannsali og þvingunum stæðu allir með ykkur.  Ef baráttan beindinst virkilega gegn þeim viðbjóði sem í því felst.  Ég þori að fullyrða að allir sem tjá sig hér að ofan fordæma slíkt ógeð.  En þið notið mannsal til að beina spjótum að öllu sem samræmist ekki ykkar siðferðiskennd.  Því fyrr sem þið áttið ykkur á því að þetta er ekki allt mannsal eða þvingun, því betra.  Nektardans, vændi og klám eru starfsgreinar sem enginn óskar sé að enda í, frekar en að vera ruslakall, dósasafnari eða starfsmaður á kassa.  En þetta eru leiðir til að afla sér tekna án þess að skaða þriðja aðila.  Því er það frelsisskerðing að ætla að banna fólki að starfa við þetta.  Þeir sem starfa við þetta sáttir leita ekki til Stígamóta eða annara, viðkomandi þurfa þess ekki, enda ánægðir í sínu starfi.

Beinið spjótum ykkar gegn mannsalinu, ef það þrífst í þessum greinum, þá er bara að finna það og láta menn svara til saka, ekki banna allt og alla bara af því að þetta er örugglega mannsal, því þið gætuð ekki hugsað ykkur þetta starf.  

Skarphéðinn (IP-tala skráð) 22.7.2007 kl. 13:25

111 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Æi Skarphéðinn - þetta er eins og að segja "þau sem eru sátt við að vera í mansalinu leita ekki til Stígamóta". Það skiptir verulegu máli fyrir jafnrétti í heiminum að konur séu ekki söluvara. Í því samhengi skiptir gífurlega miklu máli að karlmenn líti ekki á það sem rétt sinn að kaupa konur. Því fyrr sem fólk áttar sig á því að með því að kaupa konur - eða samþykkja að aðrir geri það því betra því þá mun okkur takast að draga úr mansali og vændi - einum grófustu mannréttindabrotum okkar tíma. Ef þú gefur þér tíma til að lesa það sem ég benti þér á þá er talið að um 80% allra sem seld eru mansali í heiminum í dag eru konur og börn sem seld eru í kynlífsþrælkun. 

Að samþykkja fólk sé söluvörur gerir ekkert annað en að ýta undir eftirspurnina - og eftirspurnin er það sem þarf að draga úr. Kynlífsiðnaðurinn er á fullu að markaðssetja sölu á fólki... sem á bara ekkert skylt við frelsi. Það er ekki bara "löstur" að kaupa konu - það ætti að vera glæpur. Því miður erum við ekki komin svo langt á þróunarbrautinni. Okkar samfélag vill frekar vera fast í grófum mannréttindabrotum og reyna að telja öðrum trú um að þetta sé frelsi.

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 22.7.2007 kl. 13:36

112 identicon

Þetta er ekki allt mannsal, sérstaklega ekki hérna á Íslandi þar sem íslenskt kvenfólk stundar þetta sem aukavinnu til að drýgja tekjur.  Kynlífsþrælkun er viðbjóður, en þessi iðnaður getur vel starfað án allrar þrælkunar.  Því er það skerðing á atvinnufrelsi að vilja banna allan pakkann.  Þess vegna ættuð þið að beina spjótum ykkar að þrælkuninni og viðbjóðnum.  Ekki koma með alhæfingar sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum og fá alla á móti sér með svona bulli.

Það eru til ótal karlmenn sem myndu brosa hringinn ef þeir fengju tækifæri á því að striplast fyrir konur eða stunda kynlíf með kvenfólki fyrir tugi þúsunda á tímann.  Það tæki enga stund að smala saman stórum hópi karla til að stunda þetta.  Auðvitað eru til konur sem hugsa eins, þær eru ekki eins margar, en þær finnast, og það í þó nokkrum mæli.

Skarphéðinn (IP-tala skráð) 22.7.2007 kl. 13:53

113 identicon

Skarphéðinn. Last þú umfjöllun Ísafoldar um Goldfinger? Þar kemur fram að þar sé stundað vændi. Enda dílar Geiri bara við einhverjar umboðsskrifstofur og hefur enga hugmynd um hvort þessar rússnesku sem eru að dansa fyrir hann séu fórnarlömb mansals eða ekki.

Það fór maður frá Stöð 2 á Goldfinger og spurði stúlkurnar hvort þær væru til í að stunda "kynlíf" með honum og þær samþykktu það allar. Hvað segir það okkur? Það segir okkur að það er stundað vændi þarna, hvort sem Geiri veit af því eða ekki, og að þetta eru stúlkur frá austantjaldslöndum sem komnar eru hér í gegnum umboðsskrifstofur að utan.

Þetta eru því ekki einhverjar íslenskar stúlkur að stunda þetta sem aukavinnu til að drýgja tekjur heldur útlenskar stúlkur sem koma hingað í gegnum þriðja aðila.

Guðrún (IP-tala skráð) 22.7.2007 kl. 16:16

114 identicon

"Mansal byggir ekki á þessu frelsi

Aftur er troðið mannsali ofan í kokið á manni þegar ég var eingöngu að tala um vændi eða stripp þar sem manneskjan gerir það af frjálsum vilja. Það mætti halda að þú sért heilaþvegin í það að trúa að allir í þessum bransa séu þrælar.

"Það fór maður frá Stöð 2 á Goldfinger og spurði stúlkurnar hvort þær væru til í að stunda "kynlíf" með honum og þær samþykktu það allar. Hvað segir það okkur? Það segir okkur að það er stundað vændi þarna"

Ég sé lítin mun á því að strippa eða stunda samfarir fyrir peninga. Bæði koma að yfirráðum einstaklingsins yfir eigin líkama. Sjálfsagt að hann hafi frelsi til þess að nýta það frelsi eins og honum sýnist.

Aftur... hvernig væri að beina spjótunum beint að mannsali í stað þess að þröngva eigin siðferði yfir alla í klámiðnaðinum? Þetta er viðbjóðslegt af ykkur. 

Geir Jónsson (IP-tala skráð) 22.7.2007 kl. 16:44

115 identicon

Þú ert alveg ótrúleg katrín.. Það eina sem þú talar um er að við verðum að hætta að nota konur sem söluvörur.. Ertu ekki að gera þér grein fyrir því að það er ekki hægt ? Þar sem er eftirspurn þar er framboð, og það verður alltaf eftirspurn eftir svona stöðum hér á Íslandi.

Það sem þú ert að reyna að gera er að láta þá hverfa af yfirborðinu, sem gerir ekkert betra.. Þessar rannsóknir eru langt frá því að vera hlutlausar sem þú ert að vitna í. Tökum sem dæmi fangelsin í bandaríkjunum.. 24tíma gæsla á dag sem fylgist með föngum, líkamsleitir og klefaleitir daglega, fíkniefnahundar og allskonar myndavélabúnaður en samt er allt morandi í dópi. Þið náið ekki að koma í veg fyrir mannsal eða vændi, og það er margt mikið betra sem þið gætuð verið að gera til að koma í veg fyri það en að væla útaf svona súlustöðum.

bjartur (IP-tala skráð) 22.7.2007 kl. 18:25

116 identicon

Mannsal er líklega eitt það óhugnalegasta sem fólk getur ímyndað sér og ég skil ekki tilfinningaleysið í fólki sem lætur það gerast. En þið breytið engu með að vera að skjóta á alla karla og súlustaði að gera þá ábyrga fyrir vændi og mannsali.

bjartur (IP-tala skráð) 22.7.2007 kl. 18:29

117 identicon

Aftur... ef það er hægt að sanna fyrir réttarhöldum að Goldfinger tekur við þrælum þá er sjálfsagt að refsa honum Geira og loka staðnum. Slíkt er miklu sanngjarna heldur en að banna allan bransann. Ég er enginn talsmaður Goldfinger þó ég hef þá hugsjón að einstaklingurinn megi selja líkama sinn ef hann kýs slíkt.  Ég gæti reynt að finna einhverja feminista sem hafa gert eitthvað af sér og reynt svo að banna allar feministahreyfingar í nafni þess, vonandi myndi ég ekki komast upp með slíkan fasisma.

Geir Jónsson (IP-tala skráð) 22.7.2007 kl. 20:45

118 Smámynd: Sigurður Jökulsson

Hvernig væri að biðja um að einhver fulltrúi feministafélagsins fengi að tala við dansarana? Ef að það er ekki smá hands on fullyrðingar, þá er þetta bara ein orðaflækja sem skilar engu. Það er svo auðvelt að sjá

Frelsi til að stjórna eigin líkama og hans sölu vs. Frelsi til hafna sölu á líkama (held ég að feministar séu að tala um). 

Þetta er næstum sami hluturinn.

Geta báðir aðilar samþykkt að ef að aðeins eitt hús fengi að selja dans og kynlíf, þá mættu einungis aðilar sem að gætu sannað að þeir séu að gera það að eigin vilja og ekki undir neinum öðrum komið, og mega jafnvel velja sína viðskiptavini, og/eða verð, að þessi staður mætti vera löglegur? Fulltrúi feministafélagsins og jafnréttissamtakanna og whoever fengi fullann aðgang að gögnum slíks staðar og gæti rætt við starfsmenn/konur að vild.

Hvar væri vandamálið þá?

Þá er spurningin orðin hreinlega siðferðisleg hvort að samfélagið vildi leyfa slíkann stað, ekki um lög eða mansal.

Ég get alveg viðurkennt að ef að dóttir mín(ef ég ætti slíka)  færi að vinna við slíkan stað að ég væri vægast sagt vonsvikinn, en ég væri það líka ef að hún færi í eitulyf, eða byrjaði að reykja sígarettur. Kannski misvonsvikinn vissulega. Ekki myndi ég segja stoltur t.d. að dóttir mín sé að vinna í holræsum að moka mannflór sem annað starf, frekar en að hún sé að selja sig, eða sé í eiturlyfjum, eða selja eiturlyf.

Varðandi Geira, þá sagði hann stoltur að hann léti fylgja konunum heim svo að þær fengju 8 tíma hvíld eftir vinnu. Þær voru himinlifandi yfir þessu (amk eftir því sem hann segir, þarf að ræða beint við þær til að vita meira). Man að áður en það var gert, þá var umræðan að þessar stelpur áttu það til að fara heim með hinum og þessum gaur eftir vinnu, annað hvort til að selja sig eða annað... kemur mér kannski ekki við, en staðirnir voru gagnrýndir fyrir það, þetta hefur verið hans leið til að sporna við því. Þessir stripparar eru heldur engir englar. Kunningi minn byrjaði með einni slíkri, en hún endaði á að ræna alla íbúðina hans og stela öllu steini léttara. Hún var gómuð.

Ef að gagnrýni á staðinn er að stelpurnar séu að selja sig eftir vinnu, hvað ætti Geiri að gera til að sporna við slíku? Þetta var hans leið býst ég við. Það er stundum eins og svörin sem eru komin, eru heilagur sannleikur og það er ekkert annað sem snýr að hlutunum. Feministar sjá heilagan sannleik að klám og vændi sé 99,9% mansal og kúgun og hvaðeina, meðan annar hópur telur mansal 5% hið mesta, eða hreinlega viðurkennir að vita ekki prósentuna (sem enginn virkilega veit).

Það er mikið masað, en það má líka sýna í verki að það sem er sagt er ekki eingöngu orð, heldur fylgir eitthvað á bakvið. Þá er ég ekki að tala um mótmælagöngur eða slagorð eða stuða einhverja í kringlunni, heldur tala við dansarana sem dæmi 

Sigurður Jökulsson, 23.7.2007 kl. 08:37

119 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Og hvern ættum við að biðja um leyfi eða útvega okkur viðmælanda? Geira? Þú getur verið viss um að hann myndi vera búinn að undirbúa konurnar og segja þeim nákvæmlega hvað á að segja.

Annars bendi ég þér á að redda þér eintaki af bókinni BARE og lesa hana. Höfundurinn er blaðamaður og starfaði sjálf á súlustöðunum. Hún hóf störf á slíkum stað í kringum 20 ára aldurinn. Vann í ca ár og fór svo í skóla. Í einum tíma þegar súlustaðirnir komu til umræðu - sem hún varði grimmt - sagði kennarinn við hana að hún hefði verið ein af þeim heppnu því hún hefði sloppið út í tæka tíð. Þetta gerði höfundinn bálvonda en sótti samt á hana þannig að síðar ákvað hún að rannsaka þetta betur. Hún fór því aftur á gamlar slóðir, hóf aftur störf á gamla staðnum og flutti sig síðan á milli mismunandi staða til að skoða hvernig staðan væri. Hún fylgdi líka samstarfskonunum eftir og tók viðtöl við þær. Hún segir meðal annars frá 2 konum sem fóru í heimsreisu og dönsuðu m.a. hér á Íslandi. Fljótlega eftir komuna var gerð tilraun til að nauðga annarri þeirra í einkadansklefa. Músikin var stillt svo hátt að öskrin heyrðust ekki en konunni tókst sem betur fer að komast undann. Eigandinn vildi síðan ekkert af málinu vita né aðstoða á neinn hátt. Neitaði þar að auki að greiða laun fyrir unninn tíma svo þær gætu hætt. Þær urðu því að gjöra svo vel að klára 1 eða 2 vikur svo þær fengju borgað og gætu farið. Leystu málið sjálfar sín á milli með því að vera alltaf 2 í einkadansinum.

Svo ég skemmi nú fyrir þér endinn á bókinni þá komst hún að þeirri niðurstöðu í restina að jafnrétti yrði aldrei náð á meðan konur væru söluvörur og þess vegna ætti þessi bransi ekki rétt á sér. Hún komst líka að þeirri niðurstöðu að hún hefði verið heppin að losna út í tæka tíð.

**

En varðandi stöðuna hér á Íslandi. Það er ekki svo langt síðan að ég hlustaði á íslenska konu tala um stöðu kvenna sem eru í vændi á Íslandi. Hún sjálf er ein þeirra heppnu sem hafa náð að rétta úr kútnum. Hún sagði m.a. að það væri hrikalega pirrandi (ekki nákvæmlega hennar orð en í áttina) að heyra sífellt talað um erlendar konur í mansali þegar það væri fjöldinn allur af íslenskum konum í vændi sem þyrftu virkilega á hjálp að halda og að þeirra raunveruleiki væri síður en svo til að hrópa húrra fyrir heldur einkenndist af ofbeldi og niðurbroti af verstu gerð. Mér nægir alveg að hafa hlustað á hana. Fæ ennþá sting í hjartað þegar ég hugsa til hennar og þeim veruleika sem hún lýsti. 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 23.7.2007 kl. 09:28

120 identicon

Sigurður. Ertu að segja að það sé allt í lagi að brjóta mannréttindi á fólki svo lengi sem það er gert " í þeirra þágu"? Þarna er verið að skikka konur, konur sem eiga að vera frjálsar samkvæmt ykkur, til að fara heim beint eftir vinnu og vera þar í 8 tíma. Hvernig þætti þér ef það væri gert við þig? Ef vinnuveitandinn þinn skyldaði þig til að fara heim til þín og vera þar í 8 tíma. Við vitum jú öll að það er betra að fara snemma að sofa þannig að með því að skylda þig til að fara snemma heim væri hann að koma í veg fyrir að þú værir á einhverju drolli fram eftir kvöldi og mættir því hress daginn eftir. Væri eitthvað að því?

Guðrún (IP-tala skráð) 23.7.2007 kl. 15:43

121 identicon

"Hvernig þætti þér ef það væri gert við þig? Ef vinnuveitandinn þinn skyldaði þig til að fara heim til þín og vera þar í 8 tíma."

Honum er frjálst að segja upp starfinu ef honum mislíkar reglurnar. :) 

Geir Jónsson (IP-tala skráð) 23.7.2007 kl. 17:03

122 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Geir svona fyrir forvitnis sakir hvað ertu gamall?

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 23.7.2007 kl. 17:11

123 identicon

Þessi átta tíma frelsisskerðing er nú skiljanleg.  Þessar stúlkur eru að drekka kampavín alla vaktina um ótal karlmenn að reyna að fá þær með sér heim að lokinni vinnu.  Að hafa það í ráðningarsamningi að þær sofi úr sér um leið og vakt líkur finnst mér mjög skiljanlegt.  Dreg ekki í efa að þær séu ánægðar með það.

En Kynlífsiðnaðurinn getur vel funkerað án mannsals, að halda öðru fram er þvættingur.  Það hefur slatti af íslenskum stelpum stundað nektardans til að drýgja tekjur, það stundar slatti af íslenskum stelpum vændi til að drýgja tekjur, það hafa verið gerðar íslenskar klámmyndir.  Allt er þetta með frjálsum vilja þáttakenda, Þetta eru ekki forfallnir dopistar sem eru seldar af handrukkurum, eða nokkurs konar mannsal.  Þessi iðnaður er til hérna, án þess að nein þvingun eigi sér stað.  Það að þið neitið tilvist hans, og komið með fáránleg gífuryrði breytir þeirri staðreynd ekki.  

Auðvitað á það að vera markmið allra að útrýma þessu mannsali og halda þeim viðbjóði fjarri landinu.  En að skerða atvinnufrelsi á Íslandi af því að sameinuðuþjóðirnar tala um mannsal innan þessa iðnaðar er rugl.  Fólk verður að hafa rétt yfir sínum eigin líkama, hvernig menn vilja nýta hann til að afla sér tekna, hvort sem það er hugvit eða líkamleg vinna, þá á fólk að vera það frjálst hvað það gerir svo lengi sem það skaði ekki þriðja aðila.  

Skarphéðinn (IP-tala skráð) 24.7.2007 kl. 01:06

124 identicon

"Geir svona fyrir forvitnis sakir hvað ertu gamall?"

22 ára... Af hverju?

Eitthvað barnalegt við það að trúa á frelsi einstaklingsins og yfirráð yfir eigin líkama?

Geir Jónsson (IP-tala skráð) 24.7.2007 kl. 03:11

125 identicon

Skarphéðinn. Er slatti af íslenskum stúlkum að strippa? Samkvæmt Ísafoldarblaðinu eru þær 8 sem er langt í frá slatti.

Hvers vegna heldur þú að Geiri sé að flytja inn allar þessar stelpur? Hvers vegna væri hann að því ef það væri nóg af íslenskum stelpum í þessum bransa? Málið er bara að það er ekki nóg af íslenskum stelpum til að taka þetta að sér þannig að hann þarf að leita út fyrir landsteinanna.

Þú þarft bara að horfast í augu við það að þessi bransi, þ.e strippið, er borið uppi af útlenskum stúlkum. Ekki íslenskum. Geiri flytur þær inn í gegnum umboðsskrifstofur og bannar þeim svo að fara út fyrir hússins dyr eftir vakt.

Það getur vel verið að þér finnist þetta ekki mannréttindabrot, sem segir auðvitað mest um sjálfan þig, en ég held að flestir aðrir sjái þetta fyrir það sem það raunverulega er, mannréttindabrot. Vinnuveitandi getur ekki skyldað starfsfólk sitt til að vera heima hjá sér þegar það er ekki að vinna. Vinnuveitandi ræður á meðan fólk er í vinnunni en á ekki að hafa neitt um líf starfsmanna sinna að segja þegar það er ekki í vinnunni. Og þaðan af síður að skylda það til að vera heima hjá sér þegar það er ekki að vinna. Hvaða ástæðu sem vinnuveitandinn gefur. Hann getur gefið fullt af ástæðum, margar þeirra mjög góðar. En það breytir ekki því að hann á ekki að hafa neitt um þetta að segja.

Guðrún (IP-tala skráð) 24.7.2007 kl. 05:09

126 Smámynd: Sigurður Jökulsson

Samkvæmt þeim einu heimildum sem að hafa komið fram, þá eru stelpurnar sjálfar ánægðar með þetta fyrirkomulag. Áður en þetta fyrirkomulag að skikka stelpurnar heim í 8 tíma, þá voru gagnrýnisraddir hvað stelpurnar voru að gera eftir venjulegan vinnutíma. Eins og ég sagði áður, þá hefur hann trúlega brugðist við þeim röddum með því að breyta vinnusamningnum þannig að þær fái að sofa úr sér. Daginn eftir mega þær gera það sem að þær vilja.

Nú hefur verið haldið fram að það sé mjög vafasamt lið á þessum stöðum, án þess að ég viti það nokkuð frekar, en hvers vegna ekki að vernda þær fyrir þeim? Ef að þær fengu að velja hvort þær fengu fylgd dag fyrir dag, þá gætu vafasamir guttar sem að hafa rætt við þær fyrr um kvöldið sárnað yfir að þær ákveði að þær taki fylgd heim, og hefnt á þeim seinna (enda vafasamir guttar nema hvað). Þannig að þær væru þá undir pressu að þiggja ekki fylgdina. Þetta er velþekkt leikjafræðidæmi kalla "vandamál fangans". Ef að stelpurnar í heild væru á móti þessu fyrirkomulagi, þá efast ég ekki um að Geiri myndi hætta því, sérstaklega ef að þær segjast ekki geta unnið við þessar aðstæður. 

Annars er þetta ekkert svakalegt mál að fá fylgd heim 5 um morgun (skilst að staðurinn loki um það leiti). Stelpurnar ættu að vera nokkuð þreyttar sem og öll þjóðarsálin um það leiti, þeir sem ekki eru sofandi á þeim tíma.

Hvaða hag ætti Geiri að hafa að skylda stelpurnar í 8 tíma svefn? jú, þær eru líklega ekki að selja sig á meðan, sem er baráttumál feminista. Einnig fá þær frið frá vafasömum guttum.

Mér er svosem nákvæmlega sama hvort að þetta fyrirkomulag sé til eða ekki, er bara að benda á mögulegar ástæður fyrir að það sé til staðar þar sem að gagnrýnisraddir hljóma, verða mótrök að fylgja. Ef að stelpurnar eru sáttar við það, er ekkert að þessu, ef að þær eru það ekki, ætti þetta að hætta (eða þær að hætta). Nú eru margar vinnur sem að hafa vinnureglur sem að brjóta aðeins á fólki. Matarhlé eru t.d. af skornum skammti í sumum vinnum sökum þess að mannekla á þjónustufyrirtæki þarf að afgreiða kúnna. Sem dæmi verða pizzastaðir að afgreiða kúnna, en ef að ekki nógu margir eru að vinna, þá eru engin hlé fyrr en að allar pantanir eru afgreiddar...sem dæmi. Eflaust má finna fleiri tilvik, og eru þá oft skrifuð í vinnusamninga. Þá þarf fólk einfaldlega að samþykkja þá, eða finna sér aðra vinnu, eða semja um annað fyrirkomulag. 

Sigurður Jökulsson, 24.7.2007 kl. 08:10

127 identicon

Mér finnst þetta ekki mannréttindabrot ef þær eru samþykkar þessu sjálfar.  Sem mér finnst mjög skiljanlegt þegar starfið felur í sér ölvun.  Þetta svakalega mannréttindabrot sem þið úthrópið er sett til að passa upp á þessar stelpur.  Mér finnst það því besta mál, þó öll frelsisskerðing sé vafasöm.  En að hafa allt á hornum sér yfir því að stelpurnar eru sendar heim til sín að sofa úr sér, er alveg ótrúlegt.  Þið virðist vilja verja rétt þeirra til að fara ölvaðar heim með viðskiptavinum.  Soldið sérstakur málflutningur.

Það eru 8 íslenskar stelpur í þessu núna, en voru mun fleirri þegar staðirnir voru fleirri.  Það sýnir nú að þetta er ekki mannsal, stelpur fara í þetta til að afla sér tekna.  Það eru margar aðrar atvinnugreinar sem eru að miklu leiti útlendingar, fiskvinnsla sem dæmi.   Íslenskt vinnuafl leitar æ meira í að nota hausinn til að afla sér tekna.  Líkamleg vinna er því að miklu leiti mönnuð útlendingum.  Stripp, fiskvinnsla og byggingaiðnaður eru mikið til útlendingar, en það að Íslendingar stundi þetta undirstrikar að þetta er ekki mannsal, heldur atvinnugrein eins og hver önnur.

Skarphéðinn (IP-tala skráð) 24.7.2007 kl. 09:27

128 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Geir ég spurði hve gamall þú værir því mér fannst ótrúlegt að þér finndist í alvörunni að frelsisskerðing í 8 klst eftir hefðbundinn vinnutíma væri í lagi. Datt þess vegna í hug að þú værir ungur að árum og hefðir ekki kynnt þér margra áratuga verkalýðsbaráttu. Sýnist að það sé rétt hjá mér - en sé að þú átt þér skoðanabræður... því miður. Hryggir mig að sjá hversu glórulausir þið eruð orðnir í þessum málflutningi strákar. Sorrý. Þið eruð að verja bæði vændi, mansal og frelsisskerðingu. Dettur ykkur í alvörunni í hug að mansalsfórnarlömb hafi eitthvað val um þessa frelsisskerðingu í 8 tíma? Hvað bendir það til annars en þrælahalds þegar atvinnurekandi krefst 8 tíma gæsluvarðhalds yfir starfskonum eftir vinnu? Þið sem boðberar "frelsis" ættuð að hafa grilljón aðvörunarbjöllur hljómandi í kollinum á ykkur núna... Það að slíkt skuli ekki gerast styrkir enn frekar í sessi þá skoðun að þið eruð í raun og veru hvorki boðberar frelsis né frjálshyggu heldur boðberar karlaveldis - "frelsi" karlmanna til að hafa yfirráð yfir konum. 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 24.7.2007 kl. 09:53

129 identicon

Frelsisskerðing er alltaf vafasöm, en mér finnst hún mjög skiljanleg í þessu samhengi. Starfsmaður sem líkur vakt ölvaður, með nóg af karlmönnum sem vilja fá viðkomandi með sér heim í kringum sig. Mér finnst það ansi eðlilegt að viðkomandi fari og sofi úr sér áður en farið er að njóta lífs utan vinnu. Það að það sé regla til staðar um að svo sé, er eitthvað sem er stelpunum til hagsbóta. Það er sem sagt ykkar málflutningur að þær verði að eiga þann möguleika að fara ölvaðar að selja sig í vændi? Ég skal alveg taka undir það að það er þeirra réttur, en finnst þessi regla vera góð þeim til verndunar. En alveg rétt, það á að vera þeirra val.

Þetta snýst ekkert um karlaveldi, þetta snýst um atvinnufresli. Þetta er engin kúgun, eins og ég hef marg bent á, væri hægt að manna þessar stöður ansi oft með karlmönnum. Ef kvenmenn hefði sama áhuga á karlmannslíkamanum væri auðvelt mál að manna þessar stöður með karlmönnum. Þannig væri jafnréttinu líklega best náð, þetta snýst ekki um líttillækkun eða yfirráð. Þetta snýst um atvinnufrelsi og markaðslögmálin, framboð og eftirspurn.

Skarphéðinn (IP-tala skráð) 24.7.2007 kl. 10:10

130 Smámynd: Sigurður Jökulsson

Ég er reyndar sannfærður um að ef að þessar stelpur vilji ekki fara í rúm strax, þá geti þær hæglega farið út að gera eitthvað annað. Efast um að Geiri sé með vopnaða verði fyrir utan dyrnar þeirra í 8 tíma. 

Þætti gaman ef að einhver myndi rýna aðeins betur í hvernig það fer fram.

Það eru mörg störf sem að eru með strangar reglur sem þrengja frelsi einstaklingsins. Það fellur undir starfssamnings þeirra. Sem dæmi drekka flugmenn ekki daginn áður en þeir fljúga, sama þó að þeir séu undir löggiltum mörkum þrátt fyrir nokkra mjúka daginn áður.

Hvernig fara þessir 8 tímar fram? Hversu mikil frelsissvipting fer virkilega fram? Það þarf að sanna að brot sé að eiga sér stað áður en maður fer að ásaka. Man einhver eftir litlum Lúkasi, fékk fallega minningarathöfn.

Hvernig væri að ræða við stéttarfélög hversu leyfileg vinnubrögð hans eru áður en það er ákveðið að úr því að þær eru að vinna á strippstað að þetta sé mannréttindabrot. Ef að þetta væri brúarvinnumenn, þá væri þetta ekki svona stórt mál. Vinnueftirlitið ætti kannski að geta sagt til um það líka. Fá það á hreint. Ásakanir á heimasíðu skila seint árangri, sérstaklega ef hægt er að finna nokkuð léttilega lögmæti aðgerða sem fara þarna fram. 

Sigurður Jökulsson, 24.7.2007 kl. 13:25

131 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Sigurður flettu bara upp viðtalinu sem Ísland í dag tók við Geira fyrir nokkrum vikum - þar sem hann segir frá þessu sjálfur. 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 24.7.2007 kl. 14:16

132 identicon

Mér finnst alveg ótrúlegt hvað margir hér eru tilbúnir til að réttlæta brot Geira á mannréttindum þessara stúlkna. Hvar er frelsið sem þið eruð alltaf að tala um þegar kemur að stúlkunum? Eiga þær ekki að hafa aðgang að þessu margumtalaða frelsi?

Eða á frelsið bara við þegar þið viljið fá þær úr fötunum? Þá æsið þið ykkur yfir því að femínistar skuli dirfast að vilja skerða frelsi þessara stúlkna. En þegar kemur að því að loka þær inni þegar þær eru ekki í vinnunni þá einhvern veginn virðist frelsi stúlknanna vera aukaatriði.

Jamm.......

Guðrún (IP-tala skráð) 24.7.2007 kl. 18:06

133 identicon

Hmm engin stúlkan mótmælti þessari "frelsisskerðingu" ?

Trúiði í alvörunni því sem þið eruð að segja að þessi málefni sem þið eruð að styðja eigi eftir að minnka mannsal eða vændi ?

sveinn (IP-tala skráð) 24.7.2007 kl. 18:44

134 identicon

"að þið eruð í raun og veru hvorki boðberar frelsis né frjálshyggu heldur boðberar karlaveldis - "frelsi" karlmanna til að hafa yfirráð yfir konum."

Ég hef enga aðra hagsmuni heldur en trú mína á frelsi einstaklingsins og yfirráð yfir eigin líkama. Hvort að karlmenn geti keypt vændi eða stripp hjá konum skiptir mig persónulega engu máli, hef ekki stundað slíkt og mun aldrei gera það enda er ég samkynhneigður. Ég vil ekkert karlaveldi þar sem það hefur oft reynst illa fyrir samkynhneigða karlmenn.

Þú mátt vera ósammála mér, en að tengja mig við eitthvað karlaveldi sem kúgar konur gæti ekki verið lengra frá sannleikanum. Er svona erfitt að trúa því að hér á landi séu einstaklingar sem trúa á frelsi? Þú ert kannski svo vön því að berjast fyrir sérhagsmunum að þú trúir því ekki að aðrir geti haft hugsjónir án hagsmuna.

Geir Jónsson (IP-tala skráð) 24.7.2007 kl. 22:24

135 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Geir - allir/flestir helstu "hugsuðir" frjálshyggjunnar eru gagnkynhneigðir karlmenn - þeir sem eru búnir að skilgreina hvað er frelsi og hvað ekki. Þau rök sem þú kemur með fyrir súludansi og að þetta snúist um frelsi einstaklingsins er ekki þín uppfinning heldur hluti af hugmyndafræði sem þú ert búinn að tileinka þér. Hugmyndafræði sem byggir á yfirráðum karla yfir konum en ekki jafnrétti og frelsi. Ef frjálshyggjan væri í raun að berjast fyrir frelsi þá væri umræða um t.d.  staðalmyndir mun meiri þar innanborðs - svo hægt sé að ná því markmiði að meta einstaklinginn út frá hæfileikum en ekki þáttum eins og t.d. kyni. Mæli með bókinni Kúgun kvenna eftir John Stuart Mill í þessu sambandi. Hann var þar með puttann á púlsinum - fyrir meira en 100 árum síðan. Því miður hafa seinni tíma frjálshyggjumenn ákveðið að hunsa þennan hluta frjálshyggjunnar.

**

skh. Já góð spurning - sem hefur nú reyndar verið margsvarað á þessum þræði og öðrum sambærilegum. Staður sem hægt er að skilgreina sem mekka karlmanna til að kúga konur... 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 24.7.2007 kl. 22:39

136 identicon

Trú mín á frelsi felst meðal annars í því að atvinnurekendur megi setja hvaða reglur sem þeim sýnist. Þeim sem mislíkar reglurnar er frjálst að vinna annarsstaðar. 

Vinna er ekki réttindi heldur samkomulag milli tveggja eða fleiri aðila. 

Geir Jónsson (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 10:10

137 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Geir ég spái því að í síðasta lagi eftir 10 ár verður búinn að skipta um skoðun!

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 25.7.2007 kl. 10:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband