Frelsinu fylgir ábyrgð

Fyrst eftir að Femínistafélagið var stofnað hefði ég að öllum líkindum sagt að ég vildi ekki svona lög. Ég myndi frekar vilja að hægt væri að vinna bug á þessu með því móti að fólk myndi ákveða sjálft að hafna misréttinu og kúgununni. Núna 4 árum seinna er ég hlynnt lögunum. Þegar fólki virðist skítsama þó að svona staðir séu bendlaðir við vændi og mansal og þegar pólitíkus kemst upp með að halda verndarhendi yfir staðnum sem bæjarstjóri... og sem tíður gestur á staðnum... þá er eitthvað verulega mikið að og þörf á harðari aðgerðum. Ég er líka á því að það sé sjálfsagt að binda mannréttindi í lög. Mér hefur sýnst að þeir sem gala hvað hæst um frelsi gali líka hæst um ábyrgðarleysi. Á sama tíma og barist er fyrir meira frelsi í samfélaginu er eins og hér ríki lögregluríkisshugsunarháttur hjá sumum - þ.e þeim finnst að allt sem er löglegt sé sjálfkrafa bæði leyfilegt og siðlegt. Alvöru frelsi virkar hins vegar ekki þannig - frelsinu fylgir nefnilega mikil ábyrgð um að fólk setji sér sjálft siðferðismörk og gæti þess að mismuna ekki fólki eða beita það misrétti. Súlustaðir eru staðir þar sem karlar geta komið saman og stundað kvenfyrirlitningu - og keypt sér konur. Á tímum mannréttinda mun það ekki tíðkast. Því miður eru þeir tímar ekki komnir enn. 
mbl.is Einkadansinn líður undir lok
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er rétt hjá þér að frelsinu fylgir ábyrgð. Það hefur samt sýnt sig að þrátt fyrir að lög séu sett um vændi þá er vændi til staðar ef það er eftirspurn eftir því. Held að lög hjálpi ekki við að stöðva vændi, það eins sem það gerir er að stjórnvöld fá heimild til að refsa þeim sem stunda þessa iðju hvort sem það eru kúnnar, vændiskonur eða dólgar. Kannski einhverjum líði betur við tilhugsunina, þar á meðal þér. Á meðan raunveruleikinn er sá að lagasetning er líkleg til að ýta þessu undir yfirborðiði þar sem verri hlutir fá að líðast og erfiðara er að fylgast með að mannréttindi séu brotin og því erfiðara að koma í veg fyrir það. 

Ég er viss um að það séu til aðrar aðferðir til að sprorna við vændi og auka siðferðisvitund landans en lagasetning.  

Bjöggi (IP-tala skráð) 24.6.2007 kl. 18:45

2 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Reyndar lítur út fyrir að vændi aukist þar sem það er löglegt en minnki þar sem kaupandanum er refsað. Lögin ein og sér duga þó hvergi nærri til. Lögreglan þarf t.d. að taka lögin alvarlega og hafa ekki of mikla samúð með brotaþolum. T.d. eru dæmi um það í Svíþjóð að löggan samþykki að senda kæruna/sektina (man ekki hvað það var... en eitthvað tengt brotinu) ekki heim til brotaþola svo að konan kæmist ekki að brotinu. Óþolandi sérmerð... Í því fylki Ástralíu þar sem vændi er leyft hefur bæði vændi og barnavændi aukist. Hollendingar eru að vakna upp við vondan draum og svo mætti áfram telja. 

Viðhorfin þurfa þó að vera sú að samfélagið samþykki ekki vændi. Félagsleg úrræði þurfa að vera til staðar til að hjálpa þeim sem eru í vændi út úr þessu. Efnahagsaðstæður þurfa líka að vera þannig að konum bjóðist annað en að fara í vændi og körlum bjóðist annað en að gerast kærastar kvenna til þess eins að selja þær síðan mansali. Fyrst og fremst þarf fólk að átta sig á því að það er engin afsökun eða ástæða til að kaupa vændi. Að kaupa aðra manneskju á þann hátt er mannréttindabrot og í raun er verið að beita aðra manneskju ofbeldi í skjóli þess að greiðsla komi fyrir. 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 24.6.2007 kl. 19:33

3 identicon

M.ö.o fólk hafði frelsi en notaði það ekki rétt... Þú ættir kannski að fletta orðinu frelsi upp í orðabók.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 24.6.2007 kl. 20:41

4 identicon

Það er liklegra að mannsal og þrælahald viðhafist þegar vændi er ólöglegt. Konur er óöruggari t.d. gagnvar ofbeldi og sjúkdómum. Í Hollandi eiga t.d. vændiskonur sín eigin réttindasamtök sem passa upp á vændiskonurnar þar. Þótt að margar þessara kvenna vilji ekki stunda vændi þá taka þær sjálfar ákvörðun um það og geta hætt hvernær sem er ef þeim sýnist þar sem að vel er fylgst með þeim. Það sýndi sig að oflbeldi gagnvar vændiskonum eykst þegar vændi er bannað, mannsal og þrælahald líðst frekar en þegar vændi er lölegt. 

Þessi leið síar út þær konur sem eru neiddar til að stunda vændi og skilur eftir konur sem er reyðubúnar til þess og ákveða það sjálfar.  Þetta eru konur sem horfa á þetta sem hverja aðra vinnu, þó að þær segist ekki vilja gera þetta, þá gera þær þetta fyrir peningana sem eru í boði þar sem að eftirspurnin er mikil og framboðið samkvæmt henni. Held að það væri nær að reyna draga úr eftirspurninni og framboðinu með fræðslu og sterkri félagsþjónstu, ekki lagasetningu.  Þá fengi fólk það fresli að ákveða hvort það stundaði vændi eða kaupa það en að sama skapi væri hægt að reyna minnka það.  Það er frelsi þar sem að fólk fær tækifæri til að sýna ábyrgð og velja sjálft að sýna han. Ekki vera neytt til þess með lögum.

 Ég vill segja nei við vændi af því að mér finnst það siðferðislega rétt, ekki af því að það gilda lög sem segja mér að gera það.  

Bjöggi (IP-tala skráð) 24.6.2007 kl. 21:37

5 identicon

Hversu fáránlegt er það ríki sem bannar einkadans en lögleiðir vændi? Þetta segir mér bara að jafnréttishugsun, forgangsröðun og skipulag er rotið. Þetta er bara dæmigert fyrir stjórn landsins. Hvað næst? Á að leyfa kókainneyslu en banna sígarettur?

Ekki það að ég sjái neitt á eftir einkadansinum. Hann má vera hérna svo lengi sem hann hefði fylgt núverandi lögum. Hann má mín vegna hverfa líka. En í ljösi þess að lögleiðing vændis var samþykkt fyrir aðeins nokkrum mánuðum finnst mér þetta þversagnakennt og fáránlegt. 

manuel (IP-tala skráð) 24.6.2007 kl. 23:32

6 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

manuel vændi var ekki lögleitt - það var gert refsilaust. Nánast lögleitt mætti kannski segja en vændi er ekki enn orðið að löglegri atvinnugrein. Annars er skemmtilegt tvist á þessu refsileysi. Að vera þriðji aðili er refsivert og ef mig minnir rétt þá kærði karlmaður að ríkið skyldi hagnast um vsk sem þriðji aðili. Veit ekki hvar það mál er statt í kerfinu en mikið væri nú indælt ef hægt væri að sækja ríkið til saka fyrir hverja einustu uppgefnu krónu Annars vona ég að sænska leiðin verði farin hérna bráðum. Það er algjört brjálæði til þess að hugsa að á meðan mansal er í topp 3 sætunum yfir veltumestu ólöglegu iðnaðina (með vopnasölu og eiturlyfjum) að þá sé vændi refsilaust. Skuggalegt til þess að hugsa. 

Bjöggi. Gott að þú vilt segja nei við vændi út af siðferðisástæðum. Aðstæðurnar sem þú nefnir eru hins vegar ekki á rökum reistar hvað varðar lögleiðingu vændis eða að fara sænsku leiðina. Hollensk stjórnvöld eru að vakna upp við vondan draum því lögleiðingin fór ekki eins og til var ætlast.

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 25.6.2007 kl. 00:40

7 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

HH - flettu orðinu frelsi sjálfur upp í orðabók. Það er ekkert til sem heitir frjáls þræll og um leið og þú hefur afsalað þér þínu frelsi þá ertu ekki lengur frjáls. M.ö.o. frelsi getur aldrei verið til sölu. Um leið og frelsið er selt þá siturðu uppi með fjötra. 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 25.6.2007 kl. 00:42

8 identicon

Ég hef nú ekki sé neinar sannanir fyrir því að þessar konur séu þrælar í hefðbundinni merkingu þess orðs. Hisvegar hef ég heyrt mikið af kjaftasögum og séð nokkuð af vondri blaðamennsku. Nefni sem dæmi greinina sem birtist í Ísafold um dagin sem var öll byggð á nafnlausum heimildum og oft mótsagnakennd. Mér finnst það nú reyndar athyglisvert að þú skulir strax slá því föstu að Gunnar I. Birgisson sé fastagestur á þessum súlustað.

Nú get ég ekki ímyndað mér að nokkra konu langi til að vinna við súludans. Sumar virðast þó tilbúnar til að láta sig hafa það og ég tel mig ekki betur fallinn en þær sjálfar til að meta hvort að það sé rétt ákvörðun. Í minni orðabók merkir frelsi það að fá að gera það sem maður telur sjálfur best svo lengi sem maður skaðar ekki aðra.

Hvað skyldi það merkja í þinni orðabók? Frelsið til að lifa eins og þér finnst best?

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 25.6.2007 kl. 04:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband