Gott gaman að lítillækka konur?

Svíar eru langflottastir í jafnréttismálum og hafa enn eina ferðina sýnt að þeir eru í forystu. Svíar ákváðu að senda ekki keppanda í keppnina um Ungfrú Alheim þar sem keppnin lítillækki konur. Í fréttinni á ruv.is kom líka fram að Svíar hafa breytt fyrirkomulaginu á keppninni þannig að nú geta konur einfaldlega sótt um titilinn - eins og sótt er um starf. Svíar fá mörg prik fyrir þetta. Ruv aftur á móti fær mínus stig fyrir fréttaflutninginn því með fréttinni er sett mynd af 4 konum í bikiní og myndatextinn segir "Ungfrú Svíþjóð verður fjarri góðu gamni í kvöld". Þar með hefur þeim gjörsamlega tekist að hunsa innihald fréttarinnar þar sem stendur að ástæðan fyrir fjarveru Ungfrú Svíþjóðar er að keppnin lítillækki konur... en svo má auðvitað líka túlka myndatextann þannig að þeim hjá ruv.is þyki það gott gaman að lítillækka konur!? Whistling  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Hallsson

Flott hjá svíum og eiginlega á rúv hrós skilið fyrir að segja okkur frá þessu framtaki svía en sorglegt að klikka svo á hallærismynd og myndatexta. mbl.is hefur ekkert sagt frá afstöðu svía til "keppninnar" ennþá. Við bíðum bara. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 28.5.2007 kl. 22:24

2 Smámynd: Halla Rut

Fegurðarsamkeppnir verða ekki í framtíðinni, ég held að það viti það allir.  Áhuginn hefur minnkað stórkostlega og fer minnkandi með hverju árinu.  Ég hefði bara viljað það ástæða þess að þær mundu líða undir lok yrði af því að konur mundu hætta að vilja taka þátt en ekki af því að einhver mundi banna þær eða gera reglur þannig að þær yrðu ekki. Það eru jú hér konurnar sjálfar sem eru að gera lítið úr sér ef það er það sem fólki finnst um svona keppnir.

Halla Rut , 28.5.2007 kl. 22:41

3 Smámynd: Benedikt Bjarnason

Ég get ekki séð að það sé með einum eða öðrum hætti hægt að banna "fulltrúa" Íslands að taka þátt í fegurðarsamkeppni. Keppnin er einkaframtak og ekkert yfirvald nær yfir þessa keppni á meðan ekkert ólöglegt fer fram.

Við eigum fulltrúa í heimsmeistarakeppni í fjárhættuspili (póker), aflraunum karlmanna (sterkasti maður í heimi), torfæruaksri, barþjóna (áfengisdrykkja) og fleiri keppnum sem orka tvímælis hjá hinum ýmsu hópum. Það er hins vegar samviska og hinn frjálsi vilji keppenda sem ræður því hvort þeir taka þátt eða ekki. Það mesta sem við hin getum gert er að fussa og sveia. Það er líka gott því við eigum ekki að ákveða hvað öðrum finnst þó við séum ekki alltaf sammála.

Benedikt Bjarnason, 28.5.2007 kl. 22:51

4 Smámynd: erlahlyns.blogspot.com

Ég get ekki séð að það flokkist undir hlutlausan fréttaflutning þegar fréttamaður tekur það upp hjá sjálfum sér að skilgreina fegurðarsamkeppnina sem gott gaman.

Gildishlaðinn myndatexti sem þessi hefði aðeins verið við hæfi ef vísað væri orð viðmælanda fréttamanns. 

erlahlyns.blogspot.com, 28.5.2007 kl. 23:39

5 Smámynd: halkatla

ég hef alltaf haft gaman að því að hlæja að fegurðasamkeppnum. Enda er ég svo sannfærð um eigið ágæti að það er hrikalegt og þarf ekki að taka þátt í svona til að auka sjálfstraustið . Ég myndi alveg tapa mér ef við sendum ekki fulltrúa í ungfrú Alheim, samt missti ég reyndar af ungfrú ísland keppninni í ár, en ég treysti því einfaldlega að við séum með vinningshafa einsog síðast - og fegurðarsamkeppnir hljóta að vera besta gaman fegurðardrottninga, er það ekki bara rökrétt?  

halkatla, 28.5.2007 kl. 23:55

6 Smámynd: halkatla

íþróttafólk og fegurðardrottningar er allt sama tóbakið fyrir mér

halkatla, 28.5.2007 kl. 23:56

7 Smámynd: Bergþóra Jónsdóttir

Mér finnst líklegt að það sé netmanneskja rúv sem velur mynd og setji inn textann, en ekki fréttastofan.

Bergþóra Jónsdóttir, 29.5.2007 kl. 01:35

8 identicon

Össs segji þið þetta ekki bara af því að þið hafið aldrei haft útlit í að taka þátt í svona keppnum?

Óttar (IP-tala skráð) 29.5.2007 kl. 02:00

9 Smámynd: Jens Guð

  Fegurðarsamkeppni kvenna er eitthvað mesta "out of date" (komið fram yfir síðasta söludag) sem til er. Þegar bent er á fegurðarsamkeppni karla sem jafnvægi eða hliðstæðu við þetta hallæris fyrirbæri má brosa.  Allir sjá og vita að það er djók.  Dapurlegt og hallærislegt djók.

  það var snilld fyrir þremur áratugum eða svo þegar "Ungfrú heimur" var barnshafandi kona (barnsmóðir Bobs Marleys) frá Jamaica.   Hún fór í keppnina til að gagnrýna hana.  Sigraði og las liðinu pistilinn hvar sem hún kom.  M.a. á Hótel Borg. 

  Uppreisn innanfrá.  Það var flott. 

Jens Guð, 29.5.2007 kl. 02:11

10 Smámynd: Benedikt Halldórsson

"Keppnin" er eitt það hallærislegasta fyrirbæri sem hægt er að finna, að mínum dómi, en þó er af mörgu af taka. Hins vegar ætti alls ekki að banna eða meina fólki að taka þátt, eða fyrirtækjum að halda slíkar "keppnir".

Benedikt Halldórsson, 29.5.2007 kl. 08:44

11 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er svosem ekkert að því að finnast með sjálfum sér þessi keppni hallærisleg, niðurlægjandi fyrir konur o.s.f.v. en það á nú bara að vera skoðun hvers og eins en ekki að vera trúboð hinna "réttsýnu".

Mér finnst þið niðurlægja þær stúlkur sem ákveða að taka þátt í þessu með "trúboði" ykkar. Margar af þeim stúlkum sem áhuga hafa á að taka þátt í svona keppni, líta á hana sem stökkpall í eitthvað annað, t.d. model-störf eða hvað eina. Meiga þær ekki eiga sýna drauma í friði fyrir pokakerlingum eins og ykkur?

Gunnar Th. Gunnarsson, 29.5.2007 kl. 09:39

12 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Margar stúlkur sem náð hafa árangri í þessu hafa lifað ævintýralegu lífi og margar dyr opnast fyrir þeim. Sumar hafa látið gott af sér leiða eins og ein fyrv. alheimsdrottning frá Afríku sem stofnaði velferðarsjóð.

Það er hlægilegt að sjá þessa forsjárhyggju ykkar. Þið vitið alltaf hvað öðrum er fyrir bestu.

Af 25 ríkasta fólki landsins eru aðeins 5 konur. Ekkert af þessu fólki er að efnast á daglaunavinnu heldur útsjónasemi í fjárfestingum. Þar hljóta allir að sitja við sama borð, konur og karlar. Er ekki eitthvað sem konum vantar? Þá er ég ekki að tala um typpi

Gunnar Th. Gunnarsson, 29.5.2007 kl. 09:47

13 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Jú Gunnar það er ýmislegt sem vantar. Það þarf að byrja að meta bæði kyn eftir verðleikum. Hætta þar með að meta konur eftir útliti og karla eftir kyni....

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 29.5.2007 kl. 09:56

14 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Halla Rut og fl. Sammála að það er best ef keppnirnar falla niður vegna þess að ekki finnast stúlkur til að taka þátt! Það væri toppurinn. En líka vegna þess að fjölmiðlar sýndu þessi ekki svona mikinn áhuga og að enginn styrktaraðili myndi vilja leggja nafn sitt við keppnina.

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 29.5.2007 kl. 09:57

15 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þær stúlkur sem ákveða að taka þátt í svona keppni (þið megið kalla það sýningu ef þið viljið) geta haft margt annað til brunns að bera. Afhverju viljið þið taka þessa möguleika frá þeim? Með niðrandi umfjöllun ykkar um þetta þá er auðvitað möguleiki að þið hræðið einhverjar stúlkur frá þessu. Færir það ykkur hamingju?

Gunnar Th. Gunnarsson, 29.5.2007 kl. 10:08

16 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Gunnar ertu búinn að lesa pistilinn minn hér rétt fyrir neðan um þessar konusýningar? Þessar keppnir leiða ekki til þess að konur séu metnar fyrir það sem þær hafa til brunns að bera heldur þvert á móti kemur í veg fyrir það. Útlitið verður útgangspunkturinn og annað verður aukaatriði.

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 29.5.2007 kl. 10:11

17 identicon

Það eru reglulega haldnar keppnir um hver hefur besta genamengið, ég skil ekki af hverju þessi keppni má ekki eiga sér stað eins og hinar. 

Grétar Amazeen (IP-tala skráð) 29.5.2007 kl. 10:35

18 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er auðvitað verið að dæma útlitið ..fegurð.. en ef þær hafa eitthvað annað til brunns að bera þá getur þetta verið stökkpallur fyrir þær í sýningarstörf, músík, kvikmyndir eða bara hvað sem er. Hver er sinnar gæfu smiður.

 Þið ættuð frekar að einbeita ykkur að öðru en þessu. Þið verðið svo asskoti þurkuntulegar við þetta ergelsi ykkar.Örugglega margt annað skynsamlegra að gera en að agnúast út í og tala niðrandi um það sem einhverjar stúlkur ákveða að taka þátt í af fúsum og frjálsum vilja.   

Gunnar Th. Gunnarsson, 29.5.2007 kl. 10:41

19 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

En Gunnar finnst þér það ekkert þurrtyppalegt að vera að ergelsast út í hvað við erum að einbeita okkur að? Engar áhyggjur af því að þú hafi slæm áhrif á okkur með því að tala svona niðrandi um það sem við ákveðum að gera af fúsum og frjálsum vilja?

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 29.5.2007 kl. 10:49

20 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég er bara að benda á forsjárhyggju ykkar. Það er kannski forsjárhyggja í mér  En þið eruð jú að reyna að koma í veg fyrir hluti sem ykkur á ekkert að varða um. Og að tengja þessa krossför ykkar gegn þessum stúlkum við jafnrétti og kvenfrelsi er argasta öfugmæli. Látiði blessaðar stúlkurnar í friði.

Gunnar Th. Gunnarsson, 29.5.2007 kl. 10:56

21 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

En hvað finnst þér þá um þá forsjárhyggju fjölmiðla, styrktaraðila og aðstandenda keppninnar sem hamast við að segja ungum stúlkum að útlitið sé það verðmætasta sem þær eigi og að það sé þeirra stökkpallur til árangurs í lífinu?

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 29.5.2007 kl. 11:05

22 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég hef hvergi séð það, er þetta ekki bara eitthvað túkunaratriði hjá ykkur. Einhver dulin skilaboð sem þið sjáið í hverju horni? En fegurð er jákvæð...ekki fötlun. Við hin verðum bara að sætta okkur við það

Gunnar Th. Gunnarsson, 29.5.2007 kl. 11:39

23 identicon

Ef einhverjum konum eða körlum langar að taka þátt í fegurðarsamkeppni þá er það þeirra mál, okkur kemur það bara ekkert við.
Persónulega finnst mér svona keppnir leiðinlegar en ég væri soldið steiktur ef ég færi í herferð gegn þeim eða tæki andköf af hneykslan í hvert skipti sem keppnin fer fram.

Sumt fólk er svo steikt að það þarf að þvínga alla í að vera sömu skoðunar, með góðu eða illu, halelújalið,feministar ofl ofl

Get a life.

DoctorE (IP-tala skráð) 29.5.2007 kl. 12:14

24 identicon

Tómas. Þú segir: "En þið eruð jú að reyna að koma í veg fyrir hluti sem ykkur á ekkert að varða um." Er það þitt mál hvað femínistar láta sig varða? Og eru það ekki svolítil öfugmæli að segja öðru fólki hvað það meigi láta sig varða en á sama tíma vera að agítera fyrir frelsi? 

Guðrún (IP-tala skráð) 29.5.2007 kl. 13:09

25 Smámynd: Tómas Guðbjörn Þorgeirsson

Guðrún ertu með mig á heilanum  híhí

Varstu ekki að meina Gunnar...hann sagði þetta ikke jeg

Tómas Guðbjörn Þorgeirsson, 29.5.2007 kl. 14:41

26 identicon

Úps! Já ég er greinilega með þig á heilanum

Átti auðvitað að vera Gunnar. Sorrý.

Guðrún (IP-tala skráð) 29.5.2007 kl. 14:46

27 Smámynd: Svanfríður Lár

Það er alltaf jafn athyglisvert hvað karlmenn verða uppteknir af umræðunni um  fegurðarsamkeppnir kvenna. Hvernig þeir vita hvað ungum stúlkum er hollt og hvað er best fyrir þær.  Þeir vita betur en þroskaðar konur hvað er gott fyrir ungar og reynslulausar stúlkur.

Hverjir eru það sem telja dætrum okkar trú um að fegurðarsamkeppni sé eitthvað "must do" dæmi. Katrín Anna, þú ættir etv. að byrja á að útskýra fyrir Gunnari nokkrum að þetta sé ekki krossför gagnvart saklausum allt of ungum stúlkunum, heldur gegn þeim sem telja þeim trú um að þær eigi og verði að taka þátt.

Sé þetta stökkpallur í atvinnuviðtal (módelstörf) þá spyr ég er einhver hér inni sem hefur þurft að mæta á bikini einu saman og háum hælum í atvinnuviðtal...   Öllu má nú nafn gefa!

Svanfríður Lár, 29.5.2007 kl. 19:37

28 identicon

Það er nokkuð augljóst að Svanfríður fylgist ekkert með módel bransanum. Til þess að verða alvöru módel þá þarf yfirleitt að sýna vaxtarlagið með því einmitt að vera léttklædd.

Munda (IP-tala skráð) 29.5.2007 kl. 21:47

29 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Já Svana.... þessi umhyggjusemi miðaldra karla til að ýta ungum stúlkum í fegurðarsamkeppnir kollvarpar öllum kenningum um að þessar keppnir hamli jafnrétti og að konur séu metnar að verðleikum!

Ég hef einmitt margoft sagt að ef þessar keppnir væru haldnar án þess að verið væri að abbast of mikið upp á aðra með þær þá myndi ég ekki berjast gegn þeim. Það sem verið er að berjast gegn er sú innræting að virði kvenna felist í útlitinu og gagnrýnin beinist að mestu leyti gegn þeim sem stuðla að þessari innrætingu. Hins vegar verður að segjast eins og er að með því að keppa eru stúlkurnar að taka þátt í hlutgervingu kvenna. Tel rétt og skylt að gagnrýna þær fyrir það, rétt eins og ég gagnrýni karlmenn fyrir þátttöku í skaðlegum karlmennskuímyndum Ég held þeir kunni samt ekkert að meta þetta jafnræði í gagnrýni... skamma mig reglulega fyrir að gagnrýna ekki þátttöku kvenna í að viðhalda misréttinu en verða svo alveg spólandi vitlausir þegar svo mikið er íað að gagnrýni á hin viðkvæmu blóm, sem keppendur virðast vera - af varnarviðbrögðunum að dæma.

Munda virðist ekki horfa mikið á American Top Model þættina því þar kemur einmitt skýrt fram að fegurðardrottningareiginleikar eru ekki sérlega eftirsóknarverðir í módelbransanum...

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 29.5.2007 kl. 22:54

30 identicon

Bestu rökin gegn fegurðarsamkeppnum eru hvað þetta eru hallærislegar keppnir og hund helvíti leiðinlegt sjónvarpsefni. Eru það annars miðaldra karlmenn sem eru að ýta ungum konum út í fegurðarsamkeppnir? Eru þetta ekki meira og minna einhver fyrirtæki sem er stjórnað af konum? Og það eru fyrst og fremst konur sem horfa á þessar keppnir, rétt eins og Americas Next Top Model... Eða hvað?

tj 

TJ (IP-tala skráð) 29.5.2007 kl. 23:54

31 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

"Það er alltaf jafn athyglisvert hvað karlmenn verða uppteknir af umræðunni um  fegurðarsamkeppnir kvenna. Hvernig þeir vita hvað ungum stúlkum er hollt og hvað er best fyrir þær.  Þeir vita betur en þroskaðar konur hvað er gott fyrir ungar og reynslulausar stúlkur".

Svanfríður: Þetta er afskaplega bjánalegt innlegg hjá þér. Ég hef aldrei haft neinn áhuga á fegurðarsamkeppnum og hef einu sinni séð slíka þegar frænka mín tók þátt. Það sem ég er að segja er að ÞIÐ eruð að skipta ykkur af því sem ykkur kemur ekki við. ÞIÐ eruð að segja ungum stúlkum að þær séu konum til skammar með þáttöku sinni í fegurðarsamkeppni.

Afhverju getið þið ekki haft þessa skoðun fyrir ykkur? Afhverju þetta trúboð?  

Gunnar Th. Gunnarsson, 1.6.2007 kl. 10:18

32 identicon

Gunnar. Enn og aftur, hvernig dettur þér í hug að segja fólki hvað það megi skipta sér af? Ert þú þá ekki farinn að skipta þér af því hvað annað fólk er að gera?

Eru það ekki svolítil öfugmæli að segja öðru fólki hvað það meigi láta sig varða en á sama tíma vera að agítera fyrir frelsi? 

Guðrún (IP-tala skráð) 3.6.2007 kl. 01:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband