Átt þú ómögulegt barn?

Ég vona að fá börn lesi blöð þessa dagana... en held því miður að sú sé ekki raunin. Ég allavega las blöðin þegar ég var lítil og er alveg viss um að börn í dag glugga í Moggann, Fréttablaðið og Blaðið. Og hvernig skilaboð ætli börnin séu að fá af lestri blaðanna? Að þau séu yndisleg, krúttleg og bjartasta vonin? Neibb. Allavega ekki ef þau eru yfir vissri þyngd. Þá eru þau gjörsamlega ómöguleg. Hreinlega bara gölluð. Markmiðið í dag er nefnilega ekki að börn séu heilsuhraust. Markmiðið er að þau séu mjó... og ef þau eru ekki mjó þá eru þau stórkostlegt vandamál og svartur blettur á samfélaginu. Svei þeim.... fullorðna fólkið  hefur hins vegar alltaf rétt fyrir sér Shocking - sérstaklega þegar þau segja að:

feitt barn = heilsulaust og ómögulegt barn sem enginn vill elska...

mjótt barn = heilsuhraust og yndislegt fyrirmyndarbarn sem allir elska...

Já, fullorðna fólkið er svo skrýtið... hreinilega eins og það hugsi ekki alltaf straight! Whistling


mbl.is Feitum börnum fækkar með sætindabanni í skólum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það að sætindi séu óholl er ekki sjónarmið heldur staðreynd. Ef þú ert að vitna í fréttina þá held ég að þú sért að mistúlka hana eitthvað.

Gefum okkur það að barn les umrædda grein. Ef það beytti skynsemi gæti það séð að umrædd frétt er reist á rannsókn, ekki huglægu mati foreldra. 

Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 25.4.2007 kl. 01:28

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Er það nema von að ungt fólk (aðallega stúlkur) séu með anorexiu! Börn eru skynsöm Jón Gunnar en að halda því fram að barn skilji muninn á rannsókn eða huglægu mati er ekki alveg í lagi!

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.4.2007 kl. 01:33

3 identicon

Einmitt! Og er þá punkturinn hjá Katrínu ekki dauður fyrir vikið? Ef barn á að geta lesið úr þessari frétt að fullorðnu fólki finnist feit börn ógeðsleg þá ættu þau eins að geta lesið úr þessu að rannsóknir sýni að nammi er óhollt. Eins og þú sagðir réttilega, þá vita börn ekki muninn á huglægu mati og rannsókn. (Fer kannski svolítið eftir aldri)

En hvernig er hægt að klippa hluti svona hressilega úr samhengi er ofar mínum skilningi. Sá þetta gerast í myndinni Conspirecy Theory með Mel Gibson. 

Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 25.4.2007 kl. 01:41

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Jón Gunnar  börn sem eru ein heima  og lesa svona greinar, hafa engan til að ræða við um málið, ná ekki alltaf frekar en við fullorna fólkið til að hugsa af skynsemi. Túlka á sinn hátt og byrgja inni þá túlkun. Það ber að orða þær greinar í blöðum sem varða börn afar varlega.Ég þekki vel inn á börn og hvort sem þau eru mjó feit eða  öðruvísi á einkvern hátt þá er hægt að brjóta þau niður. Kanski er ekki tekið eftir því fyrr en of seint, því miður er þjóðfélagið svona í dag.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.4.2007 kl. 09:45

5 identicon

Á þá að sleppa því að birta fréttir af því þegar árangur næst t.d. í baráttunni við leserfiðleika barna?  Svo að börn með leserfiðleika líði ekki illa þegar sagt er að ný aðferð sé að minnka lestrarerfiðleika þeirra?

En fátæk börn?  Hvað ef frétt birtist um að fátækt barna fari minnkandi?  Á að banna þá frétt vegna þess að fátæk börn gætu lesið hana og liðið illa?

Ertu ekki Katrín farin að taka Einræður Starkaðar aðeins of hátíðlega?

Kalli (IP-tala skráð) 25.4.2007 kl. 10:14

6 identicon

Vá þetta er nú meira nöldrið.

Daði Ólafsson (IP-tala skráð) 25.4.2007 kl. 10:35

7 identicon

Guðrún, ef blaðamenn væru alltaf að gefa sér einhverjar forsendur eins og þú gerir þá sé ég ekki hvernig þeir hefðu samviksuna í að skrifa eina einustu grein. 

Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 25.4.2007 kl. 10:36

8 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Pointið er að þó að sælgæti sé óhollt þá kemur það holdarfarinu minna við en heilsu.... það segir ekkert um að börnin hafi verið heilsuhraustari... bara að þau hafi verið mjórri. Eins og ég hef bloggað um áður þá er holdarfar ekki áreiðanlegur mælikvarði á heilsu en "fullorðna fólkið" hefur þessa skrýtnu rökhæfileika... nær væri að kenna börnunum góða, heilbrigða siði í staðinn fyrir að kenna þeim að holdarfar sé mælikvarði á hversu heilbrigð þau eru... og hversu viðurkennd í samfélaginu. 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 25.4.2007 kl. 10:55

9 identicon

"Öll sætindi voru bönnuð við skólana tíu og hófu mötuneyti að bjóða upp á hollari mat í hádeginu." 

Eitt orsakasamhengi: Hollur matur = betri heilsa.

"Við aðra skóla sem fylgst var með til viðmiðunar, þar sem reglum var í engu breytt, fjölgaði hins vegar börnum sem teljast of feit úr 18 í 21%"

Annað orsakasamhengi: Offita = verri heilsa.

Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 25.4.2007 kl. 11:03

10 identicon

Guð minn almáttugur. Er það slæmt að losa börn undan heilsufarsvandanum sem fylgir því að vera of feitur?

Þetta kalla ég mistúlkun og viljandi útursnúning á háu stigi. Það er bara staðreynd að fólk sem er of feitt borðar of mikið af drasli; sælgæti og sætindum ýmis konar. Þessi "vandi" var ekki til staðar fyrir 100 árum, en þá át heldur enginn sælgæti, nema einstaka kandís mola.

You are what you eat er ekkert djók, það er heilagur sannleikur.

Jósep Birgir Þórhallsson (IP-tala skráð) 25.4.2007 kl. 11:05

11 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Einföld spurning:

Eru allir mjóir heilsuhraustir?

Eru allir feitir heilsulausir?

Get the point???? Ef verið er að tala um heilsu og mataræði af hverju er því þá slegið upp sem að vera feit og mataræði??? Meikar ekki sens... heldur er verið að búa til fitufordóma en ekki styðja við heilbrigðan lífsstíl. Svona málatilbúnaður getur einmitt verið skaðlegur heilsu því fólk grípur oft til óheilsusamlegra ráða til að fá hið "heilsusamlega" útlit, þ.e. grannt útlit. Megrun er t.d. skaðleg heilsunni því hún byggir á skorti... Pointið er að ef markmiðið er góð heilsa þá á að tala um þetta sem heilsu og nota mælikvarða sem eru áræðanlegir fyrir heilsu... holdarfar er það ekki... þó flestir trúi því.  

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 25.4.2007 kl. 12:31

12 identicon

Nöldur Nöldur Nöldur Nöldur

Hér er fréttin sem þú ert að blogga um. 

Ég feitletraði hana á nokkrum stöðum

“Hlutfall of feitra nemenda við tíu skóla í Stokkhólmi hefur minnkað úr 22% í 16% eftir að neysla sætabrauðs, sælgætis og gosdrykkja var bönnuð þar fyrir fjórum árum.
Tilraunin var hluti af rannsókn sem gerð var á vegum Karolinska-stofnunarinnar í Svíþjóð og birt var í dag á ráðstefnu um offitu sem nú stendur yfir í Ungverjalandi.
Öll sætindi voru bönnuð við skólana tíu og hófu mötuneyti að bjóða upp á hollari mat í hádeginu.
Við aðra skóla sem fylgst var með til viðmiðunar, þar sem reglum var í engu breytt, fjölgaði hins vegar börnum sem teljast of feit úr 18 í 21%
Claude Marcus, prófessor sem stjórnaði rannsókninni, segir að hægt sé að túlka niðurstöðurnar þannig að reglur í skólum geti hjálpað foreldrum að leggja línurnar fyrir börn sín hvað mataræðið varðar”.

 
Offita er eitt helsta heilbrigðisvandamál á vesturlöndum.  Maður sem á við offituvandamál að stríða hefur hærra hlutfall líkamsfitu en talið er heilbrigt fyrir hann.  Offita barna eykur stórlega líkurnar á offituvandamáli á fullorðinsárum.  Offita eykur líkurnar á sykursýki, eykur líkurnar á hjartasjúkdómum, eykur álag á liðamót og hefur áhrif á félagsleg tengsl við skólafélagana.

Hvergi er minnst á það í greininni að börn eigi að vera mjó!  Hvergi er minnst á það í greininni að það að vera mjór sé heilbrigt!

Holdafar er ekki mælikvarði á heilsu og það er rétt hjá þér!  Börn geta verið feit og heilbrigð og þau geta verið með eðlilegt fituhlutfall og heilbrigð og þau geta verið mjó og heilbrigð.  En það er ekki heilbrigt þegar þau eiga við offituvandamál að stríða. 

Ef við ætlum að sníða fréttaflutning að sérþörfum þeirra mismunandi hópa sem geta hugsanlega kannski mistúlkað þær þá er heimur blaðamennsku farinn til fjandans. 

Hvernig væri að einbeita sér að því að nöldra út af minni tittlingaskít t.d. eins og alvöru vandamálinu staðalímyndum kvenna í tískuheiminum og fjölmiðlum.  Anorexia ungra kvenna er stórkostlegt félagslegt vandamál. 

Stelpur fara hinsvegar vonandi ekki og gubba eftir að hafa lesið frétt á mbl. um að banna nammi í skólum. 

Daði Ólafsson (IP-tala skráð) 25.4.2007 kl. 13:05

13 identicon

Ó jú, Katrín. Holdarfar er sko víst mælikvarði á heilsu. Það er bara staðreynd og mjög vísindalega sannað, aftur og aftur. Því að ef fólk verður of feitt þá eru tvær ástæður fyrir því: Það borðar of mikið (og ekki rétt) og hreyfir sig ekki nóg. Og af því leiðir að það er of feitt og ekki heilsuhraust.

Sýndu mér manneskju sem er "obese" og getur hlaupið 2 kílómetra og sýndu mér manneskju í eðlilegum holdum sem getur ekki labbað upp stiga án þess að vera í andnauð.

Jósep Birgir Þórhallsson (IP-tala skráð) 25.4.2007 kl. 13:09

14 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Daði málið er að með því að tengja umræðu um óheilbrigði sífellt við fitu þá er verið að búa til fitufordóma. Börn læra það, sérstaklega stúlkubörn, að fita sé af hinu illa. Í dag er staðan þannig að þú ert kannski með fullkomlega heilbrigð (og meira að segja mjó) 6 ára stúlkubörn sem vilja fara í megrun. Þegar ég var unglingur taldis 55 kíló vera "of feitt" og ástæða til að fara í megrun til að losna við 2-3 kíló. Prófaðu að skoða auglýsingar frá líkamsræktarstöðvum og athuga hvert viðmiðið er... Og annað... megrun getur leitt til offitu... Ef markmiðið er heilsa þá þarf orðræðan líka að vera heilsutengd... ekki fitutengd. 

Afleiðingarnar af fitufordómunum og fituumræðunni sést víða... t.d. í fjölda anorexíutilfella. Orðræðan þarf að breytast.  

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 25.4.2007 kl. 13:10

15 identicon

"Eru allir mjóir heilsuhraustir?

Eru allir feitir heilsulausir?"

Nei og nei. Ég hélt aldrei slíku fram. Slíkt kemur heldur hvergi fram í umræddri frétt. Annað hvort ert þú að snúa allhressilega út úr eða bara að mistúlka þessa frétt allsvakalega.  

Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 25.4.2007 kl. 13:11

16 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Jósep þú ert fínt dæmi um afleiðingu þessarar orðræðu... ert greinilega búin að spyrða rækilega saman holdarfar og heilsufar.... 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 25.4.2007 kl. 13:11

17 identicon

Katrín, þú ert að gefa þér allt of margar forsendur. Ef fréttmenn þyrftu að velta sér upp úr svona hlutum þá værum við heldur illa upplýst þjóðfélag. Það að segja að offita sé vandamál og óheilbrigð hefur ekkert með fordóma að gera. Þetta er vandamál sem þarf að leysa. Eins og stendur í fréttinni, ekkert annað.

Þetta eru svakalegar samsæriskenningar hjá þér.

Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 25.4.2007 kl. 13:14

18 identicon

Katrín, það sem þú virðist ekki skilja er að í þessari umræðu er verið að tala um fólk sem er of feitt, ekki fólk sem er með smá skvabb utan á sér. Enda hefur það aldrei verið talið óheilbrigt. Of feitt fólk er fólk sem er með heilsubrest, útaf fitu, og það er staðreynd sem þú getur ekki hrakið með því að saka mig um að spyrða einhverju saman sem ég er ekki að gera.

Sömuleiðis tel ég að áróður frá heilsuræktarstöðvum sé ekkert nema af hinu góða. Hver sér eitthvað að því að rækta líkama sinn? Vitur maður sagði eitt sin heilbrigð sál í heilbrigðum líkama og það sem hann meinti með því var að heilbrigð sál þrífst ekki vel nema líkaminn sé heilbrigður. Og til þess þarf maður, jú, að hreyfa sig og borða rétt.

 Aldrei hef ég vitað íþróttamann sem étur bara nammi og hreyfir sig ekkert, en þú?

Jósep Birgir Þórhallsson (IP-tala skráð) 25.4.2007 kl. 13:26

19 identicon

Með því að tengja umræðu um óheilbrigði við orsök þeirrar óheilbrigði er verið að búa til hvað?  Fitufordóma.  Já, allt í lagi.  Já skrattakollurinn... ég skal segja þér eitt Katrín ég hef fordóma gegn offitu.  Mér finnst að það eigi að berjast gegn offitu!  Það á að hjálpa fólki með offituvandamál! 

Orðræðan um heilsufarsvandamálið offitu er eitt og staðalímyndir kvenna í fjölmiðlum og tískuheiminum er annað.    

Hvernig eigum við að breyta orðræðunni um læknisfræðilega vandamálið offitu?  Einhverjar tillögur?

Eða eigum við kannski fyrst að einbeita okkur að tískuheiminum og fjölmiðlum?

Daði Ólafsson (IP-tala skráð) 25.4.2007 kl. 13:28

20 identicon

Eru það bara konur sem geta grátið yfir öllu, sama hversu smávægilegt það er?

Gunnar Olsen (IP-tala skráð) 25.4.2007 kl. 16:39

21 identicon

Mig langaði svo að vera sammála þér Katrín. En þú virðist bara gefa þér aðeins of margar forsendur. Feitur eða grannur eru huglægt mat einstaklinga. Það eru til ýmsir staðlar um hvað sé feitt og hvað ekki en í flestum tilfellum dæma menn það út frá útliti eða heilsbrestum tendum offitu.

Þegar það stendur í fréttinni að feitum börnum hafi fækkað er þá verið að tala um börn sem eru 40% fituhlutfall eða meira? Það fer allt eftir því hvað pistlahöfundur telur skilja á milli feitra og ekki feitra. Barn með 40-70% fituhlutfall á við alvarlegann offituvanda að stríða og því flestir sem myndu kalla barnið feitt. Kannski er það það sem pistlahöfundur átti við.

Þannig að fréttin er ekki vandamálið. Það er sjálfsmynd barna. Barn (segjum 12 ára) sem er 5 kg yfir kjörþyngd gæti fundist hann vera eðlilegt og ekki fundið samsvörun við fréttina. Barn sem er 5 kg undir kjörþyngd gæti fundist það vera feitt samsvarað sér við fréttina. Í fréttinni er ekki tilgreint hvaða eiginleikum barn þarf að búa yfir til að teljast feitt. Til þess að barn samsami sér við fréttina þarf það að fá þá hugmynd annarstaðar frá að það sé of feitt. Þar komum við að félagslegri aðferð er kennd er við uppeldi. Það er að sjálfsögðu hlutverk foreldranna að telja barni sem er eingöngu örlítið yfir kjörþyngd trú um að það sé ekkert að því.

Ég hef hinsvegar áhyggjur af því að þú kallir börn sem eru ekki að glíma við heilsufarsvandamál sökum fitu "feit". Í mínum huga er barn ekki feitt nema að fitan sé að valda því heilsutjóni eða sé að skerða hreyfigetu. Þú virðist hinsvegar telja að feit börn geti verið heilsuhraust sem segir mér að börn þurfa bara að vera þybbin (að mínu mati) til að þú teljir þau feit.

Yfir kjörþyngd eða hærri fituprósenta en miðviðunarmörk er ekki það sem skilur á milli feitra og mjórra einstaklinga að mínu mati. Ef það að vera feitur er örlítið yfir viðmiðunarmörkum þá finnst mér fólk vera orðið ansi dómhart.

manuel (IP-tala skráð) 25.4.2007 kl. 20:33

22 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Vandamálið felst í fókusnum sem er á fitu en ekki heilsu. Sumir þeirra sem glíma við ofþyngd eru í þeirri stöðu einmitt vegna stanslausra megrunarkúra til að ná af sér örfáum kílóum... Staðalinn sem er haldið á lofti í samfélaginu er undir kjörþyngd... ekki í kjörþyngd, ekki í flokknum yfir þynd (= yfir kjörþyngd en ekki offita), heldur beinlínis undir kjörþyngd. Heildarsamhengið skiptir alltaf máli. Nefni sem dæmi kók zero auglýsingarnar... "af hverju ekki kærasta og zero er ég feit í þessu?" Ég held að fæstum detti í hug kærustur sem eru skilgreind í hópnum að eiga við offitu að glíma... enda tiltölulega fáir sem falla í þann flokk. Það er ekki nóg að skoða bara offituna heldur líka leiðina þangað og viðhorfin. Það sem er verið að kenna fólki núna, bæði með orðræðunni í kringum heilsu, fegurðarsamkeppnum, útlitskröfum, staðalímyndum... öllum pakkanum... er að fita er óvinurinn og af hinu illa. Bendi t.d. á auglýsingu Hreyfingar sem birtist víðast hvar núna þar sem konum er bent á að fara í ræktina til að vera gjaldgengar á ströndina í sumar. Myndin af rassinum sem notaður er til viðmiðunar er ekki þess legur að verið sé að beina sjónum að konum sem eiga við offituvandamál að stríða heldur bara konum í ósköp eðlilegri þyngd... og pressan er að vera enn mjórri. Núna er apríl... Segjum að viðmiðið sé að fara í ræktina til að komast á ströndina í júní. Hversu miklu þarft að bæta við myndina til að það sé ástæða fyrir konuna að fara í megrun fyrir ströndina? M.v. árstíma er hún mjög langt frá því að vera í offitu... en skilaboðin eru samt - náðu af þér kílóum... 

Það er hættulegt að spyrða saman heilsu og þyngd. Það er heilsusamlegt að hreyfa sig og borða hollan mat. Hins vegar er þyngd ekki endilega mælikvarði á heilsu. Jú vissulega er líklegt að fólk sem ekki hreyfir sig og borðar óhollan mat þyngist... sérstaklega ef borðað er of mikið magn af matnum. En það er líka líklegt að manneskja sem er stanslaust í megrunum fitni. Og ég hugsa að það að þurfa sífellt að vera að hugsa um mat og hvað þú lætur ofan í þig... geri það að verkum að þú fitnir... Sumar rannsóknir tengja líka svefnleysi við þyngdaraukningu. En það merkilega er að rannsóknir á því hverjir deyja fyrst... mig minnir að þeir sem léttast mest séu þeir sem falla í þann hóp. 

Málið er - hvort er markmiðið að stuðla að heilbrigði eða allir séu mjóir? Ef markmiðið er heilbrigði þá er alls ekki nóg að tala sífellt um offitu og einblína bara á þann hóp. Hvað með þá sem eru mjóir, borða lítið, hreyfa sig lítið og þar fram eftir götum???? Þyngd er ekki marktækur mælikvarði á heilsu. Sumir eru þungir að eðlisfari og það er bara í góðu lagi.... Rannsóknir eru nefnilega ekki að bakka upp þetta sem sagt er í "heilsuáróðrinum". Það þarf þess vegna að breyta orðræðinu... ef markmiðið er heilsa - tala þá um heilsu.  

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 25.4.2007 kl. 21:48

23 identicon

Offita og hreyfingaleysi er stærsta heilsufarsvandamál sem íslendingar munu glíma við innan nokkura ára ef þróunin heldur áfram. Þegar nammiát, gosdrykkja og skyndibitaát stóreykst samfara því að krakkar eru að eyða meiri og meiri tíma fyrir framan tölvur og sjónvarp er kannski áróðurinn skiljanlegur. En ekki er allt fullkomið í þessum heimi. Áróðrinum er beint að ákveðnum hóp, sjálfsmynd og sjálfsöryggi fólks gerir það að verkum að margir þeir sem áróðurinn beinist ekki gegn fylgja straumnum. Einnig getur áróðurinn brenglað sjálfsmynd fólks. En þessi fréttaflutiningur er ekki til þess fallinn að mínu viti. Það sem brenglar mest af öllu sjálfsmyndina er áherslan á hið "fullkomna útlit". Við þurfum að passa okkur á því að gera ekki offitu barna að einhverju taboo. Það þarf að tala um þetta vandamál og tekst höfundi fréttarinnar það mjög vel.  

En Katrín þessi færsla hjá þér var það sem ég vildi að væri meigininntakið. Það er áróður þeirra sem einblína á útlit sem ég er svo sammála þér með. Þessi frétt snýst ekki um útlit. Hún snýst um baráttu gegn offitu og hollari fæðu (að því ég best veit). Fréttin er ekki athugaverð þar sem skilgreining á hugtakinu "feitt barn" liggur ekki fyrir.

manuel (IP-tala skráð) 25.4.2007 kl. 22:35

24 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

En manuel það var heldur ekkert í fréttinni sem benti til að börnin hefðu verið heilsulaus áður. Það var bara talað um þau sem of feit. Þegar hið almenna viðhorf út í samfélaginu er það að kona sem er t.d. 60 kg sé of feit... þá.... er verið að senda börnum þau skilaboð að þau séu ómöguleg ef þau eru feit. Jói sem er soldið "chubby" að eðlisfari en æfir samt íþróttir og borðar hollan mat fær á sig stimpli sem Gunni granni fær ekki þó að hann hangi inni í tölvuleikjum og drekki gos á hverjum degi. Hvor þeirra ætli sé í betri málum heilsulega séð? Fitan er nefnilega arfavitlaus mælikvarði og það er eitthvað sem fólk í heilbrigðisgeiranum ætti að vita og passa sig á. Ef markmiðið er heilsa - tala þá um heilsu og heilsufar, ekki holdafar. 

Tek aftur sem dæmi þessa frétt sem vísað er í. Fréttin fjallaði um að boðið væri upp á hollari mat í skólanum. Hvað með börnin sem breyttust ekkert í þyngd við það. Breyttist heilsan þeirra ekkert? Skipti engu máli hvort þau hefðu borðað þennan hollari mat eða haldið áfram í gamla fæðinu? Það sem er athugavert við þessa orðræðu í kringum heilsu er að spyrða saman heilsu og holdafar... sem er ekki réttur mælikvarði.  

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 25.4.2007 kl. 22:44

25 identicon

Bara svona til gagn og gamans þá bar tilraunin nafnið STOPP projectet (Stockholm Obesity Prevention Project). 

Karolinska háskólinn er einn virtasti læknaskóli í heimi og er nr. 50 á topp 100 listanum yfir háskóla heimsins.    

Hér er frétt um verkefnið á háskólavefnum þeirra ef þið getið lesið sænsku, dúllurnar mínar.   

http://ki.se/ki/jsp/polopoly.jsp?d=130&a=31242&l=sv&newsdep=130

Það var nefnt í íslensku fréttinni að niðurstöðurnar úr rannsókninni hefðu verið birtar á ráðstefnu um offitu, svona bara svo það sé á hreinu. 

Daði Ólafsson (IP-tala skráð) 25.4.2007 kl. 23:41

26 identicon

Bara svona til gagn og gamans þá bar tilraunin nafnið STOPP projectet (Stockholm Obesity Prevention Project). 

Karolinska háskólinn er einn virtasti læknaskóli í heimi og er nr. 50 á topp 100 listanum yfir háskóla heimsins.    

Hér er frétt um verkefnið á háskólavefnum þeirra ef þið getið lesið sænsku, dúllurnar mínar.   

http://ki.se/ki/jsp/polopoly.jsp?d=130&a=31242&l=sv&newsdep=130

Það var nefnt í íslensku fréttinni að niðurstöðurnar úr rannsókninni hefðu verið birtar á ráðstefnu um offitu, svona bara svo það sé á hreinu. 

Daði Ólafsson (IP-tala skráð) 25.4.2007 kl. 23:42

27 identicon

Bara svona til gagn og gamans þá bar tilraunin nafnið STOPP projectet (Stockholm Obesity Prevention Project). 

Karolinska háskólinn er einn virtasti læknaskóli í heimi og er nr. 50 á topp 100 listanum yfir háskóla heimsins.    

Hér er frétt um verkefnið á háskólavefnum þeirra ef þið getið lesið sænsku, dúllurnar mínar.   

http://ki.se/ki/jsp/polopoly.jsp?d=130&a=31242&l=sv&newsdep=130

Það var nefnt í íslensku fréttinni að niðurstöðurnar úr rannsókninni hefðu verið birtar á ráðstefnu um offitu, svona bara svo það sé á hreinu. 

Daði Ólafsson (IP-tala skráð) 25.4.2007 kl. 23:49

28 identicon

Bara svona til gagn og gamans þá bar tilraunin nafnið STOPP projectet (Stockholm Obesity Prevention Project). 

Karolinska háskólinn er einn virtasti læknaskóli í heimi og er nr. 50 á topp 100 listanum yfir háskóla heimsins.    

Hér er frétt um verkefnið á háskólavefnum þeirra ef þið getið lesið sænsku, dúllurnar mínar.   

http://ki.se/ki/jsp/polopoly.jsp?d=130&a=31242&l=sv&newsdep=130

Það var nefnt í íslensku fréttinni að niðurstöðurnar úr rannsókninni hefðu verið birtar á ráðstefnu um offitu, svona bara svo það sé á hreinu. 

Daði Ólafsson (IP-tala skráð) 25.4.2007 kl. 23:49

29 identicon

Hið almenna viðhorf er þá vandamálið ekki satt? Annars get ég ekki tekið undir að þú sést að lýsa hinu almenna viðhorfi. Allavega er það ekki reynsla mín af þeim sem ég umgengst að fólk sem er þybbið sé kallað feitt. Í mínum huga er feitt fólk ekki heilsuhraust. Það fer allt eftir því hvað þú kallar feitt. Ef þú ert að tala um að kona sem er 10-15 kg yfir kjörþyngd sem feita manneskju (eins og ég túlka út úr skrifum þínum um að feitt fólk geti vel verið heilsuhraust) þá er það ekkert endilega ávísun á heilsubresti. Svoleiðis kona gæti verið í fínu formi.  Kona sem er hinsvegar um 165 og yfir 110 kg væri líklega komin á þann stað að flokkast undir að vera feit (samt ekki hægt að alhæfa um alla). En þetta er bara mitt mat, og enginn sem getur sagt að það sé rétt eða rangt. Rétt eins og enginn getur sagt að það sé rétt eða rangt að einhver sé fallegur eða með góða söngrödd. Allt er þetta huglægt mat einstaklinga. 

Þannig að þar til að hægt sé að sanna að mín túlkun á því hvað telst að vera feitur sé röng í þessu tilfelli, ætla ég að túlka fréttina á þann hátt sem fellur best að þeim raunveruleika sem ég lifi í. Ef til vill hefði það verið heppilegt fyrir höfund greinarinnar að láta fylgja með hvað það var sem ákvarðaði það hverjir voru feitir eða ekki. Mér finnst heldur ekkert óeðlilegt við að byrtar séu svona góðar niðurstöður um árangur þess að bjóða upp á heilsusamlegan mat. Hvort sem það sé einblínt á feita, granna, eða rauðhærða. 

Það er því þannig að þeir sem ég flokka sem feita eru ekki þybbnir því þeir geta vel verið heilsuhraustir. En þeir sem eru feitir eru í langflestum tilfellum að bera heilsutjón sökum fitu. Ég stimpla heldur ekki grannt fólk sem óheilbrygt en ef það fólk er 30-40% undir kjörþyngd hlýtur það einfaldlega að eiga við heilsubresti að stríða.

N.b Mikil frávik í holdafari er samofið heilsufari. Þessvegna er ég ósammála þér í því að það sé ekki hægt að tala um heilsufar og holdafar í sömu setningunni. 

manuel (IP-tala skráð) 26.4.2007 kl. 00:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband