Mannréttindamál

Skrýtið hvað Íslendingar almennt halda alltaf að við búum á lítilli fallegri eyju á toppi alheimsins, einangruð og gjörsamlega laus við allt hið illa sem þrífst á "meginlandinu". Alþjóðavæðingin hefur leitt ýmislegt miður gott af sér, og eitt dæmi er einmitt aðför að þeim árangri sem verkalýðsbarátta hefur náð í hinum "velmegandi" löndum. Í þessu tilfelli er um að ræða afsprengi stóriðjustefnunnar. Það eru "svona störf" sem eru sköpuð fyrir "þetta fólk". (finnst alveg brilliant hjá WOMEN að búa til stuttermaboli með áletruninni Ég er "þetta fólk" )

Hér finnst mér afskaplega freistandi að tala á móti stóriðjunni og spyrja hvort okkur væri ekki nær að byggja landið á öðrum atvinnugreinum og halda fast í okkar stefnu að hér sé hreint og fallegt land? 

En ég ætla að sitja á mér vegna þess að ekki verður litið fram hjá þeirri staðreynd að við erum að flytja hingað inn verkafólk til að vinna í störfum sem Íslendingar annaðhvort vilja ekki eða við erum einfaldlega ekki nógu mörg til að sinna. Og það er máefnið sem við þurfum að kljást við. Hvernig getum við tekið á móti þeim sem hingað koma til að hjálpa okkur við okkar "misgáfulegu" verkefni á mannsæmandi hátt? Tja... er ekki grundvallaratriði að tryggja mannsæmandi húsnæði og mat? Tryggja aðgang að hreinlætisaðstöðu og reyna að skapa eins góð vinnuskilyrði og hægt er? Í okkar svokallaða "stéttlausa" samfélagi virðumst við vera að falla í þá gryfju að búa til lágstétt verkamanna þar sem grundvallarmannréttindi eru þverbrotin.  


mbl.is „Alvarlegar athugasemdir við fréttaflutning Íslands í dag"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergrún Íris Sævarsdóttir

heyr heyr!

Bergrún Íris Sævarsdóttir, 24.4.2007 kl. 12:14

2 Smámynd: Sylvía

ömurlegt að sjá hvernig alltof margir koma fram við þessa erlendu verkamenn. Það er greinilega grunnt á þrælahaldaranum í mörgum.

Sylvía , 24.4.2007 kl. 14:03

3 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Stéttlaust samfélag... einmitt!

Laufey Ólafsdóttir, 24.4.2007 kl. 18:36

4 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Einmitt. Hvernig stendur á því að þingmenn og sveitastjórnarmenn hvar í flokki sem þeir eru minnast aldrei á kjör verkafólks af neinu viti.  Hvernig á fólk að geta leigt sér íbúð eða keypt þegar það fær útborgað 120 þús kr. Mér finnst pólítíkusar vera skýjum ofar og langt frá því að vera veruleikatengdir.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 24.4.2007 kl. 21:30

5 Smámynd: Hrólfur Guðmundsson

Mikið er ég sammála þér.

Hrólfur Guðmundsson, 24.4.2007 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 332471

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband