Úr íslenskum hegningarlögum

212. gr. Ef móðir deyðir barn sitt í fæðingunni eða undir eins og það er fætt, og ætla má, að hún hafi gert það vegna neyðar, ótta um hneisu eða sökum veiklaðs eða ruglaðs hugarástands, sem hún hefur komist í við fæðinguna, þá varðar það fangelsi allt að 6 árum.
Ef aðeins er um tilraun að ræða, og barnið hefur ekki beðið neitt tjón, má láta refsingu falla niður.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 

Þessi grein er afleiða af 211. gr. sem bíður lágmark 5 ár og hámark 16 ár.  Reyndin er að ekki er ákært í þeim örfáu tilfellum sem komið hafa upp.

Kristján Sig. Kristjánsson (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 10:33

2 Smámynd: Guðmundur Pálsson

Fyrir mér hljómar þetta undarlega. Er konan og barnið í einhverjum skilningi eitt eða barnið framhald konunnar en ekki sjálfstæð lífvera? Setjið orðið faðir í stað orðsins móðir:

Ef faðir deyðir barn sitt í fæðingunni eða undir eins og það er fætt, og ætla má að hann hafi gert það vegna neyðar, ótta um hneisu eða sökum veiklaðs eða ruglaðs hugarástands, sem hann hefur komist í kringum (breyting mín) fæðinguna, þá varðar það fangelsi allt að 6 árum.

Guðmundur Pálsson, 28.3.2007 kl. 11:34

3 identicon

Gaman að tilraun til manndráps er ekki ástæða til refsingar ef um börn er að ræða. Þvílík hneisa.

Maja Solla (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 11:57

4 Smámynd: Tryggvi H.

212 er sérákvæði sem verndar sérstaklega nýfædd börn, eins og 216 veitir fóstri refsivernd. "Tilraunir" til dráps á  barni er fullgild ástæða til refsingar, þó kannski ekki með stoð í 212 gr.

"Árið 1993 gekk héraðsdómur þar sem kona var dæmd í 18 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa deytt fullburða barn sitt í fæðingu" (skýrsla Íslands um framkvæmd samnings á vegum Sameinuðu þjóðanna frá 20. nóvember 1989 um réttindi barnsins) 

Tryggvi H., 28.3.2007 kl. 12:15

5 Smámynd: Tryggvi H.

afsakið, slapp á undan mér athugasemdin,,,,,, vildi hafa sagt að 1993 var jú dæmt á grundvelli 212 gr. hegningarlaga.

Tryggvi H., 28.3.2007 kl. 12:26

6 identicon

hmmmm ... ég sé nú ekki að það sé neitt athugavert við þessi lög, fyrir utan það að morðtilraunin er refsilaus.

er það kannski næsta baráttumál femínistafélagsins að konur megi myrða fólk?

Kevin K. (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 15:59

7 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Kevin K. þú verður aldrei góður sagnfræðingur með svona ályktunarhæfni...

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 28.3.2007 kl. 19:38

8 identicon

Myrði kona barnið sitt í fæðingu eða undir eins og það er fætt og hún gerir það ekki vegna hinna tilteknu ástæðna í ákvæðinu þá fer refsiákvörðun eftir öðru ákvæði, þ.e.a.s. 211. gr. um manndráp.  Í því ákvæði er refsilágmarkið 5 ár og alveg upp í ævilangt.   

211. gr. Hver, sem sviptir annan mann lífi, skal sæta fangelsi, ekki skemur en 5 ár, eða ævilangt.

Löggjafinn hefur ákveðið að refsing fyrir móður sem myrðir barn sitt vegna hinna tilteknu ástæðna geti orðið allra mest 6 ár.  (Þess má geta að í refsimálum er mjög sjaldan dæmd leyfileg hámarksrefsing).  Löggjafinn er með þessari reglu að koma í veg fyrir að konu sem fremji slíkan verknað séu ákvörðuð hærri refsing en almennt er gert skv. 211. gr. fyrir manndráp. 

Rökin fyrir þessu eru hin sérstöku tengsl sem móðir eðli málsins samkvæmt hefur við barnið vegna fæðingu þess.  Eins skringilega og það kann að hljóma þá eru til dæmi þess að konur myrði nýfædd börn sín eða geri þeim hluti sem þær myndu annars ekki gera vegna annarlegs ástands sem má rekja til hinna líkamlegu afleiðinga fæðingarinnar.  Þetta eru vafalaust afar óalgeng tilfelli en geta þó vel átt sér stað. 

Til glöggvunar mætti minnast á einkenni tengd fæðingu barns eins og fæðingarþunglyndi eða fæðingarsturlun, sjá um þetta:  http://www.doktor.is/Article.aspx?greinid=356  

Þar sem konur fæða jú afkvæmi tegundarinnar og svona getur jú stundum farið þá hefur löggjafanum þótt sanngjarnt að konur sem í annarlegu hugarástandi tengdu fæðingunni eigi að vernda svo að þær fái ekki of háa refsingu.

Deyði hinsvegar faðir – sem engin líffræðileg tengsl hefur við fæðinguna sem slíka – barn sitt verður honum ákvörðuð refsing skv. hinni almennu reglu í 211. gr. og á hann þá von á hærri refsingu. 

Reglan er skynsöm og hún verndar konur.

Daði Ólafsson (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 01:16

9 identicon

Einnig má benda á að tilraun skv. ákvæðinu er ekki refsilaus.  Hér er einungis um heimild til niðurfellingar á refsingu að ræða.  Yrði slíkt metið með hliðsjón af málavöxtum í hverju máli fyrir sig.  

Daði Ólafsson (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 01:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband