Auglýst eftir karlmönnum

... í baráttuna gegn vændi! Nú eru umræðurnar komnar á fullt - og mikið afskaplega væri ég glöð ef þetta væri ekki barátta kvenna á móti körlum heldur gætu sem flestir sameinast í baráttuna gegn vændi - sérstaklega karlmenn! 

Ég er mikið að spá í að stinga upp á því að konur haldi sig fjarri umræðunni... og eingöngu karlar taki þátt! Hvernig lýst ykkur á það? Smile

Pointið er þá að sjá hvað þetta er mikið hitamál hjá karlmönnum.

Eru konur þær sem sjá um þessa baráttu með stuðningi einstaka karlmanns - en restin sáttir við vændið?  Eða er meirihluti karlmanna á móti vændi og eru þeir tilbúnir til að berjast gegn því?

Ég er nokkuð forvitin að fá að vita hvernig slíkt kæmi út, þ.e.a.s. ef þetta væri karla á milli!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 

Ég dái Katrínu Önnu obinberlega og hef líka lýst hana obinberlega hetju þess vegna vonast ég til að hún stígi skref á móti mér og telji mig til karlmanna og það sem meira er karlmann sem hef hina verstu andstyggð á karlmönnum sem voga sér að verja vændi. Ég lýsi yfir og hef marg lýst því yfir að þeir sem kaupa vændi eru ekkert annað en kynferðislega misþroskaðir líka þeir sem verja vændi.

Sem mjög ungur maður gekk ég um "Rauðuljósahverfið" í Amsterdam sem hafði verið margrómað í mín eyru, mér gekk illa að finna þessa götu og er reyndar ekki fullviss um að ég hafi fundið hana vegna hins mikla skorts á glæsileika sem ég hafði búist við. Við mér blasti ömurlegur viðbjóður konur í klefum út í glugga. Á leiðinni þangað hafði ég ljósmyndað aðframkominn eiturlyfjasjúkling og notaði hann sína lémagna krafta til að bæja mér frá og mótmæla myndatökunni. Einnig gerði ég þann ljóta leik að ljósmynda stúlkurnar í gluggunum, þær sýndu sömu viðbrögð og börðu í gluggan í mótmælaskini, þetta var nefnilega tímabundið ástand hjá báðum og þegar þau kæmust út úr þrældómnum og yrðu fræg td. sem meðlimir í ráðherraráði EU þá væri ekki gott að einhver lúði ætti af þeim mynd úr fyrra lífi. Enginn lifir þrældóm án þess að hugsa sér hann tímabundið ástand.

Kristján Sig. Kristjánsson (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 21:12

2 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Hehe.... ætlaði nú alveg að halda mig í burtu - en já Kristján, að sjálfssögðu tel ég þig til karlmanna... Ég var bara að auglýsa eftir fleirum karlmönnum í umræðuna þér til liðsinnis og láta hina vita sem voru búnir að bjóða sig fram í baráttuna að nú er lag að láta ljós sitt skína

ps. Jana - nei vændi er ekki elsta atvinnugrein í heimi. Það er mýta...  

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 27.3.2007 kl. 21:30

3 Smámynd: Sylvía

úfff

Sylvía , 27.3.2007 kl. 21:30

4 Smámynd: Björn Heiðdal

Kæra Katrín.

Ég er eindregið á móti vændi hvort sem hóran er hamingjusöm eða ekki.  Karlar sem eiga í vandræðum með sín kvenna og kynlífsmál sbr. upptalningu herra Sven Mánsson.  Karlar sem fá lítið eða bara ekkert eiga auðvitað að láta hórur í friði.

 Allar konur hafa rétt á að karlar láti þær vera og séu ekki að hugsa um líkama þeirra.  Besta leiðin til að hætta að hugsa um kynlíf er lestur góðra bóka.  Titlar eins og "Do it yourself", "Strong hands" og "Man´s best friend" koma að gagni.  Ekki má síðan gleyma vel skrifuðum blogum t.d. er Jón Valur Jensson með góðan blogvef. 

Björn Heiðdal, 27.3.2007 kl. 21:31

5 Smámynd: Halldóra Halldórsdóttir

Mikið er þessi klisja um elstu atvinnugreinina orðin þreytt. Dettur einhverjum raunverulega í hug að fólk hafi ekki byrjað að stunda aðra arðbæra iðju í fornöld? Á meðan fólk kýs að afgreiða þessi mál með klisjum þá verður ekkert áfram komist.

Góð hugmynd KA.

Kristján; það er rétt að allir hugsa sér þrældóminn sem tímabundið ástand sem muni taka enda.

Halldóra Halldórsdóttir, 27.3.2007 kl. 21:33

6 identicon

Ég hef bæði í ræðu og riti fordæmt vændi í langan tíma.  Einnig hef ég fordæmt svokallaða nektarstaði enda aðeins ein af mörgum birtingarmyndum þess sem ég kalla misnotkun á bágri stöðu einstaklinga.  Kemur þessi fordæming mín til af reynslu minni af baráttu gegn mansali á Balkansskaganum og þeirri þekkingu sem ég hef aflað mér um það sem raunverulega gerðist og gerist í kringum kynlífs- og nektarstaðaiðnaðinn hérlendis og erlendis. 

Auðvitað get ég ekki fullyrt að enginn stundi vændi eða nektardags sjálfviljugur.  Það getur enginn fullyrt.  Hitt er annað mál að slíkt fólk er ekki nægilega margt til að manna þennan iðnað.

Það þarf ekki mikla viðskiptafræðimenntun til að reikna það út að hinir svokölluðu nektarstaðir, eða kampavínsklúbbar, gætu alls ekki borið sig ef ekki kæmi til einhverskonar ólögleg starfsemi.  Þetta blasir við öllum.

Sjálfur hef ég ekki viljað beita refsingum vegna vændis, hvorki við sölu né kaupum.  Mér finnst sorglegt þegar fólk selur líkama sinn en lítilfjörlegt og siðlaust þegar fólk kaupir slíkt.   En refsingar gegn vændiskonum/körlum bitna á fólki sem þjáist meðan refsingar gegn þeim sem misnota stöðuna valda því að fyrirbærið (þ.e. mangið) fer niður í undirheimana þannig að ómögulegt verður að nálgast þolendurna og koma þeim til bjargar.

Flestir segja að ég geri úlfalda úr mýflugu (og benda á eitthvað sem þeir kalla elstu atvinnugrein í heimi) en ég fullyrði að ég geri síst of mikið úr þessu máli með því að segja að mansal og misnotkun bágstaddra á þessu sviði er það sem ber þennan mikla iðnað uppi bæði hér og erlendis.

Hreiðar Eiríksson (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 21:38

7 identicon

 

"er ekki vændi elsta atvinnugrein í heimi ? verður ekki vændi alltaf til í hvaða formi sem er ? eru ekki til vændismenn ? þarf þetta alltaf að snúast um konur....."

Nei nei. Í annað skipti var ég í Kairo með kirkjukór við píramítana þegar 8 til 9 ára strákur vindur sér að mér og bíður leiðsögn sem ég þáði, að lokini leiðsögn spurði hann hvort hann geti boðið eitthvað fleira, ég virði hann stutta stund fyrir mér og spyr "getur þú útvegað vændiskonu"? Svar: "No but I shall fuck you" "No" sagði ég og bjóst til að ganga burt. Hann kallar á eftir mér "I shall give you extra fuck because Kristmans". Þegar ég sagði kórfélögunum frá þessum atburði olli það hneigsli hvernig mér dytti í hug að trúa stráknum og sennilega væri ég að ljúga.

Seinna um daginn fórum við í teppaverksmiðju, þar voru fjögra til tíu ára börn að hnýta teppi. Kórfélögum bar saman um hve sætt þetta væri að börnin kæmust á sex ára samning við að hnýta teppi og húsnæði og fæði innifalið struku jafnvel einstaka barni um kinn. Ég benti félögum mínum á að þessi börn væri réttir og sléttir þrælar. Margir félaganna tóku andköf yfir ósvífni minni í garð blessaðra barnana og minntust sumir atburðar fyrr um daginn að ómerk væru ómaga orðin.

Það er þetta sem baráttan gegn vændi snýst, að opna augu fólks fyrir hryllingnum, samþykkja ekkert, líða ekkert fordæma allt og alla sem vilja líða eða horfa framhjá hverskonar þrældómi.

Kristján Sig. Kristjánsson (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 21:50

8 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Vændi er slæmt, hvernig sem á það er litið. Hvort það er elsta atvinnugrein í heimi eða ekki skiptir akúrat engu máli. Finnst dálítið undarlegt að löggjafinn skuli vera að setja skattalegar reglur um þetta sem varða meðal annars visrðisaukaskatt! Varla að hægt sé að halda uppi umræðu um varnir gegn þessu meðan sett eru lög frá Alþingi um hvort fyrsti, annar eða þriðji aðili eigi að greiða vaskinn af "þjónustunni"

Halldór Egill Guðnason, 27.3.2007 kl. 21:58

9 identicon

Ég vill ekki vændi og ekki "sænsku leiðina" heldur. Sænska leiðin dregur ekki úr eftirspurninni að mínu mati (og reyndar hafa bæði danskar og norskar rannsóknir sýnt það sama) og því tilgangslaus leið. Ég myndi aldrei nenna að berjast gegn einhverju með leiðum sem ég trúi ekki á. 

manuel (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 21:59

10 identicon

Væri ekki skemmtilegra að gera þetta í báðar áttir, ég vil endilega fá konur sem eru fylgjandi vændi til að tjá sig.  Konur sem trúa á frelsi einstaklings til að stunda þá atvinnu sem hann kýs. 

Skarphéðinn (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 22:03

11 identicon

Ef fólk í vændi er að þessu af algerri neyð, mun það fólk ekki finna aðrar leiðir til að fjármagna hvað það sem það vantar öðruvísi, svo sem með innbrotum eða ránum?

Allavega næst þegar ég sé vændismann mun ég segja við hann: get a real job!

Haraldur Gunnarsson (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 22:32

12 identicon

Vændi hefur altaf verið til staðar og verður um ókomna framtíð tel ég. Skapari himins og jarðar hinn óviðjafnanlegi og stórkostlegi guð hefur eitthvað feilreiknað sig í skiptíngu á "þörfinni" Hvernig stendur á því að það virðist meiri eftirspurn eftir kynlífi hjá körlum en konum. Getur það verið út af þessari umræðu sem á sér stað? Að konan sé veitandi og karlinn er þyggjandi. Mér finnst alveg nauðsynlegt að menn fari að viðurkenna að það sé sjálfsagt að karlmenn kaupi sér þjónustu gleðikvenna, þar sem sú "þörf eða þjónusta" sé ekki í boði eftir öðrum leiðum. Gæti aukið aðgengi að vændiskonum (eða körlum)ef til vill komið í veg fyrir kynferðisglæpi af alls konar tagi. Einn góður vinur minn sem var að réttlæta það að hann og fleiri vinir hans fóru þrisvar á ári til póllands og annarra austantjaldsríkja til að stunda kynlíf í akkorði sagði alltaf að íslenskar eiginkonur væru miklu dýrari eiginkonur vegna þess að drátturinn kostaði oft eina eldhúsinnréttingu (500.000) hjólhýsi eða eitthvað álíka. Látum þetta nægja í bili. Ég mun koma með fleiri og betri rök fyrir því að leyfa vændi síða bestu kveðjur. Vestfirðingur

Sigurður J. Hafberg (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 23:46

13 identicon

Smá viðbót við fyrri færlsu. Hver ákveður það að atburðurinn að skiptast á blíðu og peningum (eða eldhúsinnréttingu) sé í eðli sínu rangt. Ef það á annað borð særir blygðunarkennd fólks að einhver greiði með einhverjum hætti fyrir blíðu annars er þá ekki rétt að spékúlera í því hvort það sé ekki rangt að fólk sé fást við slíkt nema í þeim göfuga tilgangi að fjölga mannkyninu eins og biblían uppáleggur. Hver er tildæmis eðlismunur skyndikynna og kynlífs yfirleitt og kynlífs gegn greiðslu yfirleitt? Spyr sá sem ekki veit. Ýmsum gæðum þessa lífs er misskipt eins og flestir vita.  Það eiga ekki allir kost á að gera það sem hugurinn girnist, hvort sem varðar menntun, ferðalög osfrv. Sama gildir um kynlíf. Ég held (án þess að vita það með fullri vissu frekar en neitt annað) að meginhluti þeirra manna sem kaupa sér blíðu annarra geri það af góðum hug með fullri virðingu fyrir seljanda. Ég þekki marga sem hafa selt sál sína (fyrir lítið) er það skárra ég bara spyr. góðar stundir

Sigurður J. Hafberg (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 00:15

14 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Skoðanir mínar á vændi hafa breyst verulega með árunum. Eða öllu heldur: Lengi hafði ég eiginlega engar skoðanir á þessu, ekki frekar en ýmsum hlutum sem maður taldi sjálfsagða, svo sem sérstökum mjólkurbúðum eða sjónvarpsleysi á fimmtudögum. Umræða síðustu ára, kannski öfgakennd á köflum,, að ýmsum finnst, hefur vissulega vakið mig til umhugsunar. Ekki er svo langt síðan ég áttaði mig á nánum tengslum vændis og mansals, svo dæmi sé tekið.

Hlynur Þór Magnússon, 28.3.2007 kl. 01:12

15 identicon

 

Svona vitlaus eða ómerkilegur er Sigurður Hafberg ekki. Bann við kaupum á vændi, eða skerping á 196. gr. hgl. er ekkert annað en lögfesting á grundvallarmannréttindum. Það sem yrði öðruvísi við lögfestingu þessa mannréttindaákvæðis umfram önnur er hve víðtæks stuðnings bannið nýtur.

Kristján Sig. Kristjánsson (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 01:34

16 identicon

Í athugasemdum með frumvarpinu um lögleiðingu vændis hér kemur fram kjarni málsins en samt var það lögleitt á dögunum:

"Í öðru lagi er það sjónarmið, sem vegur mun þyngra, að þeir sem hafi viðurværi sitt af sölu kynlífs séu í flestum tilvikum illa settir andlega, líkamlega og félagslega. Þeir séu yfirleitt þolendur sjálfir, t.d. vegna fátæktar, fíkniefnaneyslu eða kynferðislegrar misnotkunar (samkvæmt upplýsingum Stígamóta hafa 65–85% kvenna sem stunda vændi orðið fyrir einhvers konar kynferðislegu ofbeldi)."

Það hefði þá verið nær að fara sænsku leiðina og gera það ólöglegt að kaupa hér vændisþjónustu en það er oft lítið vit í litlum kolli.

Steini Briem (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 01:37

17 identicon

 

Smá hundalógíg:

Með banni á vændiskaupum en leyfi á vændissölu er ekki vegið að hinu eftirsótta "frelsi" til ástundunar vændis, þannig geta allir unað við sitt.

Kristján Sig. Kristjánsson (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 01:42

18 identicon

"Svona svipað og að kalla allt klám ofbeldi eins og femínistar eiga til !"  Það eru nú ekki aldeilis bara feministar sem eiga til að kalla allt klám ofbeldi. Merkilegt hvað þarf alltaf að láta feminista líta út eins og einhverjar herfur, eins og þær séu einar um einhverjar skoðanir sem kannski stór hluti allra kvenna OG karla eru sammála um.

Maja Solla (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 12:15

19 identicon

né er ég búin að sitja fyrir framan tóman athugasemda gluggan í dágóða stund allveg kjaftstopp. ég er buin að lesa þessa vændisumræðu nokkuð vel. bloggin finst mer nokkuð góð og það eru fullt af góðum kommentum, en eru virkilega til þeir sem eru beinlínis fylgjandi vændi. já það er svosem eithvað sem eg  vissi fyrir en það breytir því ekki að við að lesa rökin og að minu mati vitleisuna sem kemur uppúr fólki. "Vændi er ekki það sama og mannsal ekki frekar en útihátið er það sama og nauðgun eða ferðalag til Tælands er það sama og barnaníð." þvílik vitleisa... það getur vel verið að einhvertima hafi kona ákveðið að selja likama sinn án þess að vera í þeim hræðilegu aðstæðum sem oftast neyða konur út í vændi. Kanski skilur fólk ekki eða gleymir að hugsa útí að það eru nauð önnur en bara sú að snúið sé uppá handleggin á þer og sam gerðu eins og ég segi, flestir foreldrar mundu tildæmis láta sig hafa ansi margt til að fæða börnin sín.

Ég ættla lika að segja að konur hafa gaman af kynlífi. Meira að segja jafn gaman og karlar. Hér á undan hélt einhver framm að "þöfinni" hefði verið misskipt sem ég held reyndar að sé rangt, nema kanski á meðan við erum 17ára þar sem drengjum er kanski gefinn full stór skamtur af þessari þörf. Kynlíf er eithvað sem konur og karlar eiga að njóta og til þess að njóta þess þarf maður sjálfur af fúsum og frjálsum vilja að velja sér þá eintaklinga sem maður stundar það með. það er ekkert minna ógeðfellt fyrir konu að stunda kynlíf með karlmanni sem hun girnist ekki kynferðislega helduren fyrir karl sem ekki girnist konu. Það er ekkert sem réttlætir það að einn né neinn stundu kynlíf með einhverjum sem honum er sama um, sama hvort kylífið (ef rétt er að kalla það það) skilji eftir sig varanleg sár á sál hinns aðilans, og skili síðan "drættinum" aftur út á götuhorn. Og þá er allveg sama hvort sá hin sami hafi verið á þörfinni í lengri eða skemri tíma.

Benedikta Valtýsdóttir (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 19:43

20 identicon

 

Málið er löngu útrætt og tími til aðgerða þe. lagasetningar.

Kristján Sig. Kristjásnsson (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 20:28

21 identicon

Að banna vændi af því að það fer í taugarnar á feministum er sorglegt.  Að banna þetta er líka bara til þess að það verði neðanjarðar og mannsal geti átt sér stað.  Ef það á virkilega að útrýma mannsali á að leyfa þessa atvinnustarfsemi.  Hafa eftirlit með löglegri atvinnustarfsemi og sjá til þess að ekkert mannskal tíðkist.  Þetta er þjónustugrein sem býður upp á há laun fyrir litla vinnu. 

Bann er bara til þess a sópa þessu undir teppið.  Ef það væri virkilega markmið feminista að stöðva mannsal, ætti það að vera markmið 1, 2 og 3.  Mér finnst hreint út sagt viðbjóðslegt hvernig feministar nýta mannsal til að reyna að þvinga fram bönn gegn öllu sem fer í taugarnar á þeim.  Það grefur undan baráttunni gegn mannsali sem er ófyrirgefanlegt. 

Skarphéðinn (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 22:47

22 identicon

Hvað er heimavinnandi kona sem sefur hjá manninum sínum og lifir á laununum hans annað en vændiskona ??? Hvar er skilgreininginn á vændi?

Sigfus (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 00:35

23 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Ætli það sé ekki best að eftirláta öðrum karlmönnum að svara þér - einmitt afar fróðlegt að sjá hvort eiginmenn almennt líti á eiginkonur sínar sem hórur... Heldurðu að það sé líklegt eða að þú sért kannski í minnihluta?

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 29.3.2007 kl. 00:40

24 identicon

Ég sagði aldrei að mér findist þetta, en þetta er aftur á móti umhugsunarvert.

Ég vona að það séu fáir sammála mér, annars væru þeir staddir í slæmum samböndum.

Sigfus (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 01:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband