Gott að vera í forystu

Hjartað í mér tók kipp þegar ég las í Fréttablaðinu í morgun að búið væri að jafna verðlaunafé kvenna og karla á Wimbletonleikunum. Ekki að þetta hafi verið nýjar fréttir - það eru nokkrir dagar síðan þetta birtist fyrst í fréttum. Gleðin stafaði af því að ég hugsaði um þegar verðlaunaféð var jafnað í Landsbankadeild kvenna og karla hérna heima. Það er gaman að vera í forystu í jafnréttismálum. Það er eitthvað sem gerir mig stolta af því að vera Íslendingur... 

Við höfum sama tækifærið upp á borðum núna varðandi klámið - getum tekið forystu í baráttunni gegn kláminu. Það er undravert að nást skyldi þverpólitísk samstaða um málið, bæði í borgarstjórn og á alþingi. Ég held að pólitíkusar séu kannski að átta sig á alvöru málsins og að þetta sé lykilatriði í baráttunni gegn vændi, mansali og kynferðisofbeldi.

En það er skrýtið að fylgjast með fjölmiðlum. Nokkrir hafa barið sér á brjóst og lýst því yfir að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar hafi viljað fá klámhópinn til landsins í kjölfar þess að Fréttablaðið birti niðurstöður úr könnun sinni. Það er hins vegar rangt að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar hafi viljað fá hópinn til landsins. Á meðal kvenna var skiptingin nokkuð jöfn. Rétt tæpur meirihluti sammála ákvörðun Hótel Sögu og rétt rúmlega helmingur kvenna á móti. Hjá körlum var skiptingin hins vegar þannig að þar er hægt að tala um yfirgnæfandi meirihluta - mig minnir að þar hafi skiptingin verið ca 70/30. Segir sitt um mismunandi afstöðu kynjanna...

Heildarniðurstaðan úr könnuninni, óháð kyni, var að 61% voru á móti ákvörðun Hótel Sögu. Þetta er kallaður yfirgnæfandi meirihluti af sumum. Ég vona að þeir hinir sömu muni það næst þegar talið berst að kynjaskiptingu í þrískiptu valdi lýðræðisins - þar sem karlar eru með yfirgnæfandi meirihluta - og sumir stefna á 60/40 skiptingu sem "sanngjarna" skiptingu...

En annars gaman að sjá að stjórnmálamenn eru að taka á þeirri vá sem stafar af klámiðnaðinum - án þess að vera með popúlismann efst á blaði... það er slæmt að fylgja fordæmi klámhundanna í hvort gripið skuli vera til aðgerða eða ekki. Það er einfaldega of mikið í húfi. 

Má svo til að bæta því við að ég er sannfærð um að niðurstöður könnunar Fréttablaðsins hefði orðið allt öðruvísi ef fólk hefði vitað hvers konar efni var að finna á heimasíðum væntanlegra þátttakenda. Fjölmiðlar mega gjarnan taka til umhugsunar hvort þeir hafi komið því til skila...  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég sá ekki þessa könnun frétta blaðsins, en grunar Eyja hitti naglann á höfuðið varðandi þær spurngingar sem lagðar voru fram.

Varðandi þessa klámþingsumræðu alla, þá finnst sorglegt hversu margir sem hrópuðu hæst um brot á mannréttindum virðast ekki gera sér ljóst að löglegt klám er mjög oft, ef ekki alltaf, fjármagnað af alþjóðlegum glæpahringjum, sem sækjast eftir að skýla sér á bak við slíka löglega starfsemi. Í skjóli hennar þrífst svo annað og verra, og mannréttingabrot eru framin daglega sem taka langt fram því sem þeir vilja álíta það hafa verið að segja klámhópnum upp gistingunni. 

Greta Björg Úlfsdóttir, 28.2.2007 kl. 14:21

2 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Ég held reynar að þetta hafi verið símakönnun en ekki netkönnun. Það var í það minnsta hægt að tengja niðurstöðurnar við kyn og stjórnmálaflokk... En já, það er mikil vanþekking - eða vísvitandi blinda, myndi ég segja, á áhrif klámiðnaðarins.

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 28.2.2007 kl. 17:49

3 Smámynd: FLÓTTAMAÐURINN

"Varðandi þessa klámþingsumræðu alla, þá finnst sorglegt hversu margir sem hrópuðu hæst um brot á mannréttindum virðast ekki gera sér ljóst að löglegt klám er mjög oft, ef ekki alltaf, fjármagnað af alþjóðlegum glæpahringjum, sem sækjast eftir að skýla sér á bak við slíka löglega starfsemi."

...............

FLÓTTAMAÐURINN, 28.2.2007 kl. 22:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband