Veistu?

Veistu muninn á:

Klámi, klámvæðingu, kynlífsvæðingu, erótík, nekt, hlutgervingu, staðalímyndum, kynlífi, kynferðislega opinskáu efni?

Spurning hvort þetta þurfi ekki að vera næsta umræðuefni...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þessi frávikning fólks hvaðanæva að úr heiminum vegna skoðana sinna er sorgardagur íslenskrar menningar.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 23.2.2007 kl. 22:13

2 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Það er bara alls ekki umræðuefnið hér! Lestu aðra þræði ef þú vilt kynna þér það mál... Er svo grimm í að henda út athugasemdum þessa dagana að þráðarrán gætu alveg bæst á listann

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 23.2.2007 kl. 22:23

3 Smámynd: FLÓTTAMAÐURINN

Endilega fræddu mig um muninn á nekt, erótík og klámi. Ég er mjög spenntur fyrir því að sjá viðhorf þín þar.

FLÓTTAMAÐURINN, 23.2.2007 kl. 22:38

4 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Ekki að ég geti útskýrt þetta í stuttu máli... enda flókin fyrirbæri og stundum öll samofin. 

En mig langar ekki til að byrja að láta móðan mása... væri skemmtilegra að heyra frá öðrum fyrst  

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 23.2.2007 kl. 22:52

5 Smámynd: FLÓTTAMAÐURINN

Ég skal þá byrja og ætla að gera það myndrænt, taka skal fram að þegar smellt er á neðan greinda linka þá kemur efni sem gæti sært blygðunarkennd fólks:

Nekt: http://ipostnaked.com/user/contri/contri.php?contriID=19196

Erótík: http://ipostnaked.com/user/contri/contri.php?contriID=18765

Klám: http://www.121whores.com/b21/185.html

Þetta er alla vegana mín sýn á málið og þó að ég skilji ef þú eyðir færslunni útaf linkunum þá myndi ég vera mjög spenntur fyrir að heyra þitt álit á minni sýn. 

FLÓTTAMAÐURINN, 23.2.2007 kl. 23:21

6 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Ok - fyrir það fyrsta þá finnst mér áhugavert að þú setjir enga linka á karla

Sé svo að ég þarf alltof langan tíma í svarið og hef ekki tíma akkúrat í augnablikinu - hvernig væri að þú færir yfir hin hugtökin og tengdir við myndirnar? Hvað með hina þættina sem ég taldi upp fyrir utan klám, nekt og erótík?

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 23.2.2007 kl. 23:32

7 Smámynd: FLÓTTAMAÐURINN

Þetta með kallalausu linkana skýrist nú einfaldlega af því að ég er gagnkynheigður karlmaður og hef nú meiri ánægju af að sjá naktar konur en kalla;)

ÉG ætla að segja pass við hina þættina, vona að þú fyrirgefir mér það.

FLÓTTAMAÐURINN, 24.2.2007 kl. 00:14

8 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Okkur vantar klárlega skilgreiningar á fullt af orðum sem tengjast kynlífssviðinu áður en umræðan þessi mál getur farið á vitsmunalegt plan. Skrifað einmitt litla athugasemd um þetta í bloggið mitt fyrir skömmu.

Greta Björg Úlfsdóttir, 24.2.2007 kl. 14:35

9 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Skoðaði línkana hans Dóra og er nokkuð sammála hans flokkun, nema hvað mér finnst kynfærasýning stúlkunnar í miðflokknum heyra undir klám. Nakta stúlkan finnst mér bosmamikil og sæt!

Greta Björg Úlfsdóttir, 24.2.2007 kl. 14:43

10 Smámynd: Ragnar Þór Pétursson

Mér finnst nú frekar spurning hvort þetta hefði ekki átta að vera fyrra umræðuefnið, þ.e. umræðan um hverjum ætti að meina komu til landsins og hversvegna hefði síðan átt að vera næsta umræðuefnið.

Ragnar Þór Pétursson, 24.2.2007 kl. 15:46

11 identicon

"sorgardagur íslenskrar menningar."??

Sorgbitin er röddin rám

í rústum liggur menningin.

Heima syrgir Heimir klám

hans er mögnuð kenningin.

Már Högnason (IP-tala skráð) 24.2.2007 kl. 15:58

12 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ragnar Þór, ég fæ nú ekki skilið að þú getir stjórnað því hvaða umfjöllunarefni hún Katrín velur sér hér á sinni eigin bloggsíðu.

Vilt þú ekki bara halda áfram með þá umræðu á þinni eigin síðu? 

Er þetta annars ekki frábært dæmi um forræðishyggju, að vilja stjórna því hvaða spurningar aðrir setja fram á bloggsíðum sínum? 

Greta Björg Úlfsdóttir, 24.2.2007 kl. 16:02

13 Smámynd: Ragnar Þór Pétursson

Ég skil þig ekki Greta. Hví er þér sárt um hvaða áhrif ég hef á þær umræður sem Katrín velur sér, þegar þér er fullkomlega ósárt um að amast við því sem ég skrifa? Er mitt innlegg frekar til marks um forræðishyggju en þitt?

Annars var athugasemd mín sett fram í góðu einu og í henni kenndi engrar heiftar eða andúðar gagnvart málshefjanda.

Hún mín laut einungis að orðalaginu: „Spurning hvort þetta þurfi ekki að vera næsta umræðuefni...“

Mér hefði þótt skynsamlegt, í ljósi aðstæðna, að þeir punktar sem hér eru nefndir hefðu verið ræddir fyrst á almennum vettvangi, áður en gripið væri til aðgerða sem byggðust á þeim.

Hefði þótt það eðlilegt.

Ragnar Þór Pétursson, 24.2.2007 kl. 16:15

14 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ragnar, það er auðvitað rétt hjá þér að ég á svo sem ekkert með að vera að svara fyrir Katrínu á hennar bloggi. Málið var það að hún var búin að benda á það fyrr hér í kommenti að það umræðuefni sem hún lagði upp með í færslunni væri skilgreining orða, en ekki réttmæti þess að vísa erlendum "ráðstefnu"gestum frá gistingu á Hótel Sögu.

Greta Björg Úlfsdóttir, 24.2.2007 kl. 18:18

15 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Vildi aðeins ítreka hennar eigin orð.

Greta Björg Úlfsdóttir, 24.2.2007 kl. 18:21

16 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Örstutt - þar sem ég hef ekki tíma.

Nekt - það er nekt í öllum myndunum Síðan er spurning hvað annað er í gangi. Þriðja dæmið er klárlega klám... Dæmi nr 2 er snúnara. Veit ekki alveg hvort ég myndi skilgreina þær myndir sem klám. Hugsanlega kynfæramyndirnar en hinar ekki. Öll umgjörðin er tengd klámvæðingunni - súlan, uppstillingin og þar fram eftir götum. Ef dæmi 1 og 2 eru skoðuð - þ.e. vettvangurinn þá sést að þetta er síða þar sem gefa á konunum einkunn. Sú einkunn byggist einungis á líkamlegum þáttum. Þarna kemur hlutgervingin inn í - konur smættaðar niður í líkama eingöngu þar sem manneskjan skiptir engu máli. Segi þetta alveg óháð hvernig myndirnar eru... þarna er það umgjörðin sem spilar stórt inn í. 

Varðandi þetta með karlmennina og að setja enga karlmenn... á þeim grundvelli að vera gagnkynhneigður kk. Hið opinbera rými hefur í gegnum tíðina verið skilgreint af kk. Þar var ekki staður konunnar hér áður fyrr. Þegar verið er að vísa til þess að okkar umhverfi sé í raun séð út frá sjónarhóli hvíta, gagnkynhneigða karlmannsins... þá er þetta ágætis dæmi til að skilja það. Þar sem kk eru ekki mikið fyrir að horfa á bera kk (eins og sagt var í auglýsingu fyrir jól...) þá sést ekki mikið af þeim í opinberu rými. Hins vegar finnst kk gaman að horfa á berar konur og þar af leiðandi sést mikið af þeim í opinberu rými. Það hvort konur hafi gaman af að horfa á bera karlmenn - eða berar konur, verður secondary. Þeirra sjónarhorn er ekki representerað í opinbera rýminu/umhverfinu til jafns á við kk.

Læt þetta duga í bili. Meira seinna þegar tíminn er meiri. 

Ragnar - þessi umræðuefni koma vel til greina sem seinni tíma mál - þ.e. hvar setjum við mörkin og eru einhver mörk?  

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 24.2.2007 kl. 18:38

17 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Meira um myndirnar hans Dóra:

Þó mér hugnist vel myndirnar af fallegu, brosmildu, þéttu, sjálfsöruggu og nöktu konunni, þá hugnast mér alls ekki að það eigi að gefa henni einkunn á skalanum frá 1-10!

Um þær sem hann setur í erótíska flokkinn: Mér finnst stelpan nokkuð krúttleg. Á sumum myndanna eru stellingarnar þannig að manni virðist hún bjóða fram kynfæri sín til mökunar, þess vegna flokka ég þær sem klám, því í sjálfu sér sé ég svo sem ekkert að því að kynfæri sjáist á myndum.  Ég er sammála Katrínu með að umhverfið á myndinni er "súlustaðalegt" sem setur myndirnar í visst samhengi. Sem konu finnast mér þessar myndir ekki sérlega erótískar, en ég er auðvitað kvenkyns og þess vegna kannski ekki dómbær. Á mig virka þær frekar sem myndir af berrassaðri, lítilli stelpu sem sýnir á sér pjölluna!

Þriðja linkinn þarf ég ekki að ræða, þar er klárlega um klám að ræða, hversu gróft geri ég mér ekki grein fyrir, þar sem ég skoðaði hann ekki náið, leiðist að horfa á endalausar myndir af kynfærum. (Get ómögulega séð hvað er æsandi við það).

Greta Björg Úlfsdóttir, 24.2.2007 kl. 19:22

18 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Fíla konur mydnir af berum karlmönnum! Vissulega, en það er ekki nóg að þeir renni niður rennilásnum og sýni djásnin, það þarf vissa umgjörð og stemningu í mynd af þessu tagi til að hún hrífi!

Ég skil vel að hann Dóri setji ekki línk á myndir af körlum, því mér sýnist á öllu að hann sé í hópi hinna dæmigerðu ungu, gagnkynhneigðu, hvítu karla sem ekki hafa velt reynsluheimi kvenna mikið fyrir sér. En nú er ég kannski á leið að yfirtaka þennan kommentaþráð, svo það er best að ég stoppi við.

Greta Björg Úlfsdóttir, 24.2.2007 kl. 19:49

19 identicon

Gott hjá herra Erlingi að koma vefsíðunni haegri.is á framfæri.  Því að með fullri virðingu hefði ég að öðrum kosti ekki haft fyrir því að ramba inn á vef ungsjalla í Garðabænum.

 Þessi setning er annars áhugaverð:

Femínískar jafnaðarkonur aðgreina einstaklinga í tvo hópa. Í öðrum hópnum eru konur og í hinum hópnum eru karlar.

Nú skil ég af hverju frjálshyggjumenn vilja losna við "báknið". Stofnanir á borð við Hagstofuna aðgreina einstaklinga í konur og karla og ef það er slæmt fer maður að skilja málstað frellanna.

hee (IP-tala skráð) 25.2.2007 kl. 19:07

20 Smámynd: FLÓTTAMAÐURINN

Það kemur mér á óvart að skilgreining okkar á klámi er ekki eins fjarlæg og ég hefði haldið en þetta varpar samt ljósi á punktinn sem skilur okkur að.

Þegar búið er að flokka eitthvað sem klám þá er það allt vont segi þið en mín flokkun nær aðeins lengra. Ég vill meina að það séu undirflokkar í kláminu og að venjulegt klám sé ekki þetta vonda fyrirbæri sem þið viljið halda fram. Síðan koma næstu flokkar sem gróft klám og ofbeldisfullt klám. Og þar hugsa ég að við mætumst aftur í okkar skoðunum.

Veltið þessu aðeins fyrir ykkur.

FLÓTTAMAÐURINN, 26.2.2007 kl. 00:44

21 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Dóri ég er alveg á því að til séu nokkrar tegundir af klámi... Hins vegar tengjast þessar tegundir oft á tíðum saman - sérstaklega á vefnum þar sem þú getur nálgast alla flokka á einum stað. Fyrir iðnað sem vill láta flokka sig í "good and the bad" þá meikar það ekki sens. Fyrirhugað klámþing einmitt gott dæmi um þetta... Á vefsíðum þátttakenda var að finna alls kyns tegundir af klámi - oft í einum hrærigraut. Þá kemur spurningin - ef þetta er ekki allt tengt saman af hverju er þá fólk sem vinnur að mism. tegundum af klámi að hittast til að eiga viðskipti sín á milli? Ef fólk ætlar að verja allan klámbransann eins og hann leggur sig á þeirri forsendu að hluti af þeim myndum sem var að finna á síðum þátttakenda flokkist ekki sem gróft klám eða sem ofbeldisfullt klám - í hvaða skjóli þrífst þá ofbeldisfulla klámið?

En klámið er aðeins ein hlið á klámvæðingunni - öll hin hugtökin sem ég taldi upp í byrjun skipta máli upp á jafnrétti kynjanna - og þá virðingu og viðhorf sem ríkja á milli kynja. 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 26.2.2007 kl. 10:07

22 identicon

Þegar við höfum tekið út nektina/klámið er þá ekki komið af afþreyingarofbeldinu?

Davíð Halldór Lúðvíksson (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 16:40

23 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Geturðu útskýrt betur?

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 27.2.2007 kl. 17:20

24 identicon

Það eru hengingarlög sem núþegar taka á hinum og þessum myndum kláms hvernig sem það er svo skilgreint, nekt getur t.d. verið ákveðið form af klámi, það fer öllu eftir samhengi raunveruleikans auk þess persónubundið hvað mér þykir vera klám og hvað ömmu minni eða móður þykir vera klám, ég get ekki gert mér í hugarlynd um hvað þeim eða þér finnst um net eða klám.

Ég sá t.d. form af klámi í tölvupósti sem ég skrifaði um á blogginu mínu en þar voru karlar sem voru í því samhengi.

Ofbeldi í sjónvarpi eins misbeiting á valdi og kemur oftast niður á þeim sem minna meiga sín og bitnar oftar en ekki á konum.

Davíð Halldór Lúðvíksson (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 18:37

25 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Og hvað heldur þú að verði stutt í að við verðum búin að taka út klámið?

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 27.2.2007 kl. 21:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband