Þrjár góðar fréttir á einum degi

Valgerður Sverrisdóttir er heldur betur að slá í gegn sem utanríkisráðherra. Hún byrjaði á því að hleypa konum inn og nú talar hún um hvernig það er að vera kona í pólitík - og að hún þekki margar konur sem eru mjög hæfar í öll ráðherraembættinn sem konur hafa aldrei gengt. Mun minna bar á jafnréttisáherslum Valgerðar þegar hún var iðnaðar- og viðskitparáðherra. Ég man samt eftir þegar ég las jafnréttisáætlun ríkisstjórnarinnar að mér fannst stefnan í ráðuneyti Valgerðar einna best. En hvað ætli valdi þessari skyndilegu breytingu? Ég velti fyrir mér hvort það sé ekki einfaldlega að nú er stutt eftir af valdatíma Valgerðar og að hún geri ekki ráð fyrir að halda áfram sem ráðherra eftir kjörtímabilið. Kannski er málið einmitt að nú er hún ekki hrædd um að tapa völdum og þar af leiðandi finnist henni hún geta talað hreint út - og kemst svo bara að því að það að tala hreint út og fylgja sinni hugsjón er einmitt það sem slær í gegn Smile Anyways... er mjög ánægð með Valgerði!

DV virðist vera hætt að birta súlustaðaauglýsingar í blaðinu. Segi nú bara eins og Beta. Bravó! Sigurjón hlaut að taka til eftir að hann tók við.

Þriðja góða fréttin frá því í gær er að borgarstjórn samþykkti ályktun gegn kláminu. Annað Bravó fyrir því. Þetta er mjög stór áfangi í jafnréttisbaráttunni - enda er þessi málaflokkur einna þyngstur í vöfum í baráttunni í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Þór Strand

Af því að þið feministar talið mikið um jafnrétti í stjórnmálum þá var ég á opnum fundi hjá samfylkingunni í Stykkihólmi á mánudaginn var, þar voru mættir um 30 manns en af þeim voru bara 7 konur sem þíðir að þið ættuð bara að fá eitt sæti af fjórum í þeim flokki miðað við áhuga.  Og af því að þú segist vera talskona feministafélagsins þá er mér spurn hvort það nafn er rétt og félagið hætti kannski heldur að heita femifasistafélagið því málflutningur ykkar minnir helst á þá stefnu.  "Okkar skoðun er sú eina rétta og aðrir eru karlrembur og klámhundar"

Einar

Einar Þór Strand, 21.2.2007 kl. 12:44

2 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Frábærar fréttir!

Guðríður Haraldsdóttir, 21.2.2007 kl. 16:10

3 Smámynd: Púkinn

"Valgerður að slá í gegn"?  Manneskja sem er varla mælandi á önnur tungumál og hefur enga menntun fyrir þetta starf.  Einmitt það já....

Púkinn, 21.2.2007 kl. 18:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband