Stefnubreyting

Áhrif klámvæðingarinnar eru greinilega komin í ljós. Hér hefur hver drengurinn á fætur öðrum reynt að réttlæta tilvist ofbeldisfulls kláms og tilvísana í barnaklám. Mér finnst æði fjarstæðukennt að ætla að rökræða við þessa drengi um hvort þessi tegund af klámi sé skaðlaus og í lagi. Bendi þeim bara á að setjast niður með mæðrum sínum og systrum - sýna þeim efnið (ekki ungum systrum samt - verða að vera yfir 18 og vinsamlegast látið aðvörun um efnisinnihald fylgja og samþykki um að ræða málið) og spyrja þær hvort það er í lagi. Hafa síðan í huga að ef þær segja nei þá ættu þeir að hlusta án þess að efna til rifrildis eða rökræðna - svona til að sýna þeim að þeim þyki nú ogguvænt um konur.

Þar sem klámiðnaðinum hefur greinilega tekist að heilaþvo þessa einstaklinga gjörsamlega ákvað ég að breyta um stefnu. Ég hef uppfært athugasemdakerfið upp á security level 2 - nú þurfa óskráðir notendur að gefa upp netfang og staðfesta slóðina til að geta sett inn athugasemdir. Bið skemmtilega, heilbrigða og óheilaþvegna notendur að fyrirgefa þetta aukastúss. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Gott hjá þér - þyrfti að komast í samband til að læra þetta, er þegar búin að fá einn inná mig með romsu einhverjum slóðum!

Edda Agnarsdóttir, 20.2.2007 kl. 20:51

2 identicon

Ég held að þú þurfir að komast í samband við raunveruleikan. Hann er ekki martröð eins og þú heldur fram, hann hefur sína galla. En er einnig góður ef útí það er farið.

Og hættu þessu helvítis bulli og lygum. 

Jón Frímann (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 20:54

3 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Sæl Edda. Þú ferð inn á Stjórnborð, Stillingar, Blogg. Þá færðu upp alls konar stillingar. Fyrir Security Level 2 velurðu:

Hverjir mega skrifa athugasemdir = allir.

Og svolítið neðar:

Óskráðir notendur = Þurfa að staðfesta uppgefið netfang.

Í lokin smellirðu á takkann Uppfæra og þá er þetta komið. Þú sérð líka strax hvaða aðrir möguleikar eru í boði varðandi stillingar þegar þú skoðar þetta.

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 20.2.2007 kl. 20:56

4 Smámynd: Sylvía

gott hjá þér, dáist að orkunni sem þú hefur í að reyna að rökræða við þessa menn.

Sylvía , 20.2.2007 kl. 21:17

5 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

Flott hjá þér.  Mér finnst frábært hvað þú ert dugleg og kraftmikil.  Það er mjög gaman að lesa skrifin þín.

Sædís Ósk Harðardóttir, 20.2.2007 kl. 21:36

6 Smámynd: Brosveitan - Pétur Reynisson

Ég held að því fyrr sem við byrjum að kenna að klám sé niðurbrjótandi afl, því betur verjum við börnin okkar fyrir þeim freistingum sem upp koma seinna meir.  Að kenna að horfa á svona efni er jafngildi því að innbyrða eitur.  Það mengar mann andlega og tilfinningalega og skekkir harkalega sýn okkar á veruleikan. 

Hér þurfum við karlmenn að standa okkur betur og verða fyrirmyndir.

Brosveitan - Pétur Reynisson, 20.2.2007 kl. 21:43

7 identicon

Vill bara benda á að linkurinn:  http://www.ncbi.nlm.nih.gov/entrez/query.fcgi?cmd=Retrieve&db=PubMed&list_uids=11351835&dopt=Citation

Vísar á rannsókn sem styður það sem fólk sem berst gegn klámi hefur verið að segja:

Úr absract greinarinnar: 

 All three steps support the existence of reliable associations between frequent pornography use and sexually aggressive behaviors, particularly for violent pornography and/or for men at high risk for sexual aggression.

Höfundar greinarinnar og rannsóknarinnar leggja til að þeir sem eru agressivir í grunninn geti framið kynferðisbrot eftir klámáhorf.  Þ.e að það sé orsakasamband þarna á milli.

Það sem er inn á pubmed eru yfirleitt góðar greinar, sem hafa farið í gegnum yfirferð ritsjóra virtustu tímariti innan læknisfræði og skyldra vísindasviða svo yfirleitt er hægt að treysta að það séu vel unnar rannsóknir.

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 22:21

8 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Já, það endar með því að ég set á Security Level 1. Nú þurfa notendur að gefa upp netfang en ef þeir nenna að standa í þessu þá geta þeir sett inn komment. Svo verð ég bara dugleg að hreinsa út... 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 21.2.2007 kl. 00:44

9 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Ég dáist líka - eða þannig - að orkunni í stóryrðunum og skítkastinu hjá Jóni þessum Frímanni og fleirum, hvar sem konur og mannréttindi koma við sögu ...

Hlynur Þór Magnússon, 21.2.2007 kl. 11:42

10 identicon

Hlynur Þór Magnússon, sannleikurinn er skítugur í þessu máli. Að kenna þetta upphlaup feminsta við mannréttindi og jafnrétti er rangnefni, þetta hefur nefnilega við hvorugt að gera. Þetta er ekkert nema sjúkleg stjórnsemi sem er þarna á ferðinni. Og þarna er verið að troða á mikilvægu frelsi sem hefur tekið margar kynslóðir að koma á. Og það á bara að troða á því vegna þess að einhver hópur kvenna þolir ekki að sjá nakið kvenfólk.

Að mínu mati er þetta ekkert nema hræsni í feministum. Og orðin hjá mér eru stór, enda sé ekki neina ástæðu til þess að taka létt á svona frelsis hatandi fólki. 

Jón Frímann (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 16:11

11 identicon

En fyndið Kata. Ég var að enda við að skella inn færslu með sama heiti um samskonar mál án þess að hafa séð þessa færslu... Dásamlegt hvað við erum samt samstíga...

Sóley Tómasdóttir (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 16:32

12 identicon

Mér langar að hrósa þér innilega fyrir góðan og yfirvegaðan pistil. Það er gott þegar fólk getur verið ósammála án þess að grípa til leiðinda, eins og þessi J. Frímann.

Alveg er ég sammála ályktun líkt og Rvíkurborg hefur sent frá sér, gegn því að haldin verði ráðstefna fólks sem framleiðir myndir sem niðurlægja - líkt og þú bendir á þá er þetta fólk sem framleiðir ofbeldisklám og 'soraklám', a.m.k. hluti af því - með vísanir í börn og ofbeldi - og ekkert að því að segja því að við viljum ekki að þau haldi hér ráðstefnur.

Íma spurði í athugasemd hjá Sóley hvernig manni litist á að dætur manns og systur færu út í klámiðnaðinn. Ég hreinlega veit það ekki. Veit ekki heldur hvort mér litist á að faðir minn eða sonur myndu byrja að starfa í klámiðnaðinum.
En ég myndi þá a.m.k. reyna að fá  viðkomandi ofan af því ef hann léki í myndum þar sem einhver er niðurlægður, eða ýjað væri að ofbeldi eða samræði við börn.

Þessi umræða litast svolítið af því að sumir eru algerlega á móti hverskonar erótík - myndum af samræði. Þá eru oft tekin þau rök að tengsl séu milli erótískra mynda / myndbanda og mansals og vændis. Ég held að það sé fyrst og fremst þetta sem menn, þar á meðal flestir 'drenjanna', eru að mótmæla. Fæstir eru að mótmæla því að klám sem sýnir vísun í börn, niðurlægingu og ofbeldi sé slæmt.

Að sýna samræði - það er þetta sem margir eru á móti, og ég held að flestir sem hér hafa verið kallaðir 'hundar' o.fl. séu að reyna að verja. Sýna nakið fólk að leik án þess að það sé einhver niðurlæging fólgin í því. Þetta óofbeldisfulla klám - ég vil trúa því að menn séu að verja það, ekki hið ofbeldisfulla.

Nema hvað, sumir vilja kannski meina að það sé niðurlæging og ofbeldi fólgin í því yfirhöfuð að sýna viðkvæma líkamsparta á filmu eða prenti. Að sýna kynfæri sín og jafnvel snertingu þeirra við annarra manna kynfæri.
Ég er viss um að það er þetta 'frelsi' sem svo oft er talað um í þessum umræðum, sem fólk er að verja, frelsið til að sýna sjálfan sig í 'venjulegri' erótík. Hún kannski misbýður einhverjum, en það þarf ekki að vera neitt ofbeldi fólgið í því.

Finnist fólki að ofbeldi sé fólgið í því að birtar séu myndir af einhverjum að 'gera það' - þá er það skoðun sem ég myndi virða, en jafnframt mótmæla að menn reyni að klína á aðra. Mér finnst líka skrítið ef fólk er á þeirri skoðun að það sé þá einungis ofbeldi gagnvart konunum í slíkum myndum. Er það vegna þess að þær eru þolendur í kynlífi almennt, en ekki karlinn? Er það gamla mýtan um að karlinn þurfi að eltast við konuna og hún að 'leyfa' honum að 'koma inn í sig'? Auðvitað er til alltof mikið af efni þar sem konur eru niðurlægðar, en það ætti ekki að yfirfæra viðbjóð sinn á slíku yfir á allt sem í daglegu tali kallast klám eða erótík. Þar er oft um að ræða fólk, af báðum kynjum, sem leikur í myndum og fær borgað fyrir. Er það skemmt, konurnar og karlarnir sem í þessum myndum leika? Ég hef ekki trú á því. Ekki frekar en annað fólk sem gerir hluti sem ég myndi ekki vilja gera. 

Er það vegna þess að karlinn er með spjótið? Ég sé nefnilega ekki að ég myndi frekar vera á móti því að systir mín færi út í klámiðnaðinn heldur en bróðir minn. Að ég myndi síður vilja vita af því að fólk væri að fá fróun út úr því að fólk horfði á kynfæri hennar frekar en hans.  

Ég myndi a.m.k. reyna að virða þá skoðun systkina minna að vilja stunda þetta. Jafnvel dóttur minnar. En ég myndi aldeilis vilja vera viss um að ekkert sem hún gerði í bransanum væri ósiðlegt eða ofbeldiskennt. Þess óska ég engum. 

Femínistar eru almennt ekki á móti erótík - samræði, kynfærum og fleiru og að þetta sé sýnt öðru fólki. Sumir þeirra kannski, en það er ekki hluti af því að vera femínisti að þessir hlutir eigi að vera eftir inní svefnherbergjum fólks.

Eins er það ekki femínísk skoðun að vera bara á móti því að konur séu niðurlægðar í klámi. Femínistar vilja auðvitað að niðurlæging eigi sér ekki stað gagnvart neinum, hvorki í erótískum miðlum eða almennt. Staðreyndin er hins vegar sú að einhverra hluta vegna eru konuryfirleitt þolendur í subbuklámi.

Ef við erum bara að tala um samræði, leikið kynlíf á mynd eða filmu, þá er hvorugur aðilinn að 'taka' hinn. Ekki frekar en gengur og gerist þegar tvær manneskjur njóta hvor annarar.
Gera verður greinarmun á slíku efni og því sem ýtir undir hatur og niðurlægingu, ofbeldi og fyrirlitningu.
Þá fyrst geta femínistar og 'drengir' farið að tala saman, þegar búið er að gera þennan greinarmun. Annars munu bara báðir hópar misskilja hvorn annan - drengir halda að femínistar séu á móti nekt og femínistar halda að drengir vilji niðurlægingu og ofbeldi.

) eldri drengur ( (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 16:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband