Bankanum þínum er sama um þig

Vinkona mín þurfti 2m kr. bankalán um daginn til að kaupa sér íbúð. Bankinn hennar neitaði henni um bankalán með veði í íbúðinni á þeim forsendum að þeir vildu ekki auka á þensluna í þjóðfélaginu. Í staðinn var henni boðið 2m kr. yfirdráttarlán á yfir 20% vöxtum. Það er fyrir ofan minn skilning hvernig þeir reikna út að hið síðarnefnda auki síður þenslu en hið fyrrnefnda - nema þeir hugsi sem svo að þessar 400.000 kr sem hún hefði borgað í vexti á einu ári kæmu í veg fyrir að hún keypti eitthvað fyrir peninginn... Akkúrat þegar hún stóð í þessu bankastappi fór ég í kaffi Hljómalind og sá þar bol með áletruninni "Bankanum þínum er sama um þig". Ég keypti auðvitað eitt stk með det samme og gaf vinkonu minni í innflutningsgjöf. 

Bankarnir eru að græða ofurháar upphæðir þessa dagana. Þess vegna er erfitt að skilja hvers vegna þörf er á svona háum vöxtum og þjónustugjöldum. Íbúðarlánin sem við fáum eru verðtryggð og með vöxtum. Bankarnir fá lán í erlendri mynt án verðtryggingar og á lægri vöxtum. Það er eitthvað skakkt við þetta kerfi.

Í gærkvöldi sagði Grétar mér frá auglýsingu frá einum bankanum sem hljómaði eitthvað á þá  leið að  við ættum að láta peningana vinna fyrir okkur með því að færa yfirdráttinn okkar yfir til þeirra því þeir væru með lægri vexti en samkeppnisaðilarnir. Ég auglýsi hér með eftir útskýringu á því hvernig skuldir vinna fyrir fólk! Er ekki einhver firring í gangi?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála...það er skandall hvað þeir geta sett vexti á allt,  og enga smá vexti.xég er hérna fyrir norðan og var að spá að fara kaupa íbúð og fasteignamaðurinn mældi með því að taka erlent lán, t.d. japanskt yen, því vextirnir eru rétt yfir 1% á meðan hér eru um 4,9%

Pétur Sveinsson (IP-tala skráð) 29.1.2007 kl. 12:06

2 identicon

Athugasemd við athugasemd.....Pétur, rétt er það, japanska lánið ber 1% vexti en innlenda lánið 4.9% vexti PLÚS verðtryggingu. Þannig að íslenska lánið ber í ár um 12% vexti en hið Japanska bara 1%! Á 20 milljón króna láni eru íslensku vextirnir 2,4 Milljónir fyrir eitt ár, en fyrir hið Japanska lán þarf maður bara að greiða 200 þúsund. Sparnaður: 2.2 miljónir á einu ári. Maður getur tekið á sig ansi miklar gengissveflur fyrir þennan mun, auk þess sem að gegnissveiflur skila sér einnig ljótlega inn í hina innlendu vertryggingu hvort eð er með einum eða öðrum hætti! Mbk, Finnur.

Finnur (IP-tala skráð) 29.1.2007 kl. 14:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband